Auglýsing

Agnes M. Sig­­urð­­ar­dótt­ir, biskup Íslands, bland­aði sér í umræður um tján­ing­ar­frelsi og hlut­verk fjöl­miðla í gær þegar hún sagði, í við­tali við Morg­un­blaðið, að það væri ekki sið­­ferð­i­­lega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sann­­leik­ann í ljós.

Hún sagði enn fremur að sið­bót í sam­fé­lag­inu ætti að fel­­ast í end­­ur­nýjun á þeim gildum sem Íslend­ingar hafi reitt sig á í ald­anna rás og hafi verið sið­­ferð­i­­legur grunnur lífs­við­horfa lands­­manna um langt skeið, og á þar við trúna og fylg­i­­fiska henn­­ar. Þá full­yrti biskup að til þess að nauð­syn­legt traust myndi skap­ast í sam­fé­lag­inu að nýju þyrfti kirkjan að hafa hlut­verki að gegna. „Trú er traust, sem verður ekki end­­ur­heimt nema við berum virð­ingu fyrir hvert öðru og sjálfum okk­­ur,“ sagði Agn­es.

Lausn bisk­ups á traust­leysi íslensku þjóð­ar­inn­ar, sem hefur verið við­var­andi frá hruni, er því sú að skýla þjóð­inni frá upp­lýs­ingu. Og von­ast um leið til að hún halli sér aftur að Þjóð­kirkj­unni. Finni svörin og end­ur­heimti traustið í trúnni. Hætti að reyna að botna í ver­ald­leik­an­um.

Sið­bótin í leynd­inni

Það verður að telj­ast ansi sér­stakt að bisk­up, sem er opin­ber starfs­maður á launum hjá almenn­ingi, telji sig vera í stöðu til þess að boða að það sé sið­ferð­is­lega rangt að upp­lýsa vinnu­veit­endur hans um hluti sem eiga erindi og skipta máli. Í því felst þá vænt­an­lega að það sé sið­ferð­is­lega rétt­ara að leyna upp­lýs­ingum en að fjalla um þær.

Ef sið­bót bisk­ups hefði orðið ofan á hefði íslensk þjóð ekki fengið að vita um tugi mála í kjöl­far hruns­ins sem höfðu bein áhrif á það sem gerð­ist í októ­ber 2008 og næstu mán­uði á eft­ir. Þau gögn úr bönk­unum sem láku til fjöl­miðla voru án und­an­tekn­inga „stol­in“ og þeir sem láku þeim voru án und­an­tekn­inga að brjóta banka­leynd. En það var mik­il­væg­ara að almenn­ingur fengi að vita af hverju sam­fé­lags­gerðin hefði farið á hlið­ina sam­hliða falli bank­anna.

Ef sið­bót bisk­ups hefði verið fylgt í einu og öllu hefði mál Karl Vignis Þor­steins­son­ar, sem var dæmdur í sjö ára fang­elsi árið 2013 fyrir gróf kyn­ferð­is­brot gegn drengj­um, ekki kom­ist upp og hann ekki hlotið dóm. Hann hefði ekki verið stöðv­að­ur. Fjöl­miðla­mað­ur­inn Helgi Seljan hefur nefni­lega greint frá því að gögnin sem leiddu af sér þá umfjöllun nefni­lega „stol­in“.

Auglýsing
Samkvæmt lausn bisk­ups hefði íslenska ríkið lík­lega ekki átt að kaupa stolin gögn um eignir Íslend­inga í skatta­skjólum árið 2015 á 37 millj­ónir króna, en í maí á þessu ári höfðu skatta­yf­ir­völd þegar krafið fjóra ein­stak­linga um næstum þre­falda þá upp­hæð vegna nýrra upp­lýs­inga sem var að finna í gögn­un­um. Alls tók skatt­rann­sókn­ar­stjóri 34 mál til rann­sóknar vegna gagn­anna og sendi afgang þeirra áfram til emb­ættis rík­is­skatt­stjóra til með­ferð­ar. Þar höfðu verið opnuð 250 mál vegna gagn­anna um síð­ustu ára­mót.

Sið­bót bisk­ups hefði lík­ast til einnig komið í veg fyrir að fjöl­miðlar hefðu unnið úr Panama­skjöl­unum, sem var stolið frá lög­manns­stof­unni Mossack&Fon­seca, og eru að hluta til sömu gögn og íslenska ríkið keypti 2015. Þá hefði þjóðin ekki fengið að vita að þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins væri kröfu­hafi á föllnu bank­anna og eig­andi aflands­fé­lag, að bæði þáver­andi fjár­mála- og inn­an­rík­is­ráð­herra hefðu sömu­leiðis tengst aflands­fé­lög­um, að tveir borg­ar­full­trúar hefðu átt slík og að þús­undir Íslend­inga áttu aflands­fé­lög troð­full af pen­ingum sem nefnd á vegum hins opin­bera hefur ályktað að hafi kostað almenn­ing tugi millj­arða króna í van­greidda skatta.

Án „stol­inna“ gagna hefði Kjarn­inn ekki getað birt lista hæf­is­nefndar um umsækj­endur um dóm­ara­emb­ætti í Lands­rétti, sem sýndi hvernig dóms­mála­ráð­herra hafði farið á skjön við nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar og sleppt því að til­nefna aðila sem nefndin taldi á meðal þeirra hæf­ustu.

Og biskup er aug­ljós­lega á móti því að Stundin segi fréttir upp úr gögnum sem fjöl­miðlar komust yfir í óþökk gjald­þrota banka sem er svo ægi­lega umhugað um orð­spor sitt að hann fékk lög­bann á frétta­flutn­ing­inn.

Fjöl­mörg önnur mál mætti týna til þar sem „stol­in“ gögn hafa orðið and­lag frétta sem hafa skipt almenn­ing gríð­ar­lega miklu máli.

Nálægt eitt hund­rað þús­und utan þjóð­kirkj­unnar

Agnes vill að við sem þjóð færum okkur frá ver­aldr­ar­hyggju og nær trúnni til að laga þjóð­ar­mein­ið. Trúin kostar okkur reyndar umtals­verða fjár­muni, þjóð­kirkjan fær millj­arða króna á ári úr rík­is­sjóði. Upp­hæð sem kirkjan telur reyndar allt of lága og er sífellt að fara fram á að verði aukin.

En er þetta mögu­legt? Getum við snúið aftur í ein­földu svörin blindu trúnna árið 2017? Og viljum við það yfir höf­uð? Svarið við báðum spurn­ing­unum er, miðað við hag­tölur og kann­an­ir, nei.

Þjóðin er hægt og rólega að yfir­gefa Þjóð­kirkj­una. Og ummæli á borð við þau sem Agnes lét falla í gær flýta þeirri óum­flýj­an­legu þró­un. Þegnum kirkj­unnar hefur fækkað mjög hlut­­falls­­lega á und­an­­förnum árum. Árið 1992 voru 92,2 pró­­­­sent lands­­­­manna skráðir í hana. Á árunum fyrir hrun fjölg­aði alltaf lít­il­­lega í hópi þeirra sem skráðir voru í þjóð­­kirkj­una á milli ára þótt þeim Íslend­ingum sem fylgdu rík­­is­­trúnni fækk­­aði alltaf hlut­­falls­­lega. Ein ástæða þess er að skipu­lagið hér­­­­­lendis var lengi vel þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­­fé­lag móð­­­­ur. Það þurfti því sér­­­­stak­­­­lega að skrá sig úr trú­­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. Þessu var breytt árið 2013 og nú þurfa báðir for­eldrar að til­­heyra sama trú- og lífs­­skoð­un­­ar­­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­­fé­laga.

Frá árinu 2009 hefur með­­limum þjóð­­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. Þeir voru 236.260 í byrjun árs 2017, eða 69,9 pró­­sent mann­­fjöld­ans. Það er í fyrsta sinn síðan að mæl­ingar hófust sem að fjöldi með­­lima hennar fer undir 70 pró­­sent mann­­fjöld­ans. Þeim íslensku rík­­­­is­­­­borg­­­­urum sem kusu að standa utan þjóð­­­­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­­­­­­­ustu ald­­­­ar­­­­mót. Þeir eru nú nálægt eitt hund­rað þús­und. Fjöldi þeirra hefur því rúm­lega þre­fald­ast.

Minni­hluti seg­ist trú­aður og mik­ill meiri­hluti vill aðskilnað

Til við­bótar sýna allar kann­anir að enn stærri hluti þjóð­ar­innar vill fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Gallup hefur til dæmis kannað hug lands­­manna gagn­vart aðskiln­aði ríkis og kirkju árlega um mjög langt skeið. Í könn­unum þeirra er spurn­ingin mjög skýr: Ert þú hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju?

Í könnun fyr­ir­tæk­is­ins frá árinu 1996 kom i ljós að 53 pró­­sent voru fylgj­andi aðskiln­aði en 31 pró­­sent á móti. Restin var óákveð­in. Árið 2015 voru 55,5 pró­sent fylgj­andi aðskiln­aði en 23,9 pró­sent á móti hon­um. Restin var óákveð­in. Þegar aðeins eru skoð­aðir þeir sem taka beina afstöðu þá er hlut­­fall þeirra sem hafa verið hlynntir aðskiln­aði ríkis og kirkju síð­­­ustu tvo ára­tugi yfir 70 pró­­sent.

Í könnun sem Sið­mennt lét Mask­ínu fram­kvæma í fyrra kom í ljós að árið 1996 hafi 87 pró­sent þjóð­­ar­innar sagst vera trúuð en í byrjun síð­asta árs voru þeir 46 pró­sent. Þeir sem sögð­ust ­trú­­lausir eða gáfu ekki upp trú voru 54 pró­sent þjóð­­ar­inn­­ar. Þetta var í fyrsta skipt­i ­sem kann­­anir sýndu að minn­i­hluti þjóð­­ar­innar væri trú­að­ur. Í yngsta ald­­ur­s­hópnum sögð­ust yfir 80 pró­sent vera trú­­laus eða telja enga vissu fyrir til­­vist guðs.

Sam­kvæmt ofan­greindum tölum er þjóðin fyrir margt löngu búin að segja sig úr sam­bandi við guð og þjóð­kirkju. Skiln­aður að borði og sæng hefur átt sér stað. Það á bara eftir að ganga frá forms­at­rið­unum og lög­festa aðskiln­að­inn.

Felst frels­unin í fáfræði?

Tvær rík­is­stjórnir hafa sprungið vegna leyni­makks eða leynd­ar­hyggju. Hvert hneyksl­is­málið á fætur öðru, þar sem upp­lýs­ingum hefur verið haldið frá yfir­mönnum stjórn­mála­manna, fólk­inu í land­inu, hefur verið opin­berað af fjöl­miðlum eða þraut­seigum full­trúum almenn­ings. Sumum sem hefur ofboðið vit­neskja sem þeir hafa orðið varir við í störfum sín­um, og talið að sú vit­neskja eigi erindi við almenn­ing. Þetta eru fólk sem tekur áhættu af réttum ástæðum og gerir heim­inn að betri stað.

En biskup telur okkur betur borgið án allrar þess­arar vit­neskju. Hún telur að í fáfræð­inni felist frels­un­in. Því minna sem við vit­um, því betur séum við í stakk búin til að end­ur­heimta traust. Og þá vænt­an­lega blint traust sem á að færa þjóð­ina nær kirkj­unni og trúnni. Nær því að láta hið yfir­nátt­úru­lega og óskilj­an­lega leiða sig í gegnum lífið í stað þess að beita skyn­sem­inni og dóm­greind okkar sem leið­ar­ljósi. Í guðs nafni eigum við að þegja, vita minna, treysta blint, líða betur og fær­ast þannig nær guði.

Það má draga þá ályktun af þróun sam­fé­lags­ins á und­an­förnum árum að meiri­hluti lands­manna telji að traust ávinn­ist ein­ungis aftur með auknu gagn­sæi og upp­lýs­inga­flæði. Með minna fúski og færri hags­muna­á­rekstr­um. Meiri fag­mennsku og að fleiri axli ábyrgð á gjörðum sín­um. Ekki með því að vita minna og trúa meira.

Sið­bót bisk­ups er því í fullri and­stöðu við það ákall sem hef­ur, meira en nokkuð ann­að, mótað íslenskt sam­fé­lag síð­asta tæpa ára­tug­inn hið minnsta. Hún er svipuð tíma­skekkja og þjóð­kirkjan er sem stofnun árið 2017.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari