Stuðningsmenn stjórnarflokka vilja helst Davíð sem forseta

Guðni Th. Jóhannesson nýtur yfirburðafylgis í könnunum. Fylgi við hann er nokkuð jafnt á alla aldurshópa, kyn og aðra lýðfræðilega þætti í könnun Gallup.

Halla Tómasdóttir, Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson.
Halla Tómasdóttir, Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson.
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son nýtur meiri stuðn­ings meðal kvenna en karla. Þetta sést ef rýnt er í nið­ur­stöður könn­unar Gallup sem gerð var dag­ana 8. til 15. júní. Könn­unin var nokkuð umfangs­mikil því auk þess að vera gerð yfir viku langt tíma­bil tóku 1.610 manns þátt. Í kosn­inga­spá Kjarn­ans frá 16. júní fékk þessi könnun Gallup 47,5 pró­sent vægi.

Í gögn­unum sem Gallup sendi frá sér eru nið­ur­stöður könn­un­ar­innar listað­ar. Guðni nýtur sam­tals 51 pró­sent fylgis þeirra sem taka afstöðu í könn­un­inni. Davíð Odds­son fær 16,4 pró­sent, Andri Snær Magna­son fær 15,5 pró­sent og Halla Tóm­as­dóttir 12,5 pró­sent.

Gallup sendi einnig nið­ur­brot á fylgi fram­bjóð­end­anna eftir kyni, aldri, búsetu og menntun (auk fjöl­skyldu­tekna sem skil­uðu ekki mark­tækum mun). Þá voru þátt­tak­endur í könn­un­inni spurðir hvað þeir kusu í for­seta­kosn­ing­unum árið 2012 og hvaða flokk þeir hyggð­ust kjósa í Alþing­is­kosn­ing­um, ef kosið yrði í dag. 

Auglýsing

Athygli vekur að Guðni nýtur nokkuð jafns fylg­is, heilt yfir alla þessa þætti. Fylgi við fram­boð hans er í flestum þáttum um eða yfir 50 pró­sent, eða á pari við heild­ar­fylgi hans í könn­un­inni. Annað á hins vegar við þegar kemur að því hvað fólk ætlar að kjósa í Alþing­is­kosn­ingum og hvað það kaus árið 2012. Aðrir fram­bjóð­endur njóta ekki við­líka stöð­ug­leika milli lýð­flokka. 

Stuðn­ings­menn stjórn­ar­flokka vilja Davíð

Guðni nýtur yfir­burða­fylgis fólks sem hygg­ist kjósa Við­reisn, Pírata, Bjarta fram­tíð, Vinstri græn eða Sam­fylk­ing­una. Þeir sem hugsa sér að kjósa stjórn­ar­flokk­ana, Sjálf­stæð­is­flokk eða Fram­sókn­ar­flokk, ætla hins vegar miklu frekar að kjósa Davíð Odds­son. Það eru hins vegar sára fáir stuðn­ings­menn ann­arra flokka sem ætla að kjósa Dav­íð. Ber þar helst að nefna fimm pró­sent stuðn­ings­manna Við­reisn­ar.

Andri Snær nýtur helst stuðn­ings þeirra sem hugsa sér að kjósa Bjarta fram­tíð, Vinstri græna, Sam­fylk­ing­una eða Pírata. Aðeins eitt pró­sent stuðn­ings­manna hvers stjórn­ar­flokks ætlar hins vegar að kjósa Andra Snæ. Halla Tóm­as­dóttir nýtur nokkuð svip­aðs fylgis meðal stuð­ings­manna allra flokka.

Rétt er að geta þess, til útskýr­ing­ar, að á mynd­inni hér að neðan er sýnt hlut­fall þeirra sem hugsa sér að kjósa ein­hvern flokk. Flokk­arnir njóta hins vegar mis­mik­ils fylg­is, eins og hægt er að lesa um í nýj­ustu kosn­inga­spánni fyrir þing­kosn­ingar í haust.

Fylgi frambjóðenda eftir flokksstuðningi.

Í for­seta­kosn­ing­unum árið 2012 hlaut Ólafur Ragnar Gríms­son um 53 pró­sent atkvæða. Í könnun Gallup segj­ast kjós­endur ÓIafs helst ætla að kjósa Guðna í ár, eða 44 pró­sent þeirra. Tæpur þriðj­ungur kjós­enda Ólafs ætlar að kjósa Dav­íð. Þóra Arn­órs­dóttir hlaut 33 pró­sent atkvæða árið 2012. Lang flestir kjós­endur hennar ætla að kjósa Guðna í þetta sinn, eða 62 pró­sent. Aðeins þrjú pró­sent kjós­enda Þóru ætla að kjósa Davíð Odds­son.

Athygli vekur að stuðn­ingur við Andra Snæ er minnstur meðal kjós­enda Ólafs Ragn­ars, ein­ungis 5 pró­sent. Meðal kjós­enda ann­arra fram­bjóð­enda árið 2012 nýtur Andri mun meiri stuðn­ings. Stuðn­ings­menn Höllu virð­ast ekki skipt­ast jafn áber­andi eftir því hvernig þeir kusu árið 2012.

Yngri kjós­endur vilja frekar Andra en Davíð – Þeir eldri vilja frekar Davíð en Andra

Sé fylgi fram­bjóð­end­anna skoðað eftir því hversu gamlir kjós­endur eru virð­ast lín­urnar helst birt­ast í fylgi við Davíð og Andra Snæ. Fólk í yngsta ald­urs­hópnum 18 til 24 ára ætlar mun frekar að kjósa Andra Snæ, eða 27 pró­sent, og átta pró­sent ætla að kjósa Dav­íð. Þessi staða er þver­öfug meðal þáttak­enda sem falla í elsta ald­urs­hóp­inn, 65 ára og eldri. Þar eru aðeins sjö pró­sent svar­enda sem ætla að kjósa Andra Snæ en 26 pró­sent ætla að kjósa Dav­íð.

Guðni er eftir sem áður með yfir­burða­fylgi í öllum ald­urs­flokk­um. Elstu kjós­end­urnir vilja hann frekar í emb­ætti for­seta en þeir sem yngri eru. 59 pró­sent þátt­tak­enda í könnun Gallup í elsta ald­urs­hópnum ætla að kjósa Guðna. Sam­an­borið við, til dæm­is, ald­urs­hóp­inn 35-44 ára þar sem 46 pró­sent þátt­tak­enda hyggj­ast kjósa Guðna.

Hóp­ur­inn sem ætlar að kjósa Höllu virð­ist hins vegar vera yngri frekar en eldri. Hún nýtur minna en níu pró­sent fylgis meðal þeirra sem eru eldri en 55 ára. Þá njóta aðrir fram­bjóð­endur en þeir fjórir sem hér hafa verið taldir upp mest fylgis í ald­urs­hópnum 45-54 ára, eða níu pró­sent. 

Fylgi við frambjóðendur eftir aldri.

Þeir fram­bjóð­endur sem flokk­aðir eru sem „aðr­ir“ í sund­ur­liðun Gallup eru Ást­þór Magn­ús­son, Guð­rún Mar­grét Páls­dótt­ir, Sturla Jóns­son, Elísa­bet Jök­uls­dóttir og Hildur Þórð­ar­dótt­ir. Öll eiga þau sam­merkt að mæl­ast með mun minna heild­ar­fylgi en Guðni, Dav­íð, Andri Snær og Halla.

Menntun og kyn hefur ekki mikil áhrif á fylgi við Guðna

Þegar stuðn­ingur við fram­bjóð­endur er skoð­aður eftir kyni sést að tvö­falt fleiri karlar en konur ætla að kjósa Davíð Odds­son sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­unar Gallup. Hann nýtur stuðn­ings 22 pró­sent karla en aðeins 11 pró­sent kvenna. Aðra sögu er að segja um stuðn­ins­menn Höllu Tóm­as­dóttur en hún nýtur stuðn­ings 18 pró­sent kvenna en aðeins átta pró­sent karla.

Aðrir fram­bjóð­endur njóta álíka mik­ils fylgis meðal kvenna og karla. Þannig ætla 15 pró­sent kvenna og 16 pró­sent karla að kjósa Andra Snæ. Guðni nýtur örlítið meiri stuðn­ings kvenna en karla; 53 pró­sent kvenna ætla að kjósa hann og 49 pró­sent karla.

Fylgi við frambjóðendur eftir kyni.

Ekki er heldur mik­ill munur á fylgi við Guðna eftir því hversu vel mennt­aðir þátt­tak­endur í könnun Gallup eru. Þar er hann með yfir­burða­fylgi hvort sem fólk hefur lokið grunn­skóla­mennt­un, fram­halds­skóla­prófi eða háskóla­prófi. Lín­urnar skerp­ast enn þegar litið er á mennt­un­ar­stig stuðn­ings­manna Dav­íðs og Andra Snæs.

Þannig segj­ast 21 pró­sent þeirra sem aðeins hafa lokið grunn­skóla­prófi ætla að kjósa Davíð en 10 pró­sent þeirra Andra Snæ. Þetta snýst við þegar stuðn­ingur þeirra sem lokið hafa háskóla­prófi er skoð­að­ur. Þar segj­ast níu pró­sent ætla að kjósa Davíð en 22 pró­sent Andra Snæ. Meðal þeirra sem aðeins hafa lokið fram­halds­skóla­prófi ætla 18 pró­sent að kjósa Davíð og 15 pró­sent Andra Snæ.

Fylgi við forsetaframbjóðendur eftir hæsta menntunarstigi þátttakenda.

Sé stuðn­ingur við fram­bjóð­endur skoður eftir búsetu má enn sjá mun á fylgi við Andra Snæ og Dav­íð. Andri nýtur mun meira fylgis í höf­uð­borg­inni en Dav­íð. Í sveit­ar­fé­lögum á lands­byggð­inni ætlar 22 pró­sent að kjósa Davíð og 10 pró­sent Andra Snæ. Í Reykja­vík eru það 21 pró­sent sem ætla að kjósa Andra Snæ en 12 pró­sent Dav­íð.

Fylgi við frambjóðendur eftir búsetu.

Kosið verður til for­seta laug­ar­dag­inn 25. júní næst­kom­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None