„Vonin hefur aftur verið tekin frá mér“

Kærunefnd útlendingamála hefur komist að misjafnri niðurstöðu í málum Palestínumanna sem hér hafa dvalið í ár. Sumir fá mál sín tekin til efnislegrar meðferðar en aðrir ekki. „Hvernig getur þetta verið mannúðlegt?“ spyr einn þeirra.

Suleiman Al Masri hefur dvalið á Íslandi í ár. Hann er 26 ára Palestínumaður sem leitar hér verndar.
Suleiman Al Masri hefur dvalið á Íslandi í ár. Hann er 26 ára Palestínumaður sem leitar hér verndar.
Auglýsing

Það virð­ist „til­vilj­ana­kennt og hend­ingu háð“ hvort að Palest­ínu­menn sem leit­uðu verndar hér á landi fyrir meira en ári hafi fengið efn­is­með­ferð í sínum málum eða ekki, segir Magnús Norð­da­hl, lög­maður nokk­urra þeirra, um nið­ur­stöður kæru­nefndar útlend­inga­mála. Að fá efn­is­með­ferð skiptir sköpum því þá horfa stjórn­völd til aðstæðna í heima­landi fólks en ekki aðeins í því landi sem það hefur fengið vernd sem í til­fellum Palest­ínu­mann­anna er Grikk­land. Þrátt fyrir að stjórn­völd hér á landi álíti Grikk­land „ör­uggt ríki“ hafa bæði mann­rétt­inda­sam­tök og flótta­menn sem þar hafa dvalið lýst slæmum aðbún­aði. Það gerðu Palest­ínu­menn m.a. í sam­tali við Kjarn­ann í vor.

Auglýsing

Suleiman Al Masri er í hópi þeirra Palest­ínu­manna sem ekki fá efn­is­lega máls­með­ferð þrátt fyrir að hafa dvalið hér í heilt ár. Hann telur sig og nokkra aðra sem sviptir voru ólög­lega þjón­ustu Útlend­inga­stofn­unar í vor og end­uðu á göt­unni hafi fengið aðra og verri með­ferð en aðr­ir. Þeir hafi verið teknir út fyrir sviga þrátt fyrir að mál þeirra séu sam­bæri­leg málum ann­arra sem fengu jákvæða nið­ur­stöðu hjá kæru­nefnd­inni. „Hvernig getur þetta verið lög­legt? Hvernig getur þetta verið mann­úð­leg­t?“

Neit­uðu að fara í COVID-19 próf

Í fyrra sóttu 122 Palest­ínu­menn um alþjóð­lega vernd hér á landi. Þeir höfðu flúið ástandið í heima­landi sínu en þar sem þeir höfðu haft við­komu í Grikk­landi og fengið þar vernd átti að vísa þeim úr landi. Í ein­hverjum til­vikum var það gert en í öðrum hafði far­ald­ur­inn og ferða­tak­mark­anir áhrif sem og sú ákvörðun hæl­is­leit­enda að neita að fara í COVID-­próf sem var skil­yrði fyrir ferða­lag­inu.

Nú er svo komið að ár er liðið frá komu margra þeirra og þá eiga þeir rétt á því að mál þeirra séu tekin til efn­is­legrar með­ferð­ar, að því gefnu að sú dvöl sé lög­leg, þ.e. að við­kom­andi hafi ekki farið í felur eða tafið mál sitt vís­vit­andi. Þessi ákvörðun liggur hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála.

„En svo hefur það verið þannig að sumir þess­ara manna sem hafa dvalið hér í ár hafa fengið efn­is­með­ferð sam­kvæmt nið­ur­stöðu kæru­nefndar en aðrir ekki,“ segir Magn­ús. „Þar finnst manni ekki að gætt sé fullrar sann­girn­i.“

Hafa rétt á að hafna lík­ams­rann­sókn

Magnús bendir á að fólk eigi rétt á því að hafna lík­ams­rann­sókn líkt og COVID-­próf er og það hafi margir Palest­ínu­mann­anna gert. Kæru­nefndin tók hins vegar þann pól­inn í hæð­ina, að því er virð­ist gegn­um­gang­andi, að þeir sem gáfu út þá yfir­lýs­ingu að þeir ætl­uðu ekki í nein COVID-­próf hafi fengið efn­is­með­ferð en ekki þeir sem hafi á ein­hverjum tíma­punkti átt pant­aðan tíma í COVID-­próf en ekki mætt í það. Kæru­nefnd lítur þannig á að í þeim til­vikum hafi menn verið að tefja sín mál og á þeim grunni er umsókn þeirra um vernd ekki tekin til efn­is­með­ferð­ar.

Magnús Norðdahl.

„En á þessu er eng­inn mun­ur,“ segir Magn­ús. „Eða hver er eðl­is­lægur munur á því að hafna því alfarið að fara í COVID-­próf og mæta ekki í tíma? Ég get ekki séð hann.“

Magnús seg­ist telja að þarna sé um að ræða „mis­vísandi fram­kvæmd og að ekki sé gætt að jafn­ræð­is­reglu“. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að fara með mál manna sem synjað hefur verið um efn­is­með­ferð á þessum rökum fyrir dóm og verður fyrsta málið þing­fest í vik­unni.

Efn­is­með­ferð er ávísun á vernd

Sá hópur sem fengið hefur við­ur­kenn­ingu á því að mál hans skuli tekin til efn­is­legrar með­ferðar verður hins vegar boð­aður í við­töl hjá Útlend­inga­stofn­un. „Þá er farið yfir aðstæður og stöðu við­kom­andi í heima­land­i,“ útskýrir Magn­ús. „Fólk frá Palest­ínu sem fær efn­is­með­ferð á Íslandi fær hér alþjóð­lega vernd. Það er fátt sem getur komið í veg fyrir það. Mér er ekki kunn­ugt um að nokkrum Palest­ínu­manni sem fengið hefur efn­is­með­ferð hafi verið synjað um hæl­i.“

Magnús segir þessa ólíku nið­ur­stöðu sem menn­irnir hafi fengið hjá kæru­nefnd­inni vera mjög erf­iða fyrir þá. Þeir hafi beðið hér saman mán­uðum saman eftir að botn feng­ist í þeirra mál og því kynnst mjög vel. „Þeir hafa nálg­ast þessi mál með sama hætti en svo er einn sem fær efn­is­með­ferð en sá sem situr við hlið­ina á honum og er jafn­vel vinur hans fær þver­öf­uga nið­ur­stöð­u.“

Telur fram­kvæmd­ina ekki stand­ast lög

Það getur tekið fleiri mán­uði að reka mál fyrir hér­aðs­dómi. Menn­irnir sem fengu synjun hjá kæru­nefnd­inni hafa ekki fengið það sem kall­ast frestun rétt­ar­á­hrifa sem þýðir að þeir hafa ekki heim­ild til lög­legrar dvalar hér á landi á meðan mál þeirra er rek­ið. „Það að dóms­mál sé í gangi er engin trygg­ing fyrir því að brott­vísun verði ekki fram­kvæmd,“ segir Magn­ús. „En ég tel að þessi fram­kvæmd hjá kæru­nefnd sé þess eðlis að hún stand­ist ekki lög og að þessi mál munu vinn­ast fyrir dómi. Það er mín trú og mín von.“

Beð­inn um að skrifa undir papp­íra

Suleiman Al Masri segir þá ákvörðun kæru­nefndar að hafna því að mál hans verði tekið til efn­is­með­feðrar óskilj­an­lega því hann hafi ekk­ert gert af sér og ekk­ert gert öðru­vísi en aðrir sam­landar hans sem einnig höfðu sótt hér um vernd. Hann segir lög­reglu­mann hafa beðið sig að skrifa undir papp­íra viku áður en dvöl hans í land­inu náði ári um að hann féllist á að fara í COVID-­próf og í bólu­setn­ingu og að vera vísað úr landi. Hann hafi neitað að gera það líkt og aðrir í hans stöðu höfðu áður gert. Hins vegar hafi hann svo fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu hjá kæru­nefnd á meðan margir aðrir í sam­bæri­legum málum hafi fengið jákvæða.

Í maí var hópur Palestínumanna sviptur þjónustu Útlendingastofnunar og lenti á götunni. Kærunefnd útlendingamála felldi ákvörðun stofnunarinnar úr gildi mánuði síðar. Suleiman er annar frá hægri á myndinni. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Suleiman er sann­færður um að hann og nokkrir aðr­ir, sem er nær sami hópur og var synjað um þjón­ustu Útlend­inga­stofn­unar í maí og Kjarn­inn fjall­aði um, hafi fengið verri með­ferð og ósann­gjarn­ari en aðr­ir. Stofn­unin var gerð aft­ur­reka með þá ákvörðun sína af kæru­nefnd­inni nokkum vikum síð­ar.

„Þú getur ekki ímyndað þér sárs­auk­ann og órétt­lætið sem ég upp­lifi þegar ég fæ neitun á meðan aðrir sem komu hingað á sama tíma og ég, hafa búið á sama stað og ég, og neit­uðu einnig að skrifa undir papp­írana um brott­vísun og COVID-­próf, fá málið sitt tekið til með­ferð­ar,“ segir hann við Kjarn­ann. „Þeir geta byrjað að und­ir­búa líf sitt á Íslandi og ég sam­gleðst þeim sann­ar­lega. En vonin hefur aftur verið tekin frá mér.“

Eng­inn túlk­ur, eng­inn lög­maður

Hann seg­ist ekki hafa skilið eyðu­blaðið sem lög­reglu­mað­ur­inn bað hann um að skrifa undir til fulls. Eng­inn túlkur hafi verið með­ferðis og honum hafi ekki verið gefið færi á að hafa sam­band við lög­fræð­ing sinn til að fá ráð og leið­bein­ing­ar. Honum hafi heldur ekki verið gerð grein fyrir afleið­ingum þess að skrifa ekki undir skjal­ið. „Þeir komu, spurðu þriggja spurn­inga, sögðu mér að skrifa undir eða ekki og fóru svo.“

Þannig hafi hann ekki gert sér grein fyrir afleið­ingum þess að neita að skrifa undir sem hafi orðið þær, þegar upp er stað­ið, að mál hans verði ekki tekið til efn­is­legrar með­ferðar líkt og kæru­nefndin hefur nú kom­ist að, heldur hafi hann tafið mál sitt. Eyðu­blaðið sem hann neit­aði að skrifa undir er sagt því til stað­fest­ing­ar.

Suleiman undr­ast að yfir­völd hafi farið fram á þetta viku áður en hann hafði dvalið hér í ár. Þau hafi haft til þess marga mán­uði. Auk þess sé nið­ur­staðan önnur í hans máli en margra ann­arra sem neit­uðu einnig að skrifa und­ir. „Hvernig getur þetta verið lög­legt? Hvernig getur þetta verið mann­úð­leg­t?“

Auglýsing

Vafasöm fram­kvæmd

Magnús telur þessa fram­kvæmd lög­reglu „af­skap­lega vafa­sama“ miðað við þær lýs­ingar sem hann hefur fengið hjá umbjóð­endum sín­um. Hún sé gerð með þeim hætti að fólk í sumum til­vikum skilji ekki hvað verið sé að biðja það um að skrifa undir eða hver þýð­ing skjals­ins sé. Þá láti lög­regla lög­menn fólks­ins ekki vita að fyrra bragði.

„Ef það væri öruggt fyrir mig að búa á Grikk­landi eða á Gaza hefði ég ekki komið hingað til að láta koma svona fram við mig og ganga í gegnum þennan sárs­auka og sorg,“ segir Suleim­an. En þannig er það ekki. Þar hefði hann engin tæki­færi til að bæta líf sitt. Þess vegna valdi hann að koma til Íslands.

Algjör­lega upp­gef­inn

„Það eina sem ég vil gera er að fá að lifa venju­legu lífi. Geta opnað banka­reikn­ing, tekið bíl­próf, farið í nám og vinnu. Ég vil enga ölm­usu. Ég vil bara stöð­ug­leika, öryggi og virð­ingu. Allt mitt líf hef ég staðið and­spænis órétt­læti, kúg­un, stríði, dauða, áhyggjum og dep­urð. Samt var ég alltaf með von og ætl­aði mér að reyna að bæta líf mitt.

Ég veit ekki hvað verður um mig núna.

Af hverju koma yfir­völd svona fram við okk­ur? Og velja alltaf aðeins nokkra til að beina spjótum sínum að? Fyrst var okkur hent út á götu og við sviptir þjón­ustu og núna þetta. Ég er upp­gef­inn á lík­ama og sál. Algjör­lega upp­gef­inn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent