5. Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður og fæðingarorlof lengt
Kjarninn greindi fyrstur fjölmiðla frá því helstu atriðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í umfjöllun hans kom m.a. fram að það ætti að stofna stöðugleikasjóð og gera hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Málefni Seðlabankans yrðu áfram í forsætisráðuneytinu og nefnd skipuð um endurskoðun stjórnarskrár.
Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni hér.
4. Hljóðupptakan sem er ástæða þess að Sigurður G. má ekki verja Júlíus Vífil
Það sem kemur fram á hljóðupptöku frá 6. apríl 2016 er ástæða þess að Sigurður G. Guðjónsson mátti ekki verja Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa sem grunaður er um stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Sigurður gæti fengið stöðu sakbornings í málinu. Kjarninn birti upptökuna í september.
Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni hér.
3. Bakkavararbræður á meðal ríkustu manna Bretlands
Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir voru á nýjum lista yfir ríkustu menn Bretlands. Viðskiptablokk bræðranna var sú sem olli íslenska lífeyriskerfinu mestu tjóni. Þeir áttu fjölmörg félög á aflandseyjum og komu með háar fjárhæðir til Íslands í gegnum fjárfestingarleiðina.
Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni hér.
2. Gríðarlegt umfang skattaskjólseigna Íslendinga
„Þeir Íslendingar sem hafa verið í aðstöðu til þess hafa frá fornu fari sumir hverjir leitað leiða til þess að flytja fé úr landi, ýmist til þess að forðast skattgreiðslur, leyna auðlegð sinni eða firra sig þeirri gengisáhættu sem fylgir íslensku krónunni.“ Þetta segir í skýrslu starfshóps um umfang skattaskjólseigna, sem var birt var 6. janúar og varpaði ljósi á skattaskjólseignir Íslendinga.
Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni hér.
1. Wintris greiddi ekki skatta í samræmi við lög og reglur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans sóttust eftir því að fá breyta skattframtölum sínum eftir að Wintris-málið kom upp. Í bréfi til skattyfirvalda sögðu þau að ekki væri „útilokað að réttara hefði verið að haga skattskilum“ með öðrum hætti en gert var. Þau sömdu við ríkisskattstjóra um endurákvarðanir á skattgreiðslum sínum.