Auglýsing

Íslenskt lands­lið er að fara að bjarga þjóð­inni aftur frá sjálfri sér. Eftir enn einn þungan vet­ur­inn af stans­lausum rifr­ildum um allt og ekk­ert þar sem fólk rað­ast í and­stæðar fylk­ingar eftir skoð­unum sínum á því hversu mikið mal­bik eigi að vera í land­inu, leið­inda­veður sem ætlar engan enda að taka og júró­visí­on-af­hroðið er komið að því að allir geti loks aftur sam­ein­ast um eitt­hvað, fót­bolta.

Stjórn­mála­menn, verka­menn, indí-tón­list­ar­menn, sjúkra­lið­ar, snapchat-á­hrifa­valdar og allir hinir sem eru á milli þess­arra hópa gleyma öllu sem aðgreinir okk­ur, umfaðma það sem tengir okk­ur, og standa heils­hugar á bak­við liðið sem vann EM fyrir tveimur árum án þess að vinna það í hefð­bundnum skiln­ingi.

Þegar leik­ur­inn við Argent­ínu hefst verðum við öll, að minnsta kosti and­lega, and­lits­máluð í lands­liðs­bún­ing og til­búin að gleyma því tíma­bundið hvað það var vand­ræða­legt að gera Vík­inga­klappið í öllum þessum brúð­kaupum á und­an­förnum árum.

Auglýsing

Ekki bara lítið

Ísland er fámenn­asta þjóð sem nokkru sinni hefur leikið á heims­meist­ara­móti í knatt­spyrnu með okkar 350.710 lands­menn. Næst fjöl­menn­asta þjóðin er Úrúgvæ með tíu sinnum fleiri íbúa. Í Níger­íu, sem er með Íslandi í riðli, búa um 186 millj­ónir manns, að minnsta kosti. Það eru til 530 Níger­íu­búar fyrir hvern Íslend­ing.

Við vorum líka fámenn­asta þjóð sem hafði kom­ist á EM U21-árs liða þegar við gerðum það sum­arið 2011. Við vorum fámenn­asta þjóð sem nokkru sinni hafði næstum því kom­ist á HM, þegar við töp­uðum fyrir Króa­tíu í svekkj­andi umspili haustið 2013. Og við vorum fámenn­asta þjóðin sem hafði leikið á Evr­ópu­meist­ara­móti þegar liðið spil­aði á slíku í Frakk­landi sum­arið 2016.

Þessar stað­reyndir skipta engu máli. Það sem skiptir máli er að Ísland, þrátt fyrir fámenn­ið, á eitt besta lands­lið í heimi. Og er ekki á loka­móti vegna þess að það var hepp­ið, heldur vegna þess að það er frá­bært.

Höfum ekki gleymt leiknum

Af hverju er það þannig? Þá má leita að ástæð­unni fyrir þessu í klisj­unum um fleiri gervi­gras­velli eða knatt­spyrnu­hall­ir. Í auk­inni þjálf­ara­mennt­un. Í alþjóða­væð­ing­unni. Það má leita að henni í betri umgjörð. Að íslensku stuðn­ings­menn­irnir hafa farið frá því að vera á meðal þeirra passív­u­stu í heimi fyrir að vera flat­ir, í að vera á meðal þeirra þekkt­ustu í sama heimi fyrir að vera hljóð­múr.

En helsta ástæðan er örugg­lega sú sem Viðar Hall­dórs­son, dós­ent í félags­­fræði við Háskóla Íslands og höf­undur bók­ar­innar „Sport in Iceland: How sm­all nations achi­eve international success“, setti fram í grein sem hann birti í Kjarn­anum í októ­ber í fyrra. Þar sagði hann að almenn nálgun Íslend­inga á íþróttir væri enn heil­brigð og árang­urs­rík og að íslenskur íþróttakúltúr væri enn frekar ósnort­inn af pen­inga­væð­ing­unni sem tröll­ríður honum í flestum öðrum lönd­um. „Við Íslend­ingar erum enn þá á­huga­­menn í eðli okk­­ar. Við höfum ekki gleymt leiknum í íþrótt­un­­um. Íslensku leik­­menn­irnir setja lands­liðið í fyrsta sæti. Þeir eru vinir og félag­ar, þeir spila með hjart­­anu og smita frá sér metn­aði, jákvæðni og trú sem gerir það að verkum að það er eins og við séum allt í einu komnir með tólfta, og jafn­­vel þrett­ánda mann­inn, inn á völl­inn. Það eru þessir grund­vall­­ar­þættir góðra liða sem virka svo sjálf­­sagðir í orði, en eru það ekki end­i­­lega á borð­i.“

Ekk­ert er ómögu­legt

„Leynd­ar­málið að því að vinna heims­meist­ara­mótið er sam­heldn­i,“ segir hinn alræmdi Marco Mater­azzi, sem náði þeim áfanga með Ítalíu árið 2006, í nýlegum pistli sem birt­ist í The Guar­dian. Auð­vitað má segja að skítug orð hans um systur Zinedine Zida­ne, sem urðu til þess að þá besti leik­maður í heimi skall­aði Mater­azzi í bring­una og var rek­inn út af í úrslita­leikn­um, hafi hjálpað til.

En Mater­azzi segir að það hafi ekki skipt neinu máli. Aðal­at­riðið hafi verið að ítalska liðið hafi verið meira en sam­an­safn knatt­spyrnu­manna, þeir voru vinir og sam­heldnin var lyk­il­hrá­efni þess. Teng­ingin náði langt út fyrir að spila fót­bolta sam­an. „Ítalía vann heims­meist­ara­mótið 2006 vegna þess að þeir sem spil­uðu og þeir sem gerðu það ekki voru á sama stigi; það voru aldrei nein vanda­mál, allir voru til­búnir til að selja sálu sína fyrir treyj­una hvenær sem á þurfti að halda. Það skipti ekki máli hvort þú værir stjörnu­leik­maður eða ekki.“

Leynd­ar­mál Mater­azzi er sterkasta vopn íslenska lands­liðs­ins í knatt­spyrnu. Liðið er miklu betra en ein­ing­arnar sem það er sam­an­sett úr.

Þess vegna er ekk­ert ómögu­legt. Ekki einu sinni að Ísland vinni HM.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari