Bára Huld Beck Sanna Marin
Bára Huld Beck

„Við neytum of mikils, notum of mikla orku, kaupum of mikið af hlutum og endurvinnum ekki nóg“

Sanna Marin kom ung fram á sjónarsvið stjórnmálanna í Finnlandi og þegar hún settist í stól forsætisráðherra árið 2019 var hún yngst til að gegna því hlutverki eða einungis 34 ára. Blaðamaður Kjarnans sat morgunverðarfund með Sönnu á dögunum ásamt öðrum norrænum blaðamönnum og ræddi hún norrænt samstarf, loftslagsmál, kórónuveiruna og viðbrögð við henni – og síðast en ekki síst hvernig það er að vera ung kona í svo veigamiklu hlutverki.

Hin ýmsu mál voru skegg­rædd á þingi Norð­ur­landa­ráðs í Kaup­manna­höfn í byrjun nóv­em­ber en umræður um kór­ónu­veiruna voru ofar­lega á baugi, sem og umhverf­is­mál. For­sæt­is­ráð­herra Finn­lands, Sanna Mar­in, bauð nokkrum blaða­mönnum að fá sér morg­un­verð með sér, ræða málin og spyrja spurn­inga.

Líf Sönnu tók óvænta stefnu árið 2019 en eftir þing­­kosn­­ingar um sum­arið urðu stjórn­­­ar­­skipti í Finn­landi. Fimm flokkar stóðu að nýju stjórn­­inni og var for­­sæt­is­ráð­herra Antti Rinne leið­­togi Jafn­­að­­ar­­manna­­flokks­ins en hann sat ein­ungis örfáa mán­uði í for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu. Í byrjun des­em­ber 2019 sagði hann af sér í kjöl­far verk­­falls starfs­­fólks póst­s­ins en þá hafði einn stjórn­­­ar­­flokk­anna lýst yfir van­­trausti á for­­sæt­is­ráð­herr­ann. Rík­­is­­stjórnin sat þó áfram en við starfi for­­sæt­is­ráð­herra tók Sanna Mar­in, vara­­for­­maður flokks jafn­­að­­ar­­manna.

Sanna, sem er fædd 1985, lauk námi í opin­berri stjórn­­­sýslu frá Háskól­­anum í Tampere árið 2012 og var sama ár kjörin í borg­­ar­­stjórn Tampere. Árið 2014 varð hún vara­­for­­maður Jafn­­að­­ar­­manna­­flokks­ins og sett­ist á þing ári síð­­­ar. Þegar Antti Rinne mynd­aði stjórn sum­­­arið 2019 varð Sanna Marin sam­­göngu- og sam­­skipta­ráð­herra. Hún stopp­aði stutt í því starfi því 10. des­em­ber sama ár tók hún við starfi for­­sæt­is­ráð­herra, eftir kosn­­ingar í flokki jafn­­að­­ar­­manna.

Í sam­ræðum blaða­manna og for­sæt­is­ráð­herra var Sanna spurð hvað hún héldi að tví­tug Sanna myndi segja um lofts­lags­að­gerðir rík­is­stjórnar henn­ar. Svarið lét ekki á sér standa en hún telur að tví­tug Sanna yrði ánægð. „Við erum búin að skuld­binda okkur til að grípa til aðgerða en auð­vitað verðum við að bregð­ast hraðar við – eins og allir aðr­ir. Ég tel að við séum með mjög fram­sækna aðgerða­á­ætlun þegar kemur að þessum mála­flokki og við fylgjum henni einnig eft­ir.“

Breyt­ing­arnar ger­ast of hægt

Sanna táknar eða stendur fyrir nýja kyn­slóð stjórn­mála­manna í Finn­landi. Telur hún að hennar kyn­slóð muni stjórna öðru­vísi en þær sem héldu um stjórn­ar­taumana á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna sem haldin var í Glas­gow á dög­un­um?

„Ég tel að við þurfum fólk frá ólíkum kyn­slóð­um, kynjum og með bak­grunn í ýmiss konar stöð­um. Við getum tekið mest upp­lýsandi ákvarð­an­irnar ef við höfum fólk með mis­mun­andi bak­grunn. Við getum líka skilið ólík við­horf og afleið­ingar af þessum ákvörð­un­um. Ég tel að það sé mik­il­vægt að fleiri yngri taki þátt í stjórn­málum en einnig við ég sjá fleiri konur í áhrifa­stöðum í sam­fé­lag­inu – ekki ein­ungis innan stjórn­sýsl­unnar og í stjórn­málum heldur einnig í við­skipta­heim­in­um,“ segir hún.

Sanna telur að breyt­ing­arnar ger­ist of hægt. „Í Finn­landi höfum við flokka í rík­is­stjórn þar sem allir eru leiddir af kon­um. Fjórir eru leiddir af ungum konum og stærstu emb­ættin eru skipuð kon­um,“ bendir hún.

Sanna Marin á morgunverðarfundi blaðamanna í byrjun nóvember.
Bára Huld Beck

Hvaða breyt­ingar koma með ungu kyn­slóð­inni?

„Ég tel auð­vitað að for­gangs­röð­unin sé ekki algjör­lega ólík hjá þeim eldri og yngri. Ég er sós­í­alde­mókrati og auð­vitað hef ég sömu gildi og hug­myndir og kollegar mínir í flokkn­um, hvort sem þeir eru eldri menn eða yngri kon­ur. Við deilum sömu gildum og mark­mið­um. Svo ég held ekki að við séum á sitt hvorum end­an­um, að við séum í algjörri and­stöðu við eldri kyn­slóð­ina – það er ekki þannig. En ég tel að yngri kyn­slóðin líti á það sem meira aðkallandi að fá sam­fé­lagið til að verða sjálf­bært – ekki ein­ungis efna­hags­lega og félags­lega heldur líka umhverf­is­lega. Ég tel að þetta sé stóra áskor­unin sem við á Norð­ur­lönd­unum stöndum frammi fyr­ir. Hvernig gerum við vel­ferð­ar­sam­fé­lagið okkar kolefn­is­hlut­laust og sjálf­bært?“ spyr Sanna.

Hún segir að við þurfum að nota nátt­úru­auð­lindir skyn­sam­lega.

„Ég held að þetta sé stórt við­fangs­efni á Norð­ur­lönd­unum og á Vest­ur­löndum yfir höf­uð. „Við neytum of mik­ils, notum of mikla orku, göngum of mikið á nátt­úru­auð­lindir okk­ar, kaupum of mikið af hlut­um, end­ur­vinnum ekki nóg og höfum ekki skil­virkt hringrás­ar­hag­kerf­i.“

Sanna telur þó að heims­byggð­inni muni takast þetta en ferlið standi enn yfir.

„Ver­und mín er sumum ögrun“

Sanna er yngsti for­sæt­is­ráð­herra Finn­lands, eins og áður seg­ir, og hefur þannig storkað við­teknum hug­myndum um hvernig mann­eskja í því emb­ætti hagar sér. Til að mynda sætti hún gagn­rýni fyrir um ári síðan vegna ljós­myndar sem birt­ist af henni í tísku­tíma­rit­inu Trendi. Þar klædd­ist hún jakka án þess að vera í sjá­an­legum bol eða skyrtu innan und­ir. Myndin olli tölu­verðu fjaðrafoki og þótti hún ekki sæma emb­ætt­inu. Mikil mótalda reis til stuðn­ings for­sæt­is­ráð­herra og tóku kon­ur, ungar sem aldn­ar, þátt í óform­legri her­ferð á sam­fé­lags­miðlum þar sem þær létu sjást í barm­inn.

„Ver­und mín er sumum ögrun – meira að segja þegar ég sit hér þögul – vegna þess að ég er ung kona í stóli for­sæt­is­ráð­herra. Það reitir suma til reiði sama hvað ég geri eða seg­i,“ segir Sanna við blaða­menn í Kaup­manna­höfn.

Hún segir að það sé mik­il­vægt að líta svo á að það séu mis­mun­andi leiðir til að sinna starfi for­sæt­is­ráð­herra. Fólk stjórni á mis­mun­andi vegu og iðki sín stjórn­mál ólíkt.

„Ég held að það sé mik­il­vægt fyrir yngri kyn­slóð­irnar að þær geti hafi áhrif í þessum heimi – að ungt fólk viti að það geti sóst eftir til dæmis sæti á þingi eða tekið þátt í póli­tísku starfi. Það á ekki að þurfa að end­ur­skapa sig til að taka þátt heldur ætti það að geta verið það sjálft. Fólk þarf ekki að gang­ast upp í gam­al­dags hug­myndum um stjórn­mála­menn.“

Hún segir að hinar sígildu hug­myndir um stjórn­mála­mann geri ráð fyrir eldri karl­manni sem hefur ákveðin gildi. „En unga kyn­slóðin sem er nú við völd í Finn­landi lítur einmitt ekki svona út. Margar yngri konur haga sér eftir aldri og það tel ég vera jákvætt. Þú þarft ekki að haga þér með ákveðnum hætti til að verða stjórn­mála­mað­ur. Þú þarft ekki að end­ur­skil­greina hver þú ert eða að setja þig í ein­hvers konar mót eða form eftir for­dæmi ann­arra.“

Það sé nóg að hafa hug­sjónir og von um breyttan heim.

Stendur við ákvarð­anir sínar

Þegar Sanna er spurð út í aðgerðir í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum þá segir hún að sú ákvörðun að loka landa­mær­unum hafi ekki verið auð­veld. „Við lok­uðum þeim ekki vegna þess að við vildum það. Við lok­uðum þeim vegna þess að við þurftum að gera það. Veiran dreifði hratt úr sér og ég stend algjör­lega á bak við þessa ákvörðun sem við tókum til að vernda borg­ara okk­ar, heilsu þeirra og líf. Ég myndi gera það aftur – engin spurn­ing.“

Hún segir að í fram­tíð­inni verðum við öll að læra af þessu ástandi öllu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi norrænu forsætisráðherranna í Kaupmannahöfn á dögunum.
Bára Huld Beck

Far­ald­­ur­inn opin­ber­aði að ein­hverju leyti veik­­leika í nor­rænu sam­­starfi

Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra mætti á blaða­­manna­fund nor­rænu for­­sæt­is­ráð­herr­anna á þingi Norð­ur­landa­ráðs. Hún sagði í sam­tali við Kjarn­ann að ráð­herr­­arnir hefðu meðal ann­­ars rætt sín á milli hvernig Norð­­ur­löndin gætu byggt sig upp þannig að þau væru sam­stillt þegar vá er fyrir dyr­­um.

Ráð­herr­­arnir sendu frá sér sam­eig­in­­lega yfir­­lýs­ingu þar sem þeir lýstu yfir vilja til að dýpka sam­­starf Norð­­ur­land­anna til að geta verið betur und­ir­­búin fyrir krísu á borð við kór­ón­u­veiruna.

Katrín sagði enn fremur að ákveðin mál hefðu komið upp í byrjun far­ald­­urs sem þyrfti að skoða. „Sum lönd eru í ESB og önnur ekki. Það skap­­ar, ja, ég segi ekki vanda­­mál – sumir eru í öðru sam­tali þannig að það var úrlausn­­ar­efni fyrir okkur en við nutum til dæmis mik­illar aðstoðar Svía í bólu­efna­­samn­ingum sem er eitt af því sem við þurfum að vera svo­­lítið með­­vituð um í nor­rænu sam­­starfi. Svo eru sumir í NATO og aðrir ekki. Það er eitt­hvað sem við þurfum líka að vera með­­vituð um.“

Hún benti á að yfir­­lýs­ing ráð­herr­anna sner­ist um það að fara yfir ákveðna ferla. „Hvað gerum við þegar krísa skellur á og lönd fara til dæmis að loka landa­­mærum?“ spurði hún og bætti því við að mikil óvissa hefði skap­­ast í kringum ástand­ið. Hún sagði að sú óvissa hefði eig­in­­lega verið ónauð­­syn­­leg þar sem ráð­herrar land­anna þekk­t­ust vel og hefðu getað verið í meira sam­­bandi í byrjun COVID.

Katrín sagði jafn­framt að far­ald­­ur­inn hefði að ein­hverju leyti opin­berað veik­­leika í nor­rænu sam­­starfi. „En líka má segja að eftir fyrsta áfallið þá hófst rosa­­lega þétt sam­­tal og borg­­ara­­þjón­ust­­urnar unnu til dæmis mikið saman til að koma fólki heim. Það var mikið sam­­tal á milli heil­brigð­is­ráð­herr­anna og utan­­­rík­­is­ráð­herr­anna – þannig að fyrstu við­brögð voru svo­­lítið „hver fyrir sig“ en svo hófst mjög þétt sam­­tal. Þannig að far­ald­­ur­inn opin­ber­aði bæði veik­­leika og styrk­­leika.“

Aðgerðir á landa­mærum skipta sköpum

Varð­andi landamæra­lok­anir þá segir Sanna að fólk verði auð­vitað að geta farið á milli Norð­ur­land­anna, enda eigi margir fjöl­skyldu í öðru landi eða vinni jafn­vel ann­ars stað­ar. Einnig sé mikið um það að fólk stundi nám í öðrum Norð­ur­löndum og segir hún að yfir­völd vilji ekki gera líf þessa fólks erf­ið­ara með því að hafa miklar tak­mark­anir á landa­mær­un­um.

„En við verðum að stöðva veiruna og ég tel að aðgerðir á landa­mærum skipti þar sköp­um. Við verðum að læra af reynsl­unn­i.“

Hún bendir á að Norð­ur­löndin hafi beitt mis­mun­andi með­ulum til að takast á við veiruna. „Það er ein ástæða þess að ástandið varð erfitt á Norð­ur­lönd­un­um. Þessar ólíku nálg­an­ir, til dæmis tók Sví­þjóð allt öðru­vísi á málum en hin lönd­in.“

Sanna Marin með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur á sameiginlegum blaðamannafundi ráðherranna.
Bára Huld Beck

Sanna segir að meg­in­mark­mið flestra land­anna hefði verið að stöðva útbreiðslu kór­ónu­veirunnar til þess að vernda aldr­aða og þá sem eru í áhættu­hóp­um. Einnig að sjá til þess að heil­brigð­is­kerfið gæti stað­ist álagið sem mynd­að­ist í far­aldr­in­um. „Allar okkar aðgerðir voru gerðar með þetta í huga.“

Beita þurfi ýmsum aðgerðum í krísu­á­standi sem ann­ars þyrfti ekki að grípa til. En í þannig ástandi verði að takast á við hlut­ina.

„Norð­ur­löndin verða að læra af far­aldr­inum og hvernig þau geti unnið betur sam­an. Hvernig komum við því þannig í kring að við höfum öll sömu upp­lýs­ing­arnar og þekk­ing­una? Hvernig getum við haft sam­skipti með skjótum og skil­virkum hætt­i?“

Þetta séu spurn­ingar sem Norð­ur­löndin þurfa að spyrja sig. „Við þurfum að vera betur und­ir­búin næst þegar til krísu kemur og vinna betur sam­an,“ segir hún.

Seg­ist ekki taka afstöðu með eða á móti aðgerðum Svía

Þegar Sanna er spurð út í aðferða­fræði Svía í far­aldr­inum þá segir hún að það sé ekki hennar að taka afstöðu til þess hvernig þeir tóku á mál­um. „Það er hlut­verk sænskra þjóð­fé­lags­þegna að meta það og stjórn­mála­manna. Umræðan verður að fara þar fram hvernig yfir­völd tók­ust á við far­ald­ur­inn. Það er ekki mitt að segja. Okkar aðgerðir voru öðru­vísi og ég er ánægð með að þær voru öðru­vísi. Við björg­uðum mörgum lífum og fólk varð ekki eins veikt og þar. Hag­kerfið beið ekki sams­konar hnekki svo ég tel að ákvarð­anir okkar hafi verið hinar réttu en það er ekki í mínum verka­hring að segja hvort Sví­þjóð hafi náð árangri með sínum aðgerðum eða ekki.“

Hún telur það vera áhuga­vert að Svíar og yfir­völd þar í landi hafi hugsað þetta svona öðru­vísi. „Ég tel að sagn­fræð­ingar eigi eftir að gera sér mat úr því þegar þeir rann­saka þær ólíku leiðir sem Svíar fóru í sam­an­burði við hin Norð­ur­lönd­in. Af hverju var þetta svona? Hvers vegna kusu stjórn­mála­menn í Sví­þjóð og almenn­ingur að fara aðra leið en nágrannar þeirra? Ég hef ekki svarið við þessum spurn­ingum en ég held að það sé eitt­hvað öðru­vísi við það hvernig Svíar horfa á heim­inn. Og ég held að það sé mjög áhuga­vert. Það er ekki gott eða slæmt – en það er áhuga­vert.“

Sanna segir að þessi ólíka nálgun Svía í far­aldr­inum muni ekki hafa nein áhrif á sam­starf milli Norð­ur­land­anna. Tengsl land­anna hafi styrkst í far­aldr­inum á margan máta þrátt fyrir að þau hafi lent í ákveðnum vand­ræð­um. Þau hafi lært af hvort öðru – bæði af því sem vel heppn­að­ist og því sem miður fór.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiErlent