Auglýsing

Frá ára­mótum og fram til 12. maí síð­ast­lið­inn sóttu 1.487 ein­stak­lingar um vernd á Íslandi. Lang­flestir eru frá Úkra­ínu, eða 975 tals­ins, en Ísland hefur opnað landa­mæri sín fyrir ein­stak­lingum þaðan vegna inn­rásar Rúss­lands í land­ið. Sá hópur fær úthlutað dval­ar­leyfi hér­lendis án efn­is­með­ferð­ar. Það var póli­tísk ákvörðun að veita þeim hópi þá með­ferð með því að virkja grein útlend­inga­laga. Hvítir Úkra­ínu­menn eru vel­komn­ir. Og er það vel. 

Fyrir helgi var greint frá því á for­síðu Frétta­blaðs­ins að flóð­bylgja brott­vís­ana þeirra sem sótt hafa hér um vernd sé framund­an. Alls telur hóp­ur­inn tæp­lega 300 manns. Stærstur hluti þeirra á að fara til Grikk­lands. Í hópnum eru meðal ann­ars börn.

Ástæða þess er reglu­verk sem segir að það eigi að sækja um vernd í fyrsta landi sem stigið er fæti í innan þeirra sem til­­heyra Schen­gen-­­svæð­inu, sem er heppi­legt fyrir ríku löndin í Evr­­ópu sem eru ekki með landa­­mæri að straumnum frá Mið­aust­­ur­löndum eða Norð­­ur­-A­fr­íku, Grikk­land og Ítalía sitja hins vegar uppi með versta vand­ann. Og aðstæður flótta­manna þar eru eftir því. Mann­úð­ar­sam­tök, meðal ann­ars Rauði krossinn, segja aðstæður flótta­manna, sér­stak­lega í Grikk­landi, vera með öllu óboð­leg­ar. 

Ef flótta­menn hafa þegar hlotið vernd í þeim lönd­um, sendir Ísland þá aftur þangað eftir efn­is­með­ferð hér. 

Met í fjölda­brott­vísun

Erfitt hefur verið að vísa fólki í burtu frá Íslandi þótt með­ferð mála þeirra sé lokið með nei­kvæðri nið­ur­stöðu síð­ustu ár, sökum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Krafa var gerð um nei­kvæð COVID-19 próf í þeim löndum sem vísa átti fólk­inu til og þegar það neit­aði ein­fald­lega að fara í próf var ekk­ert hægt að gera. Þess vegna er hóp­ur­inn sem íslensk stjórn­völd vill burt orð­inn svona stór. 

Sumir þeirra sem vísa á úr landi hafa dvalið hér í á þriðja ár. Hluti er með vinnu, margir hafa lært íslensku og fest hér ræt­ur. Aðstæð­urnar eru um margt ein­stakar í ljósi þessa og góð rök sem hníga að því að þær útheimti sér­tæka nið­ur­stöðu. Sér­fræð­ingar hafa bent á að með brott­vís­un­unum sé verið að auka á áfallastreitu, afkomu­ó­ör­yggi, heim­il­is­leysi og hættu á að ein­stak­lingar verði fyrir ofbeld­i. 

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sagði í Kast­ljósi í gær að sam­staða ríkti innan rík­is­stjórn­ar­innar um að fram­kvæma brott­vísun fólks­ins, reglur væru skýrar og engar breyt­ingar væru fyr­ir­sjá­an­legar á þeirri ákvörð­un. 

Sam­staðan ekki til staðar

En regl­urnar eru ekki skýr­ar. Og fram­kvæmd stefn­unnar ræðst af póli­tískri stefnu­mörkum hverju sinni. Það sást strax í tíu-fréttum RÚV þegar Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, ráð­herra í sömu rík­is­stjórn og Jón, sagði það rangt að sam­staða væri um veg­ferð dóms­mála­ráð­herra í mál­inu. Og að fleiri ráð­herrar en hann sjálfur hefðu gert alvar­legar athuga­semdir við hana. 

Frá því að ný útlend­inga­lög voru sam­þykkt á Alþingi árið 2016 hefur þeim ítrekað verið breytt og reglu­gerðir verið settar til að annað hvort herða fram­kvæmd­ina eða rýmka. Gera hana mann­fjand­sam­legri eða mann­úð­legri. Stundum vegna þess að það er póli­tísk hug­mynda­fræði sitj­andi ráð­herra mála­flokks­ins, og stundum vegna þess að þrýst­ingur frá almenn­ingi um breytta fram­kvæmd verður póli­tískt óbæri­leg­ur.

Sig­ríður Á. And­er­sen, þá dóms­mála­ráð­herra, setti til að mynda reglu­gerð árið 2018 sem fól í sér að Útlend­inga­­­stofnun fékk heim­ild til þess að greiða end­urað­lög­un­­­ar- og ferða­­­styrk til umsækj­enda um alþjóð­­­lega vernd í til­­­­­teknum til­­­vik­­­um. Íslenska ríkið bjó með því til fjár­­hags­­legan hvata fyrir flótta­­menn að fara ann­að.

Auglýsing
Einn þeirra hópa sem hvata­­kerfið nær til eru fylgd­­ar­­laus börn frá völdum ríkj­­um. Þau geta fengið allt að  200 evr­ur, 27.800 krón­ur, í svo­kall­aðan ferða­styrk og tvö þús­und evrur (þar af helm­ing­inn í reiðu­fé), um 378 þús­und krón­­­ur, í end­urað­lög­un­ar­styrk sam­­­þykki þau að draga vernd­­­ar­um­­­sókn sína til baka eða að það sé þegar búið að synja þeim um alþjóð­­­lega vernd. Það er því stefna íslenskra stjórn­­­valda, sam­­kvæmt reglu­­gerð sem var sam­­þykkt og tók gildi í tíð sitj­andi rík­­is­­stjórn­­­ar, að borga fylgd­­ar­­lausum börnum til að fara ann­að. 

Þegar rétt­læt­is­kennd­inni var mis­boðið

Um miðjan sept­em­ber 2017 féll rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar eftir nokk­urra mán­aða valda­setu og boðað var til kosn­inga í lok októ­ber sama ár. Eftir að stjórnin féll, en áður en kosið var, kom upp sú staða að vísa átti tveimur stúlkum úr landi, þeim Haniye Maleki, þá ell­efu ára og rík­is­fangs­laus, og Mary Iserien, þá átta ára frá Níger­íu.

Málið var hápóli­tískt og for­menn sex flokka á þingi: Vinstri grænna, Við­reisn­­­ar, Sam­­fylk­ing­­ar, Bjartrar fram­­tíð­­ar, Fram­­sókn­­ar­­flokks og þing­­flokks­­for­­maður Pírata lögðu fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um útlend­inga sem heim­il­uðu þeim og öðrum börnum að vera á Íslandi. Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins var Katrín Jak­obs­dótt­ir. Í þriðju og síð­ustu umræðu um málið flutti hún eft­ir­far­andi ræðu: „Þegar fram­kvæmd laga sem varðar fólk í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu, börn, hefur það í för með sér að rétt­læt­is­kennd jafn margra er mis­boð­ið, þá er ástæða til að hlusta. Þegar UNICEF og Rauði kross­inn biðja okkur að hlusta er ástæða til að hlusta [...] Ég velti því fyrir mér hvort full­trúar þess flokks sem ekki kýs að styðja þessa breyt­ingu ættu ekki að hlusta. Ég segi já við þess­ari breyt­ing­u.“ 

Sá flokkur sem hún tal­aði um er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem hefur meira og minna farið með völd í dóms­mála­ráðu­neyt­inu, og þar með í útlend­inga­mál­um, frá því að ásókn útlend­inga í að búa á Íslandi varð að raun­veru­legu úrlausn­ar­efni. Allir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem voru við­staddir atkvæða­greiðsl­una kusu gegn frum­varp­inu. Alls 38 þing­menn úr hinum sex flokk­unum sem voru á þingi á þeim tíma sam­þykktu það hins veg­ar. Haniye og Mary fengu að vera og breyt­ing­arnar höfðu áhrif á stöðu alls 80 bara í hópi hæl­is­leit­enda. 

Fram­kvæmdin ekki meit­luð í stein

Árið 2019 kom upp annað mál, þegar vísa átti tveimur afgönskum fjöl­skyldum úr landi. Þær höfðu fengið alþjóð­lega vernd í Grikk­landi. UNICEF á Íslandi skor­aði á stjórn­­­völd að taka mót­­­töku barna sem sækja um alþjóð­­­lega vernd til end­­­ur­­­skoð­un­­ar. Í til­­kynn­ingu frá sam­tök­unum var bent á að alþjóða­­stofn­­anir höfðu upp­­lýst með reglu­bundnum hætti um slæma stöðu barna á flótta í Grikk­landi. Þá sendi umboðs­­maður barna bréf til Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra og for­­stjóra Útlend­inga­­stofn­unar vegna máls­ins. Þór­dís breytti reglu­gerð um útlend­inga í kjöl­farið sem heim­il­aði að taka hæl­is­um­sóknir barna, sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, til efn­is­með­ferðar ef liðið hafa meira en 10 mán­uðir frá því að umsókn var lögð fram á Íslandi, svo lengi sem tafir á afgreiðsl­unni væru ekki barn­inu sjálfu að kenna.

Snemma árs 2020 ákvað Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dótt­ir, þá dóms­­mála­ráð­herra, að fresta brott­vísun barna í þeim málum þar sem máls­­með­­­ferð hefur farið yfir 16 mán­uði. Ástæðan var yfir­vof­andi brott­vísun Muhammeds Zohair Fai­sal sem hafði dvalið hér­­­lendis í meira en tvö ár. Alls höfðu tæp­­lega 18 þús­und manns skrifað undir áskorun til stjórn­­­valda um að fresta brott­vísun Muhammeds og fjöl­­skyldu hans. 

Ofan­greind upp­taln­ing er til að sýna að fram­kvæmd útlend­inga­laga er ekki jafn meit­luð í stein og sitj­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, vill meina. Regl­urnar eru ekki skýrar eða ófrá­víkj­an­leg­ar. Þær lúta póli­tískri stefnu­mörkun ráða­manna hverju sinni. Ef póli­tískur vilji er til stað­ar, þá er þeim ein­fald­lega breytt.  

Ísland þarf fólk

Nokkuð ljóst er að Íslandi vantar fólk. Nýleg rann­sókn Sam­taka atvinnu­lífs­ins, sem greint var frá í mars, sýndi að á næstu fjórum árum verði til 15 þús­und störf hér­lend­is, en nátt­úru­leg fjölgun vinnu­afls verði ein­ungis þrjú þús­und manns. Flest störfin sem skap­ast eru í mann­afls­frekum greinum eins og ferða­þjón­ustu, veit­inga­þjón­ustu og bygg­inga­geir­an­um. Auk þess eru Íslend­ingar að eld­ast hratt og aukin þörf verður á fólki í allskyns umönn­un­ar­störf í náinni fram­tíð. 

Því þarf tólf þús­und nýja íbúa til lands­ins á fjórum árum. Til lengri tíma litið þarf nokkra tugi þús­unda, ef horft er á dæmið út frá köldum hag­fræði­legum for­sendum þess að við­halda lífs­kjörum og hag­vext­i. 

Auglýsing
Þessi þróun hefur verið að eiga sér stað síð­ustu ár. Fyrir tíu árum síðan bjuggu 20.950 erlendir rík­is­borg­arar hér­lend­is. Í lok mars 2022 voru þeir orðnir 56.100, eða 14,8 pró­sent af lands­mönn­um. 

Stjórn­völd hafa verið að grípa til aðgerða til að liðka fyrir mögu­leikum sumra til að koma til lands­ins. Þau eru til að mynda mjög áfram um að laða sér­fræð­inga til lands­ins til að bæta sam­keppn­is­stöðu Íslands til að mæta óskum atvinnu­lífs­ins. Í Frétta­blað­inu í dag boðar Áslaug Arna til að mynda aðgerðir til að bregð­ast við skorti á erlendum sér­fræð­ingum í hug­verka­geir­anum í ljósi þess að Sam­tök iðn­að­ar­ins telji að laða þurfi allt að níu þús­und manns til lands­ins á næstu fimm árum.

Þetta eru eft­ir­sókn­ar­verðu útlend­ing­arnir að mati Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Og það eru fleiri sem njóta sér­stakrar með­ferð­ar.

Heim­ild ráð­herra til að gefa út leyni­leg neyð­ar­vega­bréf

Þann 26. apríl und­ir­rit­aði ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu reglu­gerð fyrir hönd dóms­mála­ráð­herra. Reglu­gerð­ar­breyt­ingin hafði það í för með sér að Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir utan­rík­is­ráð­herra má nú óska þess að Útlend­inga­stofnun gefi út vega­bréf til útlend­ings „ef sér­stakar ástæður eru fyrir hend­i“. Þá er sér­stak­lega tekið fram að hægt sé að láta útlend­ing fá slíkt neyð­ar­vega­bréf jafn­vel þótt hann sé ekki lög­lega búsettur hér­lend­is.Ut­an­rík­is­ráð­herra má nú líka fela sendi­skrif­stofum Íslands og kjör­ræð­is­mönnum að gefa út neyð­ar­vega­bréf til útlend­ings til allt að eins mán­að­ar.

Með reglu­gerð­inni er verið að veita ráð­herra svig­rúm til að láta sér­valið fólk að erlendu bergi brotnu fá íslensk vega­bréf án þess að hefð­bundin skil­yrði fyrir slíku séu upp­fyllt. Geð­þótti getur ráðið því hverjir hljóta náð.

Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ingum um hversu mörg vega­bréf hefðu verið gefin út á þeim tæpa mán­uði sem lið­inn var síðan að reglu­gerðin tók gildi og hvenær þau voru útgef­in. Ráðu­neytið neit­aði að svara þeirri fyr­ir­spurn

Kjarn­inn hefur þegar kært synj­un­ina, sem er far­sa­kennd, til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál, sem er þó þekkt fyrir að taka marga mán­uði í að kom­ast að nið­ur­stöðu í málum sem kærð eru til henn­ar. Með­al­máls­með­ferð­ar­tími hennar var til að mynda 131 dagur í fyrra. 

Neitun ráðu­neyt­is­ins er enn sér­kenni­legri í ljósi þess að utan­rík­is­ráðu­neytið hefur áður veitt per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar um ein­stak­linga sem hafa fengið sér­stök vega­bréf. Það gerð­ist haustið 2005 þegar Mörður Árna­son, þáver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði Geir H. Haar­de, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, um þá ein­stak­linga sem höfðu ann­ars vegar diplómat­ísk vega­bréf og hins vegar svokölluð þjón­ustu­vega­bréf. Geir birti ein­fald­lega lista með nöfnum allra þeirra ein­stak­linga.

Ónefnt Evr­ópu­ríki í hetju­hlut­verki í New York Times

Tíma­setn­ing reglu­gerð­ar­breyt­ing­ar­innar hefur eðli­lega vakið athygli. Þann 11. maí birt­ist umfjöllun í New York Times um að íslenski lista­mað­ur­inn Ragnar Kjart­ans­son, og fram­bjóð­andi Vinstri grænna í síð­ustu kosn­ing­um, hefði aðstoðað hina rúss­nesku Mariu Alyok­hina, aðgerð­ar­sinna og liðs­konu rúss­nesku pön­k­rokksveit­ar­innar Pussy Riot, á flótta sínum frá Rúss­landi. Í umfjöll­un­inni kom fram að Ragnar hefði fengið ónefnt Evr­ópu­land til að gefa út ferða­skil­ríki sem veitti Alyok­hina sömu stöðu og íbúar Evr­ópu­sam­bands­ins. Ferða­skil­ríkj­unum var smyglað inn til Hvíta-Rúss­lands svo hún gæti notað þau til að kom­ast þaðan og yfir til Lit­há­ens.

Mbl.is og fleiri fjöl­miðlar hefur sett reglu­gerð­ar­breyt­ing­una sem var gefin út í apríl í sam­hengi við þetta mál.

Hvorki Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra né utan­rík­is­ráðu­neytið hafa viljað tjá sig um hvort Ísland sé ríkið sem hjálp­aði Alyok­hinu með því að láta hana hafa ferða­skil­ríki sem veittu henni sömu stöðu og aðrir íbúar Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. 

Alyok­hina notar nú þessi nýju ferða­skil­ríki til að Pussy Riot geti haldið tón­leika­ferð í Evr­ópu. 

Breyt­ing á lögum til að auð­velda brott­vís­anir

Fyrir Alþingi liggur nú frum­varp um breyt­ingar á útlend­inga­lögum sem á að auð­velda stjórn­völdum að vísa umsækj­endum um alþjóð­lega vernd úr land­i. 

Alls fjórtán sam­tök sendu frá sér sam­eig­in­lega frétta­til­kynn­ingu fyrir skemmstu þar sem þau gagn­rýndu stjórn­völd fyrir skort á sam­ráði við breyt­ingu á útlend­inga­lög­um. Þar á meðal voru Rauði kross­inn og UNICEF.

Þegar frum­varpið var til umræðu á þingi nýverið brást Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, við óánægju stjórn­ar­and­stöðu­þing­manns með því að segja  „Telur hátt­virtur þing­maður að við eigum að taka við öllum þeim sem hafa fengið vernd ann­ars­stað­ar? [...] Telur hún að hér eigi að vera alveg opin landa­mæri?“

Ekki verður annað séð á þessum mál­flutn­ingi en að Vinstri græn styðji frum­varp­ið. Það rímar einnig við það sem Sjálf­stæð­is­menn segja í einka­sam­töl­um.

Nú þarf ekki lengur að hlusta þegar Rauði kross­inn og Unicef tala líkt og þurfti haustið 2017.

Sumir útlend­ingar eru æski­legri en aðrir

Það er algjör­lega ljóst að ráða­menn hverju sinni taka stefnu­mót­andi ákvarð­anir um túlkun laga um útlend­inga hverju sinni. Við þurfum ekki að senda flótta­menn aftur til þeirra Evr­ópu­landa sem þeir lentu í þegar þeir stigu fæti inn í álf­una, heldur kjósum við að gera það. Þetta er val. 

Auglýsing
Það gerum við þrátt fyrir að bæði mann­úð­ar- og efna­hags­leg sjón­ar­mið kalli mun frekar á að gagn­gerar breyt­ingar verði gerðar á úthlutun dval­ar- og atvinnu­leyfa til að ná þeim tví­þætta árangri að veita fólki á flótta betra líf og manna um leið þau fram­tíð­ar­störf í land­inu sem blasir við að þurfi að manna.

Það er engum vafa und­ir­orp­ið, þótt það sé ekki sagt upp­hátt, að sumir útlend­ing­ar, frá löndum utan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, eru æski­legri en aðrir í augum íslenskra stjórn­valda. Sér­fræð­ingar eru sér­stak­lega æski­leg­ir. Úkra­ínu­mönnum er tekið opnum örm­um. Og til­efni þótti til að setja reglu­gerð sem heim­ilar ráð­herra að gefa út sér­stök vega­bréf fyrir sér­stak­lega sér­staka útlend­inga. Svo sér­staka að almenn­ingur má helst ekki fá að vita hverjir þeir eru. 

Eina sem þarf er vilji

Það er því ekk­ert skrýtið að flótta­fólk upp­lifi það að því sé mis­mun­að. Líkt og Silja Bára Ómars­dótt­ir, for­maður Rauða kross­ins á Íslandi, sagði í Silfr­inu á sunnu­dag þá er óásætt­an­legt að mis­­mun­andi við­horf séu til flótta­­fólks eftir upp­­runa­landi. „Flótta­­fólk á að njóta sama rétt­­ar, sama hvaðan það kem­­ur. Íslensk stjórn­­völd hafa verið að herða sína útlend­inga­­stefnu. Við erum að taka upp stefnu sem er með því harð­­ari, við erum að elta Norð­­ur­löndin í þeirra hörð­­ustu stefn­­um.“

­Tíma­bært er að móta nýja útlend­inga­stefnu hér á landi sem end­ur­speglar betur vilja og getu þorra Íslend­inga til að taka á móti fleira fólki í neyð. Sam­hliða þarf að tryggja að fyr­ir­sjá­an­leiki og skil­virkni sé til staðar gagn­vart þeim sem upp­fylli ekki skil­yrði um vernd hér­lendis og að auð­velda fólki utan Evr­ópu að koma hingað eftir öðrum leiðum en sem flótta­menn, vilji það búa hér og starfa. 

Á sama hátt og það þarf ekk­ert annað en póli­tískan vilja til að túlka gild­andi lög þröngt og mann­fjand­sam­lega þá þarf ekk­ert annað en póli­tískan vilja til að breyta þeim.

Og setja öðru­vísi þenkj­andi fólk yfir mála­flokk­inn en hefur stýrt honum hingað til. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari