Hvað kostar Ófærð okkur?

Eikonomics bendir á að framleiðsla á íslenskri menningu sé greidd úr sameiginlegum, takmörkuðum, sjóðum samfélagsins. Eðlilegt sé að velta fyrir sér hvort að því fé sé vel varið.

Auglýsing

Nýlega skrif­aði ég pistil sem fór yfir kerfi sem gengur út á það að ríkið end­ur­greiðir erlendum kvik­mynd­ar­gerð­ar­mönnum fram­leiðslu­kostnað, svo lengi sem þeir koma til Íslands og taka upp sjón­varps­efni. Greinin hitti greini­lega á taug sem leiddi alla leið upp í Sam­tök iðn­að­ar­ins –  félag sem gætir meðal ann­ars hags­muna kvik­mynda­gerð­ar­manna –  sem skrif­aði ágætis grein til stuðn­ings kerf­inu sem ég fjall­aði um.

Lögin rekja sögu sína til árs­ins 1999 þegar Alþingi sam­þykkti frum­varp um end­ur­greiðslu fram­leiðslu­kostn­aðar sem til fellur vegna kvik­mynda­gerð­ar. Eins og ég benti á í fyrri grein minni, þá er það svo sem ekk­ert galið að laða að fjár­fest­ingu í eft­ir­sóttum iðn­aði með ein­hvers­konar vil­yrð­um, þó draga þurfi línu í sand­inn ein­hvern tíma. Lögin má einnig end­ur­skrifa aðeins, þar sem það er ekki aug­ljóst að inn­flutn­ingur á vöðva­tröllum frá Kali­forníu sé skil­virkasta leiðin til að mæta mark­miðum lag­anna, sem eru að „stuðla að efl­ingu inn­lendrar menn­ingar og kynn­ingar á sögu lands­ins og nátt­úru.“  

Lögin gilda jafnt um íslenska og erlenda kvik­mynda­gerð. Íslenskir kvik­mynda­gerð­ar­menn geta fengið allt að 25% af öllum sínum fram­leiðslu­kostn­aði end­ur­greiddan frá íslenska rík­inu (að upp­fylltum vissum skil­yrðum), rétt eins og erlendir kollegar þeirra. Ólíkt erlendri kvik­mynda­gerð, þá liggur eng­inn vafi á því að íslensk kvik­mynda­gerð stuðlar að „efl­ingu inn­lendrar menn­ingar og kynn­ingar á sögu lands­ins“. 

End­ur­greiðslur til íslenskrar kvik­mynda­gerðar

Íslenska ríkið hefur til fjölda ára styrkt kvik­mynda­gerð. Kvik­mynda­sjóður hefur til að mynda veitt styrki í það minnsta frá árinu 1979. Það árið skaff­aði sjóð­ur­inn kvik­mynda­gerð­ar­mönnum 29,5 millj­ónir gamlar krónur (367 millj­ónir í nútímakrónum á verð­lagi dags­ins í dag). Kvik­mynda­gerð­ar­menn­irnir það árið nýttu pen­ing­inn vel og til urðu sígildar myndir eins og Land og syn­ir, Óðal feðrana og Kvik­mynd um fjöl­skyldu­líf. 

Auglýsing
Í ár úthlut­aði rík­is­sjóður Kvik­mynda­sjóði 1,1 millj­arð króna. Kvik­mynda­mið­stöð Íslands, sem sér um að dreifa pen­ing­unum úr Kvik­mynda­sjóð, hefur nú þegar útdeilt þessum pen­ingum meðal ann­ars til verk­efna eins og Stellu Blóm­kvist 2 (50 millj­ón­ir) og Ófærðar 3 (75 millj­ón­ir).

Árið 1999 var bætt við stuðn­ing til kvik­mynda­gerð­ar, með nýju end­ur­greiðslu­kerfi. Þetta kerfi hefur spilað lyk­il­hlut­verk í að laða að erlenda kvik­mynda­gerð­ar­menn, en spilar þó ekki minna hlut­verk í fjár­mögnun íslenskrar kvik­mynda­gerðar en styrkt­ar­kerfi  Kvik­mynda­sjóðs.

eEndurgreiðslur ríkisins til íslenskra kvikmyndargerðar, 2001 – 2020 (milljónir króna, á föstu verðlagi ágúst mánaðar 2020). Heimild: Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ath. Upplýsingar um gögnin og nánari greiningu má finna á vefsvæði Eikonomics á grid.is.Í rúma tvo ára­tugi hefur ríkið stutt við íslenska kvik­mynda­gerð í gegnum þetta kerfi, með óneit­an­lega ágætis árangri. Í það minnsta er íslensk kvik­mynda­gerð mun öfl­ugri í dag en hún var fyrir alda­mót. Þeir Íslend­ingar sem vel kunna að meta íslenska kvik­mynda­gerð hafa notið þessa kerfis í formi betra sjón­varps­efn­is, þó kerfið hafi að sjálf­sögðu komið sér best fyrir fram­leið­endur og aðra sem í geir­anum starfa.10 stærstu handhafar endurgreiðslu framleiðslukostnaðar, 2016 – 2020 (milljónir króna, á föstu verðlagi ágúst mánaðar 2020).

Á árunum 2016 – 2020 hefur fram­leiðslu fyr­ir­tækið Tru­en­orth fengið um 2,5 millj­arða greidda frá rík­inu í gegnum þetta kerfi. RVK Studi­os, fram­leiðslu­fé­lag sem flestir tengja við Baltasar Kor­máks, hefur fengið rúm­lega millj­arð end­ur­greiddan [1]. 

Tru­en­orth er að mestu leyti í því að þjón­usta erlenda kvik­mynda­gerð­ar­menn eins og Will Ferrell, sem koma til Íslands til að not­færa sér end­ur­greiðslu­kerf­ið. RVK Studios sker sig hins vegar úr þar sem það félag er aðal­lega í því að fram­leiða íslenskt efni, sér í lagi verk­efni sem flest okkar tengja við hin marga­frek­aða kvik­mynda­gerð­ar­mann og stofn­anda félags­ins, Baltasar Kor­mák.

Á verð­lagi ágúst mán­aðar 2020 hafa fjögur stærstu verk­efni RVK Studios (Ever­est, Eið­ur­inn, Ófærð 1 og 2) fengið hvorki meira né minna en 847 millj­ónir í gegnum þetta end­ur­greiðslu­kerfi og 232 millj­ónir úr Kvik­mynda­sjóði. Ever­est er reyndar erlent verk­efni, þó henni hafi verið leik­stýrt af Baltasar, því birt­ist hún ekki á graf­inu að neð­an.Sex stærstu verkefni sem fengu hluta framleiðslukostnaðar endurgreiddan úr ríkisjóði, 2016 – 2020 (milljónir króna, á föstu verðlagi ágúst mánaðar 2020)þ

Sjálfur tel ég að án rík­is­ins verði of lítil íslensk dæg­ur­menn­ing til en er sam­fé­lags­lega ákjós­an­legt. Án til­færslna rík­is­ins væri lík­lega ekk­ert Þjóð­leik­hús til, Íslenska óperan væri það ekki heldur og á Hörpu­reitnum væri enn Esso bens­ín­stöð­in, þar sem ég vann við að dæla bens­íni árið 2001. Það væri óneit­an­lega dap­ur­legt.

Hvað kostar Ófærð?

Almennt virð­ast Íslend­ingar hafa kunnað vel að meta Ófærð 1 og 2. Að með­al­tali horfðu um 133 þús­und ein­stak­lingar á hvern þátt. 

Ef við deilum beinum rík­is­styrkjum með áhorfs­töl­un­um, Þá þýðir það að ríkið hafi greitt um 2.400 krónur með hverjum áhorf­anda, eða um 240 krónur á þátt. Til sam­an­burðar þá greiðir ríkið um 11 þús­und krónur fyrir hverja heim­sókn í Þjóð­leik­húsið og 13-15 þús­und krónur með hverri heim­sókn á tón­leika Sin­fón­íu­hljóm­sveitar Íslands [3]. Því má vel færa rök fyrir því að fram­leiðsla sjón­varps­efnis á kostnað skatt­borg­ara sé mögu­lega skil­virk­ari en fram­leiðsla ann­ara menn­ing­ar­gæða. 

Nú hefur verið úthlutað 75 millj­ónum úr Kvik­mynda­sjóði til Ófærðar 3, sem er í fram­leiðslu og ef for­tíðin er ávísun á fram­tíð­ina þá má reikna með 250-350 millj­ónum úr rík­is­kass­anum í formi end­ur­greiðslna. 

Lík­lega á fjöld­inn allur af Íslend­ingum eftir að horfa á Ófærð 3. Mögu­lega er fram­leiðsla þátt­anna góð notkun á rík­is­fé. Stúdíó virð­ist vera í það minnsta skil­virkara en svið. Sama hvað því líður þá verðum við alltaf að muna það að fram­leiðsla á íslenskri menn­ingu er greidd úr sam­eig­in­leg­um, tak­mörk­uð­um, sjóðum sam­fé­lags­ins. Og spurn­ingin við þurfum að spyrja okkur er alltaf, og mun alltaf vera: Er hver þáttur að með­al­tali 240 króna virði í huga þeirra sem á hann horfa? 

Ef svarið er já, þá er Ófærð – Brot, Stella Blóm­kvist, Ráð­herrann, hvað sem þátt­ur­inn heitir – þess virði. Ann­ars ekki.

Punktar frá höf­undi:

[1] Í þessum pistli hef ég end­ur­reiknað fjár­hæðir svo hægt sé að bera saman verð­mæti yfir lengri tíma­bil. Fjár­hæðir eru því á verð­lagi ágúst mán­aðar 2020. 

[2] Nán­ari upp­lýs­ingar um gögnin sem rædd eru í þess­ari grein og nán­ari grein­ingu á þeim má finna á vef­svæði mínu á grid.is.

[3] Árið 2017 voru gestir Þjóð­leik­húss­ins voru 94 þús­und tals­ins, fram­lag rík­is­sjóðs var rúm­lega millj­arð­ur, sam­kvæmt árs­reikn­ing­i.  Árið 2018 fékk Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands  tæp­lega 1,1 millj­arð úr rík­is­sjóði og 235 millj­ónir frá Reykja­vík­ur­borg, á bil­inu 90 – 100 gestir komu á við­burði hljóm­sveit­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics