16 flokkar hafa skilað inn listum í næstkomandi borgarstjórnarkosningum, en fresturinn rann út í hádeginu í dag. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Alls höfðu 17 flokkar tilkynnt framboð, en framboðslista Kallalista Karls Th. Birgissonar var ekki skilað á tilteknum tíma. Samkvæmt viðtali Karls við Herðubreið voru Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona, Karl Ægir Karlsson prófessor, Helen Sjöfn Steinarsdóttir fv. kennari og séra Davíð Þór Jónsson öll orðuð við listann.
Af umræddum 16 flokkum sem eru í kjöri telst líklegt að sjö þeirra nái inn borgarfulltrúa, samkvæmt kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar þann 27. apríl síðastliðinn. Búist er þó við einhverjum breytingum fram að kosningum þar sem greina má hraða fjölgun þeirra sem ætla að kjósa flokka sem standa utan Alþingis.
Auglýsing
Framboð sem skiluðu inn listum til sveitastjórnakosninga:
- Alþýðufylkingin
- Borgin okkar - Reykjavík
- Flokkur fólksins
- Framsókn
- Frelsisflokkurinn
- Höfuðborgarlistinn
- Íslenska þjóðfylkingin
- Karlalistinn
- Kvennaframboð
- Miðflokkurinn
- Píratar
- Samfylkingin
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Sósíalistaflokkurinn
- Vinstri græn
- Viðreisn