Skæruliðadeild Samherja, ofsaveður og harðvítugar deilur um launakjör hjá Play

Þótt árið 2021 hafi einkennst af kórónuveirunni og kosningum til Alþingis voru önnur mál ofar í huga lesenda Kjarnans. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar ársins af innlendum vettvangi á Kjarnanum.

fréttskr2021old.jpg
Auglýsing

5. Sam­herji reyndi að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í for­manns­kjöri í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna

Í maí birti Kjarn­inn röð frétta­skýr­inga sem byggðu á gögnum sem sýndu hvernig stjórn­­end­­ur, starfs­­fólk og ráð­gjafar Sam­herja höfðu lagt á ráðin um að ráð­­ast gegn nafn­­greindum blaða­­mönn­um, lista­­mönn­um, stjórn­­­mála­­mönn­um, félaga­­sam­­tökum og ýmsum öðrum til að hafa af þeim æruna, trú­verð­ug­­leik­ann eða lífs­við­­ur­vær­ið. Þessi veg­ferð var rekin áfram af hópi sem kall­aði sig „skæru­liða­­deild Sam­herj­a“.

Ein frétta­skýr­ingin fjall­aði um það þegar Sam­herji reyndi að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í for­manns­kjöri í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

4. 40 ár frá Engi­hjalla­veðr­inu 16. febr­úar 1981

Í febr­úar voru fjöru­tíu ár eru liðin frá fár­viðri sem olli því að „þak­plötur fóru eins og skæða­drífa yfir Kópa­vog­inn“ og „nokkur hús í Aust­ur­bænum voru yfir­gefin þar sem þakið var að mestu horfið og rúður brotn­ar,“ eins og sagði í fréttum á þessum tíma. Engi­hjalla­veðrið svo­kall­aða olli einnig skemmdum á hund­ruðum bíla. Tjónið var gríð­ar­legt og víða sátu hús­eig­endur eftir með sárt ennið og óbætt tjón. 

Einar Svein­björns­son fjall­aði ítar­lega um þetta ofsa­veður í frétta­skýr­ingu af þessu til­efn­i. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

3. 10 stað­reyndir um deilur ASÍ og Play

Allt frá stofnun hefur flug­­­fé­lagið PLAY stefnt að því að halda launa­­kostn­aði í lág­­marki. Fjár­­­festa­kynn­ing sem stofn­endur PLAY birtu í lok árs 2019 inni­hélt áætl­­­anir um að greiða starfs­­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins allt að 37 pró­­sent lægri laun en vori í boði hjá lággjalda­flug­­fé­lag­inu WOW air. Félagið hélt því þó fram að allar reglur á íslenskum vinnu­mark­aði yrðu virt­ar, en að samið yrði við annað félag en Félag íslenskra flug­manna (FÍA) og Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ). Það félag heitir Íslenska flug­stétt­ar­fé­lagið (ÍF), sem Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) hefur kallað gult stétt­ar­fé­lag. 

Auglýsing
Í maí­mán­uði ​​tók­ust ASÍ og PLAY harka­lega á um launa­kjör og birtu harð­orðar yfir­lýs­ingar í garð hvors ann­ars. Kjarn­inn tók af því til­efni saman tíu stað­reyndir um deil­urn­ar.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

2. Vildu not­hæfan lista, afgreiða Ásgeir og safna upp­lýs­ingum um stjórn sam­taka

Kjarn­inn greindi frá því í einni frétta­skýr­inga­röð­inni um „Skæru­liða­deild Sam­herja“ að skýr vilji hafi verið til staðar innan Sam­herja til að skipta sér að því hverjir myndu leiða lista Sjálf­­stæð­is­­flokks í heima­­kjör­­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins, í ljós þess að fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Sam­herja, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, var að ljúka ára­langri veru í því sæti. Í umfjöll­un­inni kom fram að starfs­­menn Sam­herja voru með áætl­­­anir um víð­tæka gagna­­söfnun um stjórn félaga­­sam­­taka sem berj­­ast gegn spill­ingu og greint var frá því hvernig Sam­herji hugð­ist bregð­­ast við gagn­rýni frá sitj­andi seðla­­banka­­stjóra á stríðs­­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins gegn nafn­­greindu fólki.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

1. Skæru­liða­deild Sam­herja sem vill stinga, snúa og strá svo salti í sárið

Fyrsta frétta­skýr­ingin í röð slíkra um „Skæru­liða­deild Sam­herja“ reynd­ist mest lesna frétta­skýr­ing árs­ins á Kjarn­an­um. Hún birt­ist 21. maí og í henni var rakið hverjir áttu hlut að máli, hvernig sam­skipti þeirra við helstu stjórn­endur Sam­herj­a­sam­stæð­unnar fóru fram og hver til­gang­ur­inn með athæf­inu var. 

Þar sást hversu mikið var í lagt til að safna upp­lýs­ingum um blaða­menn, reyna að gera þá ótrú­verð­uga og jafn­vel van­hæfa til að fjalla áfram um Sam­herj­a. 

Ástæða þess að þetta stærsta sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki lands­ins stóð í þess­­­ari veg­­­ferð var sú að ofan­­­greint fólk hafði annað hvort flett ofan af því sem Sam­herji hafði gert eða gagn­rýnt fram­­­ferði fyr­ir­tæk­is­ins á opin­berum vett­vang­i. 

Þetta ferli stóð yfir frá því að umfjöllun Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera um Sam­herja og atferli fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu birt­ist og þangað til að frétta­skýr­inga­röð Kjarn­ans fór í loft­ið. Sam­herji gaf í kjöl­farið út yfir­­lýs­ingu þar sem stóð að ljóst væri að stjórn­­­endur félags­­­ins hefðu gengið „of lang­t“ í við­brögðum við „nei­­­kvæðri umfjöllun um félag­ið“. Um mán­uði síð­­­ar, í júní, birt­ust svo heil­­­síð­­u­aug­lýs­ingar frá Sam­herja með fyr­ir­­­sögn­inni „Við gerðum mis­­­tök og biðj­umst afsök­un­­­ar“. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiFólk