Auglýsing

Fyrir rúmri viku voru frétta- og töku­menn hindr­aðir við störf þar sem þeir vildu greina, og sýna, frá því þegar stoð­deild lög­reglu­stjóra flutti 15 umsækj­endur um alþjóð­lega vernd úr landi og til Aþenu í Grikk­landi með leiguflugi. Í aðgerð­unum keyrðu fjögur öku­tæki í átt að fjöl­miðla­fólki og beindi köst­urum að þeim, þar sem það var statt fyrir utan flug­vall­ar­svæð­ið. Í næt­ur­myrkri hafði það þær afleið­ingar að ómögu­legt var að sjá hvað fór fram á flug­braut­inn­i. 

Þegar frétta- og töku­menn færði sig til að losna undan þessu, þá voru öku­tækin ein­fald­lega færð líka. Til að tryggja að það sem fram fór, frétt­næmur atburður sem átti mikið erindi við almenn­ing, gæti ekki sést. 

Heiðar Örn Sig­ur­finns­son, frétta­stjóri RÚV, orð­aði alvar­leika þess­arar aðferða ágæt­lega í bréfi sem hann sendi til Rík­is­lög­reglu­stjóra í kjöl­far atburð­anna þegar hann spurði: „Hvernig skil­greinir þú ríki þar sem lög­regla beitir aðferðum sem þessum til að koma í veg fyrir að fjöl­miðlar sinni sínu lýð­ræð­is­lega hlut­verki, nefni­lega frétta­flutn­ingi og eðli­legu aðhaldi við stjórn­völd?“

Isa­via svar­aði fyr­ir­spurn frétta­stofu RÚV á fimmtu­dags­morgun fyrir viku á þann veg að hefð­bundnu verk­lagi hefði verið beitt þegar vart yrði manna­ferða við flug­völl­inn. Isa­via dró síðan það svar til­bak­a og sendi þess í stað frá sér yfir­lýs­ingu þar sem full­yrt var að starfs­fólk Isa­via á svæð­inu hafi fylgt fyr­ir­mælum lög­reglu á meðan að á aðgerð­inni stóð. „Meðal þess sem lög­regla fór fram á var að komið yrði í veg fyrir mynda­tökur af lög­reglu­að­gerð­inni. Það er ekki hlut­verk starfs­fólks örygg­is­gæslu flug­vall­ar­ins að meta lög­mæti fyr­ir­mæl­anna, lög­mæti þeirra eru á ábyrgð lög­reglu.“

Frá þess­ari yfir­lýs­ingu sögðu allir helstu frétta­miðlar lands­ins. Enda rík­is­fyr­ir­tæki að full­yrða um mála­vexti.

Þetta var engum að kenna

Á mið­viku­dag barst svo sam­eig­in­leg yfir­lýs­ing frá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra og Isa­via, sem var and­stæð fyrri full­yrð­ing­um. Í henni sagði að eng­inn hafi ætlað að hefta störf fjöl­miðla. „Við yfir­ferð á fram­kvæmd aðgerð­ar­innar kom hins vegar í ljós að til­mæli voru ekki nægi­lega skýr og harma báðir aðilar að svo hafi ver­ið. Ákveðið var á fundi full­trúa emb­ættis Rík­is­lög­reglu­stjóra og Isa­via í dag að taka ferli og verk­lag í aðgerðum af þessu tagi til gagn­gerrar end­ur­skoð­unar til að fyr­ir­byggja óskýr­leika á vett­vangi. Sú vinna mun hefj­ast nú þeg­ar.“ 

Auglýsing
Rúmum hálf­tíma síðar sendi sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra út við­bót við sam­eig­in­legu yfir­lýs­ing­una þar sem sagt var að lög­reglan hafi ekki gefið fyr­ir­mæli um að hindra frétta­flutn­ing af flótta­fólk­inu sem verið var að flytja úr land­i. 

Það ber eng­inn ábyrgð á ákvörð­un­inni

Á fimmtu­dags­morgun fór fram fundur Blaða­manna­fé­lags Íslands með þremur stjórn­endum hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra. Auk Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dóttur rík­is­lög­reglu­stjóra voru þar sam­skipta­stjóri og yfir­lög­fræð­ing­ur, sem kom að skipu­lagn­ingu brott­flutn­ings fólks­ins og fór sjálfur með leigu­vél­inni til Grikk­lands. Sal­ur­inn var þétt­set­inn af blaða­mönn­um, ljós­mynd­urum og töku­mönn­um. Reglur fund­ar­ins voru þær að það mætti fjalla efn­is­lega um það sem fram kom á honum en ekki hafa neitt beint eftir þeim sem sátu fyrir svör­um. Það verður virt. 

Á fund­inum kom fram að lög­reglan hefði beðið um að það yrði útbúið svæði á flug­vell­inum þar sem fólkið sem verið var að flytja úr landi gegn sínum vilja gæti til dæmis reykt eða farið á sal­ernið í næði, og án þess að til þess sæist. Þessu var náð fram með því að leggja stóru öku­tæki fyrir framan ákveðið svæði. Óum­deilt er að þessi beiðni barst munn­lega, og henni var sinnt. 

Í kjöl­far­ið, þegar verið er að flytja fólkið um borð í vél­ina, var flóð­ljós­unum svo beint að fjöl­miðl­um. Á fund­inum á fimmtu­dag var full­yrt að ekk­ert hefði komið fram sem sýndi að emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra eða lög­reglan á Suð­ur­nesjum hefði gefið skipun um að gera slíkt. Leitað hefði verið eftir því að funda með Isa­via strax í lok síð­ustu viku en sá fundur hefði ekki feng­ist fyrr en á mið­viku­dag. Og nið­ur­staða hans virð­ist vera sú að eng­inn hafi tekið umrædda ákvörð­un. 

Sú nið­ur­staða var soðin saman í áður­nefnda sam­eig­in­lega yfir­lýs­inga rík­is­fyr­ir­tækis og lög­reglu­emb­ættis sem send var út eftir fund­inn. Þar var því haldið fram að eng­inn beri ábyrgð á því að hafa veist að fjöl­miðla­frels­inu með þessum hætti. Isa­via hefur neitað að svara spurn­ingum Kjarn­ans um ábyrgð á ákvörð­un­ar­töku eftir að lög­reglan sór hafa af sér.

Þannig var þjóðar­í­þróttin ábyrgð­ar­leysi vald­hafa á teknum ákvörð­un­um, sem tröll­riðið hefur íslenskum stjórn­málum síð­ast­liðin ár, yfir­færð á atburð­ina á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Ferlar sem gera störf fjöl­miðla erf­ið­ari

Þeir starfs­menn fjöl­miðla sem oft­ast eru á vett­vangi aðstæðna sem lög­regla stýrir eru ljós­mynd­arar og töku­menn. For­maður Blaða­ljós­mynd­ara­fé­lags­ins flutti áhrifa­ríkt erindi á fund­inum með starfs­mönnum rík­is­lög­reglu­stjóra á fimmtu­dag þar sem hann lýsti því hvernig sam­skipti þeirra við lög­reglu hefðu versnað á und­an­förnum árum. 

Þar ræddi hann meðal ann­ars þá breyt­ingu sem gerð var fyrir nokkrum árum þar sem fjöl­miðla­fólki var gert að klæð­ast sér­stökum gulum vestum á vett­vangi, sem áttu að veita þeim betri aðgang að vett­vangi en almennum borg­urum til að skrá­setja mik­il­væga sam­fé­lags­lega atburði. Það hafi ekki orðið raunin og þess í stað eru vestin frekar notuð til að auð­kenna fjöl­miðla­menn svo hægt sé að bregða fyrir þá fæti í starfi. List­inn yfir umkvört­un­ar­efni í sam­skiptum þeirra við lög­reglu á vett­vangi var mun lengri.

Nið­ur­staða fund­ar­ins var að reyna að koma þessum málum í betri far­veg. Það breytir því þó ekki í hvaða far­vegi þau eru nú. Far­vegi sem flóð­ljósa­lýs­ingin end­ur­speglar full­kom­lega.

Kerf­is­bundin veik­ing fjöl­miðla

Sá far­vegur er að stjórn­kerf­ið, ráða­menn og stofn­an­irnar sem þeir ráða yfir, vinna kerf­is­bund­ið, með­vitað og ómeð­vit­að, að því á hverjum degi að veikja stöðu íslenska fjöl­miðla. Það gera íslenskir stjórn­mála­menn með aðgerð­ar­leysi vegna rekstr­ar­um­hverfis fjöl­miðla árum sam­an, sem leitt hefur af sér for­dæma­lausan speki­leka úr grein­inni og tug­pró­senta fækkum starf­andi fjöl­miðla­fólks á örfáum árum. Með aðgerð­ar­leysi gagn­vart því að sér­hags­muna­öfl með millj­arða króna til að eyða í að sópa til sín tökum á umræð­unni dæla þeim í ósjálf­bær fjöl­miðla­fyr­ir­tæki til að verja sína hags­muni. Það gera sumir ráða­menn með því að tala sífellt niður fjöl­miðla og nafn­greint fjöl­miðla­fólk, grafa undan þeim eða styðja opin­ber­lega vald­níðslu í þeirra garð. Aðrir eiga hlut­deild í vand­anum með því að þegja þegar þeir eiga að standa upp fyrir lýð­ræð­inu og fjöl­miðla­frels­inu.

Auglýsing
Sá far­vegur er að valda­fólk hefur tekið fjár­muni almenn­ings og notað þá í sífellt meira mæli til að ráða fólk í upp­lýs­inga­miðlun sem hefur fyrst og síð­ast það mark­mið að láta valda­fólkið líta vel út. Á meðan að geta fjöl­miðla til að veita vald­inu aðhald er veikt ár frá ári hefur rík­is­stjórnin fjölgað aðstoð­ar­mönnum sínum í 27, ákveðið að veita stjórn­mála­flokkum vel á þriðja millj­arð króna úr rík­is­sjóði á kjör­tíma­bili sem nýt­ast meðal ann­ars til að borga fyrir störf við miðlun póli­tísks áróð­urs og ráðið tugi upp­lýs­inga­full­trúa í ráðu­neyti og stofn­an­ir. Sumir í þessum hópi upp­lýs­inga­miðl­ara og ímynd­ar­vernd­ara hafa verið upp­vísir að því að vísa til fjöl­miðla sem óvina. Ein­hvers sem þurfi að afvega­leiða og hindra. Fyrir því eru fjöl­margar heim­ild­ir.

Þegar við bæt­ist sú yfir­burða­staða sem hags­muna­gæslu­öflin í Borg­ar­tún­inu eru í gagn­vart fjöl­miðl­um, í krafti stór­auk­ins starfs­manna­fjölda og járaust­urs, er ekki hægt að kom­ast að annarri nið­ur­stöðu en að geta fjöl­miðla til að sinna lýð­ræð­is­legu aðhalds­hlut­verki sínu er á miklu und­an­hald­i. 

Aðgerð­ar­leysi er val

Íslenskir fjöl­miðlar eru fjarri því að vera full­komn­ir. Þeir gera mis­tök eins og aðrir og þau mis­tök njóta þeirrar sér­stöðu umfram flestar aðrar stéttir að þau eru fyrir augum allra sam­stundis eftir að þau eru gerð. Með flótta reynslu­mik­illa blaða­manna úr stétt­inni yfir í upp­lýs­inga­miðlun og ímynda­þróun fyrir stjórn­völd og aðra vald­hafa aukast lík­urnar á slíkum mis­tök­um. Sam­hliða dregur úr get­unni til að fjalla um allt það sem þarf að fjalla um.

Í vest­rænu lýð­ræð­is­ríki, sem tekur aðhalds­hlut­verk frjálsra fjöl­miðla alvar­lega, verður hins vegar að ganga út frá því að fjöl­miðlar séu að uppi­stöðu að vinna af heil­ind­um. Til þess verða þeir að hafa ráð­rúm til að ákveða sjálfir hvað sé frétt­næmt og eigi erindi við almenn­ing. Taki þeir rangar ákvarð­anir um það eru siða­nefnd­ar- og einka­málafar­vegir til staðar til að láta þá axla ábyrgð á mis­tökum sín­um. 

Eng­inn vafi er á að þetta ráð­rúm er verið að skerða. 

Ráða­menn virð­ast þó ekki sjá hlut­ina þeim aug­um. „Al­­þingi hefur viljað styrkja rétt­­ar­­stöðu fjöl­miðla,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra á þingi 22. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Þar sagð­ist hún hafa látið „verkin tala þegar skoðað er til dæmis þau laga­á­­kvæði sem vitnað er til í þess­­ari umræðu um vernd heim­ild­ar­manna“ og staðið að ákvæði sem komu árið 2011 inn í lög um fjöl­miðla „þar sem rétt­­ar­­staða blaða­­manna var bætt veru­­lega.“

Það má vel vera að hér hafi verið gripið til rétt­ar­stöðu­bóta fyrir fjöl­miðla og blaða­menn í orði, en það sem er að eiga sér stað sýnir að það er svo sann­ar­lega ekki þannig á borð­i. 

Staða íslenskra fjöl­miðla er að öllu leyti mun veik­ari í dag en þegar núver­andi rík­is­stjórn tók við völdum haustið 2017. Ekki hefur verið brugð­ist við aug­ljósum mark­aðs­bresti vegna rík­is­rekst­urs og tekju­hirð­ingar alþjóð­legra sam­fé­lags­miðla sem greiða ekki skatta á Íslandi, sam­keppn­is­bjögun vegna uppi­halds auð­manna á ósjálf­bærum fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum í millj­arða tap­rekstri og sívax­andi aðstöðumun fjöl­miðla gagn­vart þeim sem þeir eiga að veita aðhald. Fyrir vikið hefur Ísland hrunið niður alþjóð­lega lista yfir fjöl­miðla­frelsi. 

Fjöl­miðlar blind­aðir til að blinda aðhald

Fjár­munir sem settir hafa verið í að styðja við einka­rekna fjöl­miðla eru brota­brot af þeirri upp­hæð sem hefur verið sett í að styrkja tök valda­afla á umræð­unni. Vernd heim­ild­ar­manna hefur ekki verið styrkt meira en svo að lög­reglu þykir til­hlýði­legt að kalla blaða­menn til yfir­heyrslu til að reyna að kom­ast að því hverjir heim­ild­ar­menn þeirra séu, þrátt fyrir að það sé ólög­legt fyrir blaða­menn að gefa það upp.

Það er gert á grund­velli meintra brota á ákvæðum laga sem bætt var við hegn­ing­ar­lög í fyrra með þeim laga­skýr­ingum að ákvæð­unum skyldi ekki beitt gegn blaða­mönnum fyrir að taka við gögnum sem eiga erindi við almenn­ing.

Til­hneig­ing valds­ins til að halda upp­lýs­ingum sem varða almanna­hags­muni frá fjöl­miðl­um, með skipu­lögðum taf­ar­að­gerðum og leynd­ar­hyggju, hefur aldrei verið meiri en nú á tæp­lega tveggja ára­tuga löngum blaða­mennsku­ferli þess sem hér skrif­ar. 

Fyrir rúm­lega viku var raun­veru­legum flóð­ljósum beint að fjöl­miðlum til að blinda þá svo þeir gætu ekki sagt frétt­ir, eða sýnt frá frétt­næmum atburð­um. Ofan­greind upp­taln­ing sýnir svart á hvítu að þótt þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt ger­ist bók­staf­lega þá hafa yfir­völd verið að not­ast við ýmsar aðrar birt­ing­ar­myndir slíkra flóð­ljósa við að hindra fjöl­miðla í störfum sínum árum sam­an, að því er virð­ist til að fría sig ábyrgð og aðhaldi.

Afleið­ingin er að myndin sem almenn­ingur fær verður brota­kennd­ari. Og lýð­ræðið stendur veik­ara eft­ir.

Það er því eðli­legt að spyrja aftur þeirrar spurn­ingar sem frétta­stjóri RÚV spurði í bréfi til rík­is­lög­reglu­stjóra fyrir rúmri viku, og vísað var til hér að ofan, en víkka hana út. Hvernig skil­greinum við ríki þar sem vald­hafar beita aðferðum sem þessum til að koma í veg fyrir að fjöl­miðlar sinni sínu lýð­ræð­is­lega hlut­verki, nefni­lega frétta­flutn­ingi og eðli­legu aðhaldi við stjórn­völd?

Hver má svara því fyrir sig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari