Líka saga um okkur …

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fór að sjá Kæru Jelenu eftir Ljúdmílu Razúmovskaja í Borgarleikhúsinu.

Kæra Jelena Mynd: Grímur Bjarnason
Auglýsing

Borg­ar­leik­hús­ið: Kæra Jel­ena

Höf­und­ur: Ljúd­míla Razúmovskaja

Þýð­ing: Ingi­björg Har­alds­dótt­ir/Kristín Eiríks­dóttir

Leik­stjórn: Unnur Ösp Stef­áns­dóttir

Leik­mynd og bún­ingar Fil­ippía I. Elís­dóttir

Lýs­ing: Björn Berg­steinn Guð­munds­son

Tón­list: Val­geir Sig­urðs­son

Hljóð: Þórður Gunnar Þor­valds­son

Leik­gervi: Elín Gísla­dóttir

Leik­ar­ar: Hall­dóra Geir­harðs­dótt­ir, Aron Már Ólafs­son, Þur­íður Blær Jóhanns­dótt­ir, Har­aldur Ari Stef­áns­son, Sig­urður Þór Ósk­ars­son.

Mennta­skóla­kenn­ar­inn Jel­ena und­ir­býr kósí­kvöld, gengur hóg­vær­lega, snyrti­lega og skipu­lega frá öllu, hitar sér te, setur plötu á fón­inn og sest niður með bók. Kyrrðin rík­ir, Jel­ena á afmæli, en það vitum við ekki – ekki enn. Allt í einu er kyrrðin rof­in, dyra­bjalla hringir og fjögur vin­gjarn­leg ung­menni birt­ast alls­endis óvænt, færa afmæl­is­barn­inu gjöf, syngja afmæl­is­söng­inn og fagna sinni kæru kennslu­konu. Þau eru að útskrif­ast og vilja gleðja bestu kennslu­kon­una sína áður en leiðir skilja og þau halda út í líf­ið.

Fljót­lega kemur þó í ljós að sitt­hvað fleira býr undir hjá krökk­un­um. Þeim hefur gengið illa á stærð­fræði­prófi og það mun hafa áhrif á fram­tíð þeirra og frama. Lausn á þeim vanda er þó í sjón­máli: ef kæra Jel­ena lánar þeim lyk­il­inn að skápnum þar sem pró­fúr­lausnir eru geymdar svo þau kom­ist þar inn og geti skipt út röngum svörum fyrir rétt – sem þau eru þegar búin að afla sér – þá er málið dautt og eng­inn verður fyrir neinum skaða.

Jel­ena neit­ar. Hún er prinsípmann­eskja. Svona lagað gerir maður ekki. Og hún verður eðli­lega alger­lega bit á nem­endum sín­um, að þeim skuli detta annað eins í hug, fyrir nú utan það að þau skuli trúa því upp á hana að taka þátt í svona svindli.

Auglýsing

En hvað sem Jel­ena heldur að nem­endur hennar trúi upp á hana, þá er engum vafa und­ir­orpið að þeir eru til ýmis­legs vísir sem hún hefði aldrei trúað upp á þá. Þau Valdi, Lilja, Pétur og Viktor hefja líkt og for­laga­knú­inn leik sem gengur út á það eitt að brjóta and­spyrnu Jel­enu niður og fá hana til að afhenda lyk­il­inn; Jel­ena sjálf er harð­á­kveðin í að stand­ast árásir ung­menn­ana enda eru hennar prinsíp göfug og góð og skulu ekki brot­in. Hennar prinsíp eru jafn­rétti og heið­ar­leiki – sem gerir hana svo alger­lega gam­al­dags að hún reyn­ist auð­veldur skot­spónn fyrir þá kyn­slóð sem hræð­ist ekk­ert og verður einna skýr­ast í upp­gjöri milli Jel­enu og Lilju þar sem Jel­ena spyr hreint út: “Af hverju eruð þið ekki hrædd við neitt?” og svar Lilju er jafn harm­rænt og það er grát­bros­legt: „Ég veit það ekki!“ Í því atriði flettir svo Lilja ofan af Jel­enu og það er í sam­ræmi við það sem á eftir fer, þegar kemur að hápunkti sýn­ing­ar­innar – en hér verður ekki upp­ljóstrað hvernig fer að leikslokum enda óhætt að segja að Kæra Jel­ena er að sumu leyti verk um sið­ferði, en að öðru leyti vissu­lega spennu­saga sem heldur áhorf­anda í hel­greipum allt til loka.

Kæra Jelena Mynd: Grímur Bjarnason

Jel­ena er í öruggum og þraut­þjálf­uðum höndum Hall­dóru Geir­harðs­dóttur sem túlkar mennta­skóla­kennslu­kon­una trú­verð­ug­lega. Í með­förum hennar verður Jel­ena eng­inn eng­ill, þvert á móti – þegar Valdi, aðal­hvat­inn að árásinni á Jel­enu, býður henni sjúkra­heim­il­is­vist fyrir aldr­aða og veika móður hennar verður ekki betur séð en Jel­ena sé hrein­lega til í að ræða málin á þeim grund­velli. Prinsípmann­eskjan gefur í skyn að samn­ingur sé í boði. Þróun atburða verður þó til þess að þetta til­boð er ekki frekar rætt, en óneit­an­lega hefur nokkur skuggi fallið á Jel­enu – sem gerir hana bæði mann­legri og skilj­an­legri. Hall­dóra Geir­harðs­dóttir vinnur full­kom­inn leik­sigur í hlut­verki hinnar sið­mennt­uðu kennslu­konu Jel­enu.

Nem­end­urnir eru ekki síður vel leiknir af fjórum leik­urum af yngri kyn­slóð­inni, sem hafa sannað sig á síð­ustu árum: Aron Már Ólafs­son leikur Valda, sem á frum­kvæðið að því að fal­ast eftir lykl­inum dýr­mæta, hann er sið­blindan upp­máluð og skilar því með virktum og er einmitt svona ofur­geð­felld­ur, óhugn­an­legur náungi sem maður vill hreint ekki hafa að óvini og jafn­vel enn síður að vini.

Hlut­verk Lilju er í höndum Þur­íðar Blævar Jóhanns­dóttur og hún skilar Lilju á áhrifa­mik­inn hátt. Það er eng­inn vandi að finna til sam­úðar með þess­ari stúlku sem hefur barist áfram þrátt fyrir að búa við verri kjör en félagar henn­ar, búandi með ein­stæðri móður sinni, borin áfram af draumum sem má efast um að verði nokkurn tím­ann að veru­leika – og kannski einmitt þess vegna lætur hún leiða sig svo langt í þeim hættu­lega og við­ur­styggi­lega leik sem Valdi leik­stýr­ir.

Har­aldur Ari Stef­áns­son leikur Pét­ur, þann sem er í mestri þörf fyrir leið­rétt­ingu á ein­kunnum og það er fyrir hann sem öll atburða­rásin er sett af stað. Hann er auk þess kær­asti Lilju og um það má segja að hann bregst henni verst. Har­aldur Ari fer vel með hlut­verkið og tekur vel utanum umkomu­leysi þessa ístöðu­litla drengs .

Viktor er lús­er­inn í þessum hóp og er und­ur­sam­lega fal­lega leik­inn af Sig­urði Þór Ósk­ars­syni. Þessi drengur er ljúfur og blíð­lyndur inn við bein­ið, en átak­an­lega aumk­un­ar­verð­ur. Hann er hel­tek­inn af alkó­hól­isma og svo veik­lund­aður og örgeðja að hann á sér enga fram­tíð nema hann taki sig taki. Samt er alveg auð­séð að hann mun senni­lega aldrei taka sig því taki, hans örlög eru líkt og end­an­lega ráð­in. Og það er sárt, ákaf­lega sárt, vegna þess að undir lok­in, þegar allt er um sein­an, örlög ráð­in, spilið búið, er það þó hann sem virð­ist eiga þann kær­leika inn­an­brjósts sem hefði ann­ars getað gefið ein­hverja von.

„ … sem hefði ann­ars getað gefið …“ – svona verður ekki sagt nema um harm­leik sé að ræða og víst er Kæra Jel­ena harm­leikur fremur en spennu­verk. Sú þraut, sem per­sónur verks­ins takast á um er í raun óleys­an­leg og texti Ljúdmílu Razúmovskaju nær vel utan um það, tog­streitan er ósvik­in, hann nær tökum á áhorf­endum og heldur þeim í hel­greipum allt til loka.

Það fer vel á að gefa þessum harm­leik rými á Litla sviði Borg­ar­leik­húss­ins, og skapa þá miklu nánd við áhorf­endur og gert er. Rýmið er líka vel not­að, bæði til að sýna hinn lok­aða heim Jel­enu, en ekki síður í stað­setn­ingum og hreyf­ingum og ber góðri leik­stjórn vitni. Þá er ekki síður um að ræða góða per­sónu­leik­stjórn, Unnur Ösp treystir sínum leik­ur­um, þeir fá að vinna hlut­verk sín á eigin for­sendum og það er óhætt að segja, að allur leik­hóp­ur­inn vinni leik­sig­ur, hvor fyrir sig og sam­eig­in­lega!

Kæra Jelena Mynd: Grímur Bjarnason

Tón­listin og hljóð­myndin fylgir leik­stjórn­ar­lögn­inni fast eft­ir, þótt megi kannski deila um lok sýn­ing­ar­innar – það er útskýrt í við­tali í leik­skrá hvers vegna það loka­lag sem leikið er var val­ið, en hefði ekki verið ein­fald­lega sterkara að ljúka sýn­ing­unni í þögn?

Texti Ljúdmílu Razúmovskaju er það klass­ískur að hann þolir vel til­færslu í tíma og rúmi. Þýð­ing Ingi­bjargar Har­alds­dótt­ur, sem hefur verið yfir­farin og löguð að nútíma af Krist­ínu Eiríks­dóttur ýtir undir þann skiln­ing, að þeir mann­legu breysk­leikar sem fjallað er um í Kæru Jel­enu blóm­stri ekki ein­göngu í því sam­fé­lagi þar sem verkið var upp­haf­lega skrifað og síðar bann­að, þeir blóm­stri líka hjá þjóð eins og okkur Íslend­ing­um.

Svo nefnd sé ekki nema spill­ingin af þeim mann­­legu veik­­leikum sem hér er einn af drif­­kröftum sög­unn­­ar, þá má auð­veld­­lega taka per­­sónur leiks­ins í Kæru Jel­enu og raða þeim á hið íslenska flokka­­kerfi, og ef byrjað er á slíkum leik á annað borð – sem sjálf­­sagt er að gera, því saga Jel­enu og nem­enda hennar er að sumu leyti tíma­­laus – má upp­­­götva sér til nokk­­urs óhugn­aðar að Kæra Jel­ena er líka saga um okkur Íslend­inga og er að ger­­ast allt í kringum okk­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk