Skæruliðadeild Samherja, ofsaveður og harðvítugar deilur um launakjör hjá Play

Þótt árið 2021 hafi einkennst af kórónuveirunni og kosningum til Alþingis voru önnur mál ofar í huga lesenda Kjarnans. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar ársins af innlendum vettvangi á Kjarnanum.

fréttskr2021old.jpg
Auglýsing

5. Sam­herji reyndi að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í for­manns­kjöri í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna

Í maí birti Kjarn­inn röð frétta­skýr­inga sem byggðu á gögnum sem sýndu hvernig stjórn­­end­­ur, starfs­­fólk og ráð­gjafar Sam­herja höfðu lagt á ráðin um að ráð­­ast gegn nafn­­greindum blaða­­mönn­um, lista­­mönn­um, stjórn­­­mála­­mönn­um, félaga­­sam­­tökum og ýmsum öðrum til að hafa af þeim æruna, trú­verð­ug­­leik­ann eða lífs­við­­ur­vær­ið. Þessi veg­ferð var rekin áfram af hópi sem kall­aði sig „skæru­liða­­deild Sam­herj­a“.

Ein frétta­skýr­ingin fjall­aði um það þegar Sam­herji reyndi að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í for­manns­kjöri í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

4. 40 ár frá Engi­hjalla­veðr­inu 16. febr­úar 1981

Í febr­úar voru fjöru­tíu ár eru liðin frá fár­viðri sem olli því að „þak­plötur fóru eins og skæða­drífa yfir Kópa­vog­inn“ og „nokkur hús í Aust­ur­bænum voru yfir­gefin þar sem þakið var að mestu horfið og rúður brotn­ar,“ eins og sagði í fréttum á þessum tíma. Engi­hjalla­veðrið svo­kall­aða olli einnig skemmdum á hund­ruðum bíla. Tjónið var gríð­ar­legt og víða sátu hús­eig­endur eftir með sárt ennið og óbætt tjón. 

Einar Svein­björns­son fjall­aði ítar­lega um þetta ofsa­veður í frétta­skýr­ingu af þessu til­efn­i. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

3. 10 stað­reyndir um deilur ASÍ og Play

Allt frá stofnun hefur flug­­­fé­lagið PLAY stefnt að því að halda launa­­kostn­aði í lág­­marki. Fjár­­­festa­kynn­ing sem stofn­endur PLAY birtu í lok árs 2019 inni­hélt áætl­­­anir um að greiða starfs­­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins allt að 37 pró­­sent lægri laun en vori í boði hjá lággjalda­flug­­fé­lag­inu WOW air. Félagið hélt því þó fram að allar reglur á íslenskum vinnu­mark­aði yrðu virt­ar, en að samið yrði við annað félag en Félag íslenskra flug­manna (FÍA) og Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ). Það félag heitir Íslenska flug­stétt­ar­fé­lagið (ÍF), sem Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) hefur kallað gult stétt­ar­fé­lag. 

Auglýsing
Í maí­mán­uði ​​tók­ust ASÍ og PLAY harka­lega á um launa­kjör og birtu harð­orðar yfir­lýs­ingar í garð hvors ann­ars. Kjarn­inn tók af því til­efni saman tíu stað­reyndir um deil­urn­ar.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

2. Vildu not­hæfan lista, afgreiða Ásgeir og safna upp­lýs­ingum um stjórn sam­taka

Kjarn­inn greindi frá því í einni frétta­skýr­inga­röð­inni um „Skæru­liða­deild Sam­herja“ að skýr vilji hafi verið til staðar innan Sam­herja til að skipta sér að því hverjir myndu leiða lista Sjálf­­stæð­is­­flokks í heima­­kjör­­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins, í ljós þess að fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Sam­herja, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, var að ljúka ára­langri veru í því sæti. Í umfjöll­un­inni kom fram að starfs­­menn Sam­herja voru með áætl­­­anir um víð­tæka gagna­­söfnun um stjórn félaga­­sam­­taka sem berj­­ast gegn spill­ingu og greint var frá því hvernig Sam­herji hugð­ist bregð­­ast við gagn­rýni frá sitj­andi seðla­­banka­­stjóra á stríðs­­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins gegn nafn­­greindu fólki.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

1. Skæru­liða­deild Sam­herja sem vill stinga, snúa og strá svo salti í sárið

Fyrsta frétta­skýr­ingin í röð slíkra um „Skæru­liða­deild Sam­herja“ reynd­ist mest lesna frétta­skýr­ing árs­ins á Kjarn­an­um. Hún birt­ist 21. maí og í henni var rakið hverjir áttu hlut að máli, hvernig sam­skipti þeirra við helstu stjórn­endur Sam­herj­a­sam­stæð­unnar fóru fram og hver til­gang­ur­inn með athæf­inu var. 

Þar sást hversu mikið var í lagt til að safna upp­lýs­ingum um blaða­menn, reyna að gera þá ótrú­verð­uga og jafn­vel van­hæfa til að fjalla áfram um Sam­herj­a. 

Ástæða þess að þetta stærsta sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki lands­ins stóð í þess­­­ari veg­­­ferð var sú að ofan­­­greint fólk hafði annað hvort flett ofan af því sem Sam­herji hafði gert eða gagn­rýnt fram­­­ferði fyr­ir­tæk­is­ins á opin­berum vett­vang­i. 

Þetta ferli stóð yfir frá því að umfjöllun Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera um Sam­herja og atferli fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu birt­ist og þangað til að frétta­skýr­inga­röð Kjarn­ans fór í loft­ið. Sam­herji gaf í kjöl­farið út yfir­­lýs­ingu þar sem stóð að ljóst væri að stjórn­­­endur félags­­­ins hefðu gengið „of lang­t“ í við­brögðum við „nei­­­kvæðri umfjöllun um félag­ið“. Um mán­uði síð­­­ar, í júní, birt­ust svo heil­­­síð­­u­aug­lýs­ingar frá Sam­herja með fyr­ir­­­sögn­inni „Við gerðum mis­­­tök og biðj­umst afsök­un­­­ar“. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk