Þórhildur Sunna gagnrýnir niðurstöðu siðanefndar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir niðurstöðu siðanefndar sem telur ummæli Önnu Kolbrúnar, þingmanns Miðflokksins, um Freyju ekki brot á siðareglum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, gagn­rýnir nið­ur­stöðu siða­nefndar að leyfa Önnu Kol­brúnu Árna­dóttur og Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni að njóta vafans um hvort þau hafi verið að gera lítið úr Freyju Har­alds­dóttur vegna fötl­unar hennar á fundi þeirra á Klaustur bar. Þór­hildur Sunna skrifar um málið á stöðu­færslu á Face­book síðu sinn­i. 

Á upp­­­tökum af sam­tali þing­­manna Mið­­flokks­ins á barnum Klaustur þann 20.nóv­­em­ber 2018 má heyra þá gera grín að Freyju, sem þjá­ist af sjald­­­­gæfum beina­­­­sjúk­­­­dómi. Anna Kol­brún, kall­aði hana „Freyju eyju“ og „Eyju“ og Sig­­­mundur Davíð Gunn­laugs­­­son, for­­­maður Mið­­­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­­­sæt­is­ráð­herra, gerði grín af því að tveir hinna mann­anna við borðið hefðu sér­­­stakan áhuga á Freyju og nafn­­­greindri þing­­­konu Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar. Ein­hver úr hópnum hermdi í kjöl­farið eftir sel.

Auglýsing
Freyja segir ummælin fötl­un­ar­fyr­ir­litn­ingu og kven­fyr­ir­litn­ingu

Í kjöl­farið gagn­rýndi Freyja ummæli þing­­mann­anna harð­­lega og sagði meðal ann­­ars að um kerf­is­bundið hatur vald­hafa væri að ræða. „Að líkja mér við dýr og upp­­­­­nefna mig (og vegg) Freyju Eyju í kjöl­far aðgeng­is­breyt­inga er aug­­­ljós­­­lega eins ­fötl­un­­ar­teng­t og það getur orð­ið. Að taka mig fyrir með þessum hætti vegna þess að póli­­­tískar skoð­­­anir mín­­­ar, sem byggja á fem­inískum ­gild­um, hug­­­mynda­fræði mann­rétt­inda og upp­­­ræt­ing­u a­bleis­ma, fara í taug­­­arnar á sumum körlum, ER ­fötl­un­­ar­­fyr­ir­litn­ing og kven­­­fyr­ir­litn­ing. Það er líka hlut­­­gerv­ing. Ég er ekki bara eins og dýr heldur líka dauður vegg­­­ur. Það er til þús­und og ein leið til þess að tjá skoð­ana­á­­­grein­ing önnur en að hæð­­­ast að lík­­­ama og útliti kvenna,“ skrif­aði Freyja í aðsendri grein í Kjarn­­anum í des­em­ber síð­­ast­liðn­­­um.

­Siða­nefnd ákvað að láta Önnu Kol­brúnu njóta vafans og nið­­ur­­staða ­nefnd­­ar­inn­ar er að ummæli hennar fari ekki gegn siða­­reglum Alþing­­is. „Í ljósi afmörk­unar for­­sæt­is­­nefndar og hversu tak­­mark­aðar upp­­lýs­ingar liggja til grund­vallar þessum ummælum telur siða­­nefnd rétt að Anna Kol­brún Árna­dóttir njóti vafans að þessu leyti. Í ljósi fram­an­­greinds er það nið­­ur­­staða siða­­nefndar að ummæli Önnu Kol­brúnar Árna­dóttur frá 20. nóv­­em­ber 2018 fari ekki gegn c- og d-lið 1. mgr. 5. gr. og 7. og 8. gr. siða­reglna alþing­is­­manna, eins og þau eru afmörk­uð.“

Sorg­legt að siða­nefnd við­ur­kenni ekki að brotið hafi verið gegn henni

Þór­hildur Sunna rifjar upp ummæli Klaust­ur­manna um Freyju. Hún segir jafn­framt sorg­legt að siða­nefnd hafi ekki getað sýnt Freyju þann virð­ing­ar­vott að við­ur­kenna að minnsta kosti að brotið hafi verið gegn henn­i. 

„Kannski skýrist þessi óskilj­an­lega nið­ur­stöða gagn­vart Freyju á þeirri furðu­legu afstöðu siða­nefndar að sann­leiks­gildi ummæla hafi ekk­ert vægi í mati nefnd­ar­inn­ar. Sann­leik­ur, sam­hengi og ásetn­ingur virð­ast alla­vega atriði sem siða­nefnd á erfitt með að vega og meta,“ skrifar Þór­hildur Sunna.

Siða­nefnd Alþing­is­manna fannst rétt að leyfa Önnu Kol­brúnu Árna­dóttur og Sig­mundi Davíð að “njóta vafans” um hvort þau...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Thurs­day, Aug­ust 1, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent