Greiddu minnst 80,4 milljónir í kvikmyndasýningar fyrir skólabörn

Menntmálaráðuneytið gerir reglulega samninga við kvikmyndagerðamenn og -framleiðendur um sýningar á kvikmyndum í grunnskólum landsins. Síðan 1988 hefur ráðuneytið greitt að minnsta kosti 80,4 milljónir fyrir kvikmyndir.

Auglýsing
Baltasar Kormákur í hlutverki sínu í kvikmyndinni Eiðurinn.
Baltasar Kormákur í hlutverki sínu í kvikmyndinni Eiðurinn.

Mennta­mála­ráðu­neytið hefur á und­an­förnum tíu árum greitt 40 millj­ónir fyrir sýn­ing­ar­rétt á 12 kvik­myndum eftir íslenska leik­stjóra í skólum lands­ins. Síðan 1988 hefur ráðu­neytið greitt að minnsta kosti 80,4 millj­ónir fyrir kvik­mynda­sýn­ingar í skól­um.

Í ráðu­neyt­inu liggja hins vegar ekki fyrir upp­lýs­ingar um kaup á kvik­myndum sem gerð voru fyrir árið 1988. Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um útgjöld til kaupa á sýn­inga­rétti á kvik­myndum segir jafn­framt að greiðslur fyrir kvik­myndir síðan 1988 gæti jafn­vel verið hærri og sé að minnsta kosti 80,4 millj­ónir króna.

Dag­inn fyrir kosn­ingar til Alþingis síð­ast­liðið haust, hinn 28. októ­ber 2016, und­ir­rit­aði Ill­ugi Gunn­ars­son, þáver­andi mennta­mála­ráð­herra, styrkt­ar­samn­ing sem ætlað var að mæta kostn­aði við sýn­ingar og kynn­ingu á til­urð kvik­mynd­ar­innar Eið­ur­inn fyrir nem­endur í 9. og 10. bekk grunn­skóla um land allt. Fyrir hönd fram­leið­and­ans – RVK Films – skrif­aði Baltasar Kor­mák­ur, leik­stjóri og aðal­leik­ari í Eiðn­um, undir styrkt­ar­samn­ing­inn.



Samn­ing­ur­inn sem Ill­ugi og Baltasar und­ir­rit­uðu var að upp­hæð 10 millj­ónir króna og gildir í sjö mán­uði eftir und­ir­ritun eða fram undir lok skóla­árs­ins 2016-2017. Þessar tíu millj­ónir voru greiddar fyrir sýn­ing­ar­rétt að mynd­inni og til styrktar kynn­ing­ar­starfs.

Í frétt á vef ráðu­neyt­is­ins sem birt­ist 3. nóv­em­ber 2016 segir að ástæða styrkt­ar­samn­ings­ins sé að efla for­varn­ar­starf fyrir elstu nem­endur grunn­skóla lands­ins.

Í kvik­mynd­inni eftir Baltasar er fjallað um reyk­vískan lækni sem kemst að því að dóttir hans hefur hafið sam­búð með skugga­legum manni, og að hún neyti eit­ur­lyfja reglu­lega. Við­brögð föð­urs­ins, sem leik­inn er af Baltasar sjálf­um, eru að reyna að slíta sam­bandi dóttur sinnar við hinn skugga­lega náunga. Það verður svo ekki rakið hér hvernig það mál endar allt sam­an.

Baltasar hefur sjálfur ferð­ast um landið og fylgt sýn­ing­unum eftir og svarað spurn­ingum skóla­barn­anna, eftir að sýn­ing­unum lýk­ur.

Auglýsing

Frið­rik fékk 30 millj­ónir fyrir 11 myndir

Mennta­mála­ráðu­neytið gerði sam­bæri­legan samn­ing síð­ast við Frið­rik Þór Frið­riks­son árið 2007. Þá greiddi ráðu­neytið 30 millj­ónir króna fyrir sýn­ing­ar­rétt á ell­efu kvik­myndum eftir Frið­rik Þór í 15 ár.

Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að í samn­ing­unum hafi falist réttur til opin­berra sýn­inga í skólum lands­ins á til­greindum kvik­mynd­um. Til­efnið sam­komu­lags­ins hafi verið að sýna kvik­myndir Frið­riks við kennslu í íslenskum bók­menntum og kvik­mynda­fræð­um.

Í svar­inu er það hins vegar ekki til­greint hvaða myndir það eru sem Frið­rik Þór veitti sýn­ing­ar­rétt af. Myndir hans eru margar hverjar vel þekktar og telj­ast sumar til íslenskra klassíkera, ef svo má að orði kom­ast.

Sér­stak­lega er minn­is­stæð myndin Börn nátt­úr­unnar frá 1991, þar sem Gísli Hall­dórs­son og Sig­ríður Haga­lín fóru með aðal­hlut­verk. Myndin hlaut mörg verð­laun og var jafn­framt til­nefnd til Ósk­arsverð­launa í flokki bestu erlendu kvik­mynda árið 1992.

Fleiri þekktar myndir eftir Frið­rik Þór eru til dæmis Djöfla­eyjan, Englar Alheims­ins og Bíó­dagar.

Samn­ingar við Frið­rik Þór renna út skóla­árið 2021-2022.



Eldri samn­ingar

Mennta­mála­ráðu­neytið hefur áður gert samn­inga á borð við þessa. Upp­lýs­ingar um kaup á kvik­myndum liggja ekki fyrir fram til árs­ins 1988 en síðan hefur ráðu­neytið reglu­lega gert samn­ing um sýn­inga­rétt á kvik­myndum í skólum

Árið 1988 var gerður samn­ingur við Þor­stein Jóns­son um sýn­inga­rétt á Atóm­stöð­inni og Punkt­ur, punkt­ur, komma strik. Fyrir þann samn­ing greiddi ráðu­neytið fimm milljón krónur fyrir sýn­ing­ar­rétt­inn.

Ráðu­neytið gerði svo samn­ing árið 1992 við F.I.L.M. um sýn­ing­ar­rétt á kvik­mynd­inni Lilju eftir Hrafn Gunn­laugs­son. Gerðir voru tveir samn­ingar við Hrafn sem runnu út árið 2004 og 2005. Sam­tals voru greiðslur fyrir þessa samn­inga frá rík­inu til Hrafns 7,9 milljón krón­ur.

Árið 1994 var gerður samn­ingur við fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Tíu-­tíu á tveimur kvik­myndum eftir Krist­ínu Jóhann­es­dótt­ur. Mynd­irnar Á hjara ver­aldar og Svo á jörðu sem og himni mátti þá sýna í skólum lands­ins. Sýn­ing­ar­rétt­ur­inn kost­aði ráðu­neytið 7,5 millj­ónir króna en í svari frá ráðu­neyt­inu kemur ekki fram hversu langan tíma samn­ing­ur­inn spann­aði.

Síð­asti samn­ing­ur­inn sem gerður var áður en samið var við Frið­rik Þór var gerður árið 2005 þegar mennta­mála­ráðu­neytið keypti allt kvik­mynda­safn Ósvaldar Knud­sen og Vil­hjálms Knud­sen. Umsamið kaup­verð var 20 millj­ónir króna. Ekki er sér­stak­lega fjallað um rétt til opin­berra sýn­inga á því myndefni sem keypt var.

Þeir feðgar Ósvaldur Knud­sen og Vil­hjálmur sonur hans mynd­uðu öll eld­gos á Íslandi frá árinu 1961 og eltu uppi jarð­hrær­ingar síðan í Surts­eyj­ar­gosi. Mynda­safnið sem ráðu­neytið festi kaup á er því að öllum lík­indum nokkuð stórt og verð­mæt heim­ild um íslenskan veru­leika.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None