5. Ein ríkasta fjölskyldan verður enn ríkari vegna stríðsins í Úkraínu
Systkinin James, Austen og Marianne, barnabarnabörn Wallice nokkurs Cargill, skutust upp á lista yfir 500 ríkustu manneskjur veraldar vegna stríðsins í Úkraínu.
Langafinn stofnaði fyrirtæki árið 1865 sem hefur fært afkomendum hans gríðarleg auðæfi.
4. „Guð minn góður, af hverju hefði ég átt að fá greiddar mútur?“
Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, einn hinna ákærðu í Samherjamálinu, sagðist í júlí aldrei hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja. „Guð minn góður, af hverju hefði ég átt að fá greiddar mútur? Ég var ekki handhafi kvóta. Ég fékk greitt samkvæmt þeirri vinnu sem ég vann. Peningarnir voru greiddir með löglegum hætti fyrir þjónustu sem var veitt.“
Hann sagði Jóhannes Stefánsson, aðalvitni saksóknarans, hafa viljað eyðileggja fyrir Samherja með öllum ráðum og því bendlað sig við málið.
3. Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í rannsókn sem birtist síðsumars kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
2. Hafa leyst hluta ráðgátunnar um píramídana
Þeir sem byggðu píramídana stórkostlegu í Egyptalandi nýttu sér að öllum líkindum nú uppþornaða þverá Nílarfljóts til að flytja byggingarefnið á svæðið.
Þetta er niðurstaða rannsóknar sem landfræðingurinn Hader Sheisha sem starfar við Aix-Marseille háskóla í Frakklandi gerðu og birt var í lok ágúst.
1. Söguleg hitabylgja í uppsiglingu
Hún var sögð geta orðið lífshættuleg, hitabylgjan sem geisaði í vestanverðri Evrópu um miðjan júlí og átti samkvæmt spám eftir að teygja sig víðar.
Veðurfræðingar óttuðust að hitinn mikli ætti eftir að ríkja í jafnvel vikur og að hitabylgjan yrði jafnvel sú mesta á þessum slóðum í tæpar þrjár aldir.