Auglýsing

Það voru framin hryðju­verk í Belgíu á þriðju­dag og ég hef ekk­ert að segja um þau. 

Ég skrif­aði um hryðju­verk síð­asta sumar, ég tæpti á hryðju­verkum í nóv­em­ber og mig langar bara alls ekki að skrifa meira um hryðju­verk. Hryðju­verk eru ekki ­skemmti­leg.

Mig langar smá að skrifa pistil þar sem ég ­líki for­seta­fram­bjóð­enda­stóð­inu við Rusla­poka­kall­ana – munið þið eftir þeim? Trash Bag Bunch hétu þeir á ensku. Mað­ur­ keypti lít­inn, ljót­an, grænan poka sem maður leysti upp í vatni og út úr honum birt­ist ein­hver van­sköpuð fígúra af handa­hófi sem mann lang­aði alls ekk­ert að eign­ast en mað­ur­ ­sótti samt í pok­ana af því að manni fannst pró­sess­inn svo skemmti­legur og safn­aði köll­unum af skyldu­rækni. Þetta var víst ein­hver um­hverf­is­vernd­ar­yf­ir­lýs­ing líka, af því að pok­arnir voru svo líf­ræn­ir. Ég veit ekk­ert hvert þessi pæl­ing hefði farið – þetta er í alvör­unni allt sem ég er kom­inn með – og við munum aldrei fá að vita það.

 

Af því að það voru framin hryðju­verk í Belgíu á þriðju­dag­inn og það er ekki hægt að láta eins og það hafi ekki gerst.

0,2%

Samt er mér dálítið inn­an­brjósts eins og það hafi ósköp lítið ger­st, og það er þess vegna sem mér finnst ég ekki hafa ­neitt að segja. Ég þarf að játa fyrir sjálfum mér (og nú öðrum) að í fyrsta ­skipti síðan ég komst til vits og ára finnst mér hryðju­verka­árás í Evr­ópu ver­a allt að því hvers­dags­legur við­burð­ur. Ég lá ekki yfir auka­frétta­tím­um, upp­færð­i ekki frétta­síður með 30 sek­úndna milli­bili – ég fór hratt yfir það í hug­an­um hvort ég ætti nána vini eða aðstand­endur í Brus­sel en komst fljótt að því að svo væri ekki.

Auglýsing

Og ég virt­ist ekki vera einn. Af öll­u­m Face­book-vinum mínum voru 0,2% með belgísku fána­lit­ina yfir prófíl­mynd­inn­i sinni í gær (þetta er alvöru tala – ég gáð­i). For­sæt­is­ráð­herra var ekki feng­inn í frétta­við­tal til að tala um hvort árás­irnar köll­uðu á ráð­staf­anir hér heima – hann lét duga að senda sam­úð­ar­kveðjur og birta frétta­til­kynn­ingu á vef ráðu­neyt­is­ins. For­sæt­is­ráð­herr­ann er vissu­lega almennt illíná­an­legur þessi ­dægrin en þetta er samt dálítið önnur staða en var eftir árás­irnar í Frakk­land­i í nóv­em­ber.

Hvað veld­ur? Snýst þetta bara um fjölda? Það dóu samt rúm­lega 30 manns –þrjá­tíu manns! – og ekki útséð enn með­ ­mann­fall­ið. Finnst okkur árás á Brus­sel ekki vera jafn­mikil árás á heims­mynd okkar og árás Par­ís? Vantar ein­hvers konar ígildi Eif­fel-t­urns í Brus­sel til að ­setja á dreifi­myndir á Face­book? Ég sá að ein­hverjir voru búnir að búa til­ ­fokkjúputta til ISIS úr frönskum kart­öflum – ætli það sé ekki ein leið. Eða er bara áhrifa­meira og dramat­ískara að vita af og fylgj­ast með fólki sem flýr í of­boði út um tíu metra háa glugga undan óðum byssu­mönnum en að frétta af ­sprengjum sem springa sisvona með stórum hvelli og ryk­mekki og skilja eftir sig blóð­polla? Finnst okkur það vera meiri og verri og sársukafyllri aftaka að ver­a ­drep­inn með byssu en sprengju? Eða erum við bara orðin svona vön þessu?

Ég veit það ekki alveg, og veit ekki hvað ég get haft um þetta allt að segja. Ég gat sagt sitt­hvað um hryðju­verkin í London – þau stóðu mér nær. En ég veit ekk­ert um Brus­sel. Aðrir vita ýmis­leg­t um Brus­sel, voru mitt í hring­iðunni, og margir þeirra eru hvort eð er búnir að ­segja svo margt á undan mér og flestir betur en ég gæti gert.

Frá­ Brus­sel til Kabúl

Ég hef tvisvar komið til Brus­sel, í ör­stuttar heim­sóknir með um viku milli­bili. Ég tók meira að segja neð­an­jarð­ar­lest og inn­rit­aði mig í flug. Ég upp­lifði mig ekki í nokk­urri hættu. Þetta var á leið til og frá Afganistan í júlí 2011. Ég fór þangað í blaða­manna­ferð á veg­um ­banda­rískra yfir­valda og, satt best að segja, leið mér ekki eins og mikil hætta ­steðj­aði að mér í Kabúl held­ur, jafn­vel þótt liðs­maður afganskra örygg­is­sveita hafi verið búinn að miða á mig Kalas­hnikov-riffli sirka klukku­stund eftir að ég ­lenti. Hann reynd­ist ósáttur við að búlgarskur kollegi minn væri að taka mynd­ir af inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu út um bíl­glugg­ann okk­ar. Eftir klukku­stundar bið í læstum bílnum tókst að leysa það mál.

En í Afganistan vor­u ­sjálfs­morðs­sprengju­árásir því sem næst dag­legt brauð. Á meðan á heim­sókn okk­ar stóð gekk maður inn á skrif­stofur borg­ar­stjór­ans í höf­uð­borg Kanda­har-hér­aðs og ­sprengdi sig í loft upp. Sama dag heim­sóttum við frétta­stofu ­sjón­varps­stöðv­ar­innar Tolo TV, þar sem lífið gekk nokkurn veg­inn sinn vana­gang. Frétta­stjór­inn gaf sér tíma í að taka á móti okk­ur, kynna okkur fyrir starfs­fólki og segja okkur undan og ofan af starf­sem­inni. Það var ekki að sjá að morðið á borg­ar­stjóra næst­stærstu borgar lands­ins hefði sett þar mikið úr skorð­um.

Það hafði reyndar annað verið uppi á ten­ingnum nokkrum vikum fyrr, þegar sjálfs­morðs­sprengju­árás var gerð á Inter-Continental-hót­el­inu í Kabúl – þá varð uppi fótur og fit, enda hót­el­ið ­yf­ir­leitt fullt af vest­rænum gest­um, og það þykir frétt­næmara þegar þeir deyja. Líka í Afganist­an. Í þetta skiptið dó þó bara einn þeirra – á móti tutt­ug­u heima­mönn­um.

Við erum örugg

Að heim­sókn­inni lok­inni sneri ég aftur til­ Brus­sel, keypti mér leð­ur­jakka og steig öruggur um borð í flug­vél áleiðis til­ Ís­lands.

Við skulum hafa það hug­fast að við erum enn ör­ugg hérna í loft­bólunni okk­ar, líka þegar við ferð­umst um Evr­ópu. Við búum ekki á stríðs­hrjáðu svæði þótt alls konar öfl sem vilja nær­ast á því að við ­séum hrædd séu sífellt að reyna að telja okkur trú um það. Við búum ekki í Sýr­landi. Við eigum ekki að leyfa neinum að skjóta þeirri hug­mynd í koll­inn á okkur að ódæð­is­verk og ofbeld­is­fullir árekstrar séu óhjá­kvæmi­legur fylgi­fisk­ur þess að búa í nýjum og frjáls­ari heimi – það sé við þessu að búast þegar fólk með­ önnur trú­ar­brögð, annan hör­unds­lit, aðrar lífs­skoð­anir bland­ast sam­fé­lög­um okk­ar. Vegna þess að það er ekk­ert þannig – það er rangt. Við erum hverg­i ör­ugg­ari en einmitt hér og hryðju­verk setja frétta­stofur enn á hlið­ina.

Og ég hef kannski ekk­ert að segja um þessi hryðju­verk, en ég er samt að skrifa um þau þús­und orða pistil. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None