Skæruliðadeild Samherja, ofsaveður og harðvítugar deilur um launakjör hjá Play

Þótt árið 2021 hafi einkennst af kórónuveirunni og kosningum til Alþingis voru önnur mál ofar í huga lesenda Kjarnans. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar ársins af innlendum vettvangi á Kjarnanum.

fréttskr2021old.jpg
Auglýsing

5. Sam­herji reyndi að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í for­manns­kjöri í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna

Í maí birti Kjarn­inn röð frétta­skýr­inga sem byggðu á gögnum sem sýndu hvernig stjórn­­end­­ur, starfs­­fólk og ráð­gjafar Sam­herja höfðu lagt á ráðin um að ráð­­ast gegn nafn­­greindum blaða­­mönn­um, lista­­mönn­um, stjórn­­­mála­­mönn­um, félaga­­sam­­tökum og ýmsum öðrum til að hafa af þeim æruna, trú­verð­ug­­leik­ann eða lífs­við­­ur­vær­ið. Þessi veg­ferð var rekin áfram af hópi sem kall­aði sig „skæru­liða­­deild Sam­herj­a“.

Ein frétta­skýr­ingin fjall­aði um það þegar Sam­herji reyndi að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í for­manns­kjöri í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

4. 40 ár frá Engi­hjalla­veðr­inu 16. febr­úar 1981

Í febr­úar voru fjöru­tíu ár eru liðin frá fár­viðri sem olli því að „þak­plötur fóru eins og skæða­drífa yfir Kópa­vog­inn“ og „nokkur hús í Aust­ur­bænum voru yfir­gefin þar sem þakið var að mestu horfið og rúður brotn­ar,“ eins og sagði í fréttum á þessum tíma. Engi­hjalla­veðrið svo­kall­aða olli einnig skemmdum á hund­ruðum bíla. Tjónið var gríð­ar­legt og víða sátu hús­eig­endur eftir með sárt ennið og óbætt tjón. 

Einar Svein­björns­son fjall­aði ítar­lega um þetta ofsa­veður í frétta­skýr­ingu af þessu til­efn­i. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

3. 10 stað­reyndir um deilur ASÍ og Play

Allt frá stofnun hefur flug­­­fé­lagið PLAY stefnt að því að halda launa­­kostn­aði í lág­­marki. Fjár­­­festa­kynn­ing sem stofn­endur PLAY birtu í lok árs 2019 inni­hélt áætl­­­anir um að greiða starfs­­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins allt að 37 pró­­sent lægri laun en vori í boði hjá lággjalda­flug­­fé­lag­inu WOW air. Félagið hélt því þó fram að allar reglur á íslenskum vinnu­mark­aði yrðu virt­ar, en að samið yrði við annað félag en Félag íslenskra flug­manna (FÍA) og Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ). Það félag heitir Íslenska flug­stétt­ar­fé­lagið (ÍF), sem Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) hefur kallað gult stétt­ar­fé­lag. 

Auglýsing
Í maí­mán­uði ​​tók­ust ASÍ og PLAY harka­lega á um launa­kjör og birtu harð­orðar yfir­lýs­ingar í garð hvors ann­ars. Kjarn­inn tók af því til­efni saman tíu stað­reyndir um deil­urn­ar.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

2. Vildu not­hæfan lista, afgreiða Ásgeir og safna upp­lýs­ingum um stjórn sam­taka

Kjarn­inn greindi frá því í einni frétta­skýr­inga­röð­inni um „Skæru­liða­deild Sam­herja“ að skýr vilji hafi verið til staðar innan Sam­herja til að skipta sér að því hverjir myndu leiða lista Sjálf­­stæð­is­­flokks í heima­­kjör­­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins, í ljós þess að fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Sam­herja, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, var að ljúka ára­langri veru í því sæti. Í umfjöll­un­inni kom fram að starfs­­menn Sam­herja voru með áætl­­­anir um víð­tæka gagna­­söfnun um stjórn félaga­­sam­­taka sem berj­­ast gegn spill­ingu og greint var frá því hvernig Sam­herji hugð­ist bregð­­ast við gagn­rýni frá sitj­andi seðla­­banka­­stjóra á stríðs­­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins gegn nafn­­greindu fólki.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

1. Skæru­liða­deild Sam­herja sem vill stinga, snúa og strá svo salti í sárið

Fyrsta frétta­skýr­ingin í röð slíkra um „Skæru­liða­deild Sam­herja“ reynd­ist mest lesna frétta­skýr­ing árs­ins á Kjarn­an­um. Hún birt­ist 21. maí og í henni var rakið hverjir áttu hlut að máli, hvernig sam­skipti þeirra við helstu stjórn­endur Sam­herj­a­sam­stæð­unnar fóru fram og hver til­gang­ur­inn með athæf­inu var. 

Þar sást hversu mikið var í lagt til að safna upp­lýs­ingum um blaða­menn, reyna að gera þá ótrú­verð­uga og jafn­vel van­hæfa til að fjalla áfram um Sam­herj­a. 

Ástæða þess að þetta stærsta sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki lands­ins stóð í þess­­­ari veg­­­ferð var sú að ofan­­­greint fólk hafði annað hvort flett ofan af því sem Sam­herji hafði gert eða gagn­rýnt fram­­­ferði fyr­ir­tæk­is­ins á opin­berum vett­vang­i. 

Þetta ferli stóð yfir frá því að umfjöllun Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera um Sam­herja og atferli fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu birt­ist og þangað til að frétta­skýr­inga­röð Kjarn­ans fór í loft­ið. Sam­herji gaf í kjöl­farið út yfir­­lýs­ingu þar sem stóð að ljóst væri að stjórn­­­endur félags­­­ins hefðu gengið „of lang­t“ í við­brögðum við „nei­­­kvæðri umfjöllun um félag­ið“. Um mán­uði síð­­­ar, í júní, birt­ust svo heil­­­síð­­u­aug­lýs­ingar frá Sam­herja með fyr­ir­­­sögn­inni „Við gerðum mis­­­tök og biðj­umst afsök­un­­­ar“. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk