Þórhildur Sunna gagnrýnir niðurstöðu siðanefndar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir niðurstöðu siðanefndar sem telur ummæli Önnu Kolbrúnar, þingmanns Miðflokksins, um Freyju ekki brot á siðareglum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, gagn­rýnir nið­ur­stöðu siða­nefndar að leyfa Önnu Kol­brúnu Árna­dóttur og Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni að njóta vafans um hvort þau hafi verið að gera lítið úr Freyju Har­alds­dóttur vegna fötl­unar hennar á fundi þeirra á Klaustur bar. Þór­hildur Sunna skrifar um málið á stöðu­færslu á Face­book síðu sinn­i. 

Á upp­­­tökum af sam­tali þing­­manna Mið­­flokks­ins á barnum Klaustur þann 20.nóv­­em­ber 2018 má heyra þá gera grín að Freyju, sem þjá­ist af sjald­­­­gæfum beina­­­­sjúk­­­­dómi. Anna Kol­brún, kall­aði hana „Freyju eyju“ og „Eyju“ og Sig­­­mundur Davíð Gunn­laugs­­­son, for­­­maður Mið­­­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­­­sæt­is­ráð­herra, gerði grín af því að tveir hinna mann­anna við borðið hefðu sér­­­stakan áhuga á Freyju og nafn­­­greindri þing­­­konu Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar. Ein­hver úr hópnum hermdi í kjöl­farið eftir sel.

Auglýsing
Freyja segir ummælin fötl­un­ar­fyr­ir­litn­ingu og kven­fyr­ir­litn­ingu

Í kjöl­farið gagn­rýndi Freyja ummæli þing­­mann­anna harð­­lega og sagði meðal ann­­ars að um kerf­is­bundið hatur vald­hafa væri að ræða. „Að líkja mér við dýr og upp­­­­­nefna mig (og vegg) Freyju Eyju í kjöl­far aðgeng­is­breyt­inga er aug­­­ljós­­­lega eins ­fötl­un­­ar­teng­t og það getur orð­ið. Að taka mig fyrir með þessum hætti vegna þess að póli­­­tískar skoð­­­anir mín­­­ar, sem byggja á fem­inískum ­gild­um, hug­­­mynda­fræði mann­rétt­inda og upp­­­ræt­ing­u a­bleis­ma, fara í taug­­­arnar á sumum körlum, ER ­fötl­un­­ar­­fyr­ir­litn­ing og kven­­­fyr­ir­litn­ing. Það er líka hlut­­­gerv­ing. Ég er ekki bara eins og dýr heldur líka dauður vegg­­­ur. Það er til þús­und og ein leið til þess að tjá skoð­ana­á­­­grein­ing önnur en að hæð­­­ast að lík­­­ama og útliti kvenna,“ skrif­aði Freyja í aðsendri grein í Kjarn­­anum í des­em­ber síð­­ast­liðn­­­um.

­Siða­nefnd ákvað að láta Önnu Kol­brúnu njóta vafans og nið­­ur­­staða ­nefnd­­ar­inn­ar er að ummæli hennar fari ekki gegn siða­­reglum Alþing­­is. „Í ljósi afmörk­unar for­­sæt­is­­nefndar og hversu tak­­mark­aðar upp­­lýs­ingar liggja til grund­vallar þessum ummælum telur siða­­nefnd rétt að Anna Kol­brún Árna­dóttir njóti vafans að þessu leyti. Í ljósi fram­an­­greinds er það nið­­ur­­staða siða­­nefndar að ummæli Önnu Kol­brúnar Árna­dóttur frá 20. nóv­­em­ber 2018 fari ekki gegn c- og d-lið 1. mgr. 5. gr. og 7. og 8. gr. siða­reglna alþing­is­­manna, eins og þau eru afmörk­uð.“

Sorg­legt að siða­nefnd við­ur­kenni ekki að brotið hafi verið gegn henni

Þór­hildur Sunna rifjar upp ummæli Klaust­ur­manna um Freyju. Hún segir jafn­framt sorg­legt að siða­nefnd hafi ekki getað sýnt Freyju þann virð­ing­ar­vott að við­ur­kenna að minnsta kosti að brotið hafi verið gegn henn­i. 

„Kannski skýrist þessi óskilj­an­lega nið­ur­stöða gagn­vart Freyju á þeirri furðu­legu afstöðu siða­nefndar að sann­leiks­gildi ummæla hafi ekk­ert vægi í mati nefnd­ar­inn­ar. Sann­leik­ur, sam­hengi og ásetn­ingur virð­ast alla­vega atriði sem siða­nefnd á erfitt með að vega og meta,“ skrifar Þór­hildur Sunna.

Siða­nefnd Alþing­is­manna fannst rétt að leyfa Önnu Kol­brúnu Árna­dóttur og Sig­mundi Davíð að “njóta vafans” um hvort þau...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Thurs­day, Aug­ust 1, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent