Bráðnun jökla í sinni smæstu mynd

Kyrie Eleison er upplifunarsýning um bráðnun jöklanna í sinni smæstu mynd í Ásmundarsal. Höfundur hennar safnar fyrir henni á Karolina fund.

jöklar
Auglýsing

Kyrie Eleison er vídeó- og hljóð innsetning eftir Heimi Frey Hlöðversson, unnin úr jökulís úr fimm mismunandi skriðjöklum í Vatnajökli. Tilgangur verksins er að vekja fólk til umhugsunar um hnattræna hlýnun með því að einblína á bráðnun jöklana í sinni smæstu mynd. Sýningin opnar í Ásmundarsal þann 6. febrúar. Verkið er tengt opnunaratriði vetrarhátíðar sem Heimir er líka að vinna að en það er óður til jökla heimsins. Þar birtir hann jöklana í sinni stærstu mynd. 

Heimir Freyr er  hefur unnið við kvikmyndagerð og margmiðlun s.l. 15 ár þar af 9 ár hjá margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín Í starfi sínu hefur hann  komið að fjölmörgum sýningum tengdum náttúru og loftslagsmálum þar má nefna Lava safnið, Perlan, Breheimsenteret jöklasafn í Noregi, fuglasafnið í Mývatnsveit Klimahuset í Noregi o.fl.. Hann safnar nú fyrir verkefninu á Karolina fund. Kjarninn ræddi við hann um það.

Hvernig kviknaði hugmyndin?

„Bráðnun Jökla hefur verið mér hugleikin í nokkuð mörg ár. Bráðnunin er eitt augljósasta dæmi um áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni en jöklarnir hopa á ógnarhraða.  Ég er búinn að vera vinna með þetta þema í mörg ár bæði sjálfur og komið að hugmyndavinnu og framleitt efni fyrir fjölmargar sýningar tengdar loftslagsmálum og náttúru. 

Auglýsing
Ég unnið og gert tilraunir með macro kvik- og ljósmyndum og búið til hljóð og tónverk í mörg ár.  Fyrsta sýningin sem ég hélt var í Ketilhúsinu á Akureyri fyrir 19 árum þar var ég að vinna með vatn og breytti dropum í tóna.“

Hvert er þema verkefnisins? 

„Fyrir um tíu árum var ég að mynda á nokkrum skriðjöklum í Vatnajökli. Mig langaði að fara aftur og sjá með eigin augum breytinguna sem hefur orðið á jöklunum og vinna verk úr því. Það var óhuggulegt að sjá þessar hrikalegu breytingar sem hafa orðið. Sem dæmi hopar Skaftafellsjökull um 50- 100 m ári og ég var sorgmæddur þegar ég bar saman myndir af Virkisjökli frá árinu 2009. Heimir Frey Hlöðversson. 

Ég ákvað að mig langaði að gera eitthvað tengt bráðnun skriðjöklana. Ég náði mér í sýnishorn frá hverjum skriðjökli og flutti með mér á vinnustofuna mína. Á vinnustofunni eyddi ég nokkrum dögum í að taka nærmyndir af jöklinum bráðna. Það er einstaklega fallegt að horfa á nærmyndir af ís en á sama tíma sorglegt þegar maður hugsar til þess hvað jöklarnir eru að hverfa hratt.“

Sýninguna er Heimir að kosta að mestu leyti sjálfur þess vegna tók hann á það ráð að notfæra sér hópfjármögnunarleið til að fjármagna verkið. Vatnið sem kemur við bráðnun jökla sýnanna verður sett á flösku og er partur af sýningunni. Með því að styðja við verkefnið getur fólk eignast smá jökulvatn í flösku sem gæti orðið verðmætt einn daginn. Einnig hægt að kaupa veggspjöld með fallegum nærmyndum af jöklunum bráðna.

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk