Auglýsing

Þær eru slá­andi frá­sagnir kvenna af erlendum upp­runa sem Kjarn­inn birti í dag í tengslum við #metoo-­bylt­ing­una.

Raunar hafa þær allar verið slá­andi frá­sagnir mis­mun­andi kvenna­stétta sem birst hafa þjóð­inni jafnt og þétt frá því stjórn­mála­konur riðu á vaðið í lok nóv­em­ber. Frá­sagnir sem hafa lagst eins og snjó­flóð yfir það sem talið var vera það sam­fé­lag heims­ins sem lengst er komið í jafn­rétt­is­mál­um. Það var og.

Sögur kvenn­anna sem birt­ust í dag skera sig þó úr að því leiti að við hin, sem erum íslensk að upp­runa, flest ljós á hör­und og þétt­vafin okkar fjöl­skyldu- og vina­neti, getum ekki tengt við þær með sama hætti og hinar frá­sagn­irn­ar.

Auglýsing

Sögur stjórn­mála­kvenna, íþrótta­kvenna og kvenna í atvinn­u-, fræða- og lista­sam­fé­lag­inu, voru hörmu­leg­ar. En þær voru þannig að við lestur þeirra gat hver ein­asta kona á land­inu séð sjálfa sig, vin­konur sínar eða fjöl­skyldu sína í hlut­verki per­sóna frá­sagn­anna. Það sem hefur einmitt helst komið út úr bylt­ing­unni er sam­hug­ur­inn, sam­stað­an, skiln­ingur á umfang og víð­feðmi vand­ans. Hvað hann hefur orðið hvers­dags­legur og því miður eðli­legur hluti af veru­leika íslenskra kvenna. Við höfum allar verið þarna.

Ekki aðeins ofríki karla heldur ras­ismi

En við skiljum ekki ein­semd­ina, von­leysið og varn­ar­leysið sem felst í því að verða undir í sam­fé­lagi þar sem tengsla­netið er veikt. Þar sem tungu­málið er fram­andi. Þar sem menn­ingin er fram­andi. Þar sem allir hinir virð­ast vera ein fjöl­skylda sem þú stendur utan við. Við getum ekki tengt með sama hætti við frá­sagnir kvenna af erlendum upp­runa af því þær eru ekki okkar sög­ur. Þær eru verri en okkar sög­ur.

Frá­sagnir kvenn­anna lýsa mansali, nauðg­un­um, and­legu og lík­am­legu ofbeldi, nauð­ung, mis­munun og nið­ur­læg­ingu. Þær sýna fram á algjöran van­mátt, varn­ar­leysi og úrræða­leysi.

Í þeim er ekki aðeins sýnt fram á vanda kvenna sem eru beittar ofríki af karl­mönn­um, þó sann­ar­lega sé það þannig í frá­sögnum kvenn­anna. Í þeim krist­all­ast ekki síður hreinn og beinn ras­ismi íslensku þjóð­ar­inn­ar. Þess vegna eru þær verri en það sem við höfum séð hingað til.

Kon­urnar á bak við yfir­lýs­ing­una og frá­sagn­irnar sem birtar voru í dag lýsa kerf­is­bundnum for­dóm­um. Upp­lifun sinni af því að leita sér aðstoðar stjórn­sýslu sem sýnir þeim van­virð­ingu. Upp­lifun af vinnu­stöðum þar sem komið er fram við þær eins og þriðja flokks borg­ara. Þær lýsa sam­fé­lagi þar sem eng­inn leggur sig fram við að kynn­ast þeim, hjálpa þeim, vernda þær. Eng­inn. Ekki nágrann­ar, ekki vinnu­fé­lag­ar, ekki neinn.

Á ekki að koma á óvart

Eins sárt og það er að lesa frá­sagn­irnar þá koma þær ekki á óvart. Þótt fæst séum við að beita konur af erlendum upp­runa ofbeldi eða níð­ast á þeim í leik og starfi þá þekkjum við sann­ar­lega for­dómana. Alltof oft heyrum við gömlu tugg­urnar um að konur af erlendum upp­runa hafi verið keyptar, séu svart vinnu­afl eða vænd­is­kon­ur. Alltof oft lesum við kvart­anir um konur af erlendum upp­runa sem eru búnar að vera hér það lengi að þær eigi bara að hunskast til að læra almenni­lega íslensku. Slíkar athuga­semdir um stöðu eða getu þess­ara kvenna eru aldrei settar fram af umhyggju eða áhyggjum af hlut­skipti þeirra. Svona athuga­semdir eru upp­hafn­ing á eigin stöðu og yfir­burð­um. Dæmin eru ótelj­andi og eflaust oft sett fram í hugs­ana­leysi. En núna, þegar við vitum að þessir for­dómar kynda undir ótrú­legt mis­rétti, hvað ætlum við eig­in­lega að gera?

Eitt af því sem #metoo-­bylt­ingin hefur áorkað er almenn vit­und­ar­vakn­ing meðal karl­manna um klúrt orð­færi og nið­ur­lægj­andi athuga­semdir í garð kvenna. Flestir karl­menn kann­ast við að hafa heyrt slíkar athuga­semdir frá kyn­bræðrum sínum án þess að hafa gripið inn í eða gert nokk­uð. Margir þeirra skilja núna að þessi létt­væga með­virkni var lík­lega til þess fall­inn að styrkja þá skoðun skemmdu eplanna í þeirra hópi að þessi hegðun væri ásætt­an­leg.

Í til­felli kvenna af erlendum upp­runa þá snýst þetta ekki um vit­und­ar­vakn­ingu á meðal hins þögla meiri­hluta „góðra“ karl­manna heldur okkar allra.  Ef við höldum áfram að sam­þykkja athuga­semda­laust þessa for­dóma, þetta orð­færi, þessa nið­ur­læg­ingu og förum ekki að koma fram við kon­ur, hvaðan sem þær kunna að koma, af þeirri virð­ingu sem þær eiga skilið þá erum við hluti af vand­an­um, ekki lausn­inni.

Hvað ætlum við að gera?

Síðan er það stóra spurn­ing­in. Hvernig ætlum við að verja þessar kon­ur? Það að við horf­umst í augu við eigin for­dóma og hættum allri með­virkni gagn­vart for­dómum ann­arra er vissu­lega skref í rétta átt.

En við þurfum einnig atbeini stjórn­valda. Allar stofn­an­ir, hvort sem um er að ræða í lög­gæslu, vinnu­eft­ir­liti, verka­lýðs­hreyf­ingum eða öðru, þurfa - rétt eins og við - að horfast í augu við eigin for­dóma og veita þessum konum vernd. Það þarf að grípa utan um þær og gera full­nægj­andi ráð­staf­anir svo þær þekki hver ein og ein­asta allan þann rétt sem þær eiga hér á landi, hvert þær og börn þeirra geti leitað lendi þau í hvers kyns vanda og að þar sé fólk sem trúir þeim og treyst­ir.

Sam­fé­lög eru dæmd af því hvernig þau koma fram við þá sem minnst mega sín, þá sem eru varn­ar­lausir og þá sem þurfa skjól. Hvernig sam­fé­lagi vilt þú búa í?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari