ríkisendurskoðandi bjarni jón gunnar

Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum var þegar hún tók ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð var tekin að kvöldi 22. mars síðastliðins.

Voru þær upp­lýs­ingar sem lagðar voru fyrir Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til að ákveða hversu stóran hlut í Íslands­banka átti að selja, og á hvaða verði, rétt­ar? 

Um þetta hefur verið tek­ist síð­ustu vikur í kjöl­far þess að Rík­is­end­ur­skoðun birti skýrslu sína um söl­una á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka 14. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Í skýrsl­unni er kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Banka­sýsla rík­is­ins, sem bar ábyrgð á fram­kvæmd sölu­fer­ils­ins, hefði ekki verið að fullu með­vituð um rauneft­ir­spurn fjár­festa þegar hún tók lagði fram til­lögu um loka­verð fyrir Bjarna að kvöld 22. mars síð­ast­lið­ins. 

Þessu hefur Banka­sýslan hafnað og hefur meðal ann­ars sagt skýrsl­una í heild „af­hjúpa tak­mark­aða þekk­ingu“ Rík­is­end­ur­skoð­unar á við­fangs­efn­inu.

Það vakti athygli þegar Rík­is­end­ur­skoðun sendi frá sér til­kynn­ingu fyrr í þessum mán­uði þar sem hún sagð­ist hafna „að­drótt­unum ákveð­inna fjöl­miðla síð­ustu daga um að ann­ar­leg sjón­ar­mið hafi ráðið för við úttekt­ar­vinnu emb­ætt­is­ins“.

Þar var ver­ið, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, meðal ann­ars verið að vísa í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins og Við­­skipta­­blað­sins þar sem gert var tor­­trygg­i­­legt að Rík­­is­end­­ur­­skoðun hafi ráðið Jón Þór Sturlu­­son, for­­seta við­­skipta­fræð­i­­deildar Háskóla Íslands, sem ráð­gjafa við úttekt stofn­un­­ar­innar á sölu­­ferl­inu með því að benda á að Jón Þór hafi starfað fyrir Sam­­fylk­ing­una, meðal ann­­ars sem aðstoð­­ar­­maður ráð­herra, fyrir mörgum árum síð­­­an. Jón Þór sagði sig úr Sam­fylk­ing­unni árið 2010, í kjöl­far þess að Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var ákærður og dreg­inn fyrir Lands­dóm. 

Í til­kynn­ingu Rík­is­end­ur­skoð­unar var því einnig hafnað að umfjöllun stofn­un­ar­innar um til­boðs­bók sölu­ferl­is­ins byggði á mis­skiln­ingi.

Það hefur meðal ann­­ars verið gert í nýlegum pistli Harðar Ægis­­sonar, rit­­stjóra Inn­­herja, und­ir­vefs Vísis sem fjallar um efna­hags­mál og við­skipti. Sá pist­ill var svo tek­inn upp í fjöl­miðlapistli sem Örn Arn­ar­son skrif­aði í Við­skipta­blaðið. Þar er því haldið fram að ætl­aður mis­skiln­ingur sér­fræð­inga Rík­is­end­ur­skoð­unar sé stað­reynd, ekki mat. 

Banka­sýslan skil­aði sjálf inn gall­aða Excel-skjal­inu

Ágrein­ingur um til­boðs­bók­ina snýst um að á fundi Banka­sýsl­unn­ar, fjár­mála­ráð­gjafa hennar og umsjón­ar­að­il­anna, sem stóð yfir frá klukkan 19:40 til 20:38 á sölu­degi, var ákveðið að til­kynna að leið­bein­andi loka­verð söl­unnar yrði 117 krónur á hlut, sem var 4,1 pró­sent lægra en dagsloka­verð á mark­aði þennan sama dag. 

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar seg­ir: „Sam­kvæmt Íslands­banka var fund­ar­mönnum til­kynnt um upp­fært vinnu­skjal klukkan 20:36 þar sem ýmsar villur í inn­lendu til­boða­bók­inni höfðu verið leið­rétt­ar. Milli kl. 20:41 og 20:53 áttu stjórn­ar­for­maður og for­stjóri Banka­sýsl­unnar sím­tal við fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra til að upp­lýsa hann um að stofn­unin teldi rétt að birta leið­bein­andi loka­verð og magn á grund­velli ráð­gjafar umsjón­ar­að­ila og fjár­mála­ráð­gjafa. Ráð­herra gerði engar athuga­semdir við áform stofn­un­ar­inn­ar.“

Banka­sýslan hélt í kjöl­farið stjórn­ar­fund sem stóð yfir frá klukkan 21:00 til 21:30 þar sem ákvörðun um leið­bein­andi loka­verð og magn sölu­ferl­is­ins voru form­lega ákveð­in. 

Þann 20. maí 2022, tæp­lega einum og hálfum mán­uði eftir qð Rík­is­end­ur­skoðun var falið að rann­saka sölu­ferlið á Íslands­banka, óskaði Rík­is­end­ur­skoðun eftir að Banka­sýsla rík­is­ins myndi útvega afrit af til­boða­bók sölu­ferl­is­ins eins og hún leit út þegar ákvörðun var tekin um leið­bein­andi loka­verð. 

Banka­sýslan skil­aði sjálf inn Excel-skjali til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem var upp­haf­lega frá Íslands­banka sjálf­um, með töflu sem sýndi umfram­eft­ir­spurn við gengi frá 110 til 125 krónur á hlut. „Við grein­ingu Rík­is­end­ur­skoð­unar á umræddu skjali komu í ljós ann­markar í útreikn­ingum þar sem fjöldi færslna í skjal­inu, þ.e. reitir sem inni­héldu fjár­hæð til­boða fjár­festa, var ekki færður inn á réttu formi, heldur ýmist með erlendri kommu­setn­ingu eða fjár­hæðum skil­greindum sem texta. Það leiddi til þess að Excel–töflu­reikn­ir­inn nam þau ekki sem tölu­legar upp­lýs­ing­ar. Umrædd til­boð birt­ust því ekki í fyrr­nefndri töflu í skjal­inu sem sent var Rík­is­end­ur­skoðun og sýndi heild­ar­eft­ir­spurn við mis­mun­andi gengi né þeirri mynd sem teiknuð var upp af eft­ir­spurn­inn­i.“

Alls voru villur í 105 af 303 færslum í skjal­inu.

Nýtt skjal kemur til skjal­anna

Þegar skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar fór í umsagn­ar­ferli í októ­ber komu fram athuga­semdir þess efnis að skjalið sem Banka­sýslan hefði sent inn í maí, og sagt hafa byggt ákvörðun sína um leið­bein­andi loka­verð á, hafi ekki verið hið rétta. Þessa athuga­semd kom frá Íslands­banka, ekki Banka­sýsl­unn­i. 

Í henni sagði að skjalið sem Banka­sýslan hefði sent Rík­is­end­ur­skoðun hafi byggt á stöð­unni eins og hún var 19:37 á sölu­degi, en ákvörðun um leið­bein­andi loka­verð hafi verið tekið á grund­velli ann­ars og mun hreinna skjals sem lá fyrir klukkan 20:36. Þær villur sem voru í upp­runa­lega skjal­inu hefðu nefni­lega verið fjar­lægðar klukkan 20:10. 

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að þrátt fyrir þetta hafi heiti skjals­ins sem Banka­sýslan sendi Rík­is­end­ur­skoðun í maí verið „Staða til­boðs­bókar þegar leið­bein­andi verð og magn voru ákvörðuð 22 mars 2022“. Alveg fram að því að umsagn­ar­ferli úttekt­ar­innar hófst í októ­ber, hálfu ári eftir að úttektin hófst og fimm mán­uðum eftir að Banka­sýslan skil­aði sjálf gall­aða Excel-skjal­inu til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, byggðu öll svör Banka­sýsl­unnar um gall­aða skjal­in­u. 

„Ákvörðun ráð­herra byggði því á óná­kvæmum upp­lýs­ing­um“

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að stofn­unin vilji vekja sér­staka athygli á að fram að umsagn­ar­ferli þess­arar úttektar í októ­ber 2022 hafði emb­ættið ekki fengið neinar upp­lýs­ingar frá Banka­sýsl­unni þess efnis að fundur þar sem ákvörðun um leið­bein­andi loka­verð var tekin hafi staðið yfir lengur en til kl. 20:30. „Í umsagn­ar­ferl­inu kom fram hjá Íslands­banka og síðar Banka­sýsl­unni að verð­á­kvörð­unin hafi byggt á upp­færðu skjali kl. 20:36 og að fund­inum hafi lokið kl. 20:38.“

Til­laga Banka­sýslu rík­is­ins um hvernig ætti að hátta söl­unni, ásamt rök­studdu mati henn­ar, var send til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, með tölvu­pósti kl. 21:40 þann 22. mars. Þar kom fram að á milli 150 og 200 hæfir fjár­fest­ar, inn­lendir og erlend­ir, hefðu skráð sig fyrir hlutum fyrir sam­tals meira en 100 millj­örðum króna. „Í ljósi þess að tekið var við til­boðum til klukkan 21:30 bjó stjórn Banka­sýsl­unnar ekki yfir end­an­legum upp­lýs­ingum um eft­ir­spurn fjár­festa þegar hún sam­þykkti umrætt orða­lag. Heild­ar­eft­ir­spurn fjár­festa miðað við gengið 117 kr. á hlut var í reynd 148,4 ma. kr. við lok sölu­ferl­is­ins.“ Fjöldi til­boði var líka umfram það bil sem gefið var upp til ráð­herra, eða alls 209. 

Það var því nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar að upp­lýs­ing­arnar sem Banka­sýslan veitti Bjarna Bene­dikts­syni um fjölda fjár­festa og heild­ar­fjár­hæð til­boð hafi verið óná­kvæm­ar. „Ákvörðun ráð­herra byggði því á óná­kvæmum upp­lýs­ing­um.“

Söfn­uðu áskriftum eftir stjórn­ar­fund

Þessu mót­mælti Banka­sýsla rík­is­ins harð­lega í athuga­semdum við úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar sem hún birti á heima­síðu sinni um miðjan þennan mán­uð. 

Þar segja for­svars­menn hennar að rök­stutt mat stofn­un­ar­innar á því hvert verðið ætti að vera og hversu mikið ætti að selja  hafi ekki „ aðeins á upp­lýs­ingum um eft­ir­spurn frá fjár­festum eins og þær lágu þá fyrir heldur einnig á þeirri vit­neskju um afstöðu leið­andi fjár­festa til verðs og magns sem byggst hafði upp allt frá upp­hafi mark­aðs­þreif­inga mánu­dag­inn 21. mars sl. Þá var litið til til­lagna umsjón­ar­að­ila útboðs­ins og afdrátt­ar­lausrar og rök­studdrar ráð­gjafar fjár­mála­ráð­gjafa. Þótt áskrifta hafi áfram verið safnað eftir að fundur stjórnar Banka­sýslu rík­is­ins hófst voru for­sendur á þeim tíma nægar til að setja fram gagn­vart ráð­herra til­lögu um loka­verð og magn.“

Eftir að áður­nefndir við­skipta­miðlar höfðu gert mikið úr þess­ari skýr­ingu Banka­sýsl­unnar og full­yrt að umfjöllun um til­boðs­bók sölu­ferl­is­ins byggð­ist á mis­skiln­ingi sendi Rík­is­end­ur­skoðun frá sér til­kynn­ingu þar sem því var alfarið hafn­að. Þar stóð að skýrslan stæði óhögguð. „Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur fram að svör Banka­sýslu rík­is­ins til bæði emb­ætt­is­ins og Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands í maí sl. byggðu á umræddu Excel-skjali sem inni­hélt marga ann­marka en ekki upp­færðri og villu­lausri útgáfu þess. Banka­sýslan átt­aði sig ekki á þeirri stað­reynd fyrr en í umsagn­ar­ferli úttekt­ar­innar í októ­ber sl. Gögn máls­ins sýna svo ekki verður um villst að Banka­sýslan var, líkt og kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, ekki að fullu með­vituð um rauneft­ir­spurn fjár­festa þegar ákvörðun um leið­bein­andi loka­verð var tekin að kvöldi 22. mars sl. Ekki er um neinn mis­skiln­ing af hálfu Ríkisend­ur­skoð­unar að ræða.“

Verra fyrir Banka­sýsl­una að styðj­ast við seinna skjalið

Við lestur skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar virð­ist líka liggja fyrir að sér­fræð­ingar stofn­un­ar­innar telji að það líta enn verr út fyrir Banka­sýsl­una ef hún hafi miðað við loka­skjalið við upp­lýs­inga­gjöf til ráð­herra um leið­bein­andi loka­verð en ef hún hefði stuðst við gall­aða Excel-skjal­ið, líkt og hún sagð­ist hafa gert þar til í októ­ber. 

Það er rök­stutt með því að loka­skjalið sýnir mun meiri eft­ir­spurn og að hægt hefði verið að selja á mun hærra verði en þær upp­lýs­ingar sem fram komu í gall­aða Excel-skjal­inu.

Það var því nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar að betri fram­kvæmd söl­unnar og áreið­an­legri grein­ing á eft­ir­spurn þegar leið­bein­andi loka­verð var ákvarðað hefði mögu­lega getað skilað meiri tekjum í rík­is­sjóð. 

Í skýrsl­unni segir að íslenska ríkið hafi ekki þurft að gefa 2,25 millj­­arða króna afslátt af hluta­bréfum í Íslands­­­banka þegar það seldi 22,5 pró­­sent hlut­inn í hon­um. Seinna skjalið sýni að umfram eft­ir­spurn var eftir því að kaupa allan eign­­ar­hlut­inn á dagsloka­­gengi Íslands­­­banka þann dag, 122 krónur á hlut, eða á hærra verð­i. 

Sam­­kvæmt skýrslu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar voru skýr merki um að end­an­­legt sölu­verð hafi „fyrst og síð­­­ast ráð­ist af eft­ir­­spurn erlendra fjár­­­festa“ og að frek­­ari hækkun gæti haft nei­­kvæð áhrif á þróun hluta­bréfa­verðs bank­ans að sölu lok­inni. „Stofn­unin [Banka­­sýsla rík­­is­ins] tók þá ákvörð­un, að ráði ráð­gjafa sinna, að leggja til við ráð­herra að eign­­ar­hlut­­ur­inn skyldi seldur á lægra verði að því er virð­ist til að ná fram öðrum mark­miðum en for­­gangs­­mark­miði sínu og meg­in­­reglu laga nr. 155/2012 um hag­­kvæmni eða hæsta verð.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar