Corbyn heldur að Ísland og EES sé ekki til

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Bretlandi virðist ekki átta sig á að hægt sé að fá aðild að sameiginlega markaði ESB án þess að vera aðilar. Ísland hefur aðgang að markaðinum gegn því að samþykkja allar fjórar stoðir ESB.

Jeremy Corbyn er formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Jeremy Corbyn er formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Auglýsing

Ef Verka­manna­flokk­ur­inn væri við stjórn í Bret­landi myndu Bretar yfir­gefa sam­eig­in­legan markað Evr­ópu­sam­bands­ins vegna þess að aðild að honum er skil­yrt aðild að Evr­ópu­sam­band­inu sjálfu, sagði Jer­emy Cor­byn, for­maður flokks­ins, í við­tali á BBC í gær. The Guar­dian greinir frá.

Cor­byn segir að hann mundi frekar reyna að sækja góðan milli­ríkja­samn­ing um við­skiptið við Evr­ópu­ríki. Þessi útskýr­ing for­manns­ins á Brex­it-­stefnu Verka­manna­flokks­ins hefur sætt gagn­rýni innan flokks­ins enda virð­ist Cor­byn ekki átta sig á því að nokkur ríki – þar á meðal er Ísland – hafa aðgang að sam­eig­in­lega mark­aði ESB án þess að vera aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu.

„Sam­eig­in­legi mark­að­ur­inn er háður aðild að ESB. Við höfum alltaf sagt að við viljum toll­frjáls við­skipti við mark­aði í Evr­ópu og sam­starf með Evr­ópu í fram­tíð­inn­i,“ sagði Cor­byn í við­tal­inu. „Þessir tveir hlutir eru tengdir órjúf­an­legum böndum svo spurn­ingin er þá hvers konar við­skipta­sam­band við viljum hafa til fram­tíð­ar.“

Chuka Umunna, þing­maður Verka­manna­flokks­ins, benti á þessar rang­færslur Cor­byns í færslu á Twitter í gær.Umunna segir samn­ingur Bret­lands við ESB, sem væri sam­bæri­legur þeim sem Ísland og Nor­egur hafa, myndi gera það að verkum að Bret­land gæti enn verið aðili að sam­eig­in­lega mark­aði ESB. Það mundi stuðla að félags­legu jafn­rétti og veita stjórn­völdum frekara fjár­hags­legt ráð­rúm. Samn­ingur Íslands og Nor­egs hefur það hins vegar í för með sér að löndin verða að leyfa frjálst flæði fólks, eitt­hvað sem hefur verið á milli tann­ana á Bret­um.

Auglýsing

Samið um Brexit

Bretar semja nú um hvernig sam­bandi sínu við Evr­ópu­sam­bandið verður háttað eftir að Bret­land verður ekki form­lega hluti af ESB árið 2019. Vinda þarf ofan af meira en 40 ára starfi Bret­lands í Evr­ópu­sam­vinn­unni og semja um sam­skiptin á ný.

Enn er tek­ist á um hvaða leið sé best að fara við aðskiln­að­inn. Stjórn­mála­menn hafa talað um Hard Brexit, þe. skýran aðskiln­að, og svo Soft Brexit, þar sem haldið verður í hluta sam­starfs­ins, í þessu til­liti.

Bresku þing­kosn­ing­arnar í júní voru tví­ræðar að þessu leyti enda missti Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, meiri­hluta sinn á þing­inu og leiðir nú minni­hluta­stjórn. Stjórn­mála­skýrendur og stjórn­mála­menn hafa fyrir vikið átt erfitt með að átta sig á afstöðu kjós­enda um hversu skýr aðskiln­aður Bret­lands við ESB á að vera.

Ein þeirra leiða sem komið hefur til tals er að Bret­land semji við Evr­ópu­sam­bandið um sams­konar aðgangi og EES-­samn­ing­ur­inn veitir Íslandi, Nor­egi og Liechten­stein.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent