ráðherrarþrírjgaaskj.jpg

Ekki á hreinu hvernig setning um fjármagn til rannsóknar á Samherja rataði inn í tilkynningu ríkisstjórnar

Dómsmálaráðuneytið segist standa við að sakamál hafi ekki lotið pólitískum afskiptum þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi gefið út tilkynningu um sértæka fjármögnun rannsóknar á Samherjamálinu í nóvember 2019. Ráðuneytið getur ekki svarað því hvernig setning þar um hafi ratað í umrædda tilkynningu og segir að „nokkrar mannabreytingar hafi orðið síðan þetta var“.

„Nokkrar manna­breyt­ingar hafa orðið síðan þetta var á flestum stöðum og því virð­ist ekki alveg á hreinu hvernig þessi setn­ing rataði inn í til­kynn­ingu eftir rík­is­stjórn­ar­fund. Þær til­kynn­ingar koma frá for­sæt­is­ráðu­neyt­i.“ 

Þetta segir í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um úr hvaða ráðu­neyti setn­ing úr til­kynn­ingu rík­is­stjórnar Íslands frá 19. nóv­em­ber 2019, eigi upp­runa sinn. Setn­ingin er eft­ir­far­andi: „Þá verður hugað sér­stak­lega að fjár­mögnun rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara í tengslum við rann­sókn emb­ætt­is­ins á Sam­herj­a­mál­in­u“.

Ástæða fyr­ir­spurn­ar­innar var sú að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra full­yrti í nýlegu svari við skrif­legri fyr­ir­spurn á Alþingi að með­ferð til­tek­inna saka­mála lúti ekki póli­tískum afskiptum þrátt fyrir að rík­is­stjórnin með ofan­greindri til­kynn­ingu heitið sér­stakri fjár­mögnun fyrir tveimur og hálfu ári vegna rann­sóknar á Sam­herja fyrir meint mútu­brot, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti, meðal ann­ars í tengslum við starf­semi sam­stæð­unnar í Namib­íu, Íslandi og í þekktum skatta­skjól­u­m. 

Kjarn­inn greindi frá því 6. júní síð­ast­lið­inn að Jón stæði við þessa full­yrð­ingu þrátt fyrir að rík­is­stjórn skipuð sömu flokkum og nú stjórna land­inu hafi með opin­berri til­kynn­ingu heitið fjár­magni í rann­sókn á sér­stöku saka­máli. Í svari sem barst Kjarn­anum frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu í aðdrag­anda birt­ingu þeirrar umfjöll­unar sagði ein­fald­lega: „Setn­ingin sem vísað er í frá 19. nóv. 2019 á ekki upp­runa sinn í minn­is­blöðum frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu í tengslum við þann fund.“

Í fyr­ir­spurn sem Kjarn­inn sendi í kjöl­farið var spurt hvort það þýddi að umrædd setn­ing ætti upp­runa sinn í öðru ráðu­neyti en dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Sam­kvæmt svar­inu sem bar­st, og birt er í upp­hafi þess­arar umfjöll­un­ar, virð­ist það ekki alveg á hreinu hvernig umrædd setn­ingin rataði inn í til­kynn­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, meðal ann­ars vegna manna­breyt­inga í ráðu­neyt­inu. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, flokks­systir núver­andi ráð­herra, var dóms­mála­ráð­herra þegar til­kynn­ingin var send út.

Eina sem ráðu­neytið telur sig geta gert til að upp­lýsa um hvaðan setn­ingin kom er að benda á til­kynn­ingin í heild hafi komið frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, sem var þá eins og nú stýrt af Katrínu Jak­obs­dótt­ur. „Hér í dóms­mála­ráðu­neyt­inu eru emb­ætt­is­menn sem tengj­ast þessum mála­flokki mjög með­vit­aðir um það að gera hvorki fyr­ir­spurnir né eiga sam­skipti um ein­stök saka­mál, dóms­mál eða annað sem farið er með í stofn­unum sem heyra undir ráðu­neytið nema þegar slíkt er gert í skil­greindum og form­legum far­veg­i.  Dóms­mála­ráðu­neytið og ráð­herra standa því við það að saka­mál hafa ekki lotið og eiga ekki að lúta póli­tískum afskipt­u­m.“

Fengu aukið fjár­magn í kjöl­far til­kynn­ing­ar­innar

Á títt­nefndum rík­is­stjórn­ar­fundi í nóv­em­ber 2019 voru sam­­þykktar sjö tölu­­settar aðgerðir rík­­is­­stjórn­­­ar­innar í heild til að auka traust á íslensku atvinn­u­­lífi í kjöl­far þess að Sam­herj­­a­­málið var opin­berað í Kveik og Stund­inni viku áður, 12. nóv­­em­ber 2019.

Sjötta aðgerðir sner­ist um varnir gegn hags­muna­á­­rekstrum og mút­u­brot­um og þar var að finna setn­ing­una um að sér­stak­lega yrði hugað að fjár­mögnun rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara á Sam­herj­a­mál­inu.

Sjö­unda aðgerðin sneri svo að því að rík­­is­­stjórnin hefði fjallað um Sam­herj­­a­­málið með til­­liti til alþjóða­­sam­­skipta og sagt að utan­­­rík­­is­ráðu­­neytið væri að fylgj­­ast „með umfjöllun erlendis og hefur und­ir­­búið við­brögð vegna hugs­an­­legs orð­­spor­s­hnekk­­is.“

Tveimur dögum eftir ofan­­­greindan rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­fund, 21. nóv­­­em­ber 2019, sendi Ólafur Þór Hauks­­­son hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ari minn­is­­­blað til dóms­­­mála­ráð­herra þar sem hann lagði til að starfs­­­mönnum emb­ætt­is­ins yrði fjölg­að. Þótt Sam­herj­­­a­­­málið sé ekki sér­­­stak­­­lega nefnt í minn­is­­­blað­inu kemur þar fram að þáver­andi starfs­­­manna­­­fjöldi dugi ekki til að sinna öllum þeim rann­­­sókn­­­ar­verk­efnum sem emb­ættið hafi á hend­i. 

Emb­ætti hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara, Skatt­­­ur­inn og skatt­rann­­­sókn­­­ar­­­stjóri fengu svo 200 millj­­­óna króna auka­fjár­­­veit­ingu á árinu 2020. 

Kjarn­inn hefur opin­berað að á Íslandi séu átta manns hið minnsta með rétt­­­ar­­­stöðu sak­­­born­ing við rann­­­sókn emb­ættis hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara á meintu pen­inga­þvætti, mút­­u­greiðslum og skatta­snið­­­göngu Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unn­­­ar. Á meðal þeirra er Þor­­­steinn Már Bald­vins­­­son, for­­­stjóri Sam­herja, en allir hinir annað hvort starfa fyrir sam­­­stæð­una eða hafa gert það. Kjarn­inn greindi frá því í októ­ber 2021 að rann­­­­sókn á meintum skatta­laga­brotum Sam­herj­­­­a­­­­sam­­­­stæð­unnar hefði færst yfir til emb­ættis hér­­­­aðs­sak­­­­sókn­­­­ara skömmu áður.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar