Í þá tíð… Anita Hill og árdagar þolendauppreisnarinnar

Anita Hill lét í sér heyra þegar fyrrverandi yfirmaður hennar var tilnefndur til embættis hæstaréttardómara í Bandaríkjunum árið 1991. Hún sakaði hann um kynferðislega áreitni og málið vakti mikla athygli. Hann var engu að síður skipaður í embætti.

Anita Hill steig fram þegar Clarence Thomas hafði verið tilnefndur til embættis hæstaréttardómara og sakaði hann um kynferðislegt áreiti. Mál þeirra endurómar enn í dag, aldarfjórðungi seinna.
Anita Hill steig fram þegar Clarence Thomas hafði verið tilnefndur til embættis hæstaréttardómara og sakaði hann um kynferðislegt áreiti. Mál þeirra endurómar enn í dag, aldarfjórðungi seinna.
Auglýsing

Síð­ustu miss­eri hafa orðið margs konar straum­hvörf þegar kemur að því að opna umræðu um kyn­ferð­is­of­beldi, og kerf­is­bundnu kynja­mis­rétti í stærra sam­hengi. Skemmst er að minn­ast #metoo vit­und­ar­vakn­ing­ar­innar sem hófst í kjöl­far opin­ber­unar sví­virði­legrar hegð­unar kvik­mynda­mó­gúls­ins  Har­veys Wein­stein. 

Sagan geymir hins vegar fjöld­ann allan af hug­rökkum konum sem hafa boðið feðra­veld­inu birg­inn og neitað að láta þagga niður í sér. 

Anita Hill er ein af þeim. Hún er banda­rískur lög­maður sem steig fram árið 1991 eftir að Clarence Thomas hafði verið til­nefndur til emb­ættis hæsta­rétt­ar­dóm­ara.

Auglýsing

Upp­gang­ur Clarence Thomas

Hill réði sig til starfa hjá mann­rétt­inda­skrif­stofu mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins, 25 ára göm­ul, sem lög­fræði­ráð­gjafi Clarence Thomas og færði sig með honum ári seinna þegar Thomas tók við starfi for­manns nefndar um jafn­rétti á vinnu­stöðum (Equal Employ­ment Opportunity Commission). 

Eftir að hafa starfað sem aðstoð­ar­maður Thomas í um það bil ár, hætti hún og sneri sér að kennslu.

Thomas kleif hins vegar met­orða­stig­ann. Hann var fram­ar­lega í flokki þeldökkra íhalds­manna og átti vísan stuðn­ing helstu for­víg­is­manna Repúblikana­flokks­ins. Árið 1990 til­nefndi George H W Bush Banda­ríkja­for­seti hann til stöðu dóm­ara við áfrýj­un­ar­dóm­stól en ári síðar vænk­að­ist hagur hans enn, þeg­ar Thur­good Mars­hall ákvað að stíga til hliðar sem hæsta­rétt­ar­dóm­ari.

Mars­hall var fyrsti blökku­mað­ur­inn til að sitja í hæsta­rétti, en hann átti að baki langan feril sem bar­áttu­maður fyrir mann­rétt­indum og var með frjáls­lynd­ari dóm­urum við rétt­inn. Þannig hefði hlut­fallið milli­ í­halds­manna og frjáls­lyndra farið enn lengra til hægri með Thom­as.Málið heltók Bandaríkin á sínum tíma og var sýnt beint frá vitnaleiðslum í öldungadeild þingsins.

Við­brögðin við til­nefn­ingu Thomas létu ekki á sér standa þar sem hin ýmsu sam­tök lýstu yfir óánægju sinni. Þar voru helst mann­rétt­inda­sam­tök eins og NCAAP auk sam­taka sem börð­ust fyrir rétt­indum blökku­manna og kvenna. Þá voru lög­manna­sam­tök Banda­ríkj­anna mót­fallin til­nefn­ing­unni þar eð Thomas hafði aðeins verið alrík­is­dóm­ari í tvö ár fyrir þetta.

Fátt virt­ist þó benda til ann­ars en að skip­unin myndi svífa í gegnum öld­unga­deild þings­ins án mik­illa vand­kvæða. 

Ásak­an­irnar koma fram

Í stað­fest­ing­ar­við­tal­inu við dóms­mála­nefnd öld­unga­deild­ar­innar kom fátt eitt fram, en nefndin var hins vegar klofin í afstöðu sinni. Sjö voru fylgj­andi og sjö á móti. Áður en öld­unga­deildin greiddi atkvæði um stað­fest­ingu Thomas í emb­ætti bár­ust hins vegar fregnir um að und­ir­maður hans, Anita Hill, hafi sakað hann um kyn­ferð­is­lega áreitni.

Við það var mál­inu vísað aftur til dóms­mála­nefnd­ar­innar og Anita Hill, sem þarna var orðin laga­pró­fessor við Uni­versity of Okla­homa, fékk að bera vitni um ásak­anir sín­ar.

Vitna­leiðsl­urnar vöktu gríð­ar­mikla athygli um land allt og víð­ar, enda var sýnt beint frá þeim í sjón­varpi. Hill bar að Thomas hafi farið á fjörur við hana, en þegar hún hafi hafnað honum hafi hann engu að síður haldið áfram að áreita hana með því að ræða end­ur­tekið opin­skátt um kyn­líf, klám og eigin kyn­getu og kyn­færi.

Eins og búast mátti við, þvertók Thomas alger­lega fyrir að hafa gert nokkuð óvið­eig­and­i. Hann sagði að þetta væri aug­ljós­lega skipu­lögð her­ferð vinstri­manna gegn sér; þeir gætu ekki sætt sig við að þeldökkur íhalds­maður tæki sæti í hæsta­rétti. Ásak­an­irnar voru að hans mati eins konar sirkus. „Og frá mínum sjón­ar­hóli, sem svartur Banda­ríkja­mað­ur, er þetta hátækni­af­taka fyrir uppi­vöðslu­sama svarta menn.“ („hig­h-tech lynching for uppity blacks.“) 

Hann veitt­ist að Hill í vitn­is­burði sín­um. Sagð­ist hafa ætlað að hjálpa henni á frama­braut­inni, en hún hafi hvort sem er ekki verið störfum sínum vax­in.

Málið var ým­is­kon­ar hefð­bundnum vand­kvæðum bund­ið, enda stóð þarna orð á móti orð­i. Hill var gagn­rýnd fyrir að hafa beðið með að opin­bera ásak­anir sínar í árarað­ir, að hafa ekki hætt að vinna fyrir Thomas eftir að hann fór að áreita hana og einnig að hafa átt í sam­skiptum við Thomas eftir að hún hætti hjá hon­um.

Varð­andi það, sagð­ist Hill hafa á þeim tíma von­ast til að áreitið hætti og því haldið áfram að vinna hjá Thomas eins lengi og raun bar vitni. Hún hafi svo fundið sig knúna til þess að stíga fram á þessum tíma­punkti, í ljósi þess að Thomas stefndi hrað­byri að sæti í æðsta lagi dóms­valds­ins. 

Fjórar aðrar kon­ur, einnig fyrr­ver­andi und­ir­menn Thom­as, voru reiðu­búnar til að bera vitni um svip­aða hegðun hans í þeirra garð, en þær voru ekki kall­aðar til, meðal ann­ars vegna þess að þær hafi hætt í ósætti við Thomas á sínum tíma og hafi því ekki verið hlut­laus vitni.

Að loknum vitna­leiðslum var skipan Thomas stað­fest með 52 atkvæðum gegn 48, sem var tæp­asti meiri­hluti í stað­fest­ingu hæsta­rétt­ar­dóm­ara frá því á 19. öld. 

Eft­ir­leik­ur­inn og #metoo

Þrátt fyrir að Clarence Thomas hafi fengið sitt í gegn má engu að síður sega að Anita Hill hafi valdið straum­hvörf­um. Í kjöl­far máls­ins varð mikil vit­und­ar­vakn­ing í banda­rísku sam­fé­lagi um kyn­ferð­is­lega áreitni á vinnu­stöðum og til­kynn­ingum um slíkt fjölg­aði mikið á árunum sem fylgdu. Þá varð mikil aukn­ing í þátt­töku kvenna í stjórn­málum og kven­þing­mönnum fjölg­aði. 

Málið varði einnig til þess að vekja umræður um hvort mann­rétt­inda­bar­áttan hafi sann­ar­lega skilað umbótum í raun og veru.Hill neitaði alfarið að hafa áreitt Hill. Ásakanirnar væru runnar undan rifjum vinstrimanna sem vildu ekki fá þeldökkan íhaldsmann í hæstarétt. 

Clarence Thomas situr ann­ars enn í hæsta­rétti, og hefur allar götur frá skipan sinni raðað sér í hóp hinna íhalds­söm­ustu í dómn­um. Hann hefur stillt sér upp gegn málum sem snúa að t.d. tak­mörkun byssu­eign­ar, jákvæðri mis­munun og fóst­ur­eyð­ingum og sem stuðn­ings­maður hefð­bund­inna íhalds­mála í lík­ingu við rétt­indi ríkj­anna gagn­vart alrík­inu og stöðu kristni umfram önnur trú­ar­brögð.

Hann situr enn fastur við sinn keip að ásak­anir Anitu Hill hafi verið runnar undan rifjum vinstri­manna.

Nú hefur málið enn og aftur kom­ist í hámæli í tengslum við brot Har­veys Wein­stein og ann­arra í #metoo upp­ris­unni, sem varpar enn og aftur ljósi á hvernig karlar í valda­stöðum mis­nota afstöðu sína til að brjóta á fólki og treysta á að skáka í skjóli áhrifa sinna.

Hill sagði í við­tali í síð­ustu viku að upp­ljóstr­an­irnar hafi vakið upp rétt­mætar spurn­ingar um hvort sam­fé­lag­inu hafi sann­ar­lega fleytt fram í jafn­rétt­is­mál­um, þegar þetta sé veru­leik­inn sem konur búa við, bæði í starfi og einka­lífi. Yfir­völd og framá­fólk í atvinnu­líf­inu þurfi nú að stíga fram og segja hvað standi til að gera til að ráða bót á þessu meini.

Hún segir þó að í dag megi greina ýmis bata­merki í umræð­unni. Meðal ann­ars að konur séu síður gagn­rýndar fyrir að stíga of seint fram. 

Enn sé þó nokkuð verk óunn­ið.

„Það hefur orðið vit­und­ar­vakn­ing, en það hefur verið mis­brestur á því að menn hafi verið kall­aðir til ábyrgðar … Hvernig eigum við að sjá til þess að opin­berir ein­stak­lingar séu dregnir til ábyrgð­ar?“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...