Sýning sem þjóðin þarf að sjá!

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fór að sjá Súper eftir Jón Gnarr í Þjóðleikhúsinu.

Jakob S. Jónsson
súper.jpg
Auglýsing

Þjóð­leik­hús­ið: Súper

Höf­und­ur: Jón Gnarr

Leik­stjóri: Bene­dikt Erlings­son

Leik­mynd: Grétar Reyn­is­son

Bún­ing­ar: Fillippía I. Elís­dóttir

Lýs­ing: Jóhann Frið­rik Ágústs­son

Hljóð­mynd: Aron Þór Arn­ars­son

Leik­end­ur: Arn­mundur Ernst Back­man, Snæ­fríður Ingv­ars­dótt­ir, Sól­veig Arn­ars­dótt­ir, Vig­dís Hrefna Páls­dótt­ir, Hall­grímur Ólafs­son, Jón Gnarr, Edda Björg­vins­dótt­ir, Egg­ert Þor­leifs­son.

Rétt eins og Shakespe­are mun hafa sagt að öll ver­öldin væri leik­svið gæti Jón Gnarr hugs­an­lega stað­hæft að allt Ísland sé kjör­búð. Súper heitir ekki aðeins í höf­uðið á nýrri kjör­búð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, verkið ger­ist í kjör­búð, sem í mynd Grét­ars Reyn­is­sonar er einna lík­ast fang­elsi sem ekki verður úr kom­ist fyrr en fund­ist hefur maður sjálf­ur, vit­und manns, til­gangur lífs­ins og ekki síður allt það annað sem vantar til að full­komna þetta jarð­líf – hvort sem þar um ræðir mán­að­ar­skammt­inn til heim­il­is­ins eins og sveita­hjúin Bjössi og Gugga koma til að sækja eða puls­urnar í kósí­kvöld barn­anna með ömm­unni eins og ein­stæða móð­irin Elín. Nú eða þá bara drátt af því að kyn­hvötin reyn­ist vera  óseðj­andi og það verður að taka á því. Enda eru ein­kunn­ar­orð Súper: “þar sem kjöt snýst um fólk” – og mann­legra getur það varla orð­ið. Eða?

Auglýsing
Við kynn­umst eins konar með­al­úr­taki þjóð­ar­inn­ar, sem á leið í kjör­búð­ina Súper til að afla sér matar og lífsinni­halds – þarna eru ungu hjónin Einar og Guð­rún, leikin af Arn­mundi Ernst Back­man og Snæ­fríði Ingv­ars­dóttur sem eru á önd­verðum meiði varð­andi barn­eignir og áhuga á kyn­lífi, þá er hann Hannes sem býr einn með móður sinni eftir að faðir hans dó, sem varð til þess að hann gekk sjálfum sér í föður stað sem og móður sinni í eig­in­manns stað, þarna er Elín sem hefur ákveðnar skoð­anir á því hvers konar kyn­líf hún vill og undir hlé birt­ast þau Bjössi og Gugga, leikin af Eddu Björg­vins­dóttur og Egg­erti Þor­leifs­syni. Í mið­punkti kjör­búð­ar­innar Súper er svo að finna Krist­ján kaup­mann sem leik­inn er af höf­undi sjálf­um, Jóni Gnarr.Mynd: Þjóðleikhúsið.

Upp­haf verks­ins er undir sterkum áhrifum frá einum af meist­urum absúr­dism­ans, Ionesco og verki hans, Sköll­óttu söng­kon­unni; per­sónur leiks­ins rjúfa fjórða vegg­inn milli sviðs og sal­ar, tala við áhorf­endur og gera grein fyrir sjálfum sér, hverjar þær eru, hvað þær vilja og við hverju þær búast af líf­inu. Eins og vænta má af jafn satírískum höf­undi og Jón Gnarr er sjálfs­mynd hvers ein­asta karakt­ers í tómu tjóni, en járna­bind­ingin er hin sama hjá öllum og tengir per­són­urn­ar: þær leggja ofurá­herslu á að þær eru íslenskar og trúa og treysta á allt það sem íslenskt er. Þetta er ósvikin háðsá­deila á hin íslensku, íhalds­sömu og borg­ara­legu gildi, þau hin sömu og ráku okkur til sjálf­stæðis á veikum grunni versl­un­ar­frelsis án þess að litið væri til hinna and­legu gilda og æðri verð­mæta – sem gætu hugs­an­lega veitt svör við því hvað það er sem raun­veru­lega tengir okkur saman sem þjóð.

Þarna er Jón Gnarr á heima­velli, hann sýnir í höf­und­ar­verki sínu að hann er absúr­disti – og satí­ríker! – fram í fing­ur­góma. Text­inn er hitt­inn og hnytt­inn og vekur oftar en ekki hlátur sem á end­anum stendur í manni af því ver­andi Íslend­ingur verður manni fátt um svör – enda nú eru upp runnir tímar gló­bal­isma, gömul og íhaldsöm gildi eiga alls ekki lengur við, tím­inn löngu hlaup­inn framúr okkur hvað það varð­ar: slag­orðið gamla, sem mark­aði upp­haf lýð­ræð­is: frelsi, jafn­réttir og bræðra­lag hefur öðl­ast nýja merk­ingu þar sem ein­stak­ling­ur­inn einn og sjálfur en ekki sam­fé­lags­veran sem hluti af þjóð fær það verk­efni að aðlaga sig að nýjum veru­leika og nýjan veru­leika að sér. Þessi dýnamík er kannski torskilin en Jón Gnarr er á heima­velli, hann hefur fattað djó­kið og gerir sér óspart mat úr því. Og séð frá hans sjón­ar­hóli verður það eitt­hvað svo út í hött, svo ámát­legt að deila um það hver munurinn sé á pólskum pylsum og íslensk­um. Hvað gerir pylsu pólska? Hvað gerir hana íslenska? Hvað gerir mann að karli eða konu? Er það í lagi – eða ekki – að kona sæk­ist eftir óheftu kyn­lífi á hennar eigin for­send­um. Jón Gnarr er ekki ein­asta á heima­velli, hann er í ess­inu sínu og leikur af öryggi á fyr­ir­bæri eins og þjóð­ar­til­finn­ingu, sam­hug þjóð­ar, þjóð­ar­sál og skiln­ing þjóðar á sjálfri sér.Mynd: Þjóðleikhúsið.

Jón Gnarr er að kalla þjóð­ina til sam­tals og íhug­unar og hann gerir það bara býsna vel. Það er fátt sem vekur ekki til umhugs­unar hér og átaka­flöt­ur­inn er fjöl­breyti­legur og marg­slung­inn og texti sýn­ing­ar­innar situr í manni löngu eftir að sýn­ingu lýk­ur. Kannski – von­andi! – er hér á ferð­inni verk sem má kalla lykil að ástand­inu í Lýð­veld­inu Íslandi og sem slíkt lyk­il­verk á það erindi við unga sem aldna sem mega svo vel velta því fyrir sér hvort við höfum gengið til góðs hingað til og hvert við ætlum að ganga til fram­tíðar og í hvaða takti. Það er ekki á hverjum degi sem færi gefst á að gera það þar sem hár­beittur húmor og vel grund­aður skiln­ingur fer saman og gefur tón­inn.

Leik­stjóri og leik­hópur nálg­ast við­fangs­efnið á ákaf­lega real­ískan máta en um leið stílíser­að­an. Real­ískan í þeim skiln­ingi að hvert and­ar­tak á sér rætur í raun­veru­leika sem við þekkjum og hvað það varðar vottar hvergi fyrir mála­miðl­unum – hér á sér stað mis­kunn­ar­laus krufn­ing á sam­fé­lags­á­standi og hún er ýkt, gerð skýr­ari með því að fært er í stíl­inn, end­ur­tek­ið, talað hrað­ar, meira að segja æði­bunu­lega og öllum brögðum hins óvænta húmors beitt þannig að jafn­vel það sem virð­ist í fyrstu vera aula­húmor og við hlæjum að og teljum okkur þekkja snýst við og hlát­ur­inn stendur í okkur af því aula­húmor­inn hittir okkur fyrir þar sem verst svíð­ur.

Auglýsing
Ádeilan verður þó aldrei grimm. Jón Gnarr er eng­inn Artaud, hann er umburð­ar­lynd­ari en Artaud og þykir vænna um okkur en svo að hann vilji særa okkur – það hefðu enda verið svik í þessu sam­hengi. Jón Gnarr er góð­lát­legur gagn­rýn­andi og það er frekar eins og hann vilji spyrja okk­ur, hvort það sé nú raun­veru­lega svona sem við viljum hafa hlut­ina? Gagn­rýni borin fram af kær­leik og vænt­um­þykju – en engu að síður hár­beitt og hitt­in.

Leik­stjór­inn Bene­dikt Erlings­son er ekki síður á heima­velli staddur þegar um ádeilu af þessu tagi er að ræða, enda hafa þeir Jón Gnarr iðu­lega unnið saman á liðnum árum og þarf ekki að fjöl­yrða um það. Leik­stjórn­ar­lega og reyndar leik­lega líka er sýn­ingin í óað­finn­an­legu sam­ræmi við hug­mynd og hand­rit.

Leik­ar­arn­ir, allir með tölu, ná að sam­sama sig svo full­kom­lega karakt­erum sínum að það er eins og verkið sé skrifað ofan í þá og skýrir og stíl­hreinir bún­ingar Fillippíu I. Elís­dóttur leyfir hverjum og einum að blómstra á sínum eigin for­send­um. Hvað sem líður stílís­er­ingu koma per­sónur Súper fyrir sem ekta af holdi og blóði, þær gætu verið kunn­ingjar manns eða vin­ir, þær gætu verið nágrann­inn. Hver og ein þeirra gæti verið við sjálf!

Þessi gagn­rýni birt­ist á síð­ustu stundu. Þjóð­leik­húsið hefur aug­lýst síð­ustu sýn­ingu og við því verður ekki brugð­ist nema fara þess á leit að leik­húsið end­ur­skoði þá afstöðu – þetta er sýn­ing, sem fleiri eiga eftir að sjá – sem þjóðin þarf að sjá!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiMenning