Er þjóðin verri að velja Eurovision-lög?

RÚV á að velja framlag Íslands, án aðkomu þjóðarinnar. Þetta er niðurstaðan er stuðst er við sögulegan árangur Íslands.

Jóhanna Guðrún náði öðru sæti í Eurovision árið 2009. Það var besti hlutfallsegi árangur Íslands í keppninni hingað til. Jóhanna hlaut að jafnaði 5,3 stig frá öllum mótherjum samanborið við 6,6 stig að jafnaði þegar Selma lenti í öðru sæti árið 1999.
Jóhanna Guðrún náði öðru sæti í Eurovision árið 2009. Það var besti hlutfallsegi árangur Íslands í keppninni hingað til. Jóhanna hlaut að jafnaði 5,3 stig frá öllum mótherjum samanborið við 6,6 stig að jafnaði þegar Selma lenti í öðru sæti árið 1999.
Auglýsing

Þriðja árið í röð komst fram­lag Íslands ekki áfram í úrslita­keppni Eurovision. Svala Björg­vins­dóttir er þess vegna komin heim og fær ekki að flytja lag sitt Paper aftur á úrslita­kvöld­inu í kvöld í Kænu­garði.

Íslenska lagið var valið til þátt­töku í und­ankeppni Eurovision fyrr á þessu ári. Svala naut í þeirri keppni mestrar hylli íslensku þjóð­ar­inn­ar. Sama fyr­ir­komu­lag hefur verið haft á vali Eurovision-laga Íslands und­an­farin ár. Síð­ustu þrjú árin hefur Ísland hins vegar ekki kom­ist áfram úr und­an­riðli sínum og íslensku kepp­end­urnir verið sendir snemma heim.

Sam­kvæmt úttekt Kjarn­ans á árangri Íslands í Eurovision árin 1986-2016 er ljóst að betri árangur fæst ef þjóðin kemur ekki nálægt val­inu á fram­lagi Íslands.

Auglýsing

RÚV hefur haft ýmsan hátt á því hvernig Eurovision-lögin hafa verið valin síðan 1986, þegar Ísland tók fyrst þátt. Útfærsl­urnar hafa verið margs­kon­ar, þjóðin hefur fengið að velja, dóm­nefndir hafa verið skip­aðar um valið og full­trúar RÚV hafa stundum ráðið öll um hvaða lag sent er í keppn­ina og hver flytur það.

Skarp­héð­inn Guð­munds­son, dag­skrár­stjóri RÚV, sagði í sam­tali við RÚV eftir að ljóst var að Svala fengi ekki þátt­töku­rétt í loka­kvöld­inu í kvöld, að til greina kæmi að breyta und­ankeppn­inni hér heima.

Kjarn­inn ákvað að kanna hvaða aðferð er væn­leg­ust til vinn­ings fyrir Ísland í Eurovision. Til þess að kom­ast að nið­ur­stöðu var ákveðið að bera saman þær aðferðir sem not­aðar hafa verið við valið hér á landi og svo úrslit Íslands í loka­keppn­inni erlend­is.

Óná­kvæm vís­indi

Rík­is­sjón­varpið hefur beitt fjórum aðferðum við val á Eurovision-lögum Íslands. Fyrsta lagið var valið árið 1986 þegar dóm­nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að Gleði­bank­inn væri besta lagið til að senda út.

­Dóm­nefndir ákváðu svo hvaða lög yrðu valin næstu árin á eft­ir. Dóm­nefnd­irnar voru ýmist skip­aðar tón­list­ar­fólki, sér­fræð­ingum eða almenn­ingi, og þeim jafn­vel skipt eftir kjör­dæmum svo hvert land­svæði fengi sína full­trúa.

Árið 1995 ákvað Sjón­varpið svo að velja fram­lagið án utan­að­kom­andi álits eða dóm­nefnda. Sá háttur var hafður á þar til árið 2000. Þá höfðu full­trúar Sjón­varps­ins valið bæði Minn hinsti dans með Páli Ósk­ari (1997) og All out of luck með Selmu Björns­dóttur (1999). Árang­ur­inn var mis­jafn. Páll Óskar end­aði í 20 sæti en Selma í öðru sæti, sem varð besti árangur Íslands í Eurovision.

Á nýrri öld hefur Rík­is­sjón­varpið breytt nokkuð oft um stefnu. Dóm­nefndir hafa komið til sög­unnar og full­trúar Sjón­varps­ins hafa valið sjálf­ir. Oft­ast hefur íslensku þjóð­inni þó verið gef­inn kostur á að velja lagið í síma­kosn­ingu.

Síð­ustu sjö árin hefur verið blandað kerfi síma­kosn­ingar og dóm­nefnd­ar, þar sem dóm­nefnd hefur átt þátt í að velja lög til að taka þátt í ein­vígi tveggja efstu lag­anna í und­ankeppni Eurovision hér heima.

Jað­ar­setn­ing Íslands

Grein­ingin hér er aðeins til gam­ans gerð. Í keppn­inni úti hafa einnig verið gerðar breyt­ingar í gegnum tíð­ina. Þeim löndum sem hafa viljað taka þátt hefur fjölgað mikið síð­ustu 15 ár eða svo, og nú er öllum löndum gert að taka þátt í und­an­úr­slitum til þess að kom­ast í úrslit. Aðeins upp­runa­legar þátt­töku­þjóðir í fyrstu keppn­inni árið 1956 eiga fast sæti í úrslit­um.

Vert er að taka fram að síðan Eur­vision-keppn­inni var breytt árið 2004 hefur Íslandi gengið ver að sækja stig. Áður en þátt­töku­þjóðum var fjölgað og sér­stök und­an­kvöld haldin til að ákvarða hvaða þjóðir fengju að taka þátt í loka­keppn­inni tókst Íslandi betur að sækja stig; fengu að jafn­aði 2,16 stig frá hverju mótherja. Frá og með 2004 hefur Ísland aðeins fengið 1,58 stig að jafn­aði frá hverjum mótherja.

Þátttökuþjóðir í Eurovision og áratugur fyrstu þátttöku. (Wikipedia Creative Commons)

Sam­kvæmt kort­inu hér að ofan má sjá hvernig Ísland hefur orðið jað­ar­sett­ara í Eurovision, land­fræði­lega séð. Nær allar þær þjóðir sem hafið hafa þátt­töku á þess­ari öld eru í því sem jafnan er kallað Aust­ur-­Evr­ópa.

Leyfum RÚV velja

Til þess að meta árangur mis­mun­andi kerfa þurfti að beita nokkrum ein­föld­un­um. Það þarf að und­an­skilja sam­keppn­ina sem Ísland fær í loka­keppni Eurovision og horfa blákalt á það hversu vel aðrar Evr­ópu­þjóðir kunnu að meta fram­lag okk­ar.

Öll þátt­tök­u­lönd hafa aðeins tak­mark­aðan fjölda stiga til að deila á milli mótherja sinna í Eurovision. Stiga­gjöfin hefur alltaf verið eins: mest er hægt að fá 12 stig, næst mest 10, og svo 8 stig og niður í 0.

Með því að reikna út með­al­fjölda stiga sem Ísland hefur fengið frá hverjum mótherja í Eurovision, síðan Ísland tók fyrst þátt árið 1986, kemur í ljós að flest stig fást ef RÚV er leyft að velja hvaða atriði verður fram­lag Íslands.

Meðalfjöldi stiga frá hverjum mótherja síðan Ísland tók fyrst þátt 1986 þar til í fyrra, 2016.

Ef RÚV velur hefur Ísland fengið að jafn­aði 2,5 stig frá hverjum mótherja. Næst besta leiðin er að velja atriðið í beinni síma­kosn­ingu, þannig hefur Ísland fengið að jafn­aði 2,0 stig frá hverjum mótherja. Dóm­nefndir skila okkur að jafn­aði 1,9 stigi frá hverjum mótherja.

Versta aðferðin er að láta dóm­nefnd hafa vægi á móti síma­kosn­ingu í und­ankeppn­inni. Það hefur bein­línis gef­ist hræði­lega og skilað okkur að jafn­aði 1,1 stigi frá hverjum mótherja.

Miðað við miðju

Aðrar leiðir til sam­an­burðar á árangri Íslands voru kann­að­ar, þó að stiga­gjöfin sé sú sem lagt er traust á hér.

Árangur Íslands var einnig mið­aður við miðju úrslita­töfl­unn­ar. Árið 1991 lenti Ísland í 15 sæti af 22 löndum sem tóku þátt. Við lentu þess vegna fjórum sætum fyrir neðan miðja stiga­töfl­una. Ísland hefur 14 sinnum lent fyrir miðri töflu eða ofan, miðað við 15 skipti fyrir neðan miðju. Að jafn­aði hefur Ísland lent 0,9 sæti fyrir neðan miðju.

Í þessum sam­an­burði gengur okkur að jafn­aði verst þegar Ísland velur lagið sitt í ein­vígi þar sem dóm­arar fá að koma að ákvörð­un­inni um hvaða lög keppa í ein­víg­inu. Okkur gengur hins vegar best að kom­ast yfir miðju ef lagið er valið í hreinni síma­kosn­ingu.

Árangur Íslands að jafnaði miðað við miðju.

Hlut­falls­legur árangur

Það má einnig taka mið af hlut­falls­legum árangri Íslands í loka­keppn­inni. Þetta er gert með því að bera saman fjölda kepp­enda við það sæti sem Ísland lenti í að lokum í Eurovision.

Þegar við lentum í síð­asta sæti árið 1989 var hlut­falls­legur árangur okkar 0%. Þegar við lentum í 12 sæti af 24 kepp­endum árið 2000 var hlut­falls­legur árangur okkar 50%. Og þegar við lentum í öðru sæti árið 2009 var hlut­falls­legur árangur okkar 95,24%. Sigur mundi þýða 100% árang­ur.

Íslandi gengur að jafn­aði hlut­falls­lega best ef valið er með hreinni síma­kosn­ingu; aðeins betur en ef full­trúum RÚV er leyft að velja. Það munar alls ekki miklu: 50,63% árangur gegn 49,71% árangri.

Dóm­nefndir ættu sam­kvæmt þessu ekki að fá að koma nálægt val­inu. Það er að segja ef að mark­miðið er að ná sem bestum hlut­falls­legum árangri. Hreinn úrskurður dóm­nefnda skilar að jafn­aði 40,15% árangri og blandað val síma­kosn­ingar og dóm­nefnda skilar 43,36% árangri.

Hlutfallslegur árangur Íslands að jafnaði í Eurovision.

Gögnin sem stuðst er við í þess­ari grein­ingu má öll finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiMenning