Þórhildur Sunna gagnrýnir niðurstöðu siðanefndar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir niðurstöðu siðanefndar sem telur ummæli Önnu Kolbrúnar, þingmanns Miðflokksins, um Freyju ekki brot á siðareglum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, gagn­rýnir nið­ur­stöðu siða­nefndar að leyfa Önnu Kol­brúnu Árna­dóttur og Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni að njóta vafans um hvort þau hafi verið að gera lítið úr Freyju Har­alds­dóttur vegna fötl­unar hennar á fundi þeirra á Klaustur bar. Þór­hildur Sunna skrifar um málið á stöðu­færslu á Face­book síðu sinn­i. 

Á upp­­­tökum af sam­tali þing­­manna Mið­­flokks­ins á barnum Klaustur þann 20.nóv­­em­ber 2018 má heyra þá gera grín að Freyju, sem þjá­ist af sjald­­­­gæfum beina­­­­sjúk­­­­dómi. Anna Kol­brún, kall­aði hana „Freyju eyju“ og „Eyju“ og Sig­­­mundur Davíð Gunn­laugs­­­son, for­­­maður Mið­­­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­­­sæt­is­ráð­herra, gerði grín af því að tveir hinna mann­anna við borðið hefðu sér­­­stakan áhuga á Freyju og nafn­­­greindri þing­­­konu Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar. Ein­hver úr hópnum hermdi í kjöl­farið eftir sel.

Auglýsing
Freyja segir ummælin fötl­un­ar­fyr­ir­litn­ingu og kven­fyr­ir­litn­ingu

Í kjöl­farið gagn­rýndi Freyja ummæli þing­­mann­anna harð­­lega og sagði meðal ann­­ars að um kerf­is­bundið hatur vald­hafa væri að ræða. „Að líkja mér við dýr og upp­­­­­nefna mig (og vegg) Freyju Eyju í kjöl­far aðgeng­is­breyt­inga er aug­­­ljós­­­lega eins ­fötl­un­­ar­teng­t og það getur orð­ið. Að taka mig fyrir með þessum hætti vegna þess að póli­­­tískar skoð­­­anir mín­­­ar, sem byggja á fem­inískum ­gild­um, hug­­­mynda­fræði mann­rétt­inda og upp­­­ræt­ing­u a­bleis­ma, fara í taug­­­arnar á sumum körlum, ER ­fötl­un­­ar­­fyr­ir­litn­ing og kven­­­fyr­ir­litn­ing. Það er líka hlut­­­gerv­ing. Ég er ekki bara eins og dýr heldur líka dauður vegg­­­ur. Það er til þús­und og ein leið til þess að tjá skoð­ana­á­­­grein­ing önnur en að hæð­­­ast að lík­­­ama og útliti kvenna,“ skrif­aði Freyja í aðsendri grein í Kjarn­­anum í des­em­ber síð­­ast­liðn­­­um.

­Siða­nefnd ákvað að láta Önnu Kol­brúnu njóta vafans og nið­­ur­­staða ­nefnd­­ar­inn­ar er að ummæli hennar fari ekki gegn siða­­reglum Alþing­­is. „Í ljósi afmörk­unar for­­sæt­is­­nefndar og hversu tak­­mark­aðar upp­­lýs­ingar liggja til grund­vallar þessum ummælum telur siða­­nefnd rétt að Anna Kol­brún Árna­dóttir njóti vafans að þessu leyti. Í ljósi fram­an­­greinds er það nið­­ur­­staða siða­­nefndar að ummæli Önnu Kol­brúnar Árna­dóttur frá 20. nóv­­em­ber 2018 fari ekki gegn c- og d-lið 1. mgr. 5. gr. og 7. og 8. gr. siða­reglna alþing­is­­manna, eins og þau eru afmörk­uð.“

Sorg­legt að siða­nefnd við­ur­kenni ekki að brotið hafi verið gegn henni

Þór­hildur Sunna rifjar upp ummæli Klaust­ur­manna um Freyju. Hún segir jafn­framt sorg­legt að siða­nefnd hafi ekki getað sýnt Freyju þann virð­ing­ar­vott að við­ur­kenna að minnsta kosti að brotið hafi verið gegn henn­i. 

„Kannski skýrist þessi óskilj­an­lega nið­ur­stöða gagn­vart Freyju á þeirri furðu­legu afstöðu siða­nefndar að sann­leiks­gildi ummæla hafi ekk­ert vægi í mati nefnd­ar­inn­ar. Sann­leik­ur, sam­hengi og ásetn­ingur virð­ast alla­vega atriði sem siða­nefnd á erfitt með að vega og meta,“ skrifar Þór­hildur Sunna.

Siða­nefnd Alþing­is­manna fannst rétt að leyfa Önnu Kol­brúnu Árna­dóttur og Sig­mundi Davíð að “njóta vafans” um hvort þau...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Thurs­day, Aug­ust 1, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent