Fimm hlutir sem þú þarft að vita um EM 2017

Íslenska landsliðið mætir Frökkum í fyrsta leik sínum á EM 2017. Hér eru praktískar upplýsingar sem gott er að hafa áður en poppið er sett í örbylgjuna.

Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur leik á EM 2017 í dag.
Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur leik á EM 2017 í dag.
Auglýsing

Íslenska lands­liðið hefur leik á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu á þriðju­dag­inn þegar stelp­urnar okkar mæta Frökkum í Hollandi.

­Mikil stemmn­ing er fyrir mót­inu enda spil­aði íslenska liðið frá­bæran fót­bolta í und­ankeppni móts­ins. Þetta er í þriðja sinn sem íslenska lands­liðið tekur þátt í Evr­ópu­meist­ara­mót­inu. Síð­ast náðu stelp­urnar frá­bærum árangri en féllu úr leik í fjórð­ungsúr­slit­um.

Evr­ópu­mótið hefst í dag með leik Hollands og Nor­egs. RÚV verður með mikla umfjöllun um leik­inn og sýnir frá öllum leikjum Íslands. Útsend­ing frá opn­un­ar­leiknum hefst klukkan 15:30.

Hvernig gengur mótið fyrir sig?

Alls taka 16 lið þátt í keppn­inni í ár en aldrei hafa fleiri lið hlotið þátt­töku­rétt í loka­móti Evr­ópu­meist­ara­móts kvenna í fót­bolta. Mótið er leikið í fjórum skref­um; riðla­keppni, 8 liða úrslit­um, und­an­úr­slitum og úrslit­um. Lið­unum er skipt í fjóra riðla þar sem fjögur lið eru í hverjum riðli. Liðin fjögur leika svo öll þrjá leiki, einn við hverja þjóð í riðl­in­um, sam­tals sex leiki.

Auglýsing

Þá tekur úrslita­keppnin við og gilda nú nýjar reglur er lið standa jöfn eftir 90 mín­útna leik. Þá tekur við fram­leng­ing og ef ekki tekst að finna sig­ur­veg­ara í fram­leng­ingu þá er gripið til víta­spyrnu­keppni. Tvö lið úr hverju riðli kom­ast í 8 liða úrslit.

Sig­ur­veg­arar úr fjórum leikjum í 8 liða úrslitum kom­ast áfram í und­an­úr­slit og sig­ur­veg­arar úr tveimur leikjum taka svo þátt í úrslita­leik móts­ins 6. ágúst.

Hvenær spilar Ísland?



Íslenska liðið leikur alls þrjá leiki í riðla­keppn­inni og aldrei á sama stað. Leikir Íslands í riðla­keppn­inni eru þó allir í sunn­an­verðu Hollandi og vega­lengd­irnar á milli tak­mark­að­ar. Keppn­is­staðir Íslands í riðla­keppn­inni eru merktir með rauðu á kortið hér að ofan. Íslenskir stuðn­ings­menn þurfa þess vegna að ferð­ast á milli borga til þess að styðja okkar kon­ur. Ísland leikur í C-riðli. Þar leika einnig Frakk­land, Aust­ur­ríki og Sviss.

Fyrsti leikur Íslands verður gegn franska lið­inu í borg­inni Til­burg, skammt frá landa­mær­unum við Belg­íu, hinn 18. júlí. Leik­ur­inn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Franska liðið er sterkt og er talið vera besta liðið í C-riðli. Besti árangur franska liðs­ins er hins vegar sá sami og íslenska lands­liðs­ins, fjórð­ungsúr­slit í síð­ustu keppni árið 2013.

Ísland tap­aði 0-1 í leiknum gegn Frökkum og er með 0 stig þegar tveir leikir eru eftir í riðla­keppn­inni. Frétt Kjarn­ans um úrslit­in.

Ísland mætir Sviss fjórum dögum síðar á Doet­inchem-­leik­vang­inum í De Vijver­berg, í um tveggja klukku­stunda akst­urs­fjar­lægð frá Til­burg, laug­ar­dag­inn 22. júlí. Leik­ur­inn gegn Sviss hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Sviss er að taka þátt í Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í fyrsta sinn.

Ísland tap­aði 1-2 í  leiknum gegn Sviss og er með 0 stig þegar einn leikur er eftir í riðla­keppn­inni. Frétt Kjarn­ans um úrslit­in.

Síð­asti leikur Íslands í riðla­keppn­inni verður svo gegn Aust­ur­ríki mið­viku­dag­inn 26. júlí. Sá leikur hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma og fer fram í Rott­er­dam. Aust­ur­ríki hefur heldur aldrei tekið þátt í Evr­ópu­meist­ara­mót­inu.

Hversu lengi stendur mót­ið?

Úrslita­leikur móts­ins verður leik­inn sunnu­dag­inn 6. ágúst í Enschede aust­ast í Hollandi. Þetta er sunnu­dagur um versl­un­ar­manna­helgi svo það er um að gera að finna góðan stað til að horfa á leik­inn. Íslenski hóp­ur­inn á alveg mögu­leika á að kom­ast í úrslita­leik­inn!

Hverjar eru í lið­inu?

Eftir að hafa leikið gríð­ar­lega vel í und­ankeppni Evr­ópu­móts­ins fékk íslenska liðið slæmar fréttir um að fyr­ir­lið­inn Mar­grét Lára Við­ars­dóttir yrði ekki með í loka­keppn­inni vegna meiðsla. Íslenski leik­manna­hóp­ur­inn er sterkur og lætur þetta ekki á sig fá. Hólm­fríður Magn­ús­dótt­ir, lands­liðs­kona, sagði í sam­tali við RÚV á dög­unum að liðið væri óðum að ná fyrri styrk eftir öll meiðslin sem hrjáð hafa lið­ið.

Sara Björk Gunnarsdóttir keppir á sínu þriðja Evrópumóti fyrir Ísland. Hún er fyrirliði Íslands.

Það verður Sara Björk Gunn­ars­dóttir sem ber fyr­ir­liða­bandið í stað Mar­grétar Láru í loka­keppn­inni. Hún fer fyrir öfl­ugu liði sem ætlar sér langt í keppn­inni. Þetta verður þriðja loka­mót Evr­ópu­keppn­innar sem Sara Björk tekur þátt í.

Lið Íslands er svo skip­að:

Nr.StaðaLeik­maðurAldurlands­leikirMörkFélags­lið
1MarkGuð­björg Gunn­ars­dóttir32510Sweden Djur­går­den
2VörnSif Atla­dóttir31630Sweden Krist­i­an­stad
3VörnIngi­björg Sig­urð­ar­dóttir1920Iceland Breiða­blik
4VörnGló­dís Perla Vigg­ós­dóttir22542Sweden Eskilst­una United
5MiðjaGunn­hildur Yrsa Jóns­dóttir28425Norway Våler­enga
6SóknHólm­fríður Magn­ús­dóttir3211037Iceland KR Reykja­vík
7MiðjaSara Björk Gunn­ars­dóttir (c)2610618Germany Wolfs­burg
8MiðjaSig­ríður Lára Garð­ars­dóttir2380Iceland Vest­manna­eyjar
9MiðjaKatrín Ásbjörns­dóttir24131Iceland Stjarnan
10MiðjaDagný Brynjars­dóttir257019United States Portland Thorns
11VörnHall­bera Guðný Gísla­dóttir30843Sweden Djur­går­den
12MarkSandra Sig­urð­ar­dóttir30160Iceland Valur
13MarkSonný Lára Þrá­ins­dóttir3030Iceland Breiða­blik
14VörnMál­fríður Erna Sig­urð­ar­dóttir33332Iceland Valur
15SóknElín Metta Jen­sen22285Iceland Valur
16SóknHarpa Þor­steins­dóttir316118Iceland Stjarnan
17MiðjaAgla María Alberts­dóttir1740Iceland Stjarnan
18MiðjaSandra Jes­sen22186Iceland Þór/KA Akur­eyri
19VörnAnna Björk Krist­jáns­dóttir27310Sweden Lim­hamn Bunkeflo
20SóknBerg­lind Björg Þor­valds­dóttir25271Iceland Breiða­blik
21VörnArna Ásgríms­dóttir24121Iceland Valur
22SóknRakel Hönnu­dóttir28835Iceland Breiða­blik
23SóknFann­dís Frið­riks­dóttir278410Iceland Breiða­blik

Hvaða lið er sig­ur­strang­leg­ast?

Sig­ur­strang­leg­asta lið keppn­innar er án efa Þýska­land. Þýska­land hefur staðið uppi sem sig­ur­veg­ari í Evr­ópu­mót­inu í síð­ustu sex skiptin sem það hefur verið hald­ið. Veð­bankar telja þýska liðið einnig vera sig­ur­strang­leg­ast, þær fá lík­urnar 2/1 á því að vinna mótið sem lýsir fáheyrðum yfir­burðum þeirra vel. Frönsku kon­urnar eru taldar næst sig­ur­strang­leg­astar, með 3/1.

Ísland á auð­vitað mögu­leika á sigri, það fylgir mið­anum á mótið að þær eiga séns á að lyfta doll­unni. Til þess þurfa þær hins vegar að leggja sterk­ustu lið heims að velli.

Áfram Ísland!

Þýskaland stóð uppi sem sigurvegari á EM 2013 í Svíþjóð. Það var í sjött sinn í röð sem þýskaland vinnur mótið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar