Auðvitað mega karlmenn reyna við konur

Er #metoo-byltingin að fara „út í öfgar“? Bára Huld Beck veltir fyrir sér viðmiðum um hvað „eðlilegt“ þyki í þessum efnum.

Auglýsing

Í síð­ast­lið­inni viku birt­ust fréttir þess efnis að 100 franskar konur hefðu skrifað undir opið bréf þar sem þær gagn­rýna #metoo-­bylt­ing­una og kalla hana nýja hrein­­trú­­ar­­stefnu. Í bréf­inu tala þær um norna­veiðar sem geti ógnað kyn­­ferð­is­­­legu frelsi fólks.

„Nauðgun er glæp­­ur,“ segja þær en líta aftur á móti á að það að reyna að tæla ein­hvern, hvort sem það er gert ít­rekað eða ekki, sé ekki glæp­­ur.

Franska leik­­kon­an Cat­her­ine Deneu­ve er ein þeirra sem skrif­aði undir bréfið og hefur hún verið mikið í kast­ljós­inu í kjöl­far­ið. Hún seg­ir sem sagt að karl­ar megi reyna við kon­ur á sama tíma og kyn­­ferð­is­­­legt of­beldi sé glæp­­ur.

Auglýsing

Kerf­is­bundið valda­ó­jafn­vægi

Eins og það er for­áttu­heimsku­legt að segja kyn­ferð­is­lega áreitni vera við­reynslu þá er nauð­syn­legt að ræða allar hliðar og þræða sig í gegnum rök­semda­færsl­una. Fyrsta skrefið er að lesa frá­sagn­irnar sem um ræð­ir. Er eitt­hvað í þeim sem segir okkur að konur séu að gera of mikið úr því sem þær upp­lifa? Lýsa þessar sögur „eðli­leg­um“ sam­skiptum milli kynj­anna?

Nær­tæk­ast er að skoða sögur íþrótta­kvenna á Íslandi sem birt­ust í vik­unni. Óþarft er að til­greina eða taka út ein­stakar sögur en þess í stað nauð­syn­legt fyrir hvern og einn með að kynna sér vel þessar frá­sagn­ir.

Þessar frá­sagnir byggja ekki á sak­lausum athuga­semd­um, heldur kerf­is­bundnu valda­ó­jafn­vægi og níð­ings­skap. Auð­vitað eru þær mis­grófar en áreitni er einmitt þannig: mis­gróf.

En er hér verið að tala sama tungu­mál og frönsku kon­urn­ar? Erum við öll með sama við­mið á hvað sé „eðli­legt“ og hvað ekki?

Við­mið ólík milli menn­ing­ar­heima

Við­horfið sem birt­ist í bréfi frönsku kvenn­anna virð­ist ekki ein­ungis eiga við Frakk­land; nokkrar íslenskar konur hafa lýst áhyggjum sínum af því að gengið sé of langt, þó ekki hafi raddir þeirra farið hátt, það er að það sé í góðu lagi að leggja hönd á hné eða stela kossi.

Þó get ég stað­fest af per­sónu­legri reynslu að við­mið eru ólík milli menn­ing­ar­heima og fann ég það glögg­lega þegar ég var tví­tug „bionda“ nýkomin til Ítalíu og hafði ekki hug­mynd um hvað kyn­ferð­is­leg áreitni gæti orðið gróft og ömur­legt.

Ég tók strax eftir því að karl­menn hegð­uðu sér öðru­vísi í litla bænum sem ég bjó í rétt hjá Flór­ens miðað við það sem ég var vön hér á landi. Ekki þótti til­töku­mál þegar þeir blístr­uðu á eftir kon­um, gláptu, blikk­uðu og í gróf­ari til­fellum klipu í rass eða struku læri. Eftir ákveðið menn­ing­ar­sjokk þá vand­ist áreitnin óhemju fljótt.

Aldrei upp­lifði ég þó grófa áreitið sem við­reynslu. Alltaf leið mér baga­lega á eft­ir, ég hristi til­finn­ing­una af mér og hélt áfram veg­inn. Ég var ung og hélt að þetta ætti að vera svona.

Blússandi aðlög­un­ar­hæfni

Eftir nokkuð marga mán­uði var ég komin með góðan skráp fyrir þessu. Ég huns­aði blístr­in, köllin og þegar karlar reyndu að fara með hönd­ina undir pilsið hjá mér í vinn­unni, þar sem ég starf­aði sem geng­il­beina, var ég fljót að vippa mér frá, annað hvort láta eins og ekk­ert hefði í skorist eða hlæja vand­ræða­lega.

Eftir árs­dvöl var för­inni heitið heim á ný og þar tók við annað menn­ing­ar­sjokk. Eng­inn blístr­aði eða kall­aði á eftir mér úti á götu og allra fyrstu við­brögðin voru að pæla í því af hverju svo væri; er ég ekki nógu fal­leg fyrir þessa gosa til að fá kall eða svo? Aðlög­un­ar­hæfnin var svo gríð­ar­leg að þetta áreiti varð mitt norm. Fyrir mér var þetta orðið „eðli­legt“ og þrátt fyrir óþæg­indin var ég farin að sætta mig við þetta. Konur láta sig hafa það að komið sé fram við þær á ákveð­inn hátt til þess að geta funkerað í dag­legu lífi.

Þetta tíma­bil varði í mjög stuttan tíma, því léttir­inn tók nán­ast strax við. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikið þetta reyndi á mig fyrr en ég komst út úr aðstæð­un­um.

Allir mega reyna við alla

Þrátt fyrir ólíkar birt­ing­ar­myndir þá komst ég að því næstu ár að áreitni væri auð­vitað líka til staðar á land­inu mínu. Það lýsti sér ein­ungis öðru­vísi. Ég vann við þjón­ustu­störf í fjölda ára á kaffi­húsum og veit­inga­stöðum og þar fann ég dálag­lega fyrir áreitn­inni. Lúm­skara var hún en alls ekki betri. 

Þannig að þegar ein­hver segir að karlar megi nú alveg reyna við kon­ur, að þessi #metoo-­bylt­ing sé komin út í öfgar, þá má og á jafn­vel að ræða það. Og segja: auð­vitað mega karlar reyna við kon­ur. Og konum er líka vel­komið að reyna við karla. Og karlar við karla og konur við kon­ur. En við­reynsla mun aldrei gefa þetta óbragð í munni og van­líðan á sama hátt og áreitnin ger­ir. Til­finn­ingin gefur til kynna hvort um áreitni sé að ræða eða sak­laust daður og hægt er að treysta þess­ari til­finn­ingu.

Hvernig geta það verið norna­veiðar þegar konur lýsa til­finn­ing­um, reynslu og upp­lifun af ákveð­inni hegð­un? Er það einmitt ekki klass­ísk aðferð þeirra sem vilja kenna fórna­lömbum um? Alla­vega er ég sann­færð, eftir að hafa lesið þessar hund­ruð sagna sem komið hafa fram í síð­ustu miss­erum, að áreitn­in, ofbeldið og mis­mun­unin er raun­veru­leg en ekki hluti af „eðli­leg­um“ sam­skiptum milli kynj­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit