Skæruliðadeild Samherja, ofsaveður og harðvítugar deilur um launakjör hjá Play

Þótt árið 2021 hafi einkennst af kórónuveirunni og kosningum til Alþingis voru önnur mál ofar í huga lesenda Kjarnans. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar ársins af innlendum vettvangi á Kjarnanum.

fréttskr2021old.jpg
Auglýsing

5. Sam­herji reyndi að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í for­manns­kjöri í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna

Í maí birti Kjarn­inn röð frétta­skýr­inga sem byggðu á gögnum sem sýndu hvernig stjórn­­end­­ur, starfs­­fólk og ráð­gjafar Sam­herja höfðu lagt á ráðin um að ráð­­ast gegn nafn­­greindum blaða­­mönn­um, lista­­mönn­um, stjórn­­­mála­­mönn­um, félaga­­sam­­tökum og ýmsum öðrum til að hafa af þeim æruna, trú­verð­ug­­leik­ann eða lífs­við­­ur­vær­ið. Þessi veg­ferð var rekin áfram af hópi sem kall­aði sig „skæru­liða­­deild Sam­herj­a“.

Ein frétta­skýr­ingin fjall­aði um það þegar Sam­herji reyndi að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í for­manns­kjöri í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

4. 40 ár frá Engi­hjalla­veðr­inu 16. febr­úar 1981

Í febr­úar voru fjöru­tíu ár eru liðin frá fár­viðri sem olli því að „þak­plötur fóru eins og skæða­drífa yfir Kópa­vog­inn“ og „nokkur hús í Aust­ur­bænum voru yfir­gefin þar sem þakið var að mestu horfið og rúður brotn­ar,“ eins og sagði í fréttum á þessum tíma. Engi­hjalla­veðrið svo­kall­aða olli einnig skemmdum á hund­ruðum bíla. Tjónið var gríð­ar­legt og víða sátu hús­eig­endur eftir með sárt ennið og óbætt tjón. 

Einar Svein­björns­son fjall­aði ítar­lega um þetta ofsa­veður í frétta­skýr­ingu af þessu til­efn­i. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

3. 10 stað­reyndir um deilur ASÍ og Play

Allt frá stofnun hefur flug­­­fé­lagið PLAY stefnt að því að halda launa­­kostn­aði í lág­­marki. Fjár­­­festa­kynn­ing sem stofn­endur PLAY birtu í lok árs 2019 inni­hélt áætl­­­anir um að greiða starfs­­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins allt að 37 pró­­sent lægri laun en vori í boði hjá lággjalda­flug­­fé­lag­inu WOW air. Félagið hélt því þó fram að allar reglur á íslenskum vinnu­mark­aði yrðu virt­ar, en að samið yrði við annað félag en Félag íslenskra flug­manna (FÍA) og Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ). Það félag heitir Íslenska flug­stétt­ar­fé­lagið (ÍF), sem Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) hefur kallað gult stétt­ar­fé­lag. 

Auglýsing
Í maí­mán­uði ​​tók­ust ASÍ og PLAY harka­lega á um launa­kjör og birtu harð­orðar yfir­lýs­ingar í garð hvors ann­ars. Kjarn­inn tók af því til­efni saman tíu stað­reyndir um deil­urn­ar.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

2. Vildu not­hæfan lista, afgreiða Ásgeir og safna upp­lýs­ingum um stjórn sam­taka

Kjarn­inn greindi frá því í einni frétta­skýr­inga­röð­inni um „Skæru­liða­deild Sam­herja“ að skýr vilji hafi verið til staðar innan Sam­herja til að skipta sér að því hverjir myndu leiða lista Sjálf­­stæð­is­­flokks í heima­­kjör­­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins, í ljós þess að fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Sam­herja, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, var að ljúka ára­langri veru í því sæti. Í umfjöll­un­inni kom fram að starfs­­menn Sam­herja voru með áætl­­­anir um víð­tæka gagna­­söfnun um stjórn félaga­­sam­­taka sem berj­­ast gegn spill­ingu og greint var frá því hvernig Sam­herji hugð­ist bregð­­ast við gagn­rýni frá sitj­andi seðla­­banka­­stjóra á stríðs­­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins gegn nafn­­greindu fólki.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

1. Skæru­liða­deild Sam­herja sem vill stinga, snúa og strá svo salti í sárið

Fyrsta frétta­skýr­ingin í röð slíkra um „Skæru­liða­deild Sam­herja“ reynd­ist mest lesna frétta­skýr­ing árs­ins á Kjarn­an­um. Hún birt­ist 21. maí og í henni var rakið hverjir áttu hlut að máli, hvernig sam­skipti þeirra við helstu stjórn­endur Sam­herj­a­sam­stæð­unnar fóru fram og hver til­gang­ur­inn með athæf­inu var. 

Þar sást hversu mikið var í lagt til að safna upp­lýs­ingum um blaða­menn, reyna að gera þá ótrú­verð­uga og jafn­vel van­hæfa til að fjalla áfram um Sam­herj­a. 

Ástæða þess að þetta stærsta sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki lands­ins stóð í þess­­­ari veg­­­ferð var sú að ofan­­­greint fólk hafði annað hvort flett ofan af því sem Sam­herji hafði gert eða gagn­rýnt fram­­­ferði fyr­ir­tæk­is­ins á opin­berum vett­vang­i. 

Þetta ferli stóð yfir frá því að umfjöllun Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera um Sam­herja og atferli fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu birt­ist og þangað til að frétta­skýr­inga­röð Kjarn­ans fór í loft­ið. Sam­herji gaf í kjöl­farið út yfir­­lýs­ingu þar sem stóð að ljóst væri að stjórn­­­endur félags­­­ins hefðu gengið „of lang­t“ í við­brögðum við „nei­­­kvæðri umfjöllun um félag­ið“. Um mán­uði síð­­­ar, í júní, birt­ust svo heil­­­síð­­u­aug­lýs­ingar frá Sam­herja með fyr­ir­­­sögn­inni „Við gerðum mis­­­tök og biðj­umst afsök­un­­­ar“. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk