Hverjum þykir sinn fugl fagur

Eiríkur Ragnarsson og Ólafur Margeirsson fjalla um kjarabaráttuna og benda á að í dag séu tvö lobbý við lýði. Eitt vill að stærri hlut kökunnar fari til vinnandi fólks, hitt vill sjá stærri hlut fara til eigenda fyrirtækja.

Ólafur Margeirsson og Eiríkur Ragnarsson
Ólafur Margeirsson og Eiríkur Ragnarsson
Auglýsing

Mikil stemm­ing mynd­að­ist í aðdrag­anda kjara­samn­inga­við­ræðn­anna. Sól­veig hjá Efl­ingu tók á sig 300 þús­und króna launa­lækkun og þakk­aði Frjáls­lyndum Fram­halds­skóla­nemum fyrir hag­fræði­bók sem þeir sendu henni að gjöf með því að finna henni gott heim­ili í rusl­inu. Ragnar í VR pant­aði sér gult vesti og í rök­ræðum við hag­fræð­ing Við­skipt­ráðs, efað­ist hann um áræði hagtalna OECD og ESB.

Við­skipt­ráð og Sam­tök Atvinnu­lífs­ins (SA) hafa ekk­ert gefið eftir held­ur. Þau hamra á því að sam­kvæmt alþjóð­legum gögnum sé ójöfn­uður á Íslandi lít­ill sam­an­borið við önnur lönd og segja svig­rúm til launa­hækk­ana „nán­ast ekki neitt“. Þau grípa hvert tæki­færið á eftir öðru til að reyna að draga úr trú­verð­ug­leika stétt­ar­fé­lag­ana og „kalla eftir skyn­semi“ þegar launa- og vinnu­stunda­kröfur eru rædd­ar.

Fyrir hinn almenna borg­ara er þessi umræðan óneit­an­lega rugl­ings­leg. Tökum dæmi. Stefán Ólafs­son, fyrir hönd Efl­ing­ar, ritar grein eftir grein með heil­miklum grein­ingum sem sýna hinn óum­deil­an­lega ójöfnuð sem hér á landi ríkir þegar allt er tekið til greina, s.s. yfir­vinnu­stundir og fjár­magnstekj­ur. Þessar greinar eru oft vand­að­ar. Þær fara oft vel með stað­reyndir en geta farið frjáls­lega með ein­stakar for­sendur.

Auglýsing

Í kjöl­farið mæta svo hags­muna­verðir fyr­ir­tækj­anna með Excel gröf úr Power Point glærum  og reyna að kveða Stefán gamla í kút­inn. Í gegn­um, ekki síður vand­aða grein­ingu og flókna rök­semd­ar­færslu, reyna þau svo að sanna fyrir land­anum að for­kólfar verka­lýðs­fé­lag­anna séu að biðja um eitt­hvað sem sé, nánast, stærð­fræði­lega ómögu­legt.

Leið­togar og tals­menn stétt­ar­fé­lag­ana mála dimma mynd af sam­fé­lag­inu sem við búum í. Þeir safna saman dæmum og sönn­un­ar­gögnum sínu máli til stuðn­ings. Svo nota þau þessi gögn til að færa rök fyrir kröfum sín­um, hvers meg­in­inn­tak er, eins og Við­skipta­ráð benti á: „... skilj­an­leg krafa [um] að laun og tekjur séu mann­sæm­andi og dugi til fram­færslu.“

Hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja gera svo nákvæm­lega sama hlut­inn. Starfs­menn þeirra sitja um gögn hag­stof­unnar og OECD, ásamt því að búa til alls­konar svið­myndir um efna­hags­legar ham­farir ef launa­hækk­anir verða of mikl­ar. Þá er ágætt að muna eftir því að það skiptir engu máli hvenær þau eru spurð, hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja hafa aldrei sagt að það sé gott rými til launa­hækk­ana.

Hámörkun vel­ferð félags­manna

Það væri okkur hollt öllum stundum að muna hver til­gangur hags­muna­fé­laga er.

Í ann­ari grein stjórn­ar­skrár Efl­ingar og VR kemur fram að til­gangur félag­ana sé að „efla og styðja hag“ félaga sinna. Félagar þeirra eru, eins og allir vita, launa­fólk. Þessi félög geta upp­fyllt til­gang sinn á ýmsan máta. Ein leið er að sjálf­sögðu að reyna að hámarka heild­ar­tekjur (laun) félaga sinna. Því reyna stétt­ar­fé­lögin allt sem þau geta til þess að sann­færa land­ann um það að launa­fólk hafi það frekar skítt, alla­vega í sam­an­burði við eig­endur fyr­ir­tækj­anna sem þau vinna fyr­ir. Og alltaf koma varnaglar þegar rétti­lega er bent á að laun þeirra félags­manna hafi hækkað veru­lega að raun­gildi síð­ast­liðin ár.

SA og Við­skipta­ráð eru helstu hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja. Í stjórn­ar­skrá SA kemur fram að til­gangur þeirra sé að „stuðla að sam­keppn­is­hæfum og arð­bærum atvinnu­rekstri“. Sam­kvæmt stjórn­ar­skrá Við­skipta­ráðs er til­gangur þess aðeins flókn­ari, en þegar öllu er á botn­inn hvolft er til­gangur Við­skipt­ráðs sá sami og til­gangur SA: að hámarka vel­ferð félaga sinna.

Félags­menn Við­skipta­ráðs og SA eru fyr­ir­tæki. Og nán­ast öll fyr­ir­tæki hafa fyrst og fremst eitt og aðeins eitt mark­mið: Að græða pen­ing.

Ef fyr­ir­tæki vilja græða meiri pen­ing geta þau t.d. hækkað verðið á sinni fram­leiðslu eða lækkað kostnað við fram­leiðsl­una. Þó svo að SA hafi hingað til ekki beitt sér beint fyrir verð­hækk­unum (enda hafa þau engin tól þar til), þá hafa eru þau óbeint unnið að því mark­miði með til­lögum sínum að breyt­ingum á sam­keppn­is­lögum sem fyrst og fremst snú­ast út á það að draga tenn­urnar úr Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu (sem gegnir lyk­il­hlut­verki í að halda fyr­ir­tækjum á mott­unni þegar kemur að óhóf­legum verð­hækk­un­um, í gegnum sam­ráð eða of mikla sam­þjöpp­un).

Kostn­aður fyr­ir­tækja er að stóru hluta launa­kostn­að­ur. Og ef þessi sam­tök vilja upp­fylla til­gang sinn hlýtur það að vera mark­mið þeirra að lág­marka laun – alla­vega lág­marka launa­hækk­an­ir. Og til þess að sann­færa almenn­ing um ókosti hærri launa senda þau út alls­konar áróð­ur. Rétt eins og stétt­ar­fé­lög­in.

Hags­munir félaga verka­lýðs­fé­laga ann­ars vegar og hags­munir félaga hags­muna­sam­taka atvinnu­lífs­ins hins vegar eru beint á ská. Hags­muna­sam­tök vinn­andi fólks og fyr­ir­tækja­eig­anda koma alltaf til með að ríf­ast, líkt og Marx bless­aður tal­aði um: „Saga sam­fé­lags­ins hingað til er saga bar­áttu mis­mun­andi stétta.“ Það er líka ágætt að muna að Adam Smith var­aði við hags­muna­fé­lögum og þeirra sam­krulli við stjórn­mála­menn.

Vissu­lega væri það ánægju­legt ef báðar hliðar aðlög­uðu tón sinn, væru ekki með svona mikla stæla í garð hvors ann­ars og hættu að sér­velja gögn til handa sínum máls­stað. Þá væri það jákvætt ef báðar hliðar sam­þykktu gilda punkta hinnar hlið­ar­innar hvenær sem þeir eru settir fram.

En kerfið okkar er ekki sett þannig upp. Í dag erum við með tvö lobbý, eitt vill stærri hlut kök­unnar fara til vinn­andi fólks, hitt vill sjá stærri hlut fara til eig­enda fyr­ir­tækja. Því er gott að við sem lesum þessar fréttir minnum okkur sjálf á það að hvor hliðin kemur bara til með að deila upp­lýs­ingum og gögnum sem styðja hags­muni sinna félaga. Ef þú skoðar bara sönn­un­ar­gögn frá annarri hlið­inni þá færð þú aldrei heild­ar­mynd. 425 þús­und í lág­marks­laun er vissu­lega bjart­sýnt, en svig­rúm til launa­hækk­ana er vafa­laust meira en mat fyr­ir­tækj­anna sjálfra (1,9%).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit