Auglýsing

Það hefur verið áhuga­vert að fylgj­ast með umræðu um vef­síð­una Tekj­ur.is og birt­ingu hennar á upp­lýs­ingum um tekjur lands­manna sam­kvæmt skatt­skrá síð­ast­liðna viku. Aug­ljós­lega er heim­ild í lögum um tekju­skatt til að birta slíkar upp­lýs­ingar opin­ber­lega en þau lög eru frá árinu 1984 og því lög­fest fyrir tíma inter­nets­ins. Þá er til staðar vafi hvort að opin­ber birt­ing gagna­grunns­ins á tekju­upp­lýs­ing­unum gegn gjaldi sam­rým­ist lögum um Per­sónu­vernd. Því hljóta allir að vera sam­mála um að það sé gott að þeim vafa sé eytt. Það eitt ætti að nægja til að fram­takið hafi, að minnsta kosti að ein­hverju leyti, þjónað til­gangi.

Þá er líka gott og eðli­legt að takast á við þá spurn­ingu hvort að í skatt­skránni sé að finna upp­lýs­ingar sem eigi erindi við almenn­ing og hvort að birt­ing þeirra bæti sam­fé­lagið okk­ar.

Valin hópur frjáls­hyggju­manna sem seg­ist vana­lega vera á móti all­flestum boð­um, bönnum og eft­ir­liti í nafni per­sónu­frelsis fyllt­ist heil­agri vand­læt­ingu, kvart­aði til eft­ir­lits­stofn­ana og heimt­aði lög­bann á birt­ingu upp­lýs­ing­anna. Um er að ræða að hluta til sama hóp og kvartar ítrekað yfir póli­tískum rétt­trún­aði frjáls­lynda „góða fólks­ins“ sem sé troðið ofan í þá með vald­boði og til­heyr­andi skerð­ingu á tján­ing­ar­frelsi.

En þegar kemur að rétti ríkra til að leyna því hversu stór hluti af tekjum þeirra eru fjár­magnstekjur þá breyt­ast þeir í fram­sækna rétt­læt­is­ridd­ara sem krefj­ast þess að hið opin­bera beiti vald­boði til að verja frelsi fjár­magns­eig­enda til að leynast, sem þá trompar frelsi ann­arra til að vita.

Auglýsing
Sú afstaða er líka áhuga­verð í ljósi þess að lítið hefur borið á bar­áttu sömu frjáls­hyggju­manna fyrir auknu við­skipta­frelsi í til dæmis sjáv­ar­út­vegi, þar sem eign­ar­hald erlendra fjár­festa er tak­markað með lög­um. Þvert á móti snýst frels­is­bar­áttan þar um rétt þeirra örfáu ein­stak­linga sem halda nú á veiði­heim­ild­um, og erf­ingjum þeirra, til að halda þeim óáreittir áfram eða selja sín á milli í lok­uðu kerfi. Oftar en ekki með lánsfé úr rík­is­bönkum, og þar af leið­andi frá skatt­greið­end­um. 

Þetta er sér­stak­lega athygl­is­vert í ljósi þess að upp­lýs­ing­arnar sem Tekj­ur.is birtu sýna að margir þeirra sem höfðu hæstu fjár­magnstekj­urnar á Íslandi árið 2016 voru ann­arrar kyn­slóðar eig­endur útgerð­ar­fyr­ir­tækja sem voru að selja þau fyrir millj­arða hagn­að. Und­ir­staðan í þeim verð­mætum eru heim­ildir til að veiða nytja­stofna á Íslands­mið­um, sem sam­kvæmt lögum lands­ins eru „sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar“. 

En þegar gæslu­menn þeirra heim­ilda selja þær með gríð­ar­legum hagn­aði þá kemur það sömu þjóð og á nytja­stofn­ana ekki við hvað þeir fá fyr­ir. Í nafni per­sónu­frelsis er það „trún­að­ar­mál“.

Óbjöguð mynd af tekjum lands­manna

Ára­tugum saman hefur tíðkast að gefa út, og selja, sér­stök tekju­blöð hér­lendis sem byggja á álagn­ing­ar­skrá rík­is­skatt­stjóra þar sem tekjur Íslend­inga eru áætl­aðar út frá greiddum opin­berum gjöld­um. Þeir sem það gera birta síðan sann­ar­lega hluta þeirra upp­lýs­inga á inter­net­inu. Þar er gengið út frá að allir Íslend­ingar séu launa­fólk sem greiði háan tekju­skatt af þeim auk útsvars og tekjur reikn­aðar út frá því. Emb­ætti rík­is­skatt­stjóra tekur þátt í leiknum og hefur sam­hliða stundað það að senda út lista yfir 20-40 hæstu greið­endur opin­berra gjalda til allra fjöl­miðla lands­ins, sem hafa birt þann lista.

Sá listi, og álagn­ing­ar­skráin í heild, sýnir þó bjag­aða mynd af tekjum lands­manna.

Þær upp­lýs­ingar sem birt­ast á vefnum Tekj­ur.is eru mun nákvæm­ari útgáfa af tekjum okk­ar, enda hægt að sjá hversu stór hluti launa Íslend­inga eru launa­tekjur og hversu stór hluti eru fjár­magnstekj­ur.

Þessar upp­lýs­ingar eru því mun betri grund­völlur fyrir ígrund­aða sam­fé­lags­um­ræðu um tekju­skipt­ingu í sam­fé­lag­inu en þær sem rík­is­skatt­stjóri sendir árlega á fjöl­miðla lands­ins, og starfs­fólk tveggja fjöl­miðla tekur saman í blöð til að selja almenn­ingi.

Launa­leynd var afnumin með lögum árið 2008 og því eiga tekjur lands­manna ekk­ert að vera neitt leynd­ar­mál. Stjórn­völd og atvinnu­líf segj­ast líka, að minnsta kosti í orði, vera að berj­ast fyrir því að kyn­bundnum launa­mun verði eytt. Nú geta konur flett því upp hvað karlar í sömu stöðu eru með í laun og séð það svart á hvítu hvort verið sé að mis­muna þeim á grund­velli kyn­ferð­is. Og þannig flýtt fyrir að sá ósann­gjarni munur sé brú­aður hratt.

Þá liggur fyr­ir, líkt og greint er frá á síð­unni, að yfir­lýstur til­gangur hins opin­bera með birt­ingu upp­lýs­inga úr skatt­skrá er sá „að veita skatt­greið­endum aðhald og gefa almenn­ingi kost á að koma ábend­ingum á fram­færi ef grunur leikur á skattaund­anskotum ein­stak­linga.“ 

Tekju­hæstu borga ekki endi­lega hæstu skatt­anna

Í umfjöllun Kjarn­ans um gögnin sem vef­síðan byggir á kom í ljós að alls voru 137 Íslend­ingar með fjár­magnstekjur yfir 100 millj­ónum króna á árinu 2016, 54 voru með yfir 200 millj­ónir króna í slíkar tekjur og 33 þén­uðu yfir 300 millj­ónir króna á þann hátt. Alls voru fjár­magnstekjur 22 ein­stak­linga yfir 400 millj­ónir króna á árinu 2016 og 16 voru með yfir hálfan millj­arð króna í slíkar tekj­ur.

Sex Íslend­ingar þén­uðu meira en millj­arð króna í fjár­magnstekjur á árinu 2016, þrír yfir tvo millj­arða króna og tveir voru með yfir þrjá millj­arða króna í fjár­magnstekj­ur. Til sam­an­burðar voru heild­ar­árs­laun með­al­launa­manns um sjö millj­ónir króna á því ári, ef miðað er við mið­gildi launa.

Auglýsing
Þetta skiptir máli og á sann­ar­lega erindi við almenn­ing. Þ.e. að það sé til stór hluti lands­manna sem gefur upp lág eða jafn­vel engin laun og greiðir fyrir vikið rúm­lega helm­ingi lægra hlut­fall tekna sinn til hins opin­bera en venju­legt launa­fólk. Það er nefni­lega þannig að launa­fólk þarf að greiða allt að 46 pró­sent af launum sínum til hins opin­bera, að með­töldu útsvari, á meðan að fjár­magns­eig­endur greiddu ein­ungis 20 pró­sent, sem var hækkað í 22 pró­sent um síð­ustu ára­mót, og sleppa við útsvars­greiðsl­ur.

Svo eru það pen­ing­arnir sem eru faldir

Utan þeirra tekna sem koma fram í íslenskri skatt­skrá þá skulum við muna að mjög margir íslenskir fjár­magns­eig­endur hafa kosið að fela digra sjóði erlend­is. Þeir sjást ekki í íslenskum skatt­fram­töl­um. Það birt­ist skýrt í Panama­skjöl­unum sem sýndu að íslenskir stjórn­mála­menn, flest fyr­ir­ferð­ar­mesta athafna­fólk lands­ins, dæmdir glæpa­menn og fjöl­margir aðrir kusu að geyma fjár­muni í aflands­fé­lög­um. Tvær ástæður er fyrir því: að sleppa við að borga skatta eða til að fela pen­inga af ein­hverjum ástæð­um, t.d. fyrir kröfu­höfum eða ætt­ingj­um.

En þessi skjöl opin­ber­uðu ein­ungis brot af aflands­fé­laga­mynd­inni sem Íslend­ingar höfðu teiknað upp fyrir hrun. Í grein sem Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands og með­limur í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, skrif­aði í Vís­bend­ingu í sept­em­ber velti hann fyrir sér þeirri spurn­ingu hvað hefði orðið um þá þús­undir millj­arða sem teknir voru að láni af íslensku bönk­unum fyrir banka­hrun, en aldrei end­ur­greidd­ir. „Í ljós kom að ekki hefur verið gerð til­­raun til þess að finna þessa pen­inga. Það sem liggur fyrir er að eig­endur bank­anna lán­uðu sjálfum sér og eigin eign­­ar­halds­­­fé­lögum óspart en ekki liggur fyrir hversu mikið af láns­­fénu tap­að­ist í erlendum fjár­­­fest­ingum og hversu miklu var komið undan í skatta­­skjól.“

Heil­brigð­is­vott­orð á „skítugt fé“

Það sem liggur hins vegar fyrir er að þessi hópur hefur fengið að koma heim með þessa pen­inga sem þeir földu í aflands­fé­lög­unum áður en íslenska efna­hags­kerfið hrundi. Það var meðal ann­ars gert í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Sú leið var draumi lík­ust fyrir þá sem áttu „skítugt“ fé, sem hafði annað hvort verið komið undan skatt­greiðslum eða falið fyrir kröfu­höf­um. Með því að færa það aftur í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina gátu þessir aðilar leyst út tug­pró­senta geng­is­hagn­að, fengið virð­is­aukn­ingu sem Seðla­bank­inn sá þeim fyrir og heil­brigð­is­vott­orð á pen­ing­anna. Þá gátu þeir notað til að kaupa eignir á bruna­út­sölu á Íslandi. Alls fengu inn­lendir aðilar 72 millj­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­kvæmt skil­­málum útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­inn­­ar. Afslátt­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­bank­ans er um 17 millj­­arðar króna. Seðla­bank­inn neitar að upp­lýsa hverjir það voru sem fengu að njóta þess­ara gæða.

Auglýsing
Starfshópur um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum velti þessu fyrir sér í skýrslu sem var til­búin fyrir kosn­ing­arnar 2016 en var stungið undir stól fram í jan­úar 2017. Þar sagði orð­rétt: „Miðlun upp­­lýs­inga um fjár­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­taka í fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­bank­ans er ekki til stað­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­bank­ans þegar um grun­­sam­­legar fjár­­­magnstil­­færslur er að ræða. Æski­­legt má telja að sam­­starf væri um miðlun upp­­lýs­inga á milli þess­­ara stofn­ana.“

Emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara hefur síðar sagt að eftir því sem næst verður kom­ist þá hafi ekki borist neinar til­kynn­ingar frá bönkum um mögu­legt pen­inga­þvætti vegna þeirra sem nýtt sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina.

Aðlögun krónu­veru­leik­ans

Fjár­magns­höft voru svo afnumin í fyrra. Síðan þá hafa þessir aðilar getað losað pen­ing­anna sína úr fjár­fest­ingum hér­lendis og fært þá aftur til útlanda án vand­kvæða.

Íslenska krónan hefur veikst mikið það sem af er ári. Þar af hefur hún veikst mjög hratt síð­ustu vik­ur, eða um tólf pró­sent frá því í lok júlí. Sú þróun leiðir af sér skert lífs­gæði, aukna verð­bólga og hækkun lána fyrir okkur sem neyð­umst til að búa í krónu­veru­leik­an­um. Engin virð­ist geta fest nákvæm­lega fingur á hvað hafi orsakað þessa veik­ingu.

En sagan sýnir okkur að þeir sem eiga mikið af fjár­munum og hafa oftar en ekki betri aðgengi að upp­lýs­ingum og tæki­færum, eru þeir fyrstu til að yfir­gefa íslenskt efna­hags­kerfi þegar nið­ur­sveiflan byrj­ar. Sá hópur er vanur því að græða bæði í upp­sveiflu og nið­ur­sveiflu, en láta launa­fólkið um að taka út aðlög­un­ina í gegnum sín lífs­kjör. Því er ekki úti­lokað að flótti þeirra út úr íslensku efna­hags­kerfi útskýri veik­ing­una að hluta.

Er vilji til að breyta kerf­um?

Gögnin sem Tekj­ur.is birtu varpa ljósi á anga sam­fé­lags­gerð­ar­innar sem hefur verið hul­inn hingað til. Meiri upp­lýs­ingar geta varla verið vondar fyrir almenn­ing sem þarf að móta sér skoð­anir á t.d. skatt­kerf­inu þegar hann mætir á kjör­stað hverju sinni.

Til við­bótar hafa stjórn­völd sýnt það í verki að ekki var til staðar vilji til að sækja stærstan hluta þess fjár sem var tekið með ólög­mætum hætti út úr bönkum fyrir hrun. Þau hafa líka sýnt að þau hafa frekar viljað liðka fyrir því að „skítugt fé“ kom­ist aftur til lands­ins, hand­höfum þess til hags­bóta, en að láta þá sem komu því undan sæta upp­töku þess.

Sam­an­dregið liggur fyrir að til staðar er vilji í kerfum íslenskrar stjórn­sýslu til að leyfa fjár­magns­eig­endum að leyn­ast og vilji til að leyfa þeim að kom­ast upp með að fela pen­ing­anna sína. 

Nú er eðli­legt að stjórn­málin taki afstöðu til þess hvort að þetta séu kerfi sem þau standi á bak við eða hvort þau vilji breyta þeim.

Mjög áhuga­vert verður að fylgj­ast með þeirri umræðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari