Í þá tíð… Bandaríkjaþing herðir á innflytjendalögum

Bandaríkjaþing ógildir neitun forseta og staðfestir lög sem eiga að takmarka fjölda innflytjenda svo um munar.

Innflytjendur fagna þegar Frelsisstyttan sést við innsiglinguna til New York.
Innflytjendur fagna þegar Frelsisstyttan sést við innsiglinguna til New York.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 100 árum, hinn 5. febr­úar 1917, sam­þykkti banda­ríska þingið lög­gjöf um inn­flytj­end­ur, The Immigration Act. Lög­unum var ætlað var að stemma stigum við straumi inn­flytj­enda til lands­ins, meðal ann­ars með því að hækka umsýslu­gjald á hvern inn­flytj­anda og bæta við ákvæði um að inn­flytj­endur þyrftu að sýna fram á læsi.

Woodrow Wil­son for­seti hafði nokkrum vikum áður beitt neit­un­ar­valdi sínu til að ógilda laga­setn­ing­una, sem honum fannst mis­muna gegn ómennt­uðum inn­flytj­end­um, en með auknum meiri­hluta, fleiri en tveimur af hverjum þremur þing­mönn­um, var hægt að ganga fram­hjá ákvörðun for­seta og stað­festa lög­in.

Læs­is­skil­yrði þetta hafði verið eitt helsta bar­áttu­mál þeirra sem börð­ust fyrir strang­ari inn­flytj­enda­lög­gjöf, en for­setar höfðu í þrí­gang fyrir þetta beitt neit­un­ar­valdi gegn slíku ákvæði, fyrst Grover Cleveland árið 1897, svo Taft árið 1912 og Wil­son sjálfur árið 1915.

Auglýsing

Hræðsla við fjölgun inn­flytj­enda

Banda­ríkin höfðu byggst afar hratt upp á árunum eftir að borg­ara­styrj­öld­inni lauk, ekki síst vegna auk­ins straums inn­flytj­enda sem komu til lands­ins til að freista gæf­unnar eða flýja harð­ræði í fæð­ing­ar­landi sínu. Eftir alda­mótin 1900 og fram að upp­hafi fyrri heims­styrj­aldar komu um það bil milljón manns árlega að ströndum Banda­ríkj­anna í von um betra líf.

Woodrow Wilson í pontu á Bandaríkjaþingi árið 1917. Þingið gekk gegn neitunarvaldi forsetans til að koma innflytjendalögunum í gegn.

Á þessum tíma, og raunar ansi oft, bæði fyrr og síð­ar, var hræðsla við hugs­an­legan yfir­gang útlend­inga afar sterk í sam­fé­lag­inu. Það voru ekki síst kín­verskir far­and­verka­menn sem urðu fyrir barð­inu á því, þar sem sett voru margs konar lög, bæði á rík­is­stigum og á lands­vísu, til að koma í veg fyrir að kín­verjar sett­ust að í Banda­ríkj­unum til fram­búð­ar. Meðal ann­ars var öllum kín­verskum konum bannað að koma til lands­ins til að minnka lík­urnar á að kín­verskir karlar ílengd­ust.

Asíu­búum bönnuð inn­ganga

Í lög­unum sem hér um ræðir var hins vegar gengið lengra en nokkru sinni áður þar sem hluti Asíu var skil­greindur þannig að inn­flytj­endur þaðan voru hrein­lega bann­að­ir. Það svæði náði allt frá Tyrk­landi og Sádi Arabíu í vestri og austur til Kyrra­hafs­eyja. Und­an­tekn­ingar þar á voru lönd þar sem Banda­ríkin áttu hags­muna að gæta, eins og t.d. Japan og Fil­ipps­eyj­ar. Þetta svæði, „the Asi­atic Bar­red Zone“ eins og það kall­að­ist, var við lýði í banda­rískri lög­gjöf fram til árs­ins 1952.

Hér sést kort yfir þau lönd sem lentu á bannlistanum með löggjöfinni 1917.

Fleiri hópar sem voru úti­lok­aðir með inn­flytj­enda­lög­unum sem „óæski­leg­ir“ voru meðal ann­ars þroska­skert­ir, geð­sjúkir, fatl­að­ir, floga­veik­ir, berkla­veik­ir, glæpa­menn, betl­ar­ar, vænd­is­kon­ur, anar­kistar, fjöl­kvæn­is­menn, rót­tæk­lingar og fleiri. Ákvæði um bann við komu sam­kyn­hneigðra inn­flytj­enda var að finna í banda­rískri inn­flytj­enda­lög­gjöf allt fram til árins 1990.

Inn­flytj­enda­lögin tóku gildi í maí árið 1917 og hafði ekki mikil áhrif á fjölda inn­flytj­enda það ár, en næstu tvö ár á eftir dróst fjöldi inn­flytj­enda saman um meira en helm­ing áður en tók að fjölga á ný árið 1920, en þá var gripið í taumana á ný með harð­ari inn­flytj­enda­lög­um, t.d. 1921, 1924 og 1929.

Ein­angr­un­ar­stefna tekur við

Hér eru tvær skopmyndir sem sýna hvaða augum læsisskilyrðið var litið á þessum árum. Hugmyndir um að reisa múra eiga alltaf sína fylgismenn að því er virðist.Þessi aukna harka í inn­flytj­enda­málum rímar ágæt­lega við ríkj­andi stefnu Banda­ríkj­anna í alþjóða­málum á þessum árum Á árnum eftir fyrri heims­styrj­öld var vax­andi vilji meðal almenn­ings og stjórn­mála­manna í Banda­ríkj­unum til þess að standa utan við alþjóða­mál að sem mestu leyti og blanda sér ekki í mál nema þau sem tengd­ust banda­rískum hags­munum með beinum hætti.

Meðal ann­ars hafn­aði Banda­ríkja­þing aðild að Þjóða­banda­lag­inu árið 1920. Banda­lagið var hug­ar­fóstur Wil­sons for­seta, sem sá það sem vett­vang fyrir þjóðir heims­ins til að leysa deilur og álita­mál með frið­sömum hætti, en það náði aldrei að sanna sig og heim­ur­inn horfði upp á upp­gang fas­isma og vald­stjórnar allt frá Þýska­landi til Jap­ans án þess að geta rönd við reist. Afleið­ing­arnar af því eru öllum eru kunn­ar.

Banda­ríkin tóku ekki af skarið fyrr en með þátt­töku sinni í Seinni heims­styrj­öld, en síðan þá hafa Banda­ríkin verið for­ystu­ríki Vest­ur­veld­anna og í raun eina risa­veldi heims­ins.

Ekki þarf að píra augun sér­stak­lega mikið til að sjá ákveðna sam­svörun í áherslum banda­rískra stjórn­valda þá og nú í inn­flytj­enda­málum og hlut­verki Banda­ríkj­anna á alþjóða­svið­inu, en von­andi verður eft­ir­leik­ur­inn ekki eins afdrifa­ríkur í þetta skipt­ið.

Aðrir mark­verðir atburðir sem gerð­ust 5. febr­úar

1885

Leópóld II kon­ungur Belgíu stofnar Afr­íku­ríkið Kongó, sem hans per­sónu­legu eign.

1887

Óperan Óþelló eftir Giuseppe Verdi er frum­flutt í La Scala-óp­eru­hús­inu.

1911

Sænski stór­söngv­ar­inn Jussi Björl­ing fæð­ist í bænum Bor­länge.

1937

Frank­lin D. Roos­evelt Banda­­ríkja­­for­­seti leggur til að hæsta­rétta­­dóm­­urum verði fjölgað svo að hann geti skipað dóm­­ara að eigin vali sem muni tryggja málum hans og áherslum braut­ar­gengi.

1939

Fas­ista­for­ing­inn Frans­isco Franco tekur við völdum á Spáni. Hann ríkir allt til dauða­dags árið 1975.

1941

Adolf Hitler skammar Benito Mus­sol­ini fyrir aum­ingja­skap ítalska hers­ins, sem var þá lagður á flótta undan Bretum í Líbýu. Hitler sendi her­lið undir for­ystu Erwin Rommel Ítölum til stuðn­ings.

1971

Alan Shepard og Edgar Mitchell , geim­farar á Appollo 14 lenda á tungl­inu. Shepard notar tæki­færið og slær nokkra golf­bolta.

1983

Nas­ista­for­ing­inn Klaus Bar­bie fluttur frá Bólivíu til Frakk­lands þar sem hann var dæmdur fyrir þát­töku sína í stríðs­glæpum á árum seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

1986

Popp­ris­inn Prince gefur út smell­inn „Kis­s“.

1989

Síð­ustu sov­ésku her­menn­irnir yfir­gefa Kab­úl, höf­uð­borg Afganist­ans eftir mis­heppn­aða her­för sem stóð í ára­tug og kost­aði þús­undir manns­lífa.

1994

Fleiri en 60 láta lífið og hund­ruð manna sær­ast í sprengju­árás serbneskra aðskiln­að­ar­sinna á mark­aðs­torg í Sara­jevó i Bosníu Her­segóvínu.

2008

Banda­ríska leyni­þjón­ust­an, CIA, gengst við því að hafa notað vatns­pynt­ingar til að ná upp­lýs­ingum upp úr grun­uðum hryðju­verka­mönn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None