Þórhildur Sunna gagnrýnir niðurstöðu siðanefndar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir niðurstöðu siðanefndar sem telur ummæli Önnu Kolbrúnar, þingmanns Miðflokksins, um Freyju ekki brot á siðareglum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, gagn­rýnir nið­ur­stöðu siða­nefndar að leyfa Önnu Kol­brúnu Árna­dóttur og Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni að njóta vafans um hvort þau hafi verið að gera lítið úr Freyju Har­alds­dóttur vegna fötl­unar hennar á fundi þeirra á Klaustur bar. Þór­hildur Sunna skrifar um málið á stöðu­færslu á Face­book síðu sinn­i. 

Á upp­­­tökum af sam­tali þing­­manna Mið­­flokks­ins á barnum Klaustur þann 20.nóv­­em­ber 2018 má heyra þá gera grín að Freyju, sem þjá­ist af sjald­­­­gæfum beina­­­­sjúk­­­­dómi. Anna Kol­brún, kall­aði hana „Freyju eyju“ og „Eyju“ og Sig­­­mundur Davíð Gunn­laugs­­­son, for­­­maður Mið­­­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­­­sæt­is­ráð­herra, gerði grín af því að tveir hinna mann­anna við borðið hefðu sér­­­stakan áhuga á Freyju og nafn­­­greindri þing­­­konu Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar. Ein­hver úr hópnum hermdi í kjöl­farið eftir sel.

Auglýsing
Freyja segir ummælin fötl­un­ar­fyr­ir­litn­ingu og kven­fyr­ir­litn­ingu

Í kjöl­farið gagn­rýndi Freyja ummæli þing­­mann­anna harð­­lega og sagði meðal ann­­ars að um kerf­is­bundið hatur vald­hafa væri að ræða. „Að líkja mér við dýr og upp­­­­­nefna mig (og vegg) Freyju Eyju í kjöl­far aðgeng­is­breyt­inga er aug­­­ljós­­­lega eins ­fötl­un­­ar­teng­t og það getur orð­ið. Að taka mig fyrir með þessum hætti vegna þess að póli­­­tískar skoð­­­anir mín­­­ar, sem byggja á fem­inískum ­gild­um, hug­­­mynda­fræði mann­rétt­inda og upp­­­ræt­ing­u a­bleis­ma, fara í taug­­­arnar á sumum körlum, ER ­fötl­un­­ar­­fyr­ir­litn­ing og kven­­­fyr­ir­litn­ing. Það er líka hlut­­­gerv­ing. Ég er ekki bara eins og dýr heldur líka dauður vegg­­­ur. Það er til þús­und og ein leið til þess að tjá skoð­ana­á­­­grein­ing önnur en að hæð­­­ast að lík­­­ama og útliti kvenna,“ skrif­aði Freyja í aðsendri grein í Kjarn­­anum í des­em­ber síð­­ast­liðn­­­um.

­Siða­nefnd ákvað að láta Önnu Kol­brúnu njóta vafans og nið­­ur­­staða ­nefnd­­ar­inn­ar er að ummæli hennar fari ekki gegn siða­­reglum Alþing­­is. „Í ljósi afmörk­unar for­­sæt­is­­nefndar og hversu tak­­mark­aðar upp­­lýs­ingar liggja til grund­vallar þessum ummælum telur siða­­nefnd rétt að Anna Kol­brún Árna­dóttir njóti vafans að þessu leyti. Í ljósi fram­an­­greinds er það nið­­ur­­staða siða­­nefndar að ummæli Önnu Kol­brúnar Árna­dóttur frá 20. nóv­­em­ber 2018 fari ekki gegn c- og d-lið 1. mgr. 5. gr. og 7. og 8. gr. siða­reglna alþing­is­­manna, eins og þau eru afmörk­uð.“

Sorg­legt að siða­nefnd við­ur­kenni ekki að brotið hafi verið gegn henni

Þór­hildur Sunna rifjar upp ummæli Klaust­ur­manna um Freyju. Hún segir jafn­framt sorg­legt að siða­nefnd hafi ekki getað sýnt Freyju þann virð­ing­ar­vott að við­ur­kenna að minnsta kosti að brotið hafi verið gegn henn­i. 

„Kannski skýrist þessi óskilj­an­lega nið­ur­stöða gagn­vart Freyju á þeirri furðu­legu afstöðu siða­nefndar að sann­leiks­gildi ummæla hafi ekk­ert vægi í mati nefnd­ar­inn­ar. Sann­leik­ur, sam­hengi og ásetn­ingur virð­ast alla­vega atriði sem siða­nefnd á erfitt með að vega og meta,“ skrifar Þór­hildur Sunna.

Siða­nefnd Alþing­is­manna fannst rétt að leyfa Önnu Kol­brúnu Árna­dóttur og Sig­mundi Davíð að “njóta vafans” um hvort þau...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Thurs­day, Aug­ust 1, 2019


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent