5. Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Mikil umræða hefur átt sér stað á síðustu árum um mikilvægi þess að auka hlutfall kvenna og annarra minnihlutahópa innan tæknigeirans. Finna má alþjóðleg samtök og einstaklinga sem hafa helgað sig því verkefni að auka fjölbreytni og sýnileika ólíkra fyrirmynda innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson, 27 ára tölvunarfræðingur, sem vakið hefur athygli og hlotið verðlaun fyrir frumkvöðlastörf sín við að auka fjölbreytni innan tæknigeirans og vinna gegn aðgreiningu í atvinnulífinu.
Lesið viðtalið í heild sinni.
4. „Fólk þarf að finna að það sé hluti af samfélaginu“
„„Velkomin!“ sagði Salmann og brosti, þegar hann tók á móti mér á heimili sínu í Breiðholti. Við settumst inn í stofu, þar sem stærðarinnar heimskort í öllum regnbogans litum prýðir einn vegginn. Löndin eru aðgreind með mismunandi litum en um leið mynda þau fallega heild.“
Lesið viðtalið í heild sinni.
3. Varðhundar feðraveldisins klóra í bakkann
Varðhundar feðraveldisins klóra í bakkann með því að kæra þolendur fyrir meiðyrði. Þeir reyna að draga úr ofbeldi og upplifun fólks sem verður fyrir ofbeldi sagði Eva Sigurðardóttir í samtali við Kjarnann.
Eva var í skipulagsteymi Druslugöngunnar í ár.
Lesið viðtalið í heild sinni.
2. Mýta að rafmagnsbílar séu óumhverfisvænni
„Í hraða heiminum sem við búum við þá er litli sannleikurinn vissulega réttur þá getur rafmagnsbíll verið með örlítið stærra kolefnisspor. Það eru rosalega fáir bílar sem eru framleiddir og ekki keyrðir. Þegar bíllinn fer af stað þá breytist myndin hratt. Það er mismunandi eftir kerfum en staðan er alls staðar betri. Það tekur mismunandi tíma, en á endanum er hann alltaf með minna kolefnisspor.”
Þetta er meðal þess sem Sigurður Ingi Friðleifsson, formaður starfshóps um orkuskipti í samgöngum, sagði í viðtali við Kjarnann í júní.
Lesið viðtalið í heild sinni.
1. Alkohólistar á Alþingi
Auður Jónsdóttir rithöfundur rabbaði við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um alkóhólisma á Alþingi.
Þau ræddu meðal annars um hvort að viðbrögð Klausturþingmanna bentu til þess að þeir séu alkóhólistar og er eðlilegt að þjóðkjörnir fulltrúar séu drukknir á almannafæri?
Þetta samtal var mest lesna viðtal ársins í Kjarnanum.