Auglýsing

Ólafur Ólafs­son hefur kært íslenska ríkið til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu fyrir það að Alþingi hafi skipað rann­sókn­ar­nefnd til að upp­lýsa um það að hann og sam­starfs­fé­lagar hans hefðu beitt rík­ið, fjöl­miðla og almenn­ing allan stór­kost­legum blekk­ingum til að kom­ast yfir Bún­að­ar­bank­ann árið 2003. 

Ólafur telur að vinna og birt­ing á skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar hafi vegið „al­var­lega að orð­spori og æru“ hans án þess að hann hefði nokk­urt tæki­færi til að koma við vörn­um, að þar hafi verið settar fram ein­hliða ásak­anir á hann sem í engu væru rétt­læt­an­legar og að frið­helgi einka­lífs hans hafi verið skert með því að kaup hans á rík­is­banka hafi verið rann­sökuð af opin­berri nefnd. 

Sú rann­sókn­ar­nefnd, sem skil­aði afger­andi og vel rök­studdri nið­ur­stöðu árið 2017, upp­lýsti um að Ólafur og eig­endur ann­ars aflands­fé­lags, sem íslensk yfir­völd eru sann­færð um að séu bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir, hefðu hagn­ast stór­kost­lega per­sónu­lega á því að láta þýska einka­bank­ann Hauck & Auf­häuser þykj­ast vera í kaup­enda­hópnum og leyna því þar með að Kaup­þing, sem síðan sam­ein­að­ist Bún­að­ar­bank­an­um, hefði fjár­magnað við­skipt­in. 

Þegar málið var loks rann­sak­að, 14 til 15 árum eftir að fléttan var ofin, og átta og hálfu ári eftir að þeir höfðu steypt hon­um, og íslensku sam­fé­lagi, fram af hengi­brún lá fyrir að öll mögu­leg lög­brot voru fyrnd. Menn yrðu ekki látnir svara til saka fyrir dóm­stólum fyrir blekk­ing­arn­ar. 

Við rann­sókn­ina reynd­ust við­föngin afar ósam­vinnu­þýð. Þau annað hvort mundu ekk­ert, slepptu því að svara spurn­ingum eða borg­uðu almanna­tengl­unum sínum vel til að spinna fárán­lega spuna sem var svo haldið að fjöl­miðl­um.

Ólafur sjálfur sagði í vitn­is­­burði sínum fyrir dómi, þar sem hann svar­aði spurn­ingum rann­­sókn­­ar­­nefnd­ar­inn­ar, að eftir því sem hann best vissi hefðu allar þær upp­­lýs­ingar sem íslenska rík­­inu voru veittar um kaup­in, og kynntar voru í fjöl­miðlum sam­hliða kaup­um, verið réttar og nákvæm­ar. Gögn sem nefndin hafði undir höndum sýndu með óyggj­andi hætti fram á að svo er ekki. Ólafur var leið­andi í þeirri fléttu sem ofin var í kringum kaup­in.

Auglýsing
Með kaup­unum á Bún­að­ar­bank­anum komust Ólaf­ur, bræð­urnir Ágúst og Lýður og helstu stjórn­endur Kaup­þings yfir við­skipta­banka­starf­semi og háa láns­hæf­is­ein­kunn. Bank­anum var svo rennt saman við Kaup­þing og úr varð eitt stærsta gjald­þrot heims­sög­unnar og það sem Hæsti­réttur Íslands hefur kallað „al­var­leg­ustu efna­hags­brot Íslands­sög­unn­ar“. 

Til við­bótar fékk falið félag Ólafs, Mar­ine Choice, 3,8 millj­­arða króna vegna þeirrar fléttu sem ofin var á bak við Hauck & Auf­häuser-grímuna. Hitt félag­ið, Dek­hill Advis­ors, sem er talið í eigu Bakka­var­ar­bræðr­anna Ágústs og Lýðs, fékk 2,9 millj­­arða króna. 

Málsvörn þess sem er yfir lög hafin

Í aðdrag­anda þess að rann­sókn­ar­nefndin ætl­aði að kynna nið­ur­stöðu sína á þessu stóra máli var almanna­tengsla­deild Ólafs, innan almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­is­ins KOM og lög­manna­hóps­ins sem ver hann, búin að und­ir­búa málsvörn. Hún fólst í því að reyna mark­vis­st, bæði opin­ber­lega og óform­lega, að reyna að hafa áhrif á það hvernig fjallað yrði um mál­ið, meðal ann­ars með að gefa í skyn að nefndin hefði ekki kom­ist að neinu sem máli skipti. Þremur mán­uðum áður en að nefndin skil­aði skýrslu sinni sendu lög­menn Ólafs til að mynda frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem þeir sögðu að allt í kringum rann­­sókn­­ar­­ferlið á aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser að kaupum á hlut í Bún­­að­­ar­­bank­­anum á sínum tíma væri „und­­ar­­legt, for­­dæma­­laust og byggt á órök­studdum dylgj­u­m.“ 

Heima­síða þar sem málsvörnin yrði sett fram hafði verið til­búin mán­uðum saman og þegar skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar kom loks­ins út var tekið upp 50 mín­útna málsvarnará­varp. Í nið­ur­lagi þess sagði Ólafur að nið­­ur­­staða skýrsl­unnar væri hvorki sann­­gjörn né rétt „gagn­vart þjóð­inni og alls ekki gagn­vart mér per­­­són­u­­­lega.“

Málsvörn Ólafs byggð­ist á þeirri veiku von að fjöl­miðlar og almenn­ingur myndu ekki kynna sér málið eða þau gögn sem nið­ur­staða rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar byggði á. Hann taldi það ekki blekk­ingu eða lygi að segja ósatt í til­­kynn­ingum til Kaup­hall­­ar, í við­­tölum og yfir­­lýs­ingum sem sendar eru á fjöl­miðla, eða í svörum sínum fyrir rann­­sókn­­ar­­nefnd eða Rík­­is­end­­ur­­skoð­un. Það væru ein­fald­lega við­­skipti. Ríkið hefði fengið þann pen­ing sem samið var um í kaup­unum og ekk­ert annað skipti máli né kæmi neinum við. 

Lík­lega má slá því föstu að þessi almanna­tengsla­her­ferð hafi verið ein sú verst heppn­að­asta í manna minn­um. Fórn­ar­lamba­samúð með Ólafi var, og er, áfram sem áður engin utan þrengsta hrings­ins í kringum hann. Frekar dró úr henni á meðal almenn­ings en hitt. 

Sú her­ferð sem nú stendur yfir er end­ur­tekn­ing á hinni fyrri. Sér­fræð­ing­arnir sem Ólafur borgar vel fyrir að reka hana áfram telja greini­lega að hún eigi nóg inni þrátt fyrir að hún hafi beðið skips­brot fyrir tveimur og hálfu ári.

Var og er einn rík­asti maður lands­ins

Yfir­ráðin yfir sam­ein­uðum Bún­að­ar­banka/­Kaup­þingi gerðu Ólaf Ólafs­son að einum rík­asta og valda­mesta manni lands­ins. Í árs­lok 2003 voru eignir Kjal­ars, fjár­fest­inga­fé­lags Ólafs, metnar á 3,2 millj­arða króna. Tveimur árum síðar voru þær metnar á 85 millj­arða króna. 

Alls tókst Ólafi og tengdum félögum að safna upp skuldum upp á 147 millj­arða króna við íslensku bank­ana fram að hruni þeirra. Mest skuld­uðu félög Ólafs Kaup­þingi, bank­anum sem Ólafur var næst stærsti eig­and­inn að, alls 96,1 millj­arð króna. 

Auglýsing
Bakkavararbræðurnir, hinn aðil­inn sem græddi beint á því að kom­ast yfir Bún­að­ar­bank­ann, voru enn stór­tæk­ari í skulda­söfn­un. Þeir og félög tengd þeim skuld­uðu íslenskum bönkum 309 millj­arða króna við hrun­ið. Þar af námu skuldir þeirra við Kaup­þing, bank­ann sem þeir voru stærsti eig­and­inn í, 239 millj­örðum króna.

Það er ekki að ástæðu­lausu að því sé oft haldið fram að besta leiðin til að ræna banka sé að eign­ast hann. 

Ólafur Ólafs­son hefur hlotið einn dóm, í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða. Þar var hann dæmdur í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi. Hann hefur aldrei sætt sig við þá nið­ur­stöðu og hefur reynt að fá henni hnekkt á allan mögu­legan hátt, jafnt inn­an­lands sem erlend­is. Meðal ann­ars fyrir sama Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu. Þær aðfinnslur snú­ast ekki um efn­is­at­riði máls­ins, enda blasa þau við öllum sem lesa dóm Hæsta­réttar Íslands í mál­inu, heldur um hvort dóm­arar hafi verið van­hæfir vegna þess að þeir áttu sparnað í sjóðum Glitnis eða hluta­bréf í þeim banka, sem Ólafur átti ekk­ert í.

Ólafur lenti þó kyrfi­lega á fót­unum fjár­hags­lega eftir hrun. Árið 2011 gerði hann skulda­upp­gjörs­sam­komu­lag við Arion banka sem í fólst að Ólafi var sleppt við að greiða 64 millj­arða króna af skuldum sínum en þurfti í stað­inn að láta af hendi valdar eign­ir, meðal ann­ars hlut í útgerð­ar­ris­anum Brim. Ólafur hélt hins vegar fyr­ir­tæk­inu sem hann er oft­ast kenndur við, Sam­skip­um, auk fjölda ann­arra eigna. Almennt er talið að hann sé á meðal rík­ustu lif­andi Íslend­ing­anna og hann hefur verið umsvifa­mik­ill hér­lendis síð­ustu ár, meðal ann­ars í fast­eigna­við­skipt­u­m. 

Þess má geta að allir fimm dóm­arar Hæsta­réttar voru sam­mála um nið­ur­stöð­una í mál­inu og Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur þegar kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að máls­með­ferð íslenska rík­is­ins í Al Thani mál­inu hafi verið eðli­leg fyrir utan að vafi gæti verið á óhlut­drægni eins dóm­ar­ans vegna þess að sonur hans hafði starfað fyrir slitabú Kaup­þings. Ólafur fékk 277 þús­und krónur í bæt­ur.

Alvöru lög dæma ekki svona menn í fang­elsi

Í frægu við­tali við Stöð 2 fyrir nokkrum árum, þegar Ólafur afplán­aði dóm á Kvía­bryggju, sagði hann að sam­fé­lagið væri að bregð­ast ákveðnum þjóð­fé­lags­hópi, legði hann í ein­elti. Sá þjóð­fé­lags­hópur væru menn eins og hann. Fjár­mála­menn sem sátu í fang­elsi. „Í mínum huga eru þetta ekki alvöru lög sem unnið er eft­­ir.“ 

Nú eru það ekki bara lögin sem eru Ólafi ekki sam­boð­in, heldur ofbýður honum að rann­sókn­ar­nefnd hafi ráð­ist í að skoða hvort að íslenska ríkið hefði verið blekkt af honum og við­skipta­fé­lögum hans þegar það seldi þeim rík­is­banka. 

Nið­ur­staðan var, líkt og áður sagði, afger­andi sú að Ólafur og félagar hefðu blekkt land og þjóð til að kom­ast yfir bank­ann og hagn­ast veru­lega per­sónu­lega um leið. Gögn og vitn­is­burðir sýndu það svart á hvít­u. 

Ólafur kærði máls­með­ferð rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um miðjan júlí 2017, skömmu eftir að nið­ur­staðan var birt.

Auglýsing
Það sem truflar Ólaf er að hann telur störf nefnd­ar­innar hafa haft ígildi saka­mála­rann­sóknar og að hann hafi ekki notið rétt­ar­verndar sam­kvæmt því. Þ.e. að „um­gjörð og máls­með­ferð nefnd­ar­innar hafi í raun falið í sér saka­mál og nið­ur­staða hennar jafn­gilt refs­ingu, án þess að hann hafi notið nokk­urra þeirra rétt­inda sem sak­born­ingar eiga rétt á. Þá hafi nefndin ekki tekið til­lit til þeirra sjón­ar­miða sem hann kom á fram­færi við hana skrifleið­is.“ 

Vanda­málið við þessa veg­ferð er að lög um rann­sókn­ar­nefndir eru nokkuð skýr. Þar segir að meg­in­hlut­verk rann­sókn­ar­nefnda sé að afla upp­lýs­inga og gera grein fyrir máls­at­vikum í máli. „Vakni grunur við rann­sókn nefnd­ar­innar um að refsi­verð hátt­semi hafi átt sér stað til­kynnir hún rík­is­sak­sókn­ara það sem ákveður hvort rann­saka beri málið í sam­ræmi við lög um með­ferð saka­mála.“ Það liggur því fyr­ir, í laga­text­an­um, að ekki er um að ræða saka­mála­rann­sókn. 

En Ólafi finnst það samt vegna þess að nið­ur­staða nefnd­ar­inn­ar, sem fólst ein­vörð­ungu í því að upp­lýsa um hvað hefði átt sér stað, væri ígildi refs­ing­ar. Þá truflar það hann að sjón­ar­mið hans, manns sem varð meðal ann­ars upp­vís að því að ljúga við vitna­leiðslur í mál­inu, væru ekki meira ráð­andi í nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar.

Vert er að rifja upp að ef um lög­brot var um að ræða þá voru þau fyrnd, svo lengi tókst að halda flétt­unni leyndri. Þeir komust upp með þetta og urðu sví­virði­lega rík­ir. En samt finnst Ólafi að honum hafi verið refs­að. 

Spuni til að afvega­leiða

Líkt og greint var frá í frétt RÚV um málið í gær þá bár­ust um 50 þús­und erindi um upp­töku mála til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í fyrra. Tæp­lega 80 pró­sentum mála er vísað frá, um 7.600 mál fá nán­ari skoðun en um 2.700 mál enda með dómi, eða 5,4 pró­sent. Það að dóm­stóll­inn hafi kallað eftir svörum segir því ekk­ert um að lík­legt sé að málið verði tekið þar til með­ferð­ar, heldur ein­ungis það að Ólafur Ólafs­son á nóg af pen­ingum til að borga lög­mönnum til að senda svona þvælu til alþjóða­dóm­stóls. Íslenska ríkið mun svara þessum spurn­ing­um, segja með vísun í lands­lög að þetta hafi sann­ar­lega ekki verið saka­mála­rann­sókn, og mál­inu mun að öllum lík­indum þá ljúka. 

Það blasir við öllu skyn­sömu fólki að kæran er enn einn ang­inn í afar illa ígrund­uðum og herfi­lega fram­kvæmdum spuna Ólafs Ólafs­son­ar, almanna­tengla og lög­manna hans og síend­ur­teknum til­raunum þeirra til að grafa undan trú­verð­ug­leika dóm­stóla og ríkja sem dæma menn eins og hann í fang­elsi. Það sem hins vegar liggur fyrir er að þessir menn, sem telja aðrar reglur en hinar hefð­bundnu gilda um sig, eru ekk­ert hættir að sparka í stoð­irn­ar. 

Þá reynir á að þeir sem vita bet­ur, og sjá í gegnum þennan ljóta leik, standi upp og bendi á að sama hversu mikla pen­inga þeir eiga, og sama hversu mikla pen­inga hjálp­ar­hell­urnar eru til í að þiggja fyrir að bera mál­flutn­ing Ólafs á torg, séu þeir kviknakt­ir. Orð­ræða þeirra byggir ein­vörð­ungu á því að reyna að afvega­leiða með fórn­ar­lamba harma­kveinum og treystir á að sem fæstir kynni sér mála­vexti í raun.

Sam­an­dregið liggur nefni­lega fyrir að Ólafur Ólafs­son er ekki sak­laus mað­ur. Hann er dæmdur glæpa­maður sem olli miklum sam­fé­lags­legum skaða með atferli sínu og ákvörð­un­um. Réttur hans til að halda blekk­ingum sínum leyndum getur ekki verið sterk­ari en réttur almenn­ings, sem sat uppi með afleið­ingar þeirra, til að vita um þær. Og það að svipta hul­unni af Ólafi með lög­lega skip­aðri rann­sókn­ar­nefnd getur ekki talist refs­ing gagn­vart hon­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari