Í þá tíð… Sjö sérvalin undur og stórmerki

Hin sjö undur veraldar er hugtak sem nær allir þekkja og hefur tímalausa skírskotun, þó fæstir geti nefnt þau öll. En hvernig var raðað á þennan lista og hvers vegna hefur hann lifað svo lengi óbreyttur.

Píramídinn
Auglýsing

Heim­ur­inn geymir undur mörg, stór og smá. Að telja þau til væri ógern­ing­ur, og hvers konar gagn­ger flokkun eftir und­ur­sam­leg­heitum væri frá­leitt fram­tak enda alltaf háð hug­lægu mati höf­und­ar.

Eða það hefði maður altjent hald­ið, en hins vegar er til einn slíkur listi sem er hægt að rekja nokkru aftur fyrir Krists burð og lifir enn góðu lífi í almennu tali, jafn­vel þó nútíma­menn hafi ekki séð nema eitt þeirra atriða sem þar eru tal­in. Það er vit­an­lega list­inn yfir hin sjö undur ver­aldar (eða forn­ald­ar).

Hvernig kom sá listi til og hvernig stendur á því að hann lifir enn?

Auglýsing

Hellenar komu, sigruðu, sáu og skrif­uðu

Þegar Alex­ander mikli lagði upp í her­för sína, þar sem hann lagði undir sig svæði sem teygði sig allt frá Tyrk­landi nútím­ans suður til Egypta­lands og austur til Ind­lands, hafði hann í för með sér menn­ingu og siði Grikkja, eða Hellena. Áhrifin voru hins vegar ekki síður á hinn veg­inn þar sem hellenískir ferða­langar sem fylgdu í spor Alex­and­ers komust í kynni við marga und­ur­sam­lega staði sem höfðu áður verið þeim huld­ir.

Nokkrir þeirra færðu upp­lifun sína í rit, les­endum sínum til upp­lýs­ing­ar, og töldu upp það mark­verð­asta sem þeir sáu á ferðum sín­um. Þeir listar sem oft­ast er vísað í eru frá annarri öld f.kr. og eru ann­ars vegar eftir Fílon frá Býs­ans og hins vegar eftir skáldið Antipatros (lat. Antipa­ter) frá Sídon, en einnig hafa varð­veist rit frá sagn­fræð­ing­unum Heródótusi og Dío­dórusi , land­fræð­ingnum Strabó og fleir­um.

Raunar er ekki alls kostar rétt að þessir grísku höf­undar hafi talið upp „und­ur“, heldur tala þeir um „staði sem áhuga­vert væri að sjá. Segja mætti að þeir hafi verið eins konar TripA­dvis­or-ar síns tíma. Mun­ur­inn liggur í að fyrst var notað orðið theamata, sem síðar umbreytt­ist í thaumata, sem útleggst sann­ar­lega sem und­ur.

Undrin eru alfarið bundin við heimsmynd Hellena og landsvæði sem Alexander mikli náði undir sig á sínum tíma.

Allt er breyt­ingum háð. Líka list­inn

Nú er ráð að telja upp undrin sjö sem eru almennt talin í þessum hópi.

Það eru:

Píramíd­arnir við Giza. Reistir um 2.500 f.kr. og standa enn, einir af undr­unum sjö.

Hengi­garð­arnir í Babýlon. Stölluð stór­bygg­ing með glæsi­legum gróðri. Taldir hafa verið byggðir á valda­tíma Nebúka­desar II um 600 f.kr. en þrátt fyrir allt finnst ekk­ert um garð­ana í varð­veittum ritum frá þessum tíma og engar merki um þá hafa fund­ist við forn­leifa­upp­gröft.

Seifs­styttan í Ólymp­íu. Um 13 metra há stytta af Seifi úr fíla­beini, gulli og tré; skreytt alls konar eðal­steinum  smíðuð um 435 f.kr. Eyði­lagð­ist senni­lega á 5. eða 6. öld e.kr.

Artem­is­ar­hofið í Efesos. Bygg­ing hofs­ins hófst um 550 f.kr. og var það sjálfur Krösus kon­ungur sem kost­aði það til að byrja með, en það þótti ein­stak­lega glæsi­legt, 115m langt og 13m hátt og ein­stak­lega fag­ur­lega skreytt, enda mælti fyrr­nefndur Antipatros sér­stak­lega með því í upp­taln­ingu sinni á sínum tíma.

Mauso­leus­ar­hofið í Halik­arnassos. Byggt um 350 f.kr. 45m hátt. Eyði­lagð­ist í jarð­skjálfta 1496 e.kr.

Kólossus - Ris­inn á Ródos. Gríð­ar­stór 32m há brons­stytta af sólguð­inum Heíos sem gnæfði yfir inn­sigl­ing­unni að Ródos. Var reist árin 294-282 f.kr. en féll í jarð­skjálfta tæpum 60 árum síð­ar. Þar lágu leifar ris­ans í 800 ár þar til hann var hlut­aður í sundur og bronsið flutt burt á 900 úlföldum og selt.  

Vit­inn í Faros við Alex­andríu í Egypta­landi. Ptolema­íos II. af Egypta­landi lauk bygg­ingu hans, um 280 f.kr. en hann hrundi senni­lega í jarð­skjálfta á 14. öld. Vit­inn var ekki á lista Antipatrosar (hann taldi veggi Babýlons í stað­inn) og raunar ekki tal­inn í hópi hinna sjö undra ver­aldar fyrr en á 6. öld e.kr. og nú er hann þar enn­þá.

Flestir draga þessir staðir dám af upp­runa list­ans góða, þ.e. þeir eru grískir að upp­runa, en það ber einnig vitni um heims­sýn Hellena. Þeirra heimur var Mið­jarð­ar­hafið og löndin sem Alex­ander lagði undir sig.

Undrin öll í sömu röð og þau eru upp talin í textanum.Glöggir les­endur hafa líka vafa­laust séð að undrin sjö voru aðeins til á sama tíma (ef þau voru sann­ar­lega öll til - sjá Hengi­garð­arn­ir) í um 60 ár, á meðan Kólossus vaktaði Ródos.Aðrir merki­legir stað­ir/­bygg­ing­ar/lista­verk sem voru einnig talin í þessum hópi voru t.d. Hring­leika­húsið í Róm, Must­eri Salómons kon­ungs í Jer­úsalem og sumir áttu sann­ar­lega heima á þessum lista, en Hellen­ar/­Evr­ópu­búar þekktu hrein­lega ekki til þeirra, eins og til dæmis Kína­m­úr­inn.

Loks má geta þess að þeir Strabó og Heródótus minn­ast á Völ­und­ar­húsið í Egypta­landi, sem var að sögn gríð­ar­stórt graf­hýsi, stað­sett á bökkum Níl­ar, um sjö dag­leiðum sunnan við Píramídana og er, hið minnsta, frá  1.800 f.kr.  Stærð þess og íburð­ur, ef sög­urnar eru sann­ar, voru jafn­vel stór­feng­legri en píramíd­arnir sjálfir í Giza. Nýlegur upp­gröftur bendir til þess að leifar völ­und­ar­húss­ins hafi fund­ist, en ekki hefur verið ráð­ist í meiri­háttar rann­sóknir á staðn­um.

Fróð­legt væri að reyna að keyra í gegn ein­hvers­konar alþjóð­legt fram­tak til að ná sátt um sjö nútímaundur heims­ins, en það er næsta víst að það myndi valda um það bil sjö meiri­háttar stríðs­á­tökum og við vitum öll að Boaty McBoat­face myndi vinna net­kosn­ing­una.

(Heim­ild­ir: Vís­inda­vef­ur­inn, Britann­ica, Wikipedia ofl.)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...