Kemur að skuldadögum

„Andrúmsloftið er hin nýja nýlenda,“ skrifar Stefán Jón Hafstein. „Tuttugu ríkustu menn heims losa 8.000 sinnum meiri mengun en milljarður manna á botninum.“

Auglýsing

Í vik­unni sauð uppúr á alþjóð­legu ráð­stefn­unni um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika: COP15. Kom ekki á óvart að rif­ist var um pen­inga. Pen­inga til hvers? Að vernda það sem við höfum ekki drepið nú þegar í vist­kerfum jarðar og end­ur­heimta það sem mik­il­vægt er. Þessi deila er berg­mál frá lofts­lags­ráð­stefn­unni í Egypta­landi þar sem á end­anum náð­ist eins konar sam­komu­lag um að þeir sem mengað hefðu mest af lofts­lagi, sam­eig­in­legri auð­lind lífs á jörð­inni, og valdið tjóni með hlýnun jarð­ar, yrðu að bæta tjón­ið.

Það er sem sagt komið að skulda­dög­um. En hver eru rökin og hvert er sam­heng­ið?

Auglýsing

Sögu­lega sam­hengið

Lík­lega átta sig flestir á því að þeir sem fyrstir voru til að iðn­væð­ast hafa spúð út mestu af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum í sögu­legu sam­hengi. Lýs­ingar á kola­reyknum yfir rísandi stór­borgum Eng­lands á 19. öld eru ekki féleg­ar. Þá þegar voru menn byrj­aðir að spá því að hlýnun lofts­lags yrði óhjá­kvæmi­leg en mörgum fannst það ekki sem ver­st, það yrði bara hlýrra og nota­legra á norð­lægum slóð­um.

Þá sáu menn ekki annað en að and­rúms­loftið væri óþrjót­andi auð­lind. Nú vitum við (99,99% vís­inda­manna telja svo) að ekki er hægt enda­laust að dæla út CO2 og öðrum gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um. Og að and­rúms­loftið er sam­eig­in­leg auð­lind alls sem lífsanda dreg­ur. Ekki bara manna. Það eitt og sér er ný vídd í umræð­unni og snertir rifr­ildið um að verja líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika.

Skoðum sögu­lega losun eins og hún er sýnd í World data. Fjögur ríki eru ábyrg fyrir helm­ingi af allri losun í sög­unni, Banda­rík­in, Kína, Rúss­land og Þýska­land. Og svo kemur fjöldi iðn­væddra ríkja með nán­ast allan afgang­inn. Heim­ild: Our world in data

Í bók­inni minni Heim­ur­inn eins og hann er set ég þessa þróun í beint sam­hengi við nýlendu­stefn­una og segi:

Sögu­leg losun gróð­ur­húsa­efna skipt­ist svona:

Hnatt­ræna norðrið: 92%.

Hnatt­ræna suðrið: 8%.

And­rúms­loftið er hin nýja nýlenda.Tutt­ugu rík­ustu menn heims losa 8.000 sinnum meiri mengun en millj­arður manna á botn­in­um.”

Þetta síð­asta er mik­il­vægt. Þótt talað sé um samn­inga ríkja á alþjóð­legum vett­vangi eru breyt­urnar innan ríkja ekki síður mik­il­væg­ar: Mis­skipt­ing auðs og valda. Á vorum dögum hafa ógn­ar­legir pen­ingatankar þeirri ofur­ríku ekk­ert rík­is­fang. Þeir eru ofan og utan við þetta sem við köllum dag­legt streð við að bjarga heim­in­um. Hug­takið skúffu­fyr­ir­tæki fær nýja merk­ingu Það eru hreint ekki allir á því að almennir skatt­greið­endur eigi að gera upp reikn­ing­ana þegar þeir örfáu og ofur­ríku valda mestu tjóni utan við sam­fé­lags­sátt­mála. Þetta eru einnig rökin fyrir skulda­dög­um.

Hröð­unin mikla

Meira kemur til. Stór hluti af þess­ari sögu­lega losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda gerð­ist á undra­skömmum tíma. Frá því að ég var fram­línu­maður í hinu nýja neyslu­sam­fé­lagi á Íslandi og send­ill í Voga­hverfi, fjór­fald­að­ist heims­hag­kerf­ið, mat­væla­fram­leiðsla jókst um 300% og mann­fjöld­inn á jörð­unni fór úr 2,3 millj­örðum í átta. Enda sést það á línu­rit­inu frá Our world in data.

Los­unin þýtur upp eins og flug­eldur á gamlárs­kvöldi. Og nú sést að æ fleiri taka sér hlut­deild í los­un­inni og sam­hengið við hrun vist­kerf­anna er alveg ljóst: Um leið og örin þýtur upp kringum 1950-1960 og æ hraðar fram á okkar daga hopar allt villt líf. Nið­ur­staðan er að 70% af dýrum og plöntum sem við þekkjum í dag­legu tali hafa týnt töl­unni. Ein milljón teg­unda af átta á jörð­inni er í útrým­ing­ar­hættu. En fleira kemur til og flækir málið frek­ar. Ég lýsi því í bók minni og tek inn nýja breytu, sem er Vel­sæld­ar­vísi­tala Sam­ein­uðu þjóð­anna (Human develop­ment index):

Þar á að sýna vel­sæld í víðu sam­hengi, ekki bara hag­sæld heldur einnig félags­auð og fram­farir – og sam­hengið er alveg ljóst. Þau ríki sem hæst skora í vel­sæld skora líka hæst í sjálftöku jarð­legra gæða. Beint sam­hengi er á milli þess að blása út gróð­ur­húsa­loft­teg­undum og koma vel út á vel­sæld­ar­vísi­töl­unni. Hið sama á við um önnur eyð­ingaröfl sem ógna mann­kyni og vist­kerf­um. Þetta er feg­urðin í fram­för­unum og feigðin sam­tvinn­að­ar.

Þess­ari þver­sögn má lýsa með ein­földum hætti: Útblástur rýkur upp, vel­megun þeirra sem menga marg­faldast, vist­kerfin hrynja - en þau eru und­ir­staða áfram­hald­andi vel­sæld­ar.

Mynd: Stefán Jón Hafstein

Hið ógn­ar­flókna sam­hengi

Hér er komið sam­hengið í rifr­ild­inu á alþjóð­legu ráð­stefn­un­um. Það snýst ekki bara um hver á að borga hverjum og hve mik­ið. Það snýst að hluta til um hver á ennþá inni meng­un­ar­kvóta á sam­eig­in­legum reikn­ingi í lofts­lag­inu. (Ind­land ætlar sér svo sann­ar­lega ekki minni hlut en Kína, sem myndi eitt og útaf fyrir sig steypa öllum áformum um sam­drátt á hvolf). Og munum að Afr­íka í heild, næstum 20% mann­kyns, hefur bara blásið út 4% af lofts­lags­teg­und­um. Eitt­hvað eiga hún inni? Og svo eru það vist­kerf­in. Ef á í alvöru að bjarga vist­kerfum eins og regn­skóg­un­um, sem eru svo sann­ar­lega heild­ar­hags­munir mann­kyns, eiga þá Brasil­ía, Indónesía og fleiri lönd að blæða fyrir oftöku ann­arra að taka efna­hags­legan ,,skell” af vernd? Ekki finnst þeim það. Og hvað með okkur litla eyþjóð norður í ball­ar­hafi við ystu mörk? Hlýnun á norð­ur­slóðum er fjór­falt meiri en að með­al­tali í heim­in­um. Hafið sem umlykur litla Ísland súrnar æ meira og ógnar auð­lindum okkar - ekk­ert snýr því við nema ALLIR dragi úr losun CO2.

Bóta­sjóður á bóta­sjóð ofan?

Hug­myndir um nýjan bóta­sjóð verða til. Og úr því að við minn­umst á skell. Nú gerð­ist það í fyrsta sinn frá mæl­ingum að Vel­sæld­ar­vísi­tala mann­kyns tók dýfu og lækk­aði. Sem þýðir bara eitt: Greiðslu­vilji þeirra ríku minnkar og var nóg kom­ið: Stríð, plága og mesta mat­vælakreppa í 70 ár.

Stefán Jón Haf­stein er höf­undur bók­ar­innar Heim­ur­inn eins og hann er og hefur unnið upp úr henni greina­flokk fyrir Kjarn­ann í sam­hengi við alþjóð­lega við­burði síð­ustu vikna:

Orsakir fyrir hruni vist­kerf­anna

Árásin á vist­kerfin

Á ösku­haugum sam­tíma­sög­unnar

Átta millj­arðar

Allt teng­ist

Er fólks­fjölgun fæðu­vanda­mál?

Lausn sem virkar

Mat­vælakreppan

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar