Mynd: Birgir Þór Harðarson

Án réttlætis verður samfélag einskis virði

Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, gerir upp árið sem nú er næstum liðið. Hann segir marga stjórnmálamenn líta betur út í fjarska en nánd, að í kosningum séum við ekki að kjósa guð almáttugan og að völd breyti geðugasta fólki í hrokafulla og hranalega ráðherra.

Stjórn­mála­menn hafa margir þann eig­in­leika að þeir eru fjarska glæsi­leg­ir, það er að segja að þeir líta betur út í fjarska en nánd. Leið­tog­arnir voru glæsi­legri og snjall­ari í gamla daga en þeir sem nú eru við stjórn­völ­inn. Nándin í nútíma­sam­fé­lag­inu gerir að það að verkum að kusk fellur oftar á hvít­flibbann. Maður á heldur aldrei að blind­ast af snilli eða gæðum neins. Þegar grannt er skoðað eru þeir í besta falli skárri en flest­ir. 

Á hinn bóg­inn gleym­ist oft að við erum ekki að kjósa guð almátt­ug­an. Í kosn­ingum á að velja stefnu og hæft fólk til þess að fram­fylgja henni, ekki þann fyndnasta, þá við­kunn­an­leg­ustu eða þann mynd­ar­leg­asta, þó svo að þessir eig­in­leikar prýði líka gott fólk. 

Vald spillir

Reynslan sýnir að völd breyta fólki. Geð­ug­ustu karlar og konur verða hroka­fullir og hrana­legir ráð­herr­ar. Sumir ganga enn lengra og halda að sér leyf­ist allt. Upp­ljóstr­anir um kyn­ferð­is­legt áreiti og ofbeldi frægra stjórn­mála­manna ber­ast víða að. Andrew Cuomo rík­is­stjóri í New York vakti athygli fyrir skel­egga fram­komu á fyrstu dögum Covid-­plág­unnar og margir sáu þar fyrir sér for­seta­efni. Í ljós kom að hann var káfari og klám­kjaftur sem hrökkl­að­ist úr emb­ætt­i. 

Í Frakk­landi var Nicolas Hulot þjóð­hetja, eins konar David Atten­borough Frakka, for­ingi í umhverf­is­hreyf­ing­unni og umhverf­is­ráð­herra um skeið, virtur maður og vin­sæll. Nú hafa að minnsta kosti fimm konur sakað hann um kyn­ferð­is­legt ofbeldi og hann hefur dregið sig út úr sviðs­ljós­inu, en neitar öllu. 

Nú í haust var upp­lýst að helsti menn­ing­ar­páfi komm­ún­ista, gamli Stalínist­inn Krist­inn E. Andr­és­son, var hald­inn barna­girnd. Fleiri ljót mál af þessu tagi hafa komið upp hér á landi og eflaust ekki allt komið fram enn. Sárs­auki fórn­ar­lambanna er enn meiri þegar skað­vald­arnir gegna trún­að­ar­stöðum og njóta virð­ingar í sam­fé­lag­in­u. 

Ólík­legt virð­ist að engir félagar þess­ara manna hafi vitað um nein af þessum mál­um. Vand­inn er oft ekki bara vonda fólk­ið, heldur góða fólkið sem þeg­ir.

For­tíðin var ein­fald­ari

Eitt það versta sem fyrir stjórn­mála­mann kemur er að ná fram bar­áttu­máli sínu. Gömlu stjórn­mála­flokk­arnir sem störf­uðu fyrir 1918 guf­uðu upp með full­veld­inu. Sjálf­stæð­is­hetj­urnar áttu engan sama­stað leng­ur. Eftir hrun komm­ún­ism­ans hurfu bæði Alþýðu­banda­lagið og Alþýðu­flokk­ur­inn af sjón­ar­svið­inu. Þessir flokkar voru með 28 þing­menn af 60 sam­tals árið 1978. 

Tutt­ugu árum seinna ætl­uðu þeir að sam­ein­ast í Sam­fylk­ing­unni, en sér­hags­munir og sér­lyndi ollu því að til varð Vinstri hreyf­ingin - grænt fram­boð. Árið 2009 voru þessir tveir flokkar með 36 þing­menn af 63 og mynd­uðu meiri­hluta­stjórn. Í kosn­ing­unum síð­ast­liðið haust fengu þeir 14 þing­menn sam­tals, jafn­marga og Vinstri græn ein og sér fengu tólf árum áður. Gamli vinstri væng­ur­inn er ekki svipur hjá sjón. Merk­is­berar hans eru í raun tveir smá­flokk­ar.

Sjálf­stæð­is­menn, sem lengst af studdu alþjóða­væð­ingu, jöfn tæki­færi allra og mark­aðs­lausnir, hafa þó síður en svo nýtt sér tæki­færið til þess að koma sínum gömlu bar­áttu­málum fram. Þvert á móti hafa ein­angr­un­ar­sinnar og varð­menn sér­hags­muna sterka stöðu í flokknum og hann hefur minnkað úr 25 þing­mönnum árið 2007 í 16 kosna í haust.

Fjöldi flokka á þingi sýnir að lín­urnar eru ekki lengur skarpar í stjórn­mál­un­um. Að hluta til vegna þess að flokk­arnir vilja hafa breiða skírskotun fremur en að fylkja sé um ákveðna sann­fær­ingu eða mál­stað. Þeir verða eins­leitir og fáir finna „sinn flokk“.

Ár umbylt­ingar eða stöðn­un­ar?

Meðan Repúblikanar kysstu vönd Trumps og báð­ust auð­mjúk­lega afsök­unar á því að hafa ekki fótum troðið lýð­ræðið fyrir hann bjuggu Íslend­ingar sig undir breyt­ing­ar. Í þrjú ár hafði setið að völdum rík­is­stjórn sem gerði ekki neitt nema klekkja á heil­brigð­is­kerf­inu, svo mjög að fáir tóku eftir miklum breyt­ingum á því þótt heims­far­aldur væri í gang­i. 

Í lok jan­úar 2021 birti Gallup skoð­ana­könnun þar sem „hin frjáls­lynda miðja“, sem Kjarn­inn kallar svo, fékk góða útkomu. Sam­fylk­ingin tæp­lega 17%, Við­reisn nærri 12% og Píratar rúm­lega 11%. Sam­tals rétt um 40%. Með þessi úrslit hefði Sam­fylk­ing fengið 12 eða 13 þing­menn, Við­reisn átta og Píratar sjö. Mið­flokk­ur­inn hefði fengið fimm og rík­is­stjórnin fall­in. 

Minnug boð­orðs sannra kappa: Aldrei skyldi góður drengur láta þá skömm af sér spyrj­ast að kjósa frið ef ófriður er í boði, hófu Sam­fylk­ingin og Við­reisn kosn­inga­bar­átt­una með inn­an­flokkserj­um. Flokk­arnir náðu sér eftir það aldrei á strik. Fjögra ára stjórn­ar­and­staða skil­aði frjáls­lyndu miðj­unni sam­tals rúm­lega tveimur pró­sentu­stigum minna en kom upp úr köss­unum árið 2017.

Stjórn­ar­flokk­arnir geta vel við unað. Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn hafa end­ur­heimt forna frægð sem stóru flokk­arnir tveir, þó að 29 þing­menn séu vissu­lega nærri tug minna en flokk­arnir fengu árið 2013. VG tap­aði sann­ar­lega þremur þing­mönnum og fjórð­ungi fylg­is, sem er þó ekk­ert hjá því að hafa glatað til­trú sem vinstri flokk­ur. Hann nýtur þess aftur á móti að hafa við­kunn­an­legan for­ingja sem stóru rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir sætta sig við.

Benedikt segir að stjórnarflokkarnir geti vel við unað.
Mynd: Bára Huld Beck

Meðan VG smá­eyddi Vaff­inu úr stefn­unni mjak­aði Sam­fylk­ingin sér lengra til vinstri. Við­reisn fylgdi á eftir og reyndi að fylla það skarð sem Sam­fylk­ingin (og Björt fram­tíð) skildi eftir vinstra megin við miðj­una. Engir flokk­anna riðu feitum hesti frá þess­ari hliðr­un.

Flokkur fólks­ins hélt sig við ein­föld skila­boð eins og síð­ast. Kosn­inga­bar­átta flokks­ins var vel heppnuð og fylg­is­menn hans höfðu trú á því að hugur fylgdi máli hjá for­ingj­an­um. Flokk­ur­inn vann það afrek að fá kjör­dæma­kjör­inn mann í öllum kjör­dæmum lands­ins sem VG náði til dæmis ekki. 

Mið­flokk­ur­inn ætl­aði að flikka upp á ásjónu sína með því að ýta út nokkrum af Klaust­ur­köpp­un­um.  Það voru mis­tök. Nýju fram­bjóð­end­urnir höfð­uðu ekki til kjarna­fylg­is­ins og upp­skeran var eftir því, þrátt fyrir ótrú­lega snjallt mynd­band af matar­æði for­ingj­ans. 

Sós­í­alistar buðu fram gamlan útrás­ar­vík­ing í galla­jakka, en þrátt fyrir þessa breiðu skírskotun var upp­skeran ekki önnur en sú að tryggja for­ingj­anum trausta afkomu á kjör­tíma­bil­inu. Það er samt nokk­uð.

Óbreytt ástand en þó ekki

Eftir langar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður tókst flokk­unum loks að ná saman um plagg sem eng­inn man stund­inni lengur hvað stendur í. Lík­lega hefði verið erfitt að kom­ast að annarri nið­ur­stöðu. For­menn stjórn­ar­flokk­anna treysta hverjir öðrum, en bera lítið traust til for­ingja hinna flokk­anna.

Flækjan fólst fyrst og fremst í því að það þurfti að búta stjórn­ar­ráðið niður og raða bút­unum svo saman af handa­hófi til þess að hægt væri að bæta við nýjum Fram­sókn­ar­ráð­herra. Aðal­at­riðið var samt að koma ráð­herrum VG út úr heil­brigð­is- og umhverf­is­ráðu­neyt­unum sem tókst.

Reyndar eru miklar vonir bundnar við Will­um. Hann virð­ist vera skyn­samur og rétt­sýnn mað­ur. Verk­efnið er ærið eftir langt nið­ur­rifs­ferli und­an­gengin ár, en tæki­færin eru líka mörg. Vinstri menn hafa haft hag­ræð­ingu sem bann­orð í heil­brigð­is­kerf­inu og átta sig ekki á því að hún felst í því að gera jafn­mikið eða meira, á jafn­góðan eða betri hátt en áður fyrir minni pen­inga. Þá pen­inga er hægt að nýta í ann­að, til dæmis að flytja aðgerðir íslenskara lækna í Sví­þjóð heim. Ef Willum gætir þess að und­an­tekn­ingar verði ekki regla verður hann góður ráð­herra. 

Þó að útgerð­ar­menn hafi smám saman eign­ast Ísland und­an­farin ár þá hafa tvær eignir verið þeim öðrum kær­ari: Morg­un­blaðið og sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­ið. Nú missa þeir von­andi það síð­ara þannig að til­færslan er tvö­faldur sig­ur.

Á sínum tíma treysti for­maður VG engum þing­manna sinna fyrir umhverf­is­ráðu­neyt­inu og fékk þangað utan­þings­mann úr Land­vernd til þess að ögra bæði Sjálf­stæð­is­mönnum og flokks­systk­inum sínum með vísan til sér­þekk­ingar hans. Nú er sá hinn sami kom­inn á þing og settur í eitt nið­ur­skorna ráðu­neyt­ið. Svona eru örlögin skrít­in.

Margir hafa horn í síðu Jóns Gunn­ars­sonar sem verður dóms­mála­ráð­herra. Jón er dug­legur maður og von­andi nýt­ast kraftar hans til góðs í ráðu­neyt­inu. Margir setja spurn­ing­ar­merki við að hann skyldi velja Brynjar Níels­son sem aðstoð­ar­mann, en gleymum því ekki að Brynjar hefur ekk­ert gert í ráðu­neyt­inu ennþá og litlar líkur eru á að það breyt­ist.

Fjár­málin þarf að taka föstum tök­um, en það er áhyggju­efni að lítil þekk­ing er á hag­fræði og við­skiptum á Alþingi. Enn eitt halla­árið í rekstri hins opin­bera tekur við eftir helgi. Því miður er áfram los­ara­bragur á útgjöld­um. Ný ráðu­neyti eru sögð kosta rúm­lega hálfan millj­arð á ári, sem eflaust er naumt met­ið. Fleiri ráð­herrar þýða að fleiri heimta meiri pen­inga.

Á sama tíma flæða pen­ingar til stjórn­mála­flokk­anna, svo mjög að þótt aðstoð­ar­menn séu í mörgum flokkum fleiri en þing­menn­irnir sjálfir náðu flokk­arnir að safna digrum sjóðum á kjör­tíma­bil­inu. Þetta er hvorki skyn­sam­legt né sið­legt, síst af öllu meðan rík­is­sjóður er rek­inn með bull­andi halla. Stjórn­ar­flokk­ana skortir skiln­ing á því að það eina sem hjálpar í öllum kreppum er að skulda ekki of mik­ið. Þetta á við um alla, ríki, sveit­ar­fé­lög, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga.

Er lán að skulda?

Næsta vor velja kjós­endur sér nýjar sveit­ar­stjórn­ir. Þótt flest verk­efni sveit­ar­stjórna snúi að dag­legum rekstri grunn­stofn­ana er samt nokkur póli­tík til og rými fyrir hug­sjón­ir. Sá ein­stæði við­burður varð á Sel­tjarn­ar­nesi að meiri­hluti bæj­ar­stjórnar ákvað að hækka útsvar í stað þess að taka lán. Nú er ég ekki tals­maður hárra skatta, en skulda­söfnun er flutn­ingur á vanda dags­ins í dag til kom­andi kyn­slóða. Það þurfti kjark til að taka á vand­an­um. Sem betur fer voru til bæj­ar­full­trúar sem höfðu þann kjark. Næsta skref er von­andi að hag­ræða í rekstr­in­um.

Á Akur­eyri ákváðu bæj­ar­full­trúar að hætta með meiri- og minni­hluta á miðju kjör­tíma­bil­inu. Að sumu leyti er það skyn­sam­leg afstaða. Í stjórnum fyr­ir­tækja er sjaldn­ast stjórn­ar­and­staða eða minni­hluti, en þar ræða menn sig oft­ast til sam­eig­in­legrar nið­ur­stöðu. Hvers vegna skyldi það ekki líka ganga í bæj­ar­stjórn­um? Bæj­ar­fé­lög eru eins og stór fyr­ir­tæki. Í bæj­ar­stjórnum er reyndar lít­ill skiln­ingur á því að fram­kvæmda­stjór­inn á að sjá um dag­legan rekstur og vera and­litið út á við. Í bæj­ar­stjórnum eru mörg og stór egó. 

Nýr Dag­ur?

Augu flestra stað­næm­ast við Reykja­vík. Í Sjálf­stæð­is­flokknum átti að beita gam­al­kunn­ugum vinnu­brögðum til þess að tryggja óbreyttan odd­vita þegar ákveðið var að hafa leið­toga­kosn­ingu, en öðrum yrði raðað á lista. Próf­kjör eru auð­vitað mein­gallað fyr­ir­komu­lag sem, rétt eins og lýð­ræð­ið, hafa þann eina kost að aðrar aðferðir eru enn verri. Félagi minn sagð­ist hafa verið spurður um Eyþór Arn­alds í skoð­ana­könnun nýlega.

Eyþór, sem fyrir nokkrum dögum lýsti ánægju sinni með for­ingja­próf­kjörið, hafði ekk­ert heyrt af þess­ari könn­un. Hann ákvað aftur á móti að láta hjartað ráða og hætta afskiptum af borg­ar­mál­efn­um. Kannski snýr hann sér að rekstri blaðs­ins sem hann á með útgerð­inni. Það verður spenn­andi hvort Hildur Björns­dóttir gefur ein kost á sér í odd­vita­val­inu eða hvort nú gilda önnur sjón­ar­mið. 

Meiri ein­drægni hefur reyndar ríkt í meiri­hlut­anum á kjör­tíma­bil­inu en í borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæð­is­manna. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er und­ar­leg breið­fylk­ing í Reykja­vík. Í Alþing­is­kosn­ing­unum var engu lík­ara en frjáls­lyndi arm­ur­inn byði fram í Reykja­vík suður en íhalds­kjarn­inn í Reykja­vík norð­ur.

Ekki er víst að sam­heldni nægi núver­andi meiri­hluta til þess að halda völd­um. Bragga­málið olli miklum titr­ingi, en það var í sjálfu sér smá­mál í sam­an­burði við mörg önn­ur. Ný gas – og jarð­gerð­ar­stöð Sorpu á Álfs­nesi kostar 5-6 millj­arða, en þar virð­ist flest hafa mis­farist sem mis­farist gat: Eng­inn mark­að­ur, flaust­urs­leg hönn­un, úrelt tækni, millj­arða útgjöld. 

Bragginn í Nauthólsvík.
Mynd: Bára Huld Beck

Auð­vitað liggur ábyrgðin bæði hjá Sjálf­stæð­is­flokknum sem stýrir fimm af sex sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og meiri­hlut­anum sem var í Reykja­vík þegar sam­þykkt var að reisa verk­smiðj­una. En hefur verið tekið í taumana? Engum sögum fer af því.

Nú á að flytja Mal­bik­un­ar­stöð­ina Höfða sem er í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar. Ein­hvern tíma voru örugg­lega rök fyrir því að borgin ræki slíka stöð. En nú sinna önnur fyr­ir­tæki slíkri þjón­ustu og hlægi­legt að sveit­ar­fé­lag sé í sam­keppni við þau. Hvers vegna ekki að selja fyr­ir­tækið á þessum tíma­mót­um?

Borgin hefur þegj­andi og hljóða­lítið stofnað hug­bún­að­ar­hús sem stefnir að því að ráða 60 sér­fræð­inga. Lík­lega er það vit­laus­asta ráð­stöfun núver­andi meiri­hluta í borg­inni að bjóða ekki út verk­efn­ið, sem felst í skil­virkara borg­ar­kerfi. Aðferðin er að þenja það út.

Form­leg athugun leiðir í ljós að Sunda­braut sé skyn­sam­leg fram­kvæmd. Sú nið­ur­staða blasir á hverjum degi við öllum íbúum í Graf­ar­vogi sem ekki eru inn­múr­aðir Sam­fylk­ing­ar­menn. Það er hollt og gott að ganga og hjóla: Best væru að það gerðu sem flest­ir, en greiðar sam­göngur eru aðals­merki allra góðra borga. Fátítt mun að borg­ar­full­trúar dragi lappir í slíkum fram­fara­málum sem brautin vissu­lega yrði.

Besti flokk­ur­inn vann árið 2010 stór­sigur út á það að vera „eitt­hvað ann­að“. En hann þorði að taka á fjár­málum borg­ar­inn­ar. List­inn hér að fram­an, sem alls ekki er tæm­andi, gefur til kynna að flokkur sem setti fram­an­greind mál á odd­inn gæti náð góðum árangri í kosn­ingum í vor. 

Umræðan um auka­at­riðin

Því miður er umræða nú þögul um meg­in­málin í stjórn­mál­um. Litla athygli vekur að rík­is­stjórnin byrjar feril sinn á því að bjarga Bænda­sam­tök­unum með því að kaupa Hótel Sögu háu verði og treður upp á Háskól­ann. Dýrt verður að breyta hót­el­inu þannig að það nýt­ist skól­an­um. Sam­tímis selur hann hús­næði Kenn­ara­há­skól­ans gamla við Stakka­hlíð. Ein­hverjum datt í hug að skyn­sam­legt væri að breyta því í hót­el. Hug­mynd fyrir Reykja­vík­ur­borg?

Næsta skref rík­is­stjórn­ar­innar verður að nið­ur­greiða áburð fyrir bænd­ur. Land­bún­aður á Íslandi gæti auð­veld­lega orðið miklu far­sælli en nú, ef stjórn­mála­menn væru ekki stöðugt með kruml­urnar í honum á kostnað skatt­borg­ara. Mark­miðið er heldur ekki vel­ferð bænda heldur kerf­is­ins.

Eng­inn flokkur tal­aði svo heyrð­ist fyrir kosn­ingar um ósann­girn­ina í því að færa útgerð­ar­mönnum kvót­ann á silf­ur­fati í stað þess að selja hann á upp­boði, nema helst Flokkur fólks­ins. 

Evr­ópu­málin eru feimn­is­mál í stjórn­mál­um, þrátt fyrir að stór hluti þjóð­ar­innar vilji skipa sér í sveit með nágranna­þjóð­un­um. Nán­ast eina umræðan um þau mál er í mál­gagni útgerð­ar­manna, sem kvartar undan því að Evr­ópu­sam­bandið vilji stemma stigu við fasískum stjórn­ar­háttum í Pól­landi og Ung­verja­land­i. 

Margir sakna Morg­un­blaðs­ins, en það er ágætt blað (að frá­töldum 13,7%) þótt fáir njóti þess nú orð­ið. Um hver ára­mót er maður hrelldur með því að skipta eigi um rit­stjóra. Hver á þá að segja brandar­ann um Biden í kjall­ar­an­um, sem gengið hefur að minnsta kosti 20 sinnum í rit­stjórn­ar­grein­um, alltaf jafn­fynd­inn? 

Um jólin lést Desmond Tutu, biskup frá Suð­ur­-Afr­íku, sem fékk Nóbels­verð­launin fyrir bar­áttu sína gegn aðskiln­að­ar­stefn­unni. Hann var ódeigur liðs­maður í bar­átt­unni gegn órétt­læti og kúgun í öllum myndum og sagði eitt­hvað á þessa leið: „Sá sem horfir á rang­læti án þess að segja neitt, tekur afstöðu með því.“ 

Höf­undur var fyrsti for­maður Við­reisnar og er fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit