EPA

Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði

Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Breska Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta galla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi. Dýrasta mynt í heimi var slegin hæstbjóðanda á uppboðinu en Stuart Weitzman, safnarinn sem átti þessa dýrgripi ætlar að gefa söluandvirðið til góðgerðamála.

Verð­mætasta frí­merki í heimi, 165 ára gam­alt eins senta frí­merki frá Bresku Gvæj­ana, var selt á upp­boði Sot­he­by’s á dög­unum fyrir 8,3 millj­ónir Banda­ríkja­dala eða rétt rúm­lega millj­arð króna. End­an­legt sölu­verð var að vísu nokkuð undir upp­haf­legu verð­mati Sot­he­by’s en matið stóð í 10 til 15 millj­ónum dala fyrir upp­boðið sem sam­svarar 1,2 til 1,8 millj­örðum króna. Sölu­verðið er einnig lægra heldur en það verð sem skó­kaup­mað­ur­inn og -hönn­uð­ur­inn Stu­art Weitz­mann greiddi fyrir frí­merkið þegar hann keypti það árið 2014, en þá nam kaup­verðið 9,5 millj­ónum dala.

Þessi litli rauði og svarti papp­írs­snep­ill hefur stundum verið nefndur Mona Lisa frí­merkja­heims­ins og ekki að ástæðu­lausu. Því hefur verið hampað meðal frí­merkja­safn­ara síðan á ofan­verðri nítj­ándu öld þegar það var útnefnt fágætasta frí­merki heims af frí­merkja­söfn­urum í Par­ís.

Í rit­gerð um frí­merkið sem birt­ist á vef Sot­he­by’s segir að ferð frí­merk­is­ins frá hita­belt­is­lofts­lagi Suð­ur­-Am­er­íku til Evr­ópu sé stór­merki­leg og að það sé nán­ast fyrir til­vli­jun að enn finn­ist eitt stakt frí­merki úr þess­ari ser­íu. Frí­merkið sat á sínum stað, límt á dag­blað í sautján ár allt þar til að ungur ætt­ingi við­tak­and­ans fékk að hirða blað­iði. Ætt­ing­inn ungi sá þarna tæki­færi, hann leysti frí­merkið djúp­rauða frá föln­uðum dag­blaða­papp­írnum sem það hafði verið límt á til þess að selja það fyrir nokkra skild­inga og kaupa fjölda nýrra frí­merkja fyrir ágóð­ann.

Auglýsing

Sá sem keypti frí­merk­ið, hinn rúm­lega tví­tugi Neil Ross McK­innon, átt­aði sig hins vegar á því að það væri eitt­hvað merki­legt við þennan grip sem hann hafði keypt fyrir smá­pen­inga. Á þeim fimm árum sem hann átti frí­merkið fóru augu frí­merkja­heims­ins að snú­ast að Bresku Gvæj­ana og áhugi evr­ópskra safn­ara á frí­merkjum þaðan fór vax­andi. Verð gam­alla frí­merkja frá nýlend­unni óx hratt, frí­merki sem örfáum árum fyrr hafði verið hægt að kaupa fyrir nokkra skild­inga kost­uðu nú nokkur pund. McK­innon lét á end­anum undan freist­ing­unni til að selja og sendi allt safnið sitt til Eng­lands.

Í Liver­pool festi frí­merkja­kaup­maður kaup á eins senta frí­merk­inu. Þaðan ferð­að­ist merkið yfir Ermar­sundið og rataði í safn hins sér­vitra Phil­ipp von Ferr­ary en frí­merkja­safn hans er talið vera það merki­leg­asta sem til hefur ver­ið. Það var eftir að frí­merkið komst í safn hans sem að helstu frí­merkja­safn­arar urðu sam­mála um að þetta til­tekna frí­merki væri það sjald­gæfasta í heimi. Eftir and­lát hans var frí­merkið selt á upp­boði árið 1922 fyrir 32,500 Banda­ríkja­dali. Sú sala rataði í heims­press­una og frægð frí­merk­is­ins náði því út fyrir heim frí­merkja­safn­ara og grúskara.

Núver­andi eig­andi vill dreift eign­ar­hald

Frí­merkið gekk nokkrum sinnum kaupum og sölum það sem eftir lifði tutt­ug­ustu ald­ar­innar fyrir sífellt hærri fjár­hæð­ir. Árið 2014 upp­fyllti skó­hönn­uð­ur­inn Stu­art Weitz­mann æsku­draum þegar hann eign­að­ist frí­merkið fyrir 9,5 millj­ónir dala á upp­boði Sot­he­by’s. Síðan hann keypti frí­merkið hefur það lengst af verið til sýnis á póstsafni Smith­son­i­an, Smith­son­ian National Pos­tal Museum, sem stað­sett er í Was­hington D.C.

Dýrasta frímerki í heimi, eins senta frímerki frá Bresku Gvæjana, gefið út árið 1856. Eigendur frímerkisins hafa í gegnum tíðina sett mark sitt á frímerkið. Vel má greina merkingu síðasta eiganda, fangamarkið SW og hælaskó.
Sotheby's

Í fyrsta sinn í 165 ár er frí­merkið ekki í eigu ein­stak­lings. Það var breska frí­merkja­salan Stanley Gibbons sem festi kaup á frí­merk­inu á upp­boð­inu sem haldið var síð­asta þriðju­dag. Fyr­ir­tækið ætlar að dreifa eign­ar­hald­inu og selja hlut­deild­ar­skír­teini í frí­merk­inu í gegnum netið og bjóða söfn­urum þar með hlut­deild í gróð­anum sem skap­ast verði frí­merkið selt síðar fyrir hærra verð.

Í umfjöllun Reuters segir að það geti reynst fyr­ir­tæk­inu erfitt að fanga hylli safn­ara sem sækj­ast eftir hagn­aði úr við­skiptum með safn­gripi. Sú stað­reynd að sölu­verðið hafi lækkað frá því að Weitz­mann festi kaup á því sé ekki heill­andi í augum safn­ara. Grip­ur­inn sé því einn af fáum fágætum munum sem lækkað hafi í verði að und­an­förnu, rán­dýrir fágætir safn­gripir hafa að jafn­aði tvö­fald­ast í verði und­an­far­inn ára­tug. Frí­merkja­safn­arar hafi auk þess mestan áhuga á frí­merkjum sem kom­ist hafa í dreif­ingu þrátt fyrir að mis­tök hafi verið gerð við prentun þeirra.

Weitzman skrifar hér aftan á bakhlið frímerksins dýra.
Smithsonian's National Postal Museum

800-fald­að­ist í verði á einni viku

Einn þeirra þriggja muna sem seldir voru á upp­boð­inu, sam­hliða eins senta frí­merk­inu, er einmitt einn slíkur galla­grip­ur. Fjög­urra frí­merkja blokk sem sýnir flug­vél af gerð­inni Curtiss JN-4H sem iðu­lega er kölluð Jenny. Það sem gerir þessi til­teknu frí­merki svona eft­ir­sótt er að mynd flug­vél­ar­innar er á hvolfi vegna mis­taka sem gerð voru við prentun frí­merkj­anna.

Frí­merki með þessum galla urðu á örskömmum tíma afar eft­ir­sótt meðal safn­ara. Frí­merkin voru sér­stak­lega gerð fyrir flug­póst milli Was­hington borg­ar, Fíla­delfíu og New York og var útgefið verð þeirra 24 sent. Til stóð að hefja póst­send­ingar milli borg­anna með flugi þann 15. maí 1918 en prentun frí­merkj­anna hófst fimm dögum fyrr. Tveimur dögum fyrir áætlað upp­haf póst­send­inga með flugi komust frí­merkin til skila á nokkur póst­hús í höf­uð­borg­inni.

Degi síðar festi William T. Robey kaup á örk með 100 frí­merkjum á póst­húsi fyrir 24 Banda­ríkja­dali. Hann veitti frí­merkj­unum ekki mikla athygli enda hafði hann ein­fald­lega séð fyrir sér að líma þau á umslög sem hann myndi síðan senda frá sér. Örkin sem hann keypti fór þó í sitt fyr­ir­séða ferða­lag, þó með óhefð­bundnu sniði. Innan við viku eftir að Robey gekk út úr póst­hús­inu með frí­merkin seld­ist örkin á 20 þús­und Banda­ríkja­dali í New York, en hún hafði þá þegar haft við­komu í Fíla­delfíu þar sem frí­merkin skiptu um hendur fyrir 15 þús­und dali. Verð­mætið hafði því átta­hund­ruð­fald­ast á örfáum dög­um.

Auglýsing

Þar komust frí­merkin í hend­urnar á Edward Green en sá var sonur kaup­sýslu­konu að nafni Hetty Green. Hetty var gjarnan kölluð rík­asta kona Banda­ríkj­anna á þeim upp­gangs­tíma 19. ald­ar­innar í Banda­ríkj­unum sem kall­aður hefur verið The Gilded Age. Hún var ann­ál­aður nísku­púki og gjarnan upp­nefnd nornin á Wall Street. Edward Green hóf að búta örk­ina niður og seldi hluta frí­merkj­anna. Hann hélt þó eftir mik­il­væg­ustu hlutum ark­ar­inn­ar, til að mynda frí­merkj­unum fjórum sem hér eru í aðal­hlut­verki en þau voru hluti átta frí­merkja blokkar í safni Green. Sú blokk var seld eftir and­lát Green á 27 þús­und dali árið 1944. Tíu árum síðar birt­ist hluti þeirrar blokkar að nýju, nú sem fjór­blokkin sem seld var í vik­unni.

Frí­merkin hand­leikin af Homer Simp­son

Síðan þá hefur fjór­blokkin gengið kaupum og sölum nokkrum sinn­um. Í októ­ber árið 2014 festi Stu­art Weitzman kaup á frí­merkj­unum fyrir rúmar 4,8 millj­ónir Banda­ríkja­dala. Hann hafði fyrr það sama ár keypt eins senta frí­merkið frá Bresku Gvæj­ana, svo með kaup­unum á fjór­blokk­inni gat Weitzman státað sig af því að eiga eft­ir­sótt­ustu frí­merki í heimi í flokki bæði not­aðra og ónot­aðra.

Á upp­boði Sot­he­by’s á þriðju­dag seld­ist fjór­blokkin á svip­uðu verði og árið 2014, fyrir tæpar 4,9 millj­ónir dala með öllum gjöldum sem falla á kaup­and­ann, það gera rétt tæpar 600 millj­ón­ir. Það er ögn undir því mati sem Sot­he­by’s setti á frí­merkin en verð­matið stóð í fimm til sjö millj­ónum dala, sem eru um 610 til 850 millj­ónir króna.

Óhætt er að segja að þessi frí­merki séu þekkt­ustu frí­merki banda­rískrar frí­merkja­sögu. Til að mynda hafa frí­merki úr þess­ari seríu ratað í sjón­varps­þátt­inn The Simp­sons en í einum þætt­inum er hald­inn flóa­mark­að­ur. Úr kassa í einum básnum dregur Homer Simp­son hvern dýr­grip­inn á fætur öðrum sem honum líst þó ekki mikið á, til að mynda Stra­di­varius fiðlu, fyrstu útgáfu mynda­sögu­blaðs­ins Act­ion Comics, sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingu Banda­ríkj­anna og frí­merkja­blokk með flug­vél­inni Jenny á hvolfi. Með vand­læt­ingu vekur Homer athygli á því að mynd flug­vél­ar­innar á frí­merkj­unum sé á hvolfi áður en hann kastar þeim frá sér líkt og hverju öðru rusli.

Síð­asti gull­pen­ing­ur­inn

Þá er enn ótal­inn verð­mæt­asti mun­ur­inn úr fórum Stu­art Weitzman sem seldur var hjá Sot­he­by’s á þriðju­dag og sá eini sem seld­ist yfir mats­verði. Það var gull­pen­ingur, svo­kall­aður tvö­faldur örn, frá árinu 1933 en saga pen­ings­ins er um margt áhuga­verð og sam­ofin hag­sögu Banda­ríkj­anna.

Á fjórða ára­tug síð­ustu aldar var gull­fót­ur­inn afnum­inn í Banda­ríkj­un­um. Nánar má lesa um gull­fót á Vís­inda­vefnum en í stuttu máli, þá er gjald­mið­ill sagður vera á gull­fæti ef að baki hans er gull­forði, þannig að hver seð­ill eða mynt er í raun ávísun á til­tekið magn gulls. Á þeim tíma þegar gull­fót­ur­inn var við lýði var algengt að gull væri notað við mynt­sláttu og árið 1933 voru tæp­lega 450 þús­und tvö­faldir ernir slegnir í mynt­slátt­unni í Fíla­delf­íu. Virði nýsleg­ins pen­ings af þess­ari gerð var á sínum 20 Banda­ríkja­dalir en í hverri mynt var tæp­lega únsa af gulli.

Vegna afnáms gull­fót­ar­ins var tekin sú ákvörðun að stöðva útgáfu mynt­ar­innar og hún fór því aldrei í umferð. Nýslegna mynt­in, auk allra ann­arra gull­pen­inga í eigu alrík­is­ins, skyldi brædd í gull­stykki sem síðan færu í Fort Knox. Það varð því ólög­legt að eiga tvö­falda örn­inn sem sleg­inn var 1933. Ekki rataði öll myntin frá 1933 í bræðslu­pott­inn þegar kom loks að því að bræða mynt­ina og komust því nokkrir pen­ingar í hendur safn­ara.

Svona lítur dýrasta mynt í heimi út.
EPA

Árið 1944 átti að bjóða upp einn slíkan pen­ing hjá upp­boðs­húsi sem ber heitið Stack’s. Banda­ríska leyni­þjón­ustan brá sér á stað­inn áður en upp­boðið va haldið og gerði pen­ing­inn upp­tækan vegna þess að um þýfi var að ræða. Í kjöl­farið fengu allir eig­endur mynt­ar­innar frá 1933 bréf þar sem óskað var eftir því að pen­ing­unum yrði skil­að. Alls voru átta pen­ingar sem skil­uðu sér aftur til yfir­valda með þessum hætti.

Vott­orð sem segir mynt­ina vera lög­lega

Með pen­ingnum sem seldur var á þriðju­dag fylgir eins konar vott­orð frá banda­rísku mynt­slátt­unni þar sem fram kemur að ekki sé ólög­legt að eiga þennan til­tekna pen­ing, öll önnur ein­tök frá 1933 séu hins vegar eign banda­rískra yfir­valda. Þetta er því eini pen­ing­ur­inn úr síð­ustu mynt­slátt­unni árið 1933 sem ein­stak­lingur má eiga. Þetta vott­orð var gefið út eftir að mynt­sali hafði verið hand­tek­inn á Waldorf Astoria hót­el­inu árið 1996, þegar hann var að reyna að selja pen­ing­inn.

Eftir mik­inn mála­rekstur var ákveðið að gefa út þetta til­tekna leyfi og pen­ing­ur­inn var seldur með skil­mál­um. Helm­ingur sölu­and­virð­is­ins rann í vasa mynt­sal­ans en hinn helm­ing­ur­inn fór til yfir­valda.

Auglýsing

Stu­art Weitzman keypti tvö­falda örn­inn frá 1933 fyrir metfé árið 2002. Þá var pen­ing­ur­inn boð­inn upp á sam­eig­in­legu upp­boði Sot­he­by’s og Stack’s og nam kaup­verðið tæp­lega 7,6 millj­ónum dala. Á upp­boð­inu á þriðju­dag seld­ist myntin fyrir tæpar 18,9 millj­ónir dala, það er um 2,3 millj­arðar króna. Upp­haf­legt verð­mat hljóð­aði upp á 10 til 15 millj­ónir dala, sem sam­svara um 1,2 til 1,8 millj­örðum króna.

Börnin vildu ekki erfa mun­ina

Í sam­tali við New York Times sagði Weitzman að æsku­draumar hans hefðu verið upp­fylltir þegar hann eign­að­ist þá hluti sem hann seldi aftur frá sér í vik­unni. Hann hefði byrjað að safna frí­merkjum og myntum af áhuga sem ungur strákur en sem full­orð­inn maður hefði hann ein­beitt sér af fágæt­ari munum í fag­inu.

Með söl­unni væri hann aftur á móti að búa í hag­inn, því ekki hefðu börnin hans áhuga á að erfa þessa safn­gripi. „Það tekur eng­inn flutn­inga­bíl með sér í kirkju­garð­inn,“ sagði hinn 79 ára gamli Weitzman við New York Times, „við þurfum að finna út úr því hvað við viljum gera við allt þetta dót.“

Sölu­and­virðið fyrir þessa þrjá muni, alls um 3,9 millj­arðar króna mun fara í góð­gerða­starf, meðal ann­ars í góð­gerða­sam­tök fjöl­skyld­unn­ar, The Weitzman Family Founda­tion.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiErlent