Þegar fúsk verður allt í einu í lagi

Auglýsing

Stjórn­mála­flokk­ur­inn Björt fram­tíð var stofn­aður árið 2012. Þá var birt stofn­yf­ir­lýs­ing þar sem farið var yfir meg­in­inn­tak frjáls­lyndrar stjórn­mála­stefnu flokks­ins. Í lok þeirrar yfir­lýs­ingar seg­ir: „Allt það sem ofan greinir byrjar hjá okkur sjálf­um, með ábyrgð á okkur sjálfum og því hvernig við hugs­um, tölum og hlust­u­m.“

Síðan þá hefur þessi tónn verið leið­ar­stef í því hvernig Björt fram­tíð upp­lifir sig sem stjórn­mála­flokk. Í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir þing­kosn­ing­arnar sem fram fóru í fyrra­haust var slag­orð flokks­ins: „Minna fúsk, meiri Björt fram­tíð.“ For­maður flokks­ins, Ótt­arr Proppé, fór yfir þennan boð­skap í við­tali við DV dag­inn fyrir kosn­ing­ar. Þar sagði hann að Björt fram­tíð leggi áherslu á „vönduð vinnu­brögð, breitt sam­ráð og bar­áttu gegn fúski og sér­hags­muna­gæslu.“

Sami for­maður sagði í ræðu á Alþingi 24. ágúst 2016, þar sem verið var að ræða störf þings­ins, að honum væri „illa við fúsk og finnst ekki til of mik­ils mælst að keppa að því að stofn­anir þjóð­fé­lags­ins starfi út frá heið­ar­leika, kær­leika og með virð­ingu fyrir almenn­ingi. Því miður frétt­ast sífellt dæmi af hinu gagn­stæða.“

Ráð­herra aug­lýsir vöru fyrir vin­konu sína

Í vik­unni bár­ust dæmi um hið gagn­stæða. Ráð­herra í rík­is­stjórn lét taka af sér mynd íklædd varn­ingi frá vin­konu sinni í þing­sal. Myndin var notuð í kynn­ing­ar­skyni fyrir fyr­ir­tæki vin­konu ráð­herr­ans, sem fram­leiðir og selur tísku­vörur í London. Í kynn­ing­ar­text­anum er tekið fram að fyr­ir­sætan á mynd­inni sé ráð­herra í rík­is­stjórn, að hún sé ein af elstu vin­konum eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins og að myndin sé tekin í þing­sal Alþing­is.

Við­brögð ráð­herr­ans, Bjartar Ólafs­dótt­ur, við frétta­flutn­ingi um mál­ið, sem sett voru fram á Face­book, voru upp­runa­lega þau að um væri að ræða árás á for­sendum feðra­veld­is­ins á sig í ljósi þess að hún er ung og sterk kona í áhrifa­stöðu. Hún bætti síðar við færsl­una að hafi ein­hver orðið fyrir þeim hug­hrifum að ráð­herr­ann hafi van­virt virð­ingu Alþingis með því að láta mynda sig í þing­sal þá þætti henni það mið­ur. Nokkrum klukku­tímum síðar fann ráð­herr­ann sig hins vegar knúna til að biðj­ast afsök­unar og við­ur­kenndi að hún hafi sýnt dóm­greind­ar­brest með því að sýna vöru vin­konu sinnar í kynn­ing­ar­efni með þeim hætti sem hún gerði. Upp­setn­ingin hafi verið van­hugsuð vegna þess að hún tengdi við einka­fyr­ir­tæki.

Auglýsing
Það er virð­ing­ar­vert að biðj­ast afsök­unar og að ráð­herr­ann hafi gert sér grein fyrir því að hún hafi breytt rangt. Úr því verður ekki dregið og það er, því mið­ur, afar óvenju­legt hér­lendis að stjórn­mála­menn geri slíkt. Vana­lega halda slíkir sig við þá taktík sem Björt sýndi með fyrstu við­brögðum sín­um. Að kenna umræð­unni um að vera fárán­leg, í stað þess að líta í eigin barm og við­ur­kenna að hún hafi átt rétt á sér. 

Eftir stendur hins vegar að eðli­legt er að máta fram­ferði ráð­herr­ans við það sem flokkur hennar seg­ist standa fyr­ir, og rakið er hér að ofan, og þær siða­reglur sem rík­is­stjórn hennar hefur sam­þykkt að und­ir­gang­ast.

Ekki í takti við siða­reglur

Þegar horft er á þessa hegðun blákalt þá blasir við að hún er ekki í takti við siða­reglur ráð­herra sem settar voru til að efla traust á stjórn­sýsl­unni, en það hefur hríð­fallið á und­an­förnum árum. ­Sam­kvæmt 1. grein þeirra má ráð­herra ekki not­færa sér stöðu sína til „per­sónu­legs ávinn­ings fyrir sig eða aðila sér nákomna.“ Í 2. grein siða­regln­anna segir að ráð­herra skuli „forð­ast árekstra milli almanna­hags­muna ann­ars vegar og fjár­hags­legra eða per­sónu­legra hags­muna sinna eða fjöl­skyldu sinnar hins vegar og gætir þess að per­sónu­leg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín.“ Í 3. grein segir að ráð­herra sé „ekki heim­ilt að hafa einka­not af gæðum starfs­ins nema að svo miklu leyti sem lög og reglur leyfa.“

Í 4. grein segir að ráð­herra skuli „forð­ast allt athæfi sem lík­legt er til að vekja grun­semdir um að hann not­færi sér stöðu sína í eig­in­hags­muna­skyn­i.“ Í sömu grein er annað ákvæði sem er athygl­is­vert. Í því segir að ráð­herra skuli gæta „þess að fram­ganga hans gefi starfs­mönnum ekki til­efni til að ætla að litið verði fram hjá brotum á lögum eða siða­regl­u­m.“ 

Ráð­herra er sem­sagt gert að sýna starfs­mönnum sínum það í verki að brot hans á lögum eða siða­reglum hafi afleið­ing­ar. Engar mála­miðl­anir verði gerðar vegna fram­göngu hans frekar en ann­arra sem brjóta gegn þeim.

Hægt er að koma ábend­ingum á fram­færi við umboðs­mann Alþingis telji ein­hver að ráð­herra hafi brotið siða­regl­ur. 

Ein­falt en klaufa­legt

Málið er ein­falt, þótt það sé klaufa­legt og að mörgu leyti kjána­legt. Það snýst ekki um kyn­ferði, klæða­burð eða kjóla, líkt og Björt gaf í skyn í upp­runa­legri málsvörn sinni. Það snýst um að ráð­herra í rík­is­stjórn tók þátt í því að kynna vöru og vöru­merki í eigu vin­konu henn­ar. Í þeirri kynn­ingu var ráð­herra­starfið og þing­salur Alþingis notuð til að gefa kynn­ing­unni aukið vægi.

Það er óþol­andi að gagn­rýni á ráð­herra sem aug­ljós­lega mis­not­aði aðstöðu sína til að hjálpa vini sínum sé snúið upp í árás feðra­veldis á sterka konu. Mis­tök Bjartrar hafa ekk­ert með það að gera að hún sé kona. Það var líka slæmt þegar Krist­ján Þór Júl­í­us­son (karl) tók þátt í því að aug­lýsa vörur fyrir eig­in­konu sam­ráð­herra síns fyrr á þessu ári. Eða þegar Ill­ugi Gunn­ars­son (karl) tók að sér að opna við­skipta­legar dyr fyrir fyrr­ver­andi yfir­mann sinn og leigu­sala í Kína þegar hann gegndi ráð­herra­emb­ætti. Eða þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son (karl) upp­lýsti ekki um félagið Wintris sem hann og eig­in­kona hans (og síðar bara eig­in­kona hans) áttu á Tortóla og átti kröfur á gömlu bank­ana á sama tíma og rík­is­stjórn hans var að semja um hvernig kröfu­hafar myndu fá að yfir­gefa íslenskt efna­hags­kerfi.

Það er margt sem þarf að laga til að rétta af stöðu kvenna í íslensku sam­fé­lagi. Það þarf að tryggja þeim jafna aðkomu að völdum og áhrifum í sam­fé­lag­inu, jöfn laun á við karla og halda áfram mik­il­vægri bar­áttu gegn kyn­bundnu ofbeldi, svo fátt eitt sé nefnt. Það grefur hins vegar undan þeirri jafn­rétt­is­bar­átt­unni og sókn­inni gegn íhalds­sömu, kar­lægu íslensku valda­sam­fé­lagi þegar ójöfn staða kvenna er notuð sem vörn fyrir dóm­greind­ar­leysi sem hefur ekk­ert með kyn­ferði að gera.

Sumir mega vera fúskarar

Sam­kvæmt orða­bók þýðir fúsk illa unnið verk eða óvand­virkni. Til að kom­ast í rík­is­stjórn leit Björt fram­tíð fram­hjá því aug­ljósa fúski að nýr for­sæt­is­ráð­herra hafði stungið tveimur skýrslum með upp­lýs­ingum sem skiptu almenn­ing miklu máli undir stól. Til að halda sér í rík­is­stjórn kusu þing­menn flokks­ins með ger­ræð­is­legri skipan dóm­ara í Lands­rétt þrátt fyrir að til­laga dóms­mála­ráð­herra hafi ekki verið rök­studd og hafi aug­ljós­lega verið til þess fall­inn að draga úr trausti á dóms­kerfi lands­ins. Og nú á það ekki að hafa nein eft­ir­köst að ráð­herra hag­aði sér í algjörri and­stöðu við nokkrar greinar siða­reglna sem rík­is­stjórnin hefur sam­þykkt að und­ir­gang­ast. Allt ofan­greint er dæmi um fúsk. Þar sem aðrir hags­munir en almanna­hags­munir eru látnir ráða ákvörð­un­ar­töku. 

Það er rétt sem Jón Ólafs­son, pró­fessor í heim­speki, einn höf­unda siða­reglna ráð­herra og for­maður sam­tak­anna Gagn­sæ­is, sagði í Frétta­blað­inu í gær. Ef sam­bæri­legt mál og Bjartrar kæmi upp í nágranna­löndum okkar myndi það lík­lega þýða afsögn ráð­herra. Hér­lendis tíðkast hins vegar að bregð­ast við broti á reglum sem þessum af létt­úð. Að hlægja að umræð­unni og afgreiða eðli­lega gagn­rýni sem ofstæki. Þau við­brögð bera með sér að reglur séu bara upp á punt. Að það eigi ekk­ert að hafa neina eft­ir­mála þegar brotið er gegn þeim. Að minnsta kosti fyrir suma.

Slík við­brögð eru líka fúsk. Þau sýna að orð og efndir fara ekki saman þegar sjálf­skipað betr­un­ar­fólk kemst til valda. Það má nefni­lega gera mála­miðl­anir þegar kemur að því sem Björt fram­tíð seg­ist hafa verið stofnuð til að berj­ast gegn, en ætlar sér ekki að fylgja eftir af heil­ind­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari