Mest lesnu leiðarar ársins 2019

Hvað eiga þriðji orkupakkinn, Ólafur Ólafsson, Miðflokkurinn, skipulögð glæpastarfsemi og ofurstétt útgerðarmanna sem er að eignast Ísland sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu leiðara ársins á Kjarnanum.

leiðarar.jpg
Auglýsing

5. Tölum um þriðja orku­pakk­ann

„Við eigum að takast á um orku­­mál. Hvort að reka eigi opin­ber orku­­fyr­ir­tæki út frá því arð­­sem­is­­sjón­­ar­miðum sem skili rík­­is­­sjóði arði eða hvort það eigi að líta til „sam­­fé­lags­­legrar nýt­ing­­ar“ og selja til dæmis orku til áburð­­ar­verk­smiðju eða álvers í Skaga­­firði á lágu verði til að tryggja að störf verði til í völdum kjör­­dæm­­um.

Við eigum að takast á um hvort og hversu mikið eigi að virkja. Hvort sala til stórnot­enda eigi að nið­­ur­greiða raf­­orku til heim­ila og fyr­ir­tækja eða hvort afrakst­­ur­inn eigi að renna til rík­­is­­sjóðs og þaðan til sam­­fé­lags­­legra verk­efna. Hvort við eigum að leggja sæstreng, sé það yfir höfuð mög­u­­legt, eða hvort við eigum að selja þorra þess sem við fram­­leiðum áfram langt undir eðli­­legu mark­aðs­verði til álvera, kís­­il­­málm­­verk­smiðja og gagn­vera sem eru aðal­­­lega notuð af þeim sem grafa eftir raf­­­mynt­­um. Hvort að opin­berir aðilar eigi að eiga öll orku­­fyr­ir­tækin eða ekki.[...]Tök­umst á mál­efna­­lega út frá ofan­­greindum for­­sendum og fyr­ir­liggj­andi stað­­reynd­um, en fest­umst ekki bull­um­ræðu um þriðja orku­­pakk­ann sem rekin er áfram af inn­i­halds­­­lausum hræðslu­á­róðri.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

4. Að opin­bera Ólaf Ólafs­son er ekki mann­rétt­inda­brot

„Það blasir við öllu skyn­­sömu fólki að kæran er enn einn ang­inn í afar illa ígrund­uðum og herf­i­­lega fram­­kvæmdum spuna Ólafs Ólafs­­son­­ar, almanna­tengla og lög­­­manna hans og síend­­ur­­teknum til­­raunum þeirra til að grafa undan trú­verð­ug­­leika dóm­stóla og ríkja sem dæma menn eins og hann í fang­elsi. Það sem hins vegar liggur fyrir er að þessir menn, sem telja aðrar reglur en hinar hefð­bundnu gilda um sig, eru ekk­ert hættir að sparka í stoð­irn­­ar. 

[...]

Auglýsing
Sam­an­dregið liggur nefn­i­­lega fyrir að Ólafur Ólafs­­son er ekki sak­­laus mað­­ur. Hann er dæmdur glæpa­­maður sem olli miklum sam­­fé­lags­­legum skaða með atferli sínu og ákvörð­un­­um. Réttur hans til að halda blekk­ingum sínum leyndum getur ekki verið sterk­­ari en réttur almenn­ings, sem sat uppi með afleið­ingar þeirra, til að vita um þær. Og það að svipta hul­unni af Ólafi með lög­­­lega skip­aðri rann­­sókn­­ar­­nefnd getur ekki talist refs­ing gagn­vart hon­­um. “

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

3. Fórn­ar­lambið Mið­flokk­ur­inn öskrar póli­tískt sam­særi 

„Sig­­mundur Davíð hefur líka lært mjög vel að nýta sér hræðslu­á­róður til að auka fylgi og að við­­ur­­kenna aldrei mis­­tök heldur öskra sam­­særi ann­­arra gegn sér, yfir­­­burða­­mann­in­um, þegar hann þó aug­­ljós­­lega gerir slík. Hann, og fram­lína Mið­­flokks­ins.

Sig­­mundi Davíð er ber­­sýn­i­­lega alveg sama hvort hann segi satt og leggur lítið upp úr því að und­ir­­byggja það sem hann segir með vísun í stað­­reynd­ir, á sama tíma og hann seg­ist iðka „rót­tæka skyn­­sem­is­hyggju“.

Leiðin upp úr hol­unni verður auð­vitað erf­ið­­ari með hverju skipt­inu sem Sig­­mundur Dav­­íð, og fylgitungl hans, detta ofan í hana. Afleið­ing þess er að póli­­tíkin verður á sama tíma ljót­­ari og for­hert­­ari.

Þeir hafa engu að tapa. Nema auð­vitað trú­verð­ug­­leika íslenskra stjórn­­­mála og Alþing­­is.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

2. Íslenska kerfið sem bjó til skipu­lagða glæp­a­starf­semi 

„Ís­land er í dag einna þekkt­­ast í útlöndum fyrir spill­ingu. Það er ein­fald­­lega stað­­reynd. Fyrir að hafa leyft banka­­manna­stóði að fyrst blása upp og svo tæma banka­­kerfi að innan með blekk­ingum og lög­­brotum með gríð­­ar­­legum afleið­ingum fyrir almenn­ing í land­inu. Fyrir að vera heims­­meist­­arar í aflands­­fé­laga­­eign í skatta­­skjólum – sem er ein­vörð­ungu til þess að fela pen­inga frá rétt­­mætum eig­endum þeirra – miðað við höfða­­tölu líkt og opin­berað var í Pana­ma­skjöl­un­­um. Við erum þekkt fyrir að vera eina ríkið á EES-­­svæð­inu sem er á gráum lista vegna ónógra pen­inga­þvætt­is­varna.

Og nú erum við þekkt fyrir að múta ráð­herrum í Namibíu til að tryggja mjög ríkum frændum frá Akur­eyri tæki­­færi til að verða enn rík­­­ari á kostnað sam­­fé­lags­­legrar upp­­­bygg­ingar í land­in­u.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

1. Ofur­stéttin sem er að eign­ast Ísland

„Snemma árs 2017 fóru útgerðir meðal ann­­ars fram á að ríkið tæki þátt í að greiða laun sjó­­manna, með því að gefa eftir skatt af fæð­is­pen­ingum og dag­pen­ingum vegna ferða- og dval­­ar­­kostn­að­­ar. 

Nú ætla þær síðan í mál við ríkið og setja fram, hver fyrir sig, millj­­arða króna kröfur fyrir að hafa ekki fengið strax gef­ins meira af mak­ríl­kvót­an­­um. Hópur fyr­ir­tækja sem flest eru undir fullum yfir­­ráðum örfárra ein­stak­l­inga sem eru að taka yfir íslenskt sam­­fé­lag með húð og hári.

Ætla kjörnir full­­trúar þjóð­­ar­inn­­ar, sem eiga að vinna með hags­muni hennar að leið­­ar­­ljósi, bara að láta þetta ger­ast? Að leyfa freku köll­unum að sópa til sín því sem þeir vilja? Að verða rík­­­ari og valda­­meiri en öll til­­efni standa til á meðan á því stend­­ur?“

Mest lesni leið­ari árs­ins á Kjarn­anum fjallar um eig­endur útvegs­fyr­ir­tækja.

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk