Við Nílarfljót

Saga um lítinn dreng sem lagður var í körfu á Nílarfljóti svo honum yrði ekki drekkt í því skaut upp í huga blaðakonu Kjarnans er hún stóð við upptök þess og sá vatnið hefja margra mánaða ferð sína til Miðjarðarhafsins.

Auglýsing

Hér er stað­ur­inn sem John Hann­ing Speke stóð á er hann barði, fyrstur manna, upp­tök Níl­ar­fljóts aug­um.

Nokkurn veg­inn svona er áletrun á skilti skammt frá hinum horfnu Ripon-­fossum norðan Vikt­or­íu­vatns í Úganda. Skiltið er nú yfir­leitt á kafi í vatni og jafn­vel horfið að eilífu. Eng­inn þarf að gráta það sér­stak­lega því auð­vitað var það sem á því stóð kol­rangt.

Auglýsing

Hinn breski land­könn­uður Speke kann að hafa fyrstur manna áttað sig á því hvar upp­tök lengstu áar heims voru að finna, staðar sem evr­ópskir land­könn­uðir höfðu keppst um að verða „fyrstir til að sjá“ og kom­ast þannig í sögu­bæk­urn­ar, en Speke var sann­ar­lega ekki fyrsti mað­ur­inn til að koma að upp­tök­un­um.

Ripon-fossar voru í Nílarfljóti en hurfu með virkjun þess. Hér eru þeir á öðrum eða þriðja áratug síðustu aldar.

Í árþús­und hefur fólk búið við Vikt­or­íu­vatnið og upp­tök fljóts­ins mikla. Þar hefur það veitt og lifað á land­inu á þeim stað á jarð­ríki sem sumir (meðal ann­ars ég) vilja meina að sé einn sá gjöf­ul­asti og þægi­leg­asti að dvelja á í veð­ur­fars­legum skiln­ingi.

Nýlegra skilti er að finna á bökkum Nílar í dag þar sem segir að Speke hafi verið fyrsti Evr­ópu­bú­inn til að sjá upp­tök­in. Rétt skal vera rétt – eða því sem næst – því enn er deilt um hin raun­veru­legu upp­tök.

„Nílarfljót,“ end­ur­tekur hún með sjálfri sér í sífellu. „Ég hef ekki heyrt það orð síðan í bibl­íu­sög­unum í gamla daga!“

Ég er stödd á heim­ili íslenskrar konu á bökkum Níl­ar. Árið er 2013. Þetta er mín fyrsta heim­sókn til „perlu Afr­ík­u“, líkt og Úganda er kallað í ferða­bók­um, og fyrir til­viljun komst ég að því að landa mín ræki hér gisti­heim­ili og veit­inga­stað. Við sitjum á svölum hvíta, fal­lega húss­ins hennar og dáumst að sól­ar­lag­inu sem hún seg­ist aldrei fá leið á.

Níl hafði ekki bein­línis verið mér ofar­lega í huga frá því í barna­skóla. Og já, þá var það vegna þess að ég heyrði að í sef við bakka árinnar hafi móðir lagt lít­inn dreng í körfu fyrir margt löngu til að forða honum frá því að verða drep­inn.

Eða svo segir sagan af Móses.

Díana Ellertsdóttir við Nílarfljót árið 2013. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Lík­lega þess vegna er mér tamara að segja Níl­ar­fljót en ein­fald­lega Níl. Og Díana Ell­erts­dótt­ir, nýja íslenska vin­kona mín, veltir orð­inu um á tung­unni og segir það róm­an­tískt og fag­urt. Bibl­íu­sög­urnar hafa þá ekki alveg verið til einskis.

Díana býr ekki lengur í Úganda þótt hún hafi ekki yfir­gefið Afr­íku. Nú í minni sjöttu heim­sókn til lands­ins við mið­baug finnst mér nokkuð tóm­legt að heim­sækja litla bæinn við upp­tök fljóts­ins, Jinja, vit­andi að hún er ekki þar. Gisti­húsið og veit­inga­stað­ur­inn eru þar þó enn, þeir hinir sömu og Díana átti það til að dansa um og hlæja sínum grófa en smit­andi hlátri. Krypp­urnar suða enn er und­ur­sam­lega birtu fer að leggja yfir allt um leið og Afr­íku­sólin hnígur til við­ar. Það ber­ast enn hlátra­sköll af barnum og á einum stað hangir íslenski fán­inn enn í loft­inu þótt flaska af Brenni­víni sem þar var alltaf hægt að fá sopa af sé eflaust löngu tóm.

Flóðhestur í Níl, skammt frá Murchison-fossum. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

„Ef það er fót­spor eftir flóð­hest á flöt máttu færa kúl­una til.“ Þetta er fyrsta reglan á skor­korti golf­spil­ara á vell­inum við Níl­ar­fljót. Hún á eflaust enga sína líka í heimi hér en er völl­ur­inn var stofn­aður af bresku nýlendu­herr­unum árið 1912 var hann skammt frá heim­kynnum flóð­hesta við ána.

„Já, það mátti sjá þá hlaupa yfir völl­inn annað slag­ið,“ segir aldr­aður karl­maður af ind­verskum ættum er ég spyr hann furðu lostin út í regl­una þar sem ég sit á golf­barnum og sötra minn Nile Speci­al-­bjór. „En engar áhyggj­ur, þeir eru ekki hér leng­ur,“ flýtir hann sér að bæta við.

Fílar kæla sig í Nílarfjóti. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Engir flóð­hestar í Jinja? Ekki alveg! Í einni ferð minni þangað sátum við Díana á svöl­unum líkt og svo oft áður og heyrðum hávært og ámát­legt baul. „Hvað er nú þetta?“ sagði Díana og var fljót að hringja í vin sinn í bænum og spyrja fregna. „Hann sást við brúnna,“ segir vin­ur­inn, „þeir halda að hann fari fljót­lega.“

Þarna var kom­inn óvæntur gest­ur, flóð­hest­ur, lík­lega karl­dýr í ævin­týra­leit. Vel var fylgst með kauða næstu tvo dag­ana eða þar til hann synti svo sína leið niður ána.

En þetta eru auð­vitað hans nátt­úru­legu búsvæði þótt hjarð­irnar hafi fyrir löngu lagt á flótta undan athöfnum mann­anna og fært sig neðar í fljótið þar sem síðar voru opnuð frið­lönd fyrir þá. Menn og flóð­hestar eiga nefni­lega alls ekki skap saman enda tvær hættu­leg­ustu dýra­teg­undir Afr­íku.

Elísabet Bretlandsdrotting við vígslu Owen Falls-virkjunarinnar á sjötta áratug síðustu aldar.

Þessi Níl. Þetta dásam­lega Níl­ar­fljót. Þar sem menn vilja fara í æsi­legar flúða­sigl­ingar en helst ekki hitta krókó­díla á leið­inni. Þar sem menn hafa virkjað og vilja virkja enn meira en breyta þá um leið vist­kerfum sem eru meðal þeirra fjöl­skrúð­ug­ustu sem til eru. Fljótið sem á arab­ísku kall­ast en-Nīl og Kiyira á lúganda, tungu fólks­ins við upp­tökin í Vikt­or­íu­vatni, þaðan sem það flæðir til norð­urs, fellur með sprengi­krafti um Murchi­son-­foss­ana stór­feng­legu og svo um tíu lönd til við­bótar áður en það loks rennur til Mið­jarð­ar­hafs. Fljótið sem hefur frá örófi alda verið og er enn lífæð alls þessa stóra svæð­is, vöggu mann­kyns og sið­menn­ing­ar, og hefur ef til vill frekar en nokkuð annað vatns­fall á jörð­inni virkjað kröft­ug­lega ímynd­un­ar­afl okkar og sköp­un­ar­gáfu. „Faðir alls lífs“ og „móðir allra manna“.

„Það tekur vatnið þrjá mán­uði að renna frá Jinja og til Mið­jarð­ar­hafs­ins.“ Jouko Tahvanainen, sænski Finn­inn sem stal hjarta Díönu fyrir ára­tug­um, sýpur á Tusker Malt, bjórnum með fíla­mynd­inni á, er hann rifjar nýverið upp fyrir mér störf sín í virkj­un­unum í Níl. Það var þetta starf hans sem varð til þess að þau sett­ust að í Úganda á sínum tíma. Jouko snéri sér nær alfarið að rekstri hót­els þeirra í borg­inni Entebbe fyrir nokkrum árum en fylgist vel með virkj­ana­mál­un­um. Þær eru orðnar fimm virkj­anir Úganda­manna í Níl og sú stærsta, sem verður álíka og Kára­hnjúkar að afli, er í bygg­ingu.

Teikning af Ripon-fossunum við upptök Nílar, líklega frá því um aldamótin 1900.

Sú fyrsta var gerð í nágrenni upp­tak­anna í Jinja. Hvorki Owen-­foss­arnir sem virkj­unin var kennd við í fyrstu né Ripon-­foss­arnir hafa sést síðan þá. Elísa­bet Bret­lands­drottn­ing vígði virkj­un­ina árið 1954. Þá var Úganda, hvers landa­mæri voru dregin einmitt af Bretum seint á nítj­ándu öld, nýlenda og Elísa­bet þjóð­höfð­ingi. Þeirri vald­töku lauk árið 1962 er Úganda fékk sjálf­stæði. Var þá ætl­ast til að á fimmta tug ólíkra ætt­þjóða innan nokk­urra fornra kon­ungs­ríkja byggju í sátt og sam­lyndi við vest­rænt stjórn­kerfi. Það var þó eins og gefur að skilja fyrst og fremst ávísun á átök og ósætti eins og saga síð­ustu ára­tuga ber með sér.

En aftur að Níl, hinni sam­eig­in­legu auð­lind svo margra.

Kristín Heiða Kristinsdóttir bíður eftir sólarupprás við Nílarfljót. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Auð­vitað hafa önnur lönd sem Níl­ar­fljót rennur í gegnum einnig virkjað og reynt að gera það sam­kvæmt sam­komu­lagi sem ákveðið var fyrir ein­hverjum árum síð­an. En þó hefur komið til mik­illa deilna. Jafn­vel hót­anna um að sprengja stíflur – verði þær reist­ar. Egyptar eru til að mynda ekki par hrifnir af risa­stíflu Eþíóp­íu­manna, virkjun sem verður sú afl­mesta í Afr­íku og sú sjö­unda stærsta í heimi. Vatns­söfnun er hafin í lón­inu sem mun taka 4-7 ár að fylla.

„Fórstu í flúða­sigl­ing­u?“ spyr Jouko um stutta ferð mína til hins fagra bæjar Jinja er við höfum sagt skilið við úganska sem íslenska virkja­naum­ræðu. Ég fæ smá­vægi­legan hroll en tekst að láta á engu bera. „Nei, ekki í þetta skipt­i,“ segi ég og hlæ tauga­veikl­un­ar­hlátri. Ég legg það ekki á mínar nú við­kvæmu taugar að fara aftur í slíka í bráð, hugsa ég með mér.

Þetta var vissu­lega mikið ævin­týri síð­ast. Að fara niður átta flúðir í félagi við ókunn­ugt en fjör­legt fólk víða að úr heim­in­um. „Það er við­búið að þið fallið einu sinni eða tvisvar útbyrð­is,“ hafði hin þraut­þjálf­aði flúða­leið­sögu­maður varað okkur við í upp­hafi sigl­ing­ar.

Flúðasigling á Níl er sannarlega ævintýri.

Ég flaug úr bátnum átta sinn­um.

Í hverri ein­ustu flúð.

Af því hlaust engin hætta. Kajakræð­arar voru í fylgd gúmmí­báts­ins og fisk­uðu mig upp úr eins og skot. Og það var allt annað en óþægi­legt að fljóta um í volgri Níl. Að virða fyrir sér skógi­vaxna bakk­ana, heyra dyn­inn frá næstu flúðum og fá sól­ar­geisl­ana beint í augun nema þegar lit­skrúð­ugir fuglar flugu hjá og föng­uðu athygl­ina.

Ég leysti þó engar heims­ins gátur á þessu svamli mínu líkt og John Hann­ing Speke hafði gert á svip­uðum slóðum 155 árum fyrr. En ég hafði þó áttað mig á að ólíkt flóð­hest­unum kunni ég best við mig á landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSunnudagar