Bráðnun jökla í sinni smæstu mynd

Kyrie Eleison er upplifunarsýning um bráðnun jöklanna í sinni smæstu mynd í Ásmundarsal. Höfundur hennar safnar fyrir henni á Karolina fund.

jöklar
Auglýsing

Kyrie Eleison er vídeó- og hljóð innsetning eftir Heimi Frey Hlöðversson, unnin úr jökulís úr fimm mismunandi skriðjöklum í Vatnajökli. Tilgangur verksins er að vekja fólk til umhugsunar um hnattræna hlýnun með því að einblína á bráðnun jöklana í sinni smæstu mynd. Sýningin opnar í Ásmundarsal þann 6. febrúar. Verkið er tengt opnunaratriði vetrarhátíðar sem Heimir er líka að vinna að en það er óður til jökla heimsins. Þar birtir hann jöklana í sinni stærstu mynd. 

Heimir Freyr er  hefur unnið við kvikmyndagerð og margmiðlun s.l. 15 ár þar af 9 ár hjá margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín Í starfi sínu hefur hann  komið að fjölmörgum sýningum tengdum náttúru og loftslagsmálum þar má nefna Lava safnið, Perlan, Breheimsenteret jöklasafn í Noregi, fuglasafnið í Mývatnsveit Klimahuset í Noregi o.fl.. Hann safnar nú fyrir verkefninu á Karolina fund. Kjarninn ræddi við hann um það.

Hvernig kviknaði hugmyndin?

„Bráðnun Jökla hefur verið mér hugleikin í nokkuð mörg ár. Bráðnunin er eitt augljósasta dæmi um áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni en jöklarnir hopa á ógnarhraða.  Ég er búinn að vera vinna með þetta þema í mörg ár bæði sjálfur og komið að hugmyndavinnu og framleitt efni fyrir fjölmargar sýningar tengdar loftslagsmálum og náttúru. 

Auglýsing
Ég unnið og gert tilraunir með macro kvik- og ljósmyndum og búið til hljóð og tónverk í mörg ár.  Fyrsta sýningin sem ég hélt var í Ketilhúsinu á Akureyri fyrir 19 árum þar var ég að vinna með vatn og breytti dropum í tóna.“

Hvert er þema verkefnisins? 

„Fyrir um tíu árum var ég að mynda á nokkrum skriðjöklum í Vatnajökli. Mig langaði að fara aftur og sjá með eigin augum breytinguna sem hefur orðið á jöklunum og vinna verk úr því. Það var óhuggulegt að sjá þessar hrikalegu breytingar sem hafa orðið. Sem dæmi hopar Skaftafellsjökull um 50- 100 m ári og ég var sorgmæddur þegar ég bar saman myndir af Virkisjökli frá árinu 2009. Heimir Frey Hlöðversson. 

Ég ákvað að mig langaði að gera eitthvað tengt bráðnun skriðjöklana. Ég náði mér í sýnishorn frá hverjum skriðjökli og flutti með mér á vinnustofuna mína. Á vinnustofunni eyddi ég nokkrum dögum í að taka nærmyndir af jöklinum bráðna. Það er einstaklega fallegt að horfa á nærmyndir af ís en á sama tíma sorglegt þegar maður hugsar til þess hvað jöklarnir eru að hverfa hratt.“

Sýninguna er Heimir að kosta að mestu leyti sjálfur þess vegna tók hann á það ráð að notfæra sér hópfjármögnunarleið til að fjármagna verkið. Vatnið sem kemur við bráðnun jökla sýnanna verður sett á flösku og er partur af sýningunni. Með því að styðja við verkefnið getur fólk eignast smá jökulvatn í flösku sem gæti orðið verðmætt einn daginn. Einnig hægt að kaupa veggspjöld með fallegum nærmyndum af jöklunum bráðna.

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk