Auglýsing

Lands­bank­inn er í 98,2 pró­sent eigu íslenska rík­is­ins. Restin er í eigu starfs­manna hans sem fengu hluta­bréf fyrir góðan árangur við inn­heimtu tveggja lána­safna sem voru í eigu gamla Lands­bank­ans, og þar með kröfu­hafa hans.

Ríkið hefur verið ráð­andi í þessum banka frá því að hann var búinn til 8. októ­ber 2008, eftir neyð­ar­laga­setn­ingu sem heim­il­aði því að gera slíkt, og lagði bank­anum til 122 millj­arða króna í eigið fé þegar hann var stofn­að­ur.

Í krafti eign­ar­halds rík­is­ins á þess­ari stóru fjár­mála­stofnun í íslensku efna­hags­kerfi skipar Banka­sýsla rík­is­ins full­trúa í stjórn Lands­bank­ans. Þeim ber að fram­fylgja eig­enda­stefnu rík­is­ins, þar sem mark­mið rík­is­ins um eign­ar­hald í fjár­mála­fyr­ir­tækjum er skil­greint.

Fyrsta mark­miðið sem er til­greint í henni er að „um­sýsla eign­ar­halds og starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja stuðli að trausti og trú­verð­ug­leika fjár­mála­mark­að­ar.“ Þetta á meðal ann­ars að gera með því að „Banka­sýslan og stjórn­ar­menn sem og aðrir sem koma að starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja fyrir hönd rík­is­ins skulu fylgja við­ur­kenndum leið­bein­ingum um stjórn­ar­hætti fyr­ir­tækja og leit­ast við að vera í for­ystu á sviði góðra stjórn­ar­hátta, við­skiptasið­ferðis og sam­fé­lags­legrar ábyrgð­ar.“

Auglýsing
Þrátt fyrir þessa kröfu um góða stjórn­ar­hætti, við­skiptasið­ferði og sam­fé­lags­lega ábyrgð hefur banka­ráð Lands­bank­ans ákveð­ið, beint inn í mjög við­kvæmar kjara­við­ræð­ur, að hækka laun banka­stjóra bank­ans í 3,8 millj­ónir króna á mán­uði, eða um tæp 82 pró­sent frá því að ákvörðun um laun hennar var færð frá kjara­ráði og til banka­ráðs Lands­bank­ans. Með því tryggði banka­ráðið að laun þess sem gegnir stöð­unni hafi hækkað um 140 pró­sent á fjórum árum, sem er fjór­föld hækkun en hjá almennri launa­vísi­tölu.

Í and­stöðu við til­mæli ráð­herra

Banka­ráðið gaf þær skýr­ingar við Frétta­blaðið að verið væri að færa laun banka­stjór­ans nær þeim kjörum sem almennt gilda fyrir æðstu stjórn­endur fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Þar er vænt­an­lega verið að vísa í laun banka­stjóra Arion banka (5,9 millj­ónir króna á mán­uði 2017 í laun og árang­urstengdar greiðsl­ur) og Íslands­banka (4,8 millj­ónir króna á mán­uði 2017 í laun, en 5,8 millj­ónir króna með líf­eyr­is­sjóðs­greiðsl­u­m). Hvor­ugur bank­inn hefur birt árs­reikn­ing fyrir árið 2018 – þeir munu gera það síðar í vik­unni – og því liggur ekki fyrir hvort launin hafi hækkað á síð­asta ári.

Í eig­enda­stefnu rík­is­ins segi að bankar í eigu rík­is­ins eigi að „setja sér starfs­kjara­stefnu sem er sam­keppn­is­hæf, en hóf­leg og ekki leið­and­i.“ Eftir að Íslands­banki komst í eigu rík­is­ins hefur ekk­ert verið gert til þess að lækka laun banka­stjóra hans, sem eru sann­ar­lega leið­andi í íslensku atvinnu­lífi. Og varla getur það talist hóf­legt að þiggja 4,8 millj­ónir króna í laun og líf­eyr­is­sjóðs­greiðsl­ur, 16föld lág­marks­laun, á mán­uði.

Það getur enn fremur vart haldið vatni að laun banka­stjóra Lands­bank­ans séu hóf­leg, þegar þau eru til að mynda mátuð við laun ann­arra rík­is­for­stjóra, þeirrar stéttar sem hefur þrátt fyrir allt tekið til sín ein­hverjar mestu launa­hækk­anir allra hópa lands­ins und­an­farin miss­eri.

Í lok árs 2016 var nefni­lega tekin póli­tískt ákvörðun um launa­­kjör rík­­is­­for­­stjóra undan kjara­ráði og til stjórna fyr­ir­tækj­anna, sem eru póli­­tískt skip­að­­ar. Sú breyt­ing tók gildi um mitt ár 2017. Bene­dikt Jóhann­es­son, sem þá var fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sendi bréf til stjórna allra fyr­ir­tækja í rík­i­s­eigu í aðdrag­anda þeirrar yfir­færslu. Þar beindi hann þeim til­mælum til þeirra að stilla öllum launa­hækk­unum for­stjóra í hóf. Í ljósi þessa er ákvörðun banka­ráðs Lands­bank­ans að hækka laun banka­stjórna um 82 pró­sent, í 3,8 millj­ónir króna á mán­uði, frá þeim tíma­punkti bein­línis ófyr­ir­leit­in.

Ofur­laun og græðgi leiða til traust­leysis

Í des­em­ber 2018 var birt Hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerf­ið. Sam­hliða vinnu við gerð hennar var fram­kvæmd rann­sókn á skoð­unum eig­enda rík­is­bank­anna tveggja, íslensks almenn­ings, á fjár­mála­kerf­inu. Ein helsta nið­ur­staða hennar var sú ein­ungis 16 pró­sent lands­manna treysta banka­kerf­inu. 57 pró­sent treysta því lítið eða ekk­ert. Þær nið­ur­stöður sýna að annað af helstu mark­miðum eig­enda­stefnu rík­is­ins, að stuðla að trausti á fjár­mála­mark­aði, hefur sann­ar­lega ekki náðst.

Auglýsing
Þegar fólk var beðið um að segja af hverju það treysti ekki íslenska banka­kerf­inu var nið­ur­staðan nokkuð afger­andi. Það sem flestum Íslend­ingum datt í hug til að lýsa kerf­inu voru orð eins og spill­ing og græðgi. Þeir not­uðu hug­tök eins og háir vext­ir, dýrt og okur til að skil­greina kerf­ið.

Þegar fólk var spurt hvernig væri hægt að auka traust til banka­kerf­is­ins þá sagði stór hluti að það væri hægt með minni græðgi og minni ofur­laun­um. Nú eða með því að lækka vexti og bjóða almenn­ingi upp á betri kjör.

Eng­inn nefndi það að hækkun launa banka­stjóra rík­is­banka um 82 pró­sent á skömmum tíma myndi auka til­trú hans á kerf­ið.

Í höndum rík­is­ins að hag­ræða

Kristrún Tinna Gunn­ars­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Oli­ver Wyman í Sví­­þjóð sem sat í starfs­hópnum sem skrif­aði Hvít­­bók um fram­­tíð­­ar­­sýn fyrir fjár­­­mála­­kerf­ið, sagði í við­tali við 21 á Hring­braut nýverið að það felist tæki­færi í því að van­traust fólks á banka­kerf­inu eigi ekki ein­ungis rætur sínar að rekja til hruns­ins, heldur vegna þeirra kjara sem bank­arnir bjóða almenn­ingi upp á og þeirrar hátt­semi sem sé að finna innan bank­anna. Það væri jákvætt vegna þess að það væri „erf­ið­­ara ef van­­traustið skap­­ast bara af ein­hverjum sög­u­­legum atburðum sem við getum ekki breytt.“

Kristrún Tinna sagði það bæði vera í höndum rík­­is­ins og bank­anna sjálfra að gera breyt­ingar sem stuðli að breyt­ingum sem bæti kjör og lækki vexti. „Bank­­arnir hafa verið í miklum hag­ræð­ing­­ar­að­­gerðum og það er klár­­lega svig­­rúm að mínu mati til þess að gera enn bet­­ur.[...]Þetta er þróun sem er að eiga sér stað alls staðar í heim­inum og flestir stærstu bankar Evr­­ópu hafa það efst á for­­gangs­lista sínum að draga úr kostn­aði. Ég held að við þurfum klár­­lega að vinna að því hér á Íslandi lík­­a.“

Í stað þess að horfa til þess hvernig rík­is­bank­arnir nýti aug­ljóst svig­rúm til að draga úr kostn­aði til að bjóða almenn­ingi upp á betri kjör, og sýni þar með í verki vilja til að auka til­trú eig­enda hans á banka­kerf­inu, var ákveðið að hækka laun banka­stjóra langt umfram almenna launa­þró­un. Og hefja bygg­ingu nýrra höf­uð­stöðva á dýrasta stað í höf­uð­borg­inni, við hlið Hörpu við Aust­ur­höfn. Þar verður byggð 16.500 fer­metra bygg­ing auk bíla­kjall­ara. Áætl­aður kostn­aður er að minnsta kosti níu millj­arðar króna.

Sprengja inn í kjara­við­ræður

Þessi launa­hækkun banka­stjóra Lands­bank­ans væri takt­laust og illa ígrunduð við hvaða aðstæður sem er. En að þetta sé að ger­ast á hápunkti gríð­ar­lega við­kvæmra kjara­við­ræðna, þar sem atvinnu­rek­endur og stjórn­völd eru að reyna að sann­færa verka­lýðs­hreyf­ing­una um að lítið sem ekk­ert svig­rúm sé til launa­hækk­ana, stappar nærri veru­leikafirr­ingu.

Þegar við bæt­ist að rík­is­bank­inn ætlar að nota marga millj­arða króna til að byggja sér fok­dýra mont­höll þegar ástandið á hús­næð­is­mark­aði er þannig að stór hópur lands­manna telur sig jað­ar­sett­ann á þeim mark­aði þá er eðli­legt að velta því fyrir sér hvort að þeir sem bera ábyrgð á að eig­enda­stefnu rík­is­ins séu starfi sínu vaxn­ir. Þeir virð­ast að minnsta kosti ekki skilja hug­tökin „sam­fé­lags­leg ábyrgð“ og „hóf­sem­i“, sem þó eru bæði í eig­enda­stefn­unni, neitt sér­stak­lega vel. Þvert á móti virð­ist ákvarð­anir þess vera teknar úr öllu sam­fé­lags­legu sam­hengi.

Allir við borðið stór­yrtir

Það sést vel á við­brögðum sem komið hafa fram hversu skað­leg ákvörðun banka­ráðs­ins um launa­hækkun banka­stjór­ans er. Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur sagt að þetta væri óþol­andi ástand og að skýr­ingar banka­ráðs á athæf­inu séu dap­ur­leg­ar. „Við græðum ekk­ert á flott­ræf­ils­hætti í dag. Það eru allir búnir að sjá í gegn um þessa starf­semi. Fjár­mála­kerfið þarf að sýna aðhald, auð­mýkt og vilja til að vinna í sam­fé­lags­legri sátt við umhverf­ið.“

Sá sem situr hinu megin við samn­inga­borðið frá Ragn­ari, Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­­­kvæmda­­­stjóri Sam­­­taka atvinn­u­lífs­ins, sak­aði banka­ráðið um takt­­­leysi í Frétta­­­blað­inu í dag. Hann sagði enn fremur að ákvörð­unin væri „óskyn­sam­leg og óverj­and­i“.

Auglýsing
Harð­ast til orða tók Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra. „Þessar eilífu hækk­­­anir for­­stjóra rík­­is­­fyr­ir­tækja eru óþol­andi. Rík­­is­­bank­inn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjara­­samn­inga. Banka­­sýsla rík­­is­ins og banka­ráð Lands­­bank­ans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyr­ir­tækjum í almanna­­eign. Ef ekki þá verða stjórn­­völd að grípa inn í með laga­breyt­ing­­um. Í hrein­skilni sagt þá fer þol­in­­mæði mín þverr­andi gagn­vart þessu rugli.“

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra bætt­ist svo í hóp­inn og sagði ákvörð­un­ina óskilj­an­lega og úr öllum „takti við bæði stefnu stjórn­valda og umræðu sam­fé­lags­ins þar sem kjara­við­ræður standa auð­vitað yfir.“

Kerfi sem er til fyrir sig sjálft

Tölum íslensku. Það er sára­lítil eða engin eft­ir­spurn eftir íslenskum banka­mönnum utan þess hlið­ar­veru­leika sem þeir hafa búið til fyrir sjálfan sig. Þetta eru ekki ofur­menni eða neinir sér­stakir snill­ing­ar. Þeir eru ekki ómissandi og kerfið sem þeir starfa í virð­ist vera allt of dýrt vegna þess að það þjónar fyrst og fremst þeim sem í því starfa og ein­staka fylgitungl­um, ekki þorra þeirra sem þurfa að nota það.

Ríkið hefur valið að við­halda arm­lengd­ar-­stefnu gagn­vart bönk­unum sem það á. Í henni hefur falist að rík­is­þvegnir bankar sem fengu eignir sínar í vöggu­gjöf og starfa bara á fákeppn­is­mark­aði inn­an­lands virð­ast nán­ast geta gert það sem þeir vilja, enda eig­enda­stefnan að uppi­stöðu mjög almenn og hægt að túlka hana að hluta eftir hent­ug­leika.

Í þeim hent­ug­leika felst að greiða allt of mörgum starfs­mönnum banka allt of há laun með þeim afleið­ingum að rekstr­ar­kostn­aður þeirra, sem er að helm­ingi launa­kostn­að­ur, eykur álagn­ingu á þau kjör sem bank­arnir bjóða almenn­ingi og fyr­ir­tækjum lands­ins upp á. Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, skrif­aði grein um þetta í des­em­ber síð­ast­liðnum og benti á að álagn­ing íslenskra banka vegna þessa kostn­aðar væri 45 pró­sent.

Það virð­ist ekki vera nein póli­tísk sam­staða um að ríkið sé að fara að selja Lands­bank­ann og Íslands­banka í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð og því þarf að grípa strax til aðgerða að aðlaga þessa banka að raun­veru­leik­an­um. Það þarf að toga þá úr heima­til­búnum hlið­ar­veru­leik­an­um, skera niður kostnað veru­lega með það fyrir augum að bæta kjör til eig­enda, leggja af allar hug­myndir um hall­ar­bygg­ingar og hætta að láta eins og það að sitja á skrif­stofu og færa til pen­inga sé svo ægi­lega flókið og mik­il­vægt starf að um það eigi að gilda önnur launa­lög­mál en um aðra.

Óboð­leg launa­hækkun banka­stjóra Lands­bank­ans er ágætis til­efni til að hefja þær aðgerð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari