Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð

Auglýsing

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hafa síð­ustu miss­eri staðið fyrir mótun á stefnu í sam­fé­lags­mál­um. Sú vinna er við­bragð við því að mörg fyr­ir­ferð­ar­mikil fyr­ir­tæki innan geirans hafa orðið upp­vís af því að haga sér með hætti sem jafn­vel best laun­uðu mála­liðar þeirra við­ur­kenna í einka­sam­tölum að sé sam­fé­lags­legt skað­ræð­i. 

Í grein sem fram­kvæmda­stjóri SFS skrif­aði í Morg­un­blaðið – blað að uppi­stöðu í eigu sömu aðila og stýra þeim sam­tökum – um helg­ina sagði að sem hluti af sam­fé­lag­inu beri fyr­ir­tækjum að leita leiða til að draga úr nei­kvæðum áhrifum og auka þau jákvæðu. „Það er von mín að með þeim aðgerðum sem ráð­ist verður í á grund­velli þess­arar stefnu verði sjáv­ar­út­vegur leið­andi afl jákvæðra breyt­inga í sam­fé­lag­inu. Stefn­an, ein og sér, mun duga skammt ef fyr­ir­tæki í grein­inni gera sér ekki far um að inn­leiða hana í allar sínar athafn­ir.“

Þegar veikum skip­verjum er haldið föngnum

Síðar sama dag og grein fram­kvæmda­stjór­ans, Heiðrúnar Lindar Mart­eins­dótt­ur, birt­ist steig fyrsti skip­verj­inn á Júl­íusi Geir­munds­syni, frysti­tog­ara sem gerður er út af Hrað­frysti­hús­inu Gunn­vöru (HG), fram í fjöl­miðlum og lýsti aðstæðum um borð. Honum og vinnu­fé­lögum hans hafði verið haldið á sjó vikum saman þrátt fyrir að nær allir þeirra væru smit­aðir af COVID-19. Það er kald­hæðni örlag­anna að SFS not­uðu myndefni af Júl­íusi Geir­munds­syni í kynn­ing­ar­efni um nýju sam­fé­lags­stefn­una sína, þeirri sem boðar meira jákvætt og minna nei­kvætt. Eitt fyr­ir­tækj­anna sem hafði skrifað undir sátt­mál­ann var enda Hrað­frysti­húsið Gunn­vör. Ljóst ætti að vera öllum með augu og eyru að sú útgerð hefur ekki inn­leitt stefnu um sam­fé­lags­lega ábyrgð í „allar sínar athafn­ir“.

Í við­tal­inu við skip­verj­ann, hinn 21 árs gamla Arnar Hilm­ars­son, á RÚV kom fram að fyrst fór að bera á veik­indum meðal áhafn­ar­innar á öðrum degi veiði­ferð­ar­inn­ar, sem stóð á end­anum yfir í þrjár vik­ur. Skip­verjarnir voru látnir vinna veik­ir, verkja­lyf voru af skornum skammti og for­gangs­raða þurfti hverjir fengu þau. Áhöfn­inni var bannað að ræða veik­indi sín við fjöl­skyldur sín­ar, við fjöl­miðla eða á sam­fé­lags­miðl­um. Þau skila­boð voru ítrekuð þegar á leið veiði­ferð­ina.

Auglýsing
Samkvæmt frá­sögn­inni var meg­in­á­stæða þess að farið var í land ekki sú að 22 af 25 áhafn­ar­með­limum voru orðnir veik­ir, heldur að það var bræla og það vant­aði olíu á skip­ið. Meira að segja eftir að COVID-smit voru stað­fest þá var þess kraf­ist af veikum áhafn­ar­með­limum að þeir klár­uðu að gera að afl­anum og þrifu skip­ið, sem í felst háþrýsti­þvottur með heitu vatni þannig að mikil gufa myndast, með til­heyr­andi áhrifum á lung­u. 

Aðspurður hvort að skip­verjar hafi ekki hreyft and­mælum sagði Arnar að „and­mæli bein­línis gegn skip­stjór­unum á frysti­tog­ara líðst ekki“ og að „hegðun HG í þessum kór­ónu­vírusskandal núna er í nákvæmu sam­ræmi við hegðun fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart starfs­mönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfs­manna í for­tíð­inn­i.“

Þykja ásak­an­irnar þung­bærar

Við­brögð útgerð­ar­innar voru upp­haf­lega þögn. Hún neit­aði að tjá sig um það sem átt hafði sér stað. Það breytt­ist í gær þegar Einar Valur Krist­jáns­son, fram­kvæmda­stjóri og einn stærsti eig­andi Hrað­frysti­húss­ins Gunn­var­ar, sendi frá sér yfir­lýs­ingu þar sem beðist var afsök­unar á mál­inu. Þess má geta að Einar Valur er einnig vara­for­maður atvinnu­vega­nefndar Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem hefur meðal ann­ars það hlut­verk að móta stefnu flokks­ins í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, atvinnu­málum almennt og um nýt­ingu auð­linda. Hrað­frysti­húsið Gunn­vör er einnig á meðal eig­enda Morg­un­blaðs­ins, fjöl­mið­ils sem rek­inn er í botn­lausu tapi ár eftir ár að því er virð­ist til að meðal ann­ars halda úti áróðri sem er útgerð­ar­ris­unum þókn­an­legur

Í lýsigögnum í Wor­d-skjali með yfir­lýs­ing­unni sem var send á suma fjöl­miðla var Heiðrún Lind, sú sama og var að skrifa upp stefnu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja um sam­fé­lags­lega ábyrgð, skráð höf­undur skjals­ins.

Í yfir­lýs­ing­unni sagði Einar Valur það aldrei hafa verið ætlun útgerðar eða skip­­stjóra að stefna heilsu og lífi áhafnar skips­ins í hættu og „fyr­ir­tæk­inu þykir þung­­bært að sitja undir ásök­unum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfs­­manna“. 

Yfir­lýs­ingin hafði ekki þau áhrif sem von­ast var til og Einar Valur var kom­inn í við­tal við Vísi skömmu eftir að hún var send út. Þar sagði hann meðal ann­ars: „Þetta er nýtt. Það þekkti eng­inn þetta COVID. Við vissum ekki hvað það var. Og þetta er eins og ég segi, fyrsta COVID-ið sem kemur í fyr­ir­tækið hjá okk­ur. Við höfum bless­un­ar­lega verið laus við þetta og ekki þekkt þetta.“ 

Fyrsta COVID-smitið á Íslandi greind­ist í febr­úar 2020. Síðan þá hefur heims­far­ald­ur­inn hel­tekið sam­fé­lagið og haft meiri áhrif á það en nokkuð ann­að. Fjöl­miðlar fjalla um COVID frá nær öllum hliðum oft á dag. Sá sem seg­ist ekki þekkja COVID í nóv­em­ber 2020 hefur ekki verið með með­vit­und í síð­ustu rúmu átta mán­uði. Eða er ein­fald­lega að ljúga.

Ábat­inn af því að stofna heilsu í háska

Þegar ein­stak­lingar innan jað­ar­settra hópa, sem glíma oftar en ekki við alvar­legan fíkni­vanda, svipta hvorn annan frelsi og/eða valda skaða eru þeir rétti­lega dæmdir til fang­els­is­vistar, líkt og lög gera ráð fyr­ir. 

Þegar útgerð­ar­maður heldur veikum mönnum úti á sjó vikum sam­an, og ætl­ast svo til þess að þeir klári ýmis verk þegar í land er komið þrátt fyrir að sjúk­dómur þeirra sé þegar greind­ur, er erfitt að sjá hvernig það stang­ist ekki á 4. máls­grein 220. greinar almennra hegn­ing­ar­laga. Þar segir að fang­elsi allt að fjórum árum skuli „sá sæta, sem í ábata­skyni, af gáska eða á annan ófyr­ir­leit­inn hátt stofnar lífi eða heilsu ann­arra í aug­ljósan háska.“

Nokkuð fyr­ir­liggj­andi ætti að vera að rök­studdur grunur sé um að Hrað­frysti­húsið Gunn­vör hafi brotið gegn 34. grein sjó­manna­laga þar sem segir að ef ástæða sé til að ætla að skip­verji sé hald­inn sjúk­dómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skip­inu skuli skip­stjóri „láta flytja sjúk­l­ing­inn í land ef eigi reyn­ist unnt að verj­ast smit­hættu á skip­in­u.“ Við brotum á sjó­manna­lögum getur legið fang­els­is­refs­ing ef miklar sakir eru. 

Engin form­leg lög­reglu­rann­sókn hafði verið sett af stað á mál­inu í gær*. Við­brögð ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála hafa tak­markast við það að segja að málið sé ömur­legt, að frek­lega hafi verið farið á svig við grund­vall­­ar­at­riði sjó­­mennsk­unnar sem snú­­ast um að vernda heilsu og öryggi áhafn­­ar­inn­ar og að fyr­ir­tækið hefði átt að taka á þessu máli með allt öðrum hætti en gert var.

Þegar ráð­herrann, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, var spurður hvort hann teldi þessa óheil­brigðu og óeðli­­legu menn­ingu sem var um borð í Júl­­íusi Geir­­munds­­syni vera til marks um víð­tækara vanda­­mál í sjá­v­­­ar­út­­­veg­inum í heild sinni sagði Krist­ján að „ógn­ar­stjórn­un“ væri ekki bara bundin við sjá­v­­­ar­út­­­veg. Málið gæti orðið til að bæta sam­skipti milli sjó­manna og útgerð­ar­manna.

Ráð­herr­ann vildi, sam­an­dreg­ið, að lær­dómur yrði dreg­inn af mál­inu, ekki að það myndi hafa afleið­ingar fyrir þá sem bera ábyrgð á að stefna heilsu skip­verja í hættu.

Ógn­ar­stjórnun er víða

Það er hins vegar þannig að ógn­ar­stjórn­un, rök­studdur grunur um lög­brot í við­skiptum og allskyns óheil­brigði er eitt­hvað sem er ítrekað að koma upp í tengslum við sjáv­ar­út­veg. Nær­tæk­ast er að minn­ast á meintar mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti Sam­herja, stærsta sjáv­ar­út­vegs­veldi lands­ins, í tengslum við við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu, þar sem sex eru með rétt­ar­stöðu sak­born­ings

Í stað þess að sýna auð­mýkt gagn­vart þess­ari stöðu hafa stjórn­endur Sam­herja, sem telur sig líka vera sam­fé­lags­lega ábyrgt fyr­ir­tæki og hefur und­ir­ritað nýja stefnu SFS, ráð­ist í afar kostn­að­ar­saman stríð­rekstur gagn­vart nafn­greindu fólki og völdum fjöl­miðl­um.

Í þeim stríðs­rekstri er reynt að hafa æruna og lífs­við­­ur­væri af þeim sem útgerðin telur að ógni sér. Venju­­legu fólki sem á engra sér­hags­muna að gæta, er ein­ungis að vinna vinn­una sína og á ekki tugi millj­­arða króna til að nota í ógn­­ar­til­­burði. Í honum hefur maður sem hefur fengið yfir 130 millj­ónir króna í greiðslur frá Sam­herja yfir nokk­urra ára tíma­bil áreitt og elt blaða­menn sem tóku þátt í opin­ber­unum á við­skipta­háttum fyr­ir­tæk­is­ins. Í honum er lögfræð­ingi borgað fyrir að taka skjá­skot af sam­fé­lags­miðlum fjöl­miðla­manna yfir lengri tíma sem svo eru notuð til að reyna sýna fram á siða­reglu­brot.

Auglýsing
Allt til að beina athygl­inni af meg­in­at­riðum máls­ins, þeim sem hér­aðs­sak­sókn­ari á Íslandi og yfir­völd í tveimur öðrum löndum eru að rann­saka.

Sama fyr­ir­tækja­sam­steypa er stærsti eig­andi Eim­skips og er með tögl og hagldir í því skráða fyr­ir­tæki, þrátt fyrir að eign­ar­hlutur þess eigi ekki að tryggja slíka stöðu. Eim­skip hefur mótað og birt stefnu um sam­fé­lags­lega ábyrgð sem skipt­ist í þrjú áherslu­svið; umhverfi, sam­fé­lagið og stjórn­ar­hætti. Þrátt fyrir það hik­aði félagið ekki við að selja tvö skip í nið­ur­rif í Asíu þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­­ari en í Evr­­­­ópu, vegna þess að það var hag­kvæmara. Þetta mál, sem er aug­ljós­lega í and­stöðu við stefnu Eim­skips um sam­fé­lags­lega ábyrgð, hefur líka verið kært til hér­aðs­sak­sókn­ara. 

Þá er ótalið mál sem Stundin greindi nýverið frá og í fólst að skrif­stofu­stjóri í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu ákvað að taka sér lög­gjaf­ar­vald með því að láta fresta birt­ingu nýrra laga um lax­eldi þrátt fyrir að þau ættu að taka gildi strax. Fyrir vikið gátu þrjú lax­eld­is­fyr­ir­tæki, sem nú til­heyra SFS, skilað inn gögnum til Skipu­lags­stofn­unar áður en lögin tóku gildi. Vegna þessa byggja fyr­ir­huguð lax­eld­is­á­form fyr­ir­tækj­anna þriggja á laga­á­kvæðum eldri lag­anna um lax­eldi, sem eru ekki eins ströng og nýju lög­in. Mað­ur­inn sem tók sér þetta vald var sendur í leyfi. Ráðu­neyt­inu fannst ekk­ert til­efni til að upp­lýsa um það opin­ber­lega þegar það kom upp, þrátt fyrir aug­ljós­legan alvar­leika þess. Málið virð­ist ekki ætla að hafa frek­ari afleið­ing­ar.

Svöðu­sár sem þarf að græða

Grunn­ur­inn að ósætti í íslensku sam­fé­lagi liggur í fram­sali kvóta og afleið­ingum þess. Þær eru helstar að til er orðin ofur­stétt manna sem er að eign­ast Ísland. Örfáar fjöl­skyldur sem telja sig yfir lög hafnar og telja hluti eins og stefnur um sam­fé­lags­lega ábyrgð vera fyrst og síð­ast fjaðrir til að skreyta sig með, ekki eitt­hvað til að fara eft­ir. Stjórn­mála­menn þora ekki að láta þennan hóp sæta ábyrgð og hafa ekki kjark til þess að breyta kerf­unum sem færa honum þessi sam­fé­lags­lega skað­legu völd.

Þetta eru ein­stak­lingar sem telja sig ekki bundna af sam­fé­lags­sátt­mála. Með því að rísa ekki upp gegn þess­ari hegðun hafa stjórn­völd, Sam­tök atvinnu­lífs­ins og aðild­ar­sam­tök þeirra normaliserað sið­rof. Veitt óboð­legu atferli við­ur­kenn­ing­u. 

Eina leiðin til að breyta þessu er að grípa til stór­felldrar lækk­unar á kvóta­þaki, algjörrar end­ur­skil­grein­ingu á tengdum aðilum innan sjáv­ar­út­vegs og banns við veð­setn­ingu á kvóta í eigu almenn­ings. Þá þarf að kyrfi­lega binda í stjórn­ar­skrá að afla­heim­ildir séu eign þjóð­ar­innar og að þær séu ekki fram­selj­an­legar nema tíma­bundið fyrir sann­gjarnt afgjald. Það er svöðu­sár í íslensku sam­fé­lagi. Það mynd­að­ist við fram­sal kvóta og það hefur ein­ungis stækkað eftir því sem að ofur­stétt útgerð­ar­manna hefur orðið rík­ari, valda­meiri, ófyr­ir­leitn­ari og meira úr takti við sam­fé­lag manna á þessu landi.

Það þarf að græða þetta sár. 

Ann­ars mun aldrei sátt ríkja í þessu landi.

Greint var frá því í dag, eftir að leið­ar­inn birtist, að lög­reglu­rann­sókn væri hafin vegna COVID-smita á frysti­tog­ar­anum Júl­íusi Geir­munds­syni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari