Sjálfstæðisflokkurinn öflugastur flokka á landsbyggðinni
Líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn muni sigra í alþingiskosningunum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Þingsætaspá Kjarnans mælir Sjálfstæðisflokkinn sterkastan í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 13% líkur eru á að formaður Samfylkingarinnar nái kjöri.
Sjálfstæðisflokkurinn er öruggastur allra framboða í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi með að fá þingmenn kjörna á þing samkvæmt þingsætaspánni. Þingsætaspáin er ítarleg greining á gögnum Kosningaspár Kjarnans og Baldurs Héðinssonar stærðfræðings sem birt hefur verið hér á vefnum undanfarin misseri.
Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í kjördæmunum þremur sem um ræðir mælast allir með 100 prósent í þingsætaspánni. Líkurnar eru fengnar eftir að 100.000 „sýndarkosningar“ voru gerðar á fyrirliggjandi könnunum í Kosningaspánni. Í öllum 100.000 hermunum náðu oddvitar Sjálfstæðisflokksins kjöri. Þeir eru Haraldur Benediktsson í Norðvesturkjördæmi, Kristján Þór Júlíusson í Norðausturkjördæmi og Páll Magnússon í Suðurkjördæmi.
Líklegasta niðurstaðan er sú að Sjálfstæðismenn fái minnst sjö þingmenn úr þessum þremur kjördæmum. Bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (annað sæti í Norðvesturkjördæmi) og Ásmundur Friðriksson (annað sæti í Suðurkjördæmi) náðu einnig kjöri í öllum 100.000 hermunum sýndarkosninganna.
Nánar má lesa um framkvæmd þingsætaspárinnar á Kosningaspárvef Kjarnans þar sem allar niðurstöður Kosningaspárinnar verða aðgengilegar fram að kosningum og kosningaúrslitin að þeim loknum.
Allar niðurstöður kosningaspárinnar og kosningaúrslit birtast hér:
- 93%Páll Valur Björnsson
- 1%Þórunn Pétursdóttir
- >99%Sigurður Ingi Jóhannsson
- 81%Silja Dögg Gunnarsdóttir
- 13%Ásgerður K. Gylfadóttir
- 0.1%Einar Freyr Elínarson
- 28%Jóna Sólveig Elínardóttir
- 3%Jóhannes Albert Kristbjörnsson
- 0.1%Ingunn Guðmundsdóttir
- 100%Páll Magnússon
- 98%Ásmundur Friðriksson
- 51%Vilhjálmur Árnason
- 4%Unnur Brá Konráðsdóttir
- 1%Kristín Traustadóttir
- 53%Smári McCarty
- 24%Oktavía Hrund Jónsdóttir
- 34%Þórólfur Júlían Dagsson
- 70%Álfheiður Eymarsdóttir
- 86%Oddný G. Harðardóttir
- 1%Ólafur Þór Ólafsson
- 99%Ari Trausti Guðmundsson
- 16%Heiða Guðný Ásgeirsdóttir
- 4%Daníel E. Arnarsson
Ólíklegt að Oddný nái kjöri
Nokkuð ólíklegt þykir, miðað við fyrirliggjandi kannanir, að Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, nái kjöri. Samfylkingin er eini flokkurinn af þeim sjö sem mælast í kosningaspánni sem nær ekki kjöri í líklegustu niðurstöðunni í Suðurkjördæmi. Aðeins 13 prósent líkur eru á því að Oddný nái kjöri, minnst allra oddvitanna í kjördæminu.
Sjálfstæðisflokkurinn er eins og áður sagði sterkastur í þessu kjördæmi og mun að öllum líkindum fá tvo þingmenn kjörna. Ekki þarf mikið upp á að Vilhjálmur Árnason, þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins, fái einnig nær öruggt þingsæti. Hann náði kjöri í 58 prósent sýndarkosninganna 100.000.
Píratar mega gera sér vonir um að fá tvo þingmenn kjörna í Suðurkjördæmi. Smári McCarty, oddviti P-listans, verður að öllum líkindum kjörinn og Oktavía Hrund Jónsdóttir fær góðar líkur eða 83 prósent í kosningaspánni.
Suðurkjördæmi er sterkt vígi Framsóknarflokksins. Þar leiðir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lista flokksins. Hann náði kjöri í öllum sýndarkosningunum og mælist því með 100 prósent líkur á að ná kjöri í Alþingiskosningunum. Silja Dögg Gunnarsdóttir skipar annað sæti listans og mælist með 92 prósent líkur á að ná kjöri.
Ari Trausti Guðmundsson, oddviti Vinstri grænna, fær 99 prósent líkur á kjöri í kosningaspánni, Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti Viðreisnar, fær 85 prósent líkur og Páll Valur Björnsson, oddviti Bjartrar framtíðar, fær 83 prósent líkur.
Líklegasta niðurstaða kosninganna á laugardag miðað við fyrirliggjandi kannanir er eftirfarandi:
- A-listi Bjartrar framtíðar = 1 fulltrúi
- B-listi Framsóknarflokks = 2 fulltrúar
- C-listi Viðreisnar = 1 fulltrúi
- D-listi Sjálfstæðisflokks = 2 fulltrúar
- P-listi Pírata = 1 fulltrúi
- S-listi Samfylkingarinnar = 0 fulltrúar
- V-listi Vinstri grænna = 1 fulltrúi
Auk þeirra tveir af eftirfarandi: D3, P2, V2, B3, A2 eða S1* Af þeim sem nefndir eru í listanum hér að ofan eru fulltrúar A1 og C1 veikastir.
* Listabókstafur og röð fulltrúa á listanum. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
- 48%Preben Pétursson
- 1%Dagný Rut Haraldsdóttir
- 70%Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
- 93%Þórunn Egilsdóttir
- 87%Líneik Anna Sævarsdóttir
- 22%Benedikt Jóhannesson
- 0.3%Hildur Betty Kristjánsdóttir
- 100%Kristján Þór Júlíusson
- >99%Njáll Trausti Friðbertsson
- 21%Valgerður Gunnarsdóttir
- 0.4%Arnbjörg Sveinsdóttir
- 71%Einar Brynjólfsson
- 2%Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
- 12%Gunnar Ómarsson
- 0.2%Hans Jónsson
- 93%Logi Már Einarsson
- 2%Erla Björg Guðmundsdóttir
- 0.1%Hildur Þórisdóttir
- 100%Steingrímur Jóhann Sigfússon
- 93%Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
- 14%Björn Valur Gíslason
Framsókn tapar þremur þingmönnum milli kosninga í norðaustri
Í Norðausturkjördæmi verða nokkrar sviptingar frá því í kosningunum árið 2013. Þá fékk Framsóknarflokkurinn fjóra þingmenn undir forystu oddvitans Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Nú er Sigmundur Davíð enn oddviti lista Framsóknarflokksins en samkvæmt líklegustu niðurstöðu kosninganna á laugardaginn nær hann einn Framsóknarmanna kjöri; líkurnar eru 98 prósent. Þórunn Egilsdóttir, sem situr í öðru sæti B-listans, gæti hins vegar komist að sem þingmaður en hún náði kjöri í aðeins 31 prósent tilvika í sýndarkosningunum.
Viðreisn mun nokkuð örugglega fá einn mann kjörinn. Oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi er formaður flokksins Benedikt Jóhannesson. 96 prósent líkur eru á að hann nái kjöri.
Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar verða nokkuð örugglega með tvo þingmenn kjörna í Norðausturkjördæmi. Oddvitar flokkanna; Sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson og Píratinn Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, náðu kjöri í öllum hermunum sýndarkosninganna og eru því með 100 prósent líkur á kjöri. Njáll Trausti Friðbertsson situr í öðru sæti lista Sjálfstæðisflokksins. Hann mælist með 99 prósent líkur á kjöri. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir er í öðru sæti lista Pírata. Hún mælist með 89 prósent líkur á kjöri.
Þá er nokkuð öruggt að Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstri grænna, nái kjöri. Hann hlaut einnig 100% kosningu í sýndarkosningunum sem byggja á fyrirliggjandi könnunum á fylgi flokkanna.
Líklegasta niðurstaða kosninganna á laugardag miðað við fyrirliggjandi kannanir er eftirfarandi:
- A-listi Bjartrar framtíðar = 0 fulltrúar
- B-listi Framsóknarflokks = 1 fulltrúi
- C-listi Viðreisnar = 1 fulltrúar
- D-listi Sjálfstæðisflokks = 2 fulltrúar
- P-listi Pírata = 2 fulltrúi
- S-listi Samfylkingarinnar = 1 fulltrúar
- V-listi Vinstri grænna = 1 fulltrúi
Auk þeirra tveir af eftirfarandi: V2, D3, S2, B2, P3 eða A1.* Af þeim sem nefndir eru hér í listanum eru fulltrúar S1 og P2 veikastir.
* Listabókstafur og röð fulltrúa á listanum. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
- 15%G. Valdimar Valdemarsson
- 0%Kristín Sigurgeirsdóttir
- 64%Gunnar Bragi Sveinsson
- 0%Elsa Lára Arnardóttir
- 3%Sigurður Páll Jónsson
- 7%Gylfi Ólafsson
- 0%Lee Ann Maginnis
- 92%Haraldur Benediktsson
- >99%Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
- 30%Teitur Björn Einarsson
- 2%Hafdís Gunnarsdóttir
- 24%Eva Pandora Baldursdóttir
- 0.1%Gunnar I. Guðmundsson
- 0.1%Eiríkur Þór Theódórsson
- 94%Guðjón S. Brjánsson
- 1%Inga Björk Bjarnadóttir
- 9%Lilja Rafney Magnúsdóttir
- 79%Bjarni Jónsson
- 16%Dagný Rósa Úlfarsdóttir
Sjálfstæðismenn með þrjá, Píratar, Framsókn og Vinstri græn með einn hvert
Í minnsta kjördæmi landsins er Sjálfstæðisflokkurinn gríðarlega sterkur. Þar geta bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verið nokkuð örugg um að ná kjöri og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan. Hann náði kjöri í 72 prósent sýndarkosninganna.
Þá eru þrír oddvitar annarra flokka mjög líklegir til þess að ná kjöri. Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í kjördæminu, fær 100% kjör í sýndarkosningunum. Næri því víst er að Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins, nái einnig kjöri en hann er með 99% kjör í sýndarkosningunum alveg eins og Eva Pandora Baldursdóttir, oddviti Pírata.
Líklegasta niðurstaða kosninganna á laugardag miðað við fyrirliggjandi kannanir er eftirfarandi:
- A-listi Bjartrar framtíðar = 0 fulltrúar
- B-listi Framsóknarflokks = 1 fulltrúi
- C-listi Viðreisnar = 0 fulltrúar
- D-listi Sjálfstæðisflokks = 3 fulltrúar
- P-listi Pírata = 1 fulltrúi
- S-listi Samfylkingarinnar = 0 fulltrúar
- V-listi Vinstri grænna = 1 fulltrúi
Auk þeirra tveir af eftirfarandi: V2, S1, C1, B2, A1 eða P2.*
* Listabókstafur og röð fulltrúa á listanum. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
Þingsætaspáin
Þingsætaspáin er ítarlegri greining á gögnum kosningaspárinnar sem mælir líkindi þess að einstaka frambjóðandi nái kjöri í Alþingiskosningum. Niðurstöðurnar byggja á fyrirliggjandi könnunum á fylgi framboða í öllum sex kjördæmum landsins hverju sinni og eru niðurstöðurnar birtar hér að vefnum. Þingsætaspáin sem nú er birt byggir á Þjóðarpúlsi Gallup 3.–12 október (vægi 57%) og Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar 23. september - 5. október (vægi 43%). Ef fleiri könnunaraðilar birta fylgi framboða niður á kjördæmi ásamt upplýsingum um framkvæmd könnunar verður þeim upplýsingum bætt inn í þingsætaspánna.
Gallup er eini könnunaraðilinn sem hefur veitt opinn aðgang að fylgistölum niður á kjördæmi. Auk þess var að finna fylgi niður á kjördæmi í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar sem birt var í Morgunblaðinu. Fylgi flokka í kjördæmum hefur ekki hefur verið birt í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar 6.–12 október eða í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar 13.–19 október.
Fyrir kjördæmin
Líkur á því að einstaka frambjóðandi nái kjöri byggja á reiknilíkani stærðfræðinganna Baldurs Héðinssonar og Stefáns Inga Valdimarssonar. Í stuttu máli er aðferðafræðin sú að fylgi framboða í skoðanakönnunum er talin líklegasta niðurstaða kosninga að viðbættri óvissu sem byggir á sögulegu fráviki kannana frá kosningaúrslitum. Söguleg gögn sýna fylgni er á milli þess að ofmeta/vanmeta fylgi flokks í einu kjördæmi og að ofmeta/vanmeta fylgi flokksins í öðrum kjördæmum. Frávikið frá líklegustu niðurstöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjördæma. Ef frávikið er neikvætt í einu kjördæmi fyrir ákveðinn flokk aukast líkurnar á að það sé sömuleiðis neikvætt í öðrum kjördæmum.
Reiknilíkanið hermir 100.000 „sýndarkosningar“ og úthlutar kjördæma- og jöfnunarsætum út frá niðurstöðunum. Líkur frambjóðanda á að ná kjöri er þess vegna hlutfall „sýndarkosninga“ þar sem frambjóðandinn nær kjöri.
Tökum ímyndað framboð X-listans í Norðvesturkjördæmi sem dæmi: Framboðið mælist með 20 prósent fylgi. Í flestum „sýndarkosningunum“ fær X-listinn 2 þingmenn en þó kemur fyrir að fylgið í kjördæminu dreifist þannig að niðurstaðan er aðeins einn þingmaður. Sömuleiðis kemur fyrir að X-listinn fær þrjá þingmenn í kjördæminu og í örfáum tilvikum eru fjórir þingmenn í höfn.
Ef skoðað er í hversu mörgum „sýndarkosningum“ hver frambjóðandi komst inn sem hlutfall af heildarfjölda fást líkurnar á að sá frambjóðandi nái kjöri. Sem dæmi, hafi frambjóðandinn í 2. sæti X-listans í Norðvesturkjördæmi náð kjöri í 90.000 af 100.000 „sýndarkosningum“ þá reiknast líkurnar á því að hann nái kjöri í Alþingiskosningunum 90 prósent.
Skoðanakannanir í aðdraganda Alþingiskosninga 2009 og 2013 voru notaðar til að sannprófa þingsætaspánna, þar sem spáin er borin saman við endanlega úthlutun þingsæta.
Fyrir landið í heild
Þegar niðurstöður í öllum kjördæmum liggja fyrir er hægt taka niðurstöðurnar saman fyrir landið í heild og reikna út líkur á því hversu marga þingmenn hver flokkur fær á landsvísu. X-listinn gæti, svo dæminu hér að ofan sé haldið áfram, fengið:
- 8 þingmenn í 4% tilfella
- 9 þingmenn í 25% tilfella
- 10 þingmenn í 42% tilfella
- 11 þingmenn í 25% tilfella
- 12 þingmenn í 4% tilfella
Þetta veitir tækifæri til þess að máta flokka saman reyna að mynda meirihluta þingmanna og skoða líkur á því hvaða flokkar muni ná meirihluta á þingi að afstöðnum kosningum. Ef X-listinn er einn af þeim flokkum sem myndar meirihluta að loknum kosningum er þingmannaframlag hans til meirihlutans aldrei færri en 8 þingmenn, í 96% tilfella a.m.k. 9 þingmenn, í 71% tilfella a.m.k. 10 þingmenn o.s.frv. Landslíkur X-listans eru því settar fram á forminu:
- = > 8 þingmenn í 100% tilfella
- = > 9 þingmenn í 96% tilfella
- = > 10 þingmenn í 71% tilfella
- = > 11 þingmenn í 29% tilfella
- = > 12 þingmenn í 4% tilfella
- = > 13 þingmenn í 0% tilfella
Umfjöllun Kjarnans um alþingiskosningarnar
-
14. janúar 2017Bjarni Benediktsson jafnar met Þorsteins Pálssonar
-
11. janúar 2017Ekki einhugur um ráðherraval innan Sjálfstæðisflokksins
-
10. janúar 2017Það sem ný ríkisstjórn ætlar að gera
-
9. janúar 2017Stjórnarsáttmáli: Evrópumál fara til þingsins undir lok kjörtímabils
-
4. janúar 2017Ríkisstjórn Bjarna á lokametrunum
-
4. janúar 2017Þingmenn innan Sjálfstæðisflokks efast um samstarf við miðjuflokka
-
2. janúar 2017Katrín staðfestir viðræður við Framsókn og Samfylkingu
-
2. janúar 2017Vinstri græn og Framsókn reyna við Sjálfstæðisflokk