Fitty segir milljónirnar hafa verið ráðgjafagreiðslur frá Samherja

Síðustu greiðslurnar sem Tamson „Fitty“ Hatuikulipi segist hafa fengið fyrir að veita Samherja ráðgjöf bárust honum í september 2019. Fitty sagði sína hlið á málum fyrir dómi í gær.

Tamson „Fitty“ Hatuikulipi.
Tamson „Fitty“ Hatuikulipi.
Auglýsing

Millj­ón­irnar sem streymdu inn á reikn­inga fyr­ir­tækja í eigu Tam­son „Fitty“ Hatuikulipi á árunum 2012 og 2019 voru vegna ráð­gjafa­starfa fyrir Sam­herja. Upp­hæð­irnar námu yfir 700 millj­ónum króna á núvirði og voru greiddar af Mermaria Seafood, namibísku félagi Sam­herja. „Fitty“ seg­ist svo sjálfur hafa séð um að greiða frænda sínum James Hatuikulipi, stjórn­ar­for­manni rík­is­út­gerð­ar­inn­ar, fyrir sína aðstoð. Ráð­gjafa­störf þeirra frænda fólust í því að sann­færa hand­hafa hrossa­makríl­skvóta um að semja við Sam­herja um nýt­ingu rétt­ind­anna.

Þetta er meðal þess sem Tam­son „Fitty“ Hatuikulipi, tengda­sonur Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namibíu og frændi James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns rík­is­út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Fischor, sagði fyrir dómi í Wind­hoek, höf­uð­borg Namib­íu. í gær. Hann ásamt fjölda ann­arra er ákærður fyrir spill­ingu í tengslum við málið sem hér á landi er ýmist kallað Sam­herj­a­málið eða Namib­íu­mál­ið.

Auglýsing

Mál­ið, sem snýst um meinta skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti Sam­herja og tengdra aðila, hófst með umfjöllun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazz­era í nóv­em­ber árið 2019 um hvernig við­skipta­hættir Sam­herja í Afr­íku, nánar til­tekið í Namibíu og Angóla, voru árin á undan er fyr­ir­tækið náði undir sig mjög verð­mætum hrossa­makríl­skvóta í lönd­un­um. Sam­kvæmt umfjöll­un­inni var það gert með mútu­greiðslum til ráða­manna og ann­arra manna úr þeirra nán­asta hring. Upp­haf­lega var sagt að þær hefðu numið 1,4 millj­arði króna hið minnsta og hófust með því að reiðufé var afhent í íþrótta­töskum en tóku svo á sig fag­legri mynd og fóru fram í gegnum milli­færslur á reikn­inga í Dúbaí.

Hatuikulipi var hand­tek­inn það sama ár og hefur verið í fang­elsi síð­an. Hann leit­ast nú eftir því að verða sleppt úr haldi gegn trygg­ingu í ljósi nýrra gagna sem hann seg­ist hafa lagt fyrir dóm­ar­ann. Vitn­is­burður hans er rak­inn ítar­lega í frétt namibíska fjöl­mið­ils­ins New Era.

Jóhannes Stefánsson.

Hatuikulipi seg­ist hafa hitt Jóhannes Stef­áns­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóra Sam­herja í Namib­íu, á hót­eli í Wind­hoek árið 2011. Jóhannes hafi sagt honum að Sam­herji vildi hefja útgerð í Namibíu og væri að leita að sam­starfs­að­ilum í land­inu. Jóhannes hafi svo lýst fjár­hagskröggum sem hann væri í vegna áfeng­is- og fíkni­efna­neyslu og að hann væri að leita leiða til að bæta mann­orð sitt.

Jóhannes hafi svo kynnt hann síðar fyrir tveimur öðrum yfir­mönnum hjá Sam­herja, þeim Ingvari Júl­í­us­syni og Aðal­steini Helga­syni. Hann hafi verið spurður út í mögu­leika á því að kom­ast yfir fisk­veiði­heim­ildir í Namibíu og beð­inn um að kynna yfir­menn­ina fyrir rétt­höfum slíkra heim­ilda í von um sam­starf.

Hatuikulipi seg­ist hafa sam­þykkt að aðstoða þá. Þeirri ákvörðun hafi verið fylgt eftir með vilja­yf­ir­lýs­ingu milli hans og Kötlu Fis­hing, dótt­ur­fyr­ir­tækis Sam­herja, í des­em­ber árið 2011.

Auglýsing

Í fyrstu segir hann hlut­verk sitt hafa verið að hafa uppi á kvóta­höfum og sann­færa þá um að ganga til sam­starfs við Sam­herja. Það hafi ekki verið auð­velt verk­efni, segir hann, því aðrir útgerð­ar­að­ilar hafi verið á reyna slíkt hið sama og „bak­tal­að“ Sam­herja.

Hatuikulipi seg­ist hafa leitað til frænda síns, James Hatuikulupi, sem þá var stjórn­ar­for­maður namibíska rík­is­út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins. Í byrjun árs 2012 hafi hann svo kynnt frænda fyrir yfir­mönnum Sam­herja. Þeir hafi sagst þurfa að semja við að minnsta kosti þrjá hand­hafa afla­heim­ilda.

Þorsteinn Már Baldvinsson.

Hatuikulipi segir þá frændur hafa lagt mikið á sig og að end­ingu náð að sann­færa tvo slíka hand­hafa um að semja við Sam­herja um afla­heim­ild­irn­ar. Í febr­úar 2012 hafi fyrsta skip Sam­herja, mannað namibískri áhöfn, farið til veiða.

Í sept­em­ber árið 2013 hafi kvóta­haf­arnir tveir samið við Sam­herja til lengri tíma og árið 2014 seg­ist Hatuikulipi hafa tek­ist að sann­færa þriðja kvóta­hafann um að semja við Sam­herja.

Sam­herji hafi, í gegnum namibíska félagið Mermaria Seafood, greitt ráð­gjafa­fyr­ir­tækjum hans 76 millj­ónir namibískra doll­ara, rúm­lega 700 millj­ónir króna á núvirði, fyrir þessi störf hans. Hann hafi svo sjálfur greitt frænda sínum James fyrir sitt fram­lag. Síð­asta greiðslan frá Sam­herja hafi verið gerð í sept­em­ber árið 2019.

Jó­hannes hafi einnig beðið hann um að leita á ný mið. Hafi hann þá leitað til manns sem þekkti vel til sjáv­ar­út­vegs­ins í nágranna­rík­inu Angóla. Í kjöl­far þess hafi Sam­herji tryggt sér samn­inga við kvóta­hafa þar í landi.

Hatuikulipi er ásamt öðrum, m.a. tveimur fyrr­ver­andi ráð­herrum Namib­íu, ákærður fyrir fjölda meintra brota á lögum um spill­ingu, m.a. pen­inga­þvætti og skattaund­an­skot. Ákæru­valdið telur að þeir hafi þegið mútur fyrir að tryggja Sam­herja aðgang að fisk­veiði­kvóta í Namib­íu.

Rann­sóknin á Íslandi

Málið er einnig rann­sakað hér á landi. Átta manns hið minnsta hafa haft rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings við yfir­­heyrslur hjá emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara frá því að fyrsta lota þeirra hófst sum­arið 2020. Á meðal þeirra er Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja.

Aðrir sem kall­aðir hafa verið inn til yfir­heyrslu og fengið stöðu sak­born­ings við hana eru Ingólfur Pét­­ur­s­­son, fyrr­ver­andi fjár­­­mála­­stjóri Sam­herja í Namib­íu,Ingvar Júl­í­us­­son, fjár­­­mála­­stjóri Sam­herja á Kýp­­ur, Arna McClure, yfir­­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, Aðal­­­steinn Helga­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, Jón Óttar Ólafs­­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­­sókn­­ar­lög­­reglu­­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an­, og upp­­­ljóstr­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­son.

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.

Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Sam­herj­­a­­mál­inu varða 109. og 264. grein almennra hegn­ing­­ar­laga um mút­­­ur. Í fyrr­­nefndu grein­inni segir að hver sem gef­­ur, lofar eða býður opin­berum starfs­­manni, gjöf eða annan ávinn­ing, sem hann á ekki til­­­kall til, í þágu hans eða ann­­arra, til að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans skal sæta fang­elsi allt að fimm árum eða sektum ef máls­bætur eru fyrir hendi. „Sömu refs­ingu skal sá sæta sem beinir slíku að erlendum opin­berum starfs­­manni, erlendum kvið­­dóm­anda, erlendum gerð­­ar­­manni, manni sem á sæti á erlendu full­­trú­a­­þingi sem hefur stjórn­­­sýslu með hönd­um, starfs­­manni alþjóða­­stofn­un­­ar, manni sem á sæti á þingi slíkrar stofn­unar eða á opin­beru lög­­gjaf­­ar­­þingi í erlendu ríki, dóm­­ara sem á sæti í alþjóð­­legum dóm­stóli eða starfs­manni við slíkan dóm­stól, í því skyni að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans.“

Í 264. grein segir að hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinn­ings af broti á hegn­ing­­ar­lögum eða af refsi­verðu broti á öðrum lög­­um, eða umbreytir slíkum ávinn­ingi, flytur hann, send­ir, geym­ir, aðstoðar við afhend­ingu hans, leynir honum eða upp­­lýs­ingum um upp­­runa hans, eðli, stað­­setn­ingu eða ráð­­stöfun ávinn­ings skuli sæta fang­elsi allt að sex árum.

Þá eru einnig til rann­­sóknar meint brot á ákvæðum kafla XXXVI í almennum hegn­ing­­ar­lög­um, sem fjalla um auð­g­un­­ar­brot. Við brotum á ákvæðum þess kafla liggur fang­els­is­refs­ing sem getur verið allt að þrjú til sex ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent