Í þá tíð… Dauði fjölmiðlamógúlsins

Blaðaútgefandinn Robert Maxwell var einn fyrirferðarmesti útgefandi Bretlands um árabil. Hann fór með himinskautum á hátindi veldis síns, en fallið var hátt og endalokin voveifleg.

Maxwell101217
Auglýsing

Eig­endur fjöl­miðla hafa oft haft lag á því að verða frægir af endemum og jafn­vel orðið frægð­ar­menni af svip­uðu stigi og þeir sem eru til umfjöll­unar í þeirra eigin miðl­um. Dæmin eru all­mörg, allt frá dögum William Randolph Hearst sem var stærsti og valda­mesti útgef­andi í Banda­ríkj­unum í meira en hálfa öld, sitt­hvoru megin við alda­mótin 1900.

Hann nýtti sér miðla sína mis­kunn­ar­laust í per­sónu­legu frama­poti og hags­muna­gæslu og var einn af frum­kvöðlum „Gulu pressunn­ar“ þar sem hann hik­aði ekki við að láta blöð sín birta skáld­aðar fréttir og við­töl ef það hent­aði hon­um.

Sá maður sem kemst hvað næst Hearst í nútím­anum er auð­vitað Ástr­al­inn Rupert Mur­doch, sem hefur setið á valda­stóli hjá Sun, News of the World og Fox News, svo fátt eitt sé nefnt. Færri muna senni­lega eftir einum af helstu keppni­nautum Mur­dochs á sínum tíma, manni að nafni Robert Maxwell, sem var eins konar hold­tekja oflæt­is, drambs, yfir­gangs og skefja­lauss metn­aðar í breska fjöl­miðla­brans­anum á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Auglýsing

Úr fátækt til frama

Robert Maxwell var einn af risunum í fjölmiðlabransanum í Bretlandi á níunda áratugnum. Hann reis hátt og hratt, en hrunið var líka hratt.Það verður seint sagt að Robert Maxwell hafi fetað troðnar slóðir í sínu lífi. Hann fædd­ist í litlu þorpi í tékk­nesku Karpata­fjöllum árið 1923 (svæðið var síðar fært undir Ung­verja­land og er nú innan landamæra Úkra­ín­u), einn af sjö börnum blá­fá­tækra hjóna sem voru bók­stafstrú­aðir gyð­ing­ar. Sjálfur sagði Maxwell, sem var gefið nafnið Ján Ludvík Hyman Binya­min Hoch, að hann hafi ekki eign­ast skó fyrr en hann var sjö ára gam­all.

Á árum seinni heims­styrj­ald­ar­innar var Ung­verja­land undir áhrifa­valdi Þýska­lands nas­ista og varð þar skilj­an­lega erfið til­vera fyrir gyð­inga. Þannig fór að Maxwell slapp úr landi árið 1940 en nær gervöll fjöl­skylda hans lét lífið í Auschwitz útrým­ing­ar­búðum nas­ista. Hann gekk til liðs við útlaga­her Tékka sem barð­ist með banda­mönn­um, en færði sig yfir í breska her­inn árið 1943 og var sæmdur við­ur­kenn­ingum fyrir frammi­stöðu sína í stríð­inu.

Fljót­lega eftir stríðs­lok hóf Maxwell feril sinn í útgáfu­brans­an­um. Fyrst ein­beitti hann sér að útgáfu ýmissa fræði­bóka og fag­tíma­rita en rekst­ur­inn vatt fljótt upp á sig og hann varð fljótt máls­met­andi útgef­andi dag­blaða og virkur þátt­tak­andi í stjórn­mál­um. Hann var kos­inn á þing fyrir Verka­manna­flokk­inn árið 1964 og sat þar til árs­ins 1970. Strax á þeim árum hafði hann það orð­spor að vera erf­iður í sam­skipt­um, og hann hik­aði ekki við að fara dóm­stóla­leið­ina gegn hverjum þeim sem gagn­rýndi hann eða setti sig upp á móti hon­um.

Rétt áður en hann féll af þingi, hafði hann reynt að selja hlut í fyr­ir­tæki sínu Pergamon, en rétt áður en við­skiptin gengu í gegn hætti kaup­and­inn við eftir að í ljós kom að stór hluti hagn­aðar Pergamon var til­kom­inn vegna gern­inga sem tengd­ust öðrum fyr­ir­tækjum Maxwells og fjöl­skyldu.

Hann missti tökin á Pergamon um nokk­urra ára skeið en kom sér aftur inn árið 1974. Næstu árin hélt Maxwell sínu striki og eign­að­ist árið 1980 stærsta prent­fyr­ir­tæki Bret­lands Brit­ish Print­ing Cor­poration.

Maxwell hafði lengi ætlað sér að eign­ast eitt af stóru dag­blöð­unum í Bret­landi. Hann gerði meðal ann­ars til­boð í News of the World árið 1969, en ungur fjöl­miðla­maður frá Ástr­al­íu, Rupert Mur­doch, skaut honum ref fyrir rass með kaupum á blað­inu og með kaup­unum á Sun skömmu síðar náði hann fót­festu á Fleet Street (sem er sam­nefn­ari fyrir blaða­brans­ann í London) sem enn sér ekki fyrir end­ann á. Síðar kom í ljós að eig­endur NOTW höfðu engan áhuga á að selja tékk­neskum inn­flytj­anda blað­ið.

Maxwell var kjörinn á þing fyrir Verkamannaflokkinn þar sem hann sat árin 1964 til 1970.

Draumur Maxwells rætt­ist svo loks árið 1984 þegar hann keypti Mir­ror Group Newspapers og með því Daily Mir­r­or, Sunday Mir­ror og fleiri blöð. Hann breytti þegar í stað um stefnu og hóf að líkja eftir efn­is­tökum Sun sem hafði tekið fram úr Daily Mir­ror í sölu nokkru áður. Létt­klæddar konur prýddu síður blaðs­ins, sem og ýmsir leikir þar sem vinn­ings­hafar áttu að geta unnið milljón pund. Starfs­menn hafa síðar upp­lýst að leik­irnir voru svindl frá upp­hafi; Maxwell tryggði að eng­inn myndi nokkru sinni vinna verð­laun­in.

Fljót­lega eftir kaupin réði Maxwell nýjan rit­stjóra á Daily Mir­r­or, Roy Greensla­de, sem hafði verið lengi í brans­anum og séð þar eitt og ann­að. Hann áleit að hann gæti unnið með Maxwell, en það var rangt.

„Þetta var alveg ómögu­legt. Hann skipti sé af öllu á öllum stig­um. Ef ég tók mér til dæmis frí einn dag­inn, þá var hann búinn að reka ein­hvern þegar ég kom til baka og þá þurfti ég að ráða við­kom­andi aft­ur.“

Maxwell var mik­ill vexti og hrika­legur yfir­gangs­seggur sem virti til­finn­ingar starfs­fólks lít­ils, en gætti þess þó að vera stima­mjúkur í sam­skiptum ef það þjón­aði hans hags­mun­um. Eins ákveð­inn og fyr­ir­ferð­ar­mik­ill og Maxwell var, kunnu sumir und­ir­manna á honum lagið og sagði einn til dæmis að ef stjór­inn bað hann um nákvæma skýrslu um eitt­hvað mál fyrir næstu viku, var næsta víst að hann myndi gleyma því jafn­óðum og aldrei minn­ast á hana aft­ur. Þá átti hann það til, ef honum leidd­ist um helg­ar, að boða til fundar á skrif­stofu sinni en mundi svo ekki hvert til­efnið var þegar fólk mætti.

Maxwell lifði hátt á þessum árum. Hann skondrað­ist um allan heim í einka­þotum og barst mikið á og fjár­festi grimmt í fyr­ir­tækj­um. Þegar mest lét voru um 400 fyr­ir­tæki undir hans stjórn, en það voru kaup á banda­ríska útgáfuris­anum Macmillan Publ­is­hers árið 1988 sem áttu eftir að koma honum í koll.

Kaupin slig­uðu Maxwell sam­steypuna sem safn­aði skuldum á ógn­ar­hraða, en á meðan hélt Maxwell áfram að víkka út veldi sitt. Meðal ann­ars keypti hann slúð­ur­blaðið New York Daily News og stofn­aði blaðið The European árið 1990, sem átti að gefa út um alla Evr­ópu.

Skemmst frá að segja fjar­aði fljótt undan Maxwell á þessum tíma. Árið 1991 var svo allt komið í strand og óráðsían var að kom­ast upp á yfir­borð­ið. Frétta­flutn­ingur af slæmri stöðu Maxwells sem gekk allt sum­ar­ið, þyngd­ist enn um haust­ið. Panorama á BBC og Fin­ancial Times sýndu fram á ýmsar vafa­samar aðgerðir og milli­færslur innan sam­steypunnar og vörp­uðu fram spurn­ingum um hvort hann gæti staðið undir skulda­hal­anum sem hafði safn­ast upp.

Það var um þetta leyti sem Maxwell lagði upp í ferða­lag á snekkj­unni sinni. Hann sigldi, aleinn ásamt áhöfn, frá Gíbraltar til Madeira og þaðan til Kanarí-eyja. Allan tím­ann sem á ferð­inni stóð bár­ust honum skila­boð með faxi um sífellt versn­andi stöðu fyr­ir­tæk­is­ins sem var talið skulda um tvo millj­arða punda.

Maxwell mætti örlögum sínum á snekkju sinni þegar ljóst var að endalok viðskiptaveldis hans blöstu við.

Hinn 4. nóv­em­ber skip­aði hann skip­stjór­anum að leggja úr höfn. Áhöfnin heyrði síð­ast frá honum á fimmta tím­anum um nótt­ina en um morg­un­inn sást ekk­ert til hans um borð. Leit­ar- og björg­un­ar­að­gerðir fóru strax í gang og þyrlu­sveit fann lík hans fljót­andi í haf­inu.

Atburða­rásin er engum kunn, og sér­fræð­ingar sem kall­aðir voru til, gátu ekki skorið með vissu úr um dán­ar­or­sök, en úrskurður yfir­valda var að hjarta­á­fall og drukknun hafi orðið honum að ald­urtila. Hann var 68 ára að aldri og hafði lengi átt við hjarta- og lungna­sjúk­dóma að etja.

Þrátt fyrir þetta eru margir sann­færðir um að Maxwell hafi stytt sér aldur með því að kasta sér fyrir borð.

Stal líf­eyr­is­pen­ingum starfs­manna

Það var ekki fyrr en eftir að Maxwell var lát­inn sem raun­veru­leg staða fyr­ir­tæk­is­ins varð lýðnum ljós. Varla stóð þar steinn yfir steini, en það alvar­leg­asta var að hann hafði notað líf­eyr­is­sjóði starfs­fólks til að greiða skuldir fyr­ir­tæk­is­ins. Alls vant­aði um 440 millj­ónir punda, sem setti afkomu rúm­lega 30.000 starfs­manna í mikla óvissu.

Eftir nokk­urra ára mála­rekstur fékkst obb­inn af þeim fjár­munum sem teknir höfðu verið úr líf­eyr­is­sjóð­unum til baka með dómsátt. Meðal ann­ars þurfti breska ríkið að punga út 100 millj­ónum punda en restin kom frá þeim fyr­ir­tækjum sem eftir voru, end­ur­skoð­enda­stofum og fjár­fest­inga­bönk­um.

Saga Maxwells er stór­merki­leg og í þess­ari grein hef ég hvorki minnst á umdeild sam­skipti hans og stuðn­ing við Ísr­ael og hina ýmsu harð­stjóra aust­an­tjalds­ríkja á sínum tíma né afskipti af knatt­spyrnu­lið­um.

Til er frasi á ensku til að lýsa fólki sem ber mikið á – „Lar­ger than Life“ – og vissu­lega átti Maxwell sitt fólk, en eftir þennan merki­lega feril eru eft­ir­mælin almennt ekki um neitt stór­menni, heldur lít­inn karl í stórum skrokki sem gekk fram með ofríki og stal pen­ingum af eigin starfs­fólki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...