Endalok COVID-19 – Eða hvað?

Árið 2022 átti að marka endalok heimsfaraldurs COVID-19. Öllum takmörkunum var aflétt hér á landi í febrúar en kórónuveiran virðist ekki alveg ætla að yfirgefa heimsbyggðina.

Upplýsingafundir almannavarna urðu yfir 200 talsins. Nú heyra þeir sögunni til, þó svo að kórónuveiran sé enn aðeins á kreiki.
Upplýsingafundir almannavarna urðu yfir 200 talsins. Nú heyra þeir sögunni til, þó svo að kórónuveiran sé enn aðeins á kreiki.
Auglýsing

Það kann að hljóma ein­kenni­lega, en á þessum tíma fyrir ári síðan voru tak­mark­anir vegna COVID-19 enn í gildi hér­lend­is. Fjöldi fólks eyddi jólum og/eða ára­mótum í ein­angrun eða sótt­kví og Land­spít­al­inn var á neyð­ar­stigi vegna hraðrar útbreiðslu COVID-19. Ómíkron-af­brigðið var alls­ráð­andi.

Þótt mörgum finn­ist eins og far­ald­­ur­inn hafi staðið yfir í tíu ár fyrir tíu árum síðan þá var tak­­mörk­unum vegna sótt­­varna ekki aflétt að fullu og end­an­­lega, jafnt inn­an­lands sem á landa­mær­un­um, fyrr en 25. febr­­úar á þessu ári, tveimur árum eftir að veiran lét fyrsta á sér kræla hér­­­lend­­is.

Frá 25. febr­úar kvöddu lands­menn það sem hafði verið hluti af hvers­dags­leik­anum í tæp­lega tvö ár, þar á meðal fjölda­tak­mark­an­ir, nálægð­ar­mörk, grímunotkun og tak­mark­aðan afgreiðslu­tíma vín­veit­inga­staða. Dag­legir upp­lýs­inga­fundir heyrðu sög­unni til og heim­sóknum á covid.is snar­fækk­aði. Áfram var þó hvatt til per­sónu­legra smit­varna og fólk var hvatt til að fara í sýna­töku ef það fann fyrir ein­kenn­um.

Auglýsing

Fjórum sinnum neyð­ar­stig og óvissu­stig en í gildi

Óvissu­stigi almanna­varna var lýst yfir 27. jan­úar 2020 og hættu- eða neyð­­ar­­stig almanna­varna var sam­fellt í gildi frá því að fyrsta kór­ónu­veirusmitið greind­ist 28. febr­úar 2020 til 29. apríl á þessu ári þegar hættu­stigið var fært niður á óvissu­stig, sem gildir enn. Neyð­ar­stig almanna­varna var virkjað fjórum sinn­um, hættu­stig fimm sinnum og óvissu­stig tvisvar á meðan far­ald­ur­inn stóð yfir.

Upp­­lýs­inga­fundir almanna­varna voru meðal vin­­sæl­­ustu dag­­skrár­liða Rík­­is­út­­varps­ins þegar far­ald­­ur­inn stóð sem hæst og urðu yfir 200 tals­ins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá fyrsta upp­­lýs­inga­fund­inum sem hald­inn var í Sam­hæf­ing­­ar­mið­­stöð almanna­varna 27. febr­­úar 2020, degi áður en fyrsta smitið greind­ist hér á landi, þar sem sótt­­varna­læknir var full­viss um að heil­brigð­is­­kerfið myndi ráða við verstu mög­u­­legu sviðs­­mynd vegna veirunnar: 300 til­­­felli og tíu dauðs­­föll.

Smitin urðu aðeins fleiri en 300, eða alls 207.874 sam­kvæmt nýj­ustu tölum. 55,3 pró­sent lands­manna hafa greinst með COVID-19.

Einu sinni máttu bara 10 manns koma saman

Sem fyrr segir greind­ist fyrsta COVID-smitið á Íslandi 28. febr­úar 2020. Sam­komu­bann var fyrst sett 16. mars 2020 og voru mörkin sett við sam­komur með 100 manns eða fleiri. Tveimur dögum seinna voru regl­urnar enn hertar og fjölda­tak­mörkin sett við 20 manns.

­Fjölda­tak­mark­anir voru nýttar allan far­ald­ur­inn, með hléum þó, allt fram til 25. febr­úar 2022 þegar allar tak­mark­anir voru afnumdar hér­lend­is. Þegar regl­urnar voru harðastar máttu ein­ungis 10 manns koma saman en þegar mest var voru tak­mark­anir settar við 2000 manns. Enn strang­ari til­mæli voru þó við lýði á stund­um, til dæmis á norð­an­verðum Vest­fjörðum þar sem öllu var skellt í lás og fjölda­tak­mark­anir mið­uð­ust við fimm manns í apríl 2020.

Í lok ágúst 2021 var tekin upp sú nýlunda að leyfi­legt var að taka á móti fleirum en almennt gilti, eða jafn­vel víkja frá reglum um hámarks­fjölda á við­burð­um, að því gefnu að allir gestir fram­vís­uðu nei­kvæðu hrað­prófi sem ekki væri eldra en 48 klst gam­alt. Þannig var þess vænst að hægt væri að draga úr sér­stak­lega nei­kvæðum áhrifum COVID-19 á sviðs­listir og menn­ingu.

Sótt­varna­læknir ákvað að láta gott heita

COVID-19 hefur kannski ekki alveg sagt skilið við okkur en það gerði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sem lét af störfum í lok ágúst. Bæði fag­legar og per­sónu­legar ástæður voru fyrir ákvörð­un­inni að hans sögn.

Fáir vissu hver sótt­varna­læknir var fyrir far­ald­ur­inn. Þórólfur sinnti starf­inu í tutt­ugu ár og verður alltaf mað­ur­inn sem leiddi íslensku þjóð­ina í gegnum heims­far­ald­­ur, mað­ur­inn sem brýndi enda­­laust fyrir okkur að við­hafa per­­són­u­bundnar sótt­­varnir – sagði okkur að þvo hendur og spritta oftar er nokkur ann­­ar. Kenndi okkur að lesa í kúrf­­ur, hvað R-tala væri, hjarð­ó­­næmi, rað­­grein­ing, nýgengi og svo mætti áfram telja enda­­laust.

Þórólfur greindi frá ákvörðun sinni í maí og sagði stöð­una í COVID-19 einmitt meðal ástæða þess að hann ákvað að hætta á þessum tíma­punkti, við værum komin á góðan stað í þeirri bylgju far­ald­urs­ins sem gengið hafði yfir vik­urnar og mán­uð­ina á und­an.

En Þórólfur ítrek­aði, eins og margoft áður, að far­ald­ur­inn væri ekki búinn. Það reynd­ist rétt og þegar líða fór á árið fóru að ber­ast fregnir af tíð­ari and­látum vegna COVID-19.

180 and­lát á árinu – 219 í heild­ina

Guð­rún Aspelund, sem tók við starfi sótt­varna­læknis í sept­em­ber, bað lands­menn í byrjun nóv­em­ber að nálg­ast umræðu um and­lát vegna COVID-19 af virð­ingu og vin­semd.

180 lét­ust hér á landi á árinu, beint af völdum COVID-19 eða COVID-19 var með­virk­andi þáttur and­láts, að því er fram kemur í pistli sótt­varna­læknis. Fjöldi and­láta frá upp­hafi far­ald­urs­ins í febr­úar 2020 er 219.

Covid andlát á Íslandi

129 létu lífið vegna COVID-19 frá febr­úar fram í apríl og 25 lét­ust í júlí. Fimm and­lát voru skráð í ágúst og sept­em­ber. Sótt­varna­læknir segir líkur á að fjöldi and­láta á árinu sé afleið­ing af mik­illi útbreiðslu á COVID-19 á þessu tíma­bili enda gengu þá yfir tvær stærstu bylgjur frá upp­hafi.

Er þetta ekki alveg búið?

Lítið fer fyrir kór­ónu­veirunni í íslensku sam­fé­lagi nú í lok árs en veiran er enn þarna úti. Í Kína er ný COVID-­bylgja á upp­leið eftir að stjórn­völd sögðu lok skilið við „núll-­stefn­una“ og afléttu hörðum sam­komu­tak­mörk­un­um.

Þar er COVID-19 að sækja veru­­lega í sig veðr­ið. Fáir eru bólu­­settir í Kína, íbúar eru 1,4 millj­­arða manna í víð­­feðmu landi þar sem erfitt getur reynst að veita heil­brigð­is­­þjón­­ustu. Ástandið virð­ist þó enn sem komið er verst í borg­un­um, m.a. í Pek­ing. Þar anna bál­­stofur og lík­­hús þó enn eft­ir­­spurn en í öðrum borg­um, m.a. Chongqing, þar sem 30 millj­­ónir búa, er allt orðið yfir­­­fullt og ekki hægt að taka við fleiri líkum að svo stöddu.

Dr. Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, for­stjóra Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, ættu flestir að kann­ast við eftir frétta­flutn­ing síð­ustu tveggja ára en hann er veru­leggja áhyggju­fullur yfir stöð­unni í Kína.

Áhyggj­urnar tengj­ast ekki síst upp­lýs­inga­gjöf kín­verskra yfir­valda um stöðu mála. Sam­kvæmt opin­berum tölum hafa aðeins 5.242 lát­ist af völdum COVID-19 í Kína.

Frá því að núll-­­stefnan svo­­kall­aða, það er að segja að stefna að engu smiti af kór­ón­u­veiru í land­inu með mjög hörðum tak­­mörk­un­um, var aflétt nýverið hafa sjúkra­hús yfir­­­fyllst af fólki og hillur apó­­teka standa tóm­­ar. Þetta tvennt þykir sterk vís­bend­ing um að eitt­hvað meiri­háttar sé á seyði og flestir benda á kór­ón­u­veiruna.

Þetta er því ekki alveg búið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar