Kóreska vandamálið: Hvers vegna er ástandið svona?

Fyrsti hluti þrískiptrar umfjöllunar um ógnina á Kóreuskaga. Norður-Kórea verður eldfimara vandamál með hverri hernaðartilrauninni sem Kim Jong-un gerir. Norðurkóresk kjarnorkusprengja drífur nú alla leið til Bandaríkjanna.

Leiðtogar Norður-Kóreu hafa alltaf treyst vald sitt með áróðri.
Leiðtogar Norður-Kóreu hafa alltaf treyst vald sitt með áróðri.
Auglýsing

Með hvaða aðferðum best er að með­höndla Norð­ur­-Kóreu hefur verið verk­efni alþjóða­sam­fé­lags­ins síðan í lok seinni heims­styrj­ald­ar. Stjórn­völd í Pjongj­ang halda því fram að Kóreu­stríð­inu sé í raun ekki enn lokið og gera þess vegna enn form­legt til­kall til allrar Kóreu.

Á und­an­förnum árum hefur norð­ur­kóreski her­inn gert til­raunir með kjarn­orku­vopn og hefur tek­ist svo vel til að nú er talið að Norð­ur­-Kórea búi yfir lang­drægum skot­flaugum sem geta borið kjarna­odda alla leið yfir Kyrra­hafið og til Banda­ríkj­anna. Til­raunin sem gerð var 4. júlí síð­ast­lið­inn, á þjóð­há­tíð­ar­degi Banda­ríkj­anna, sann­færði umheim­inn end­an­lega um þetta.

Valda­jafn­vægið í heim­inum vó salt um leið.

Í þrí­skiptri umfjöllun Kjarn­ans um Norð­ur­-Kóreu verður reynt að svara eft­ir­far­andi spurn­ing­um: Hvað er til ráða? Hvað hefur verið reynt? Og hvers vegna er ástandið svona? Áður en lengra er haldið er nauð­syn­legt að rifja upp aðdrag­anda máls­ins.

Auglýsing

Norð­ur­-Kórea verður til

Alþýðu­lýð­veldið Norð­ur­-Kórea varð til í allt ann­ari ver­öld en nú er. Eftir seinni heims­styrj­öld­ina var Kóreu­skag­anum skipt upp í tvö her­náms­svæði, en Japan hafði her­tekið skag­ann allan í stríð­inu. Um það bil sömu aðferðum var beitt í Kóreu og í Þýska­landi; Sov­ét­ríkin fengu nyrðri helm­ing­inn og Banda­ríkin syðri helm­ing­inn.

Stofnuð voru ríki í báðum hlutum Kóreu­skag­ans sem gerðu bæði til­kall til allrar Kóreu. Sá ágrein­ingur leiddi til Kóreu­stríðs­ins í júní 1950 þegar norð­an­menn réð­ust suður yfir landa­mær­in.

Kim il-Sung, fyrsti leið­togi Norð­ur­-Kóreu, stjórn­aði þá land­inu í umboði og með aðstoð stjórn­valda í Moskvu. Kim komst alla leið syðst á Kóreu­skag­ann en tókst aldrei að ná syðstu borg­inni Bus­an.

Stríð!

Sam­ein­uðu þjóð­irnar höfðu komið óvið­búnum Suð­ur­-Kóreu­búum til aðstoðar þegar norð­an­menn réð­ust yfir landa­mærin á 38. breidd­argráðu. Kim hafði auð­vitað stuðn­ing bæði Stalíns í Moskvu og Maó í Pek­ing og naut til­tölu­lega full­kom­inna hern­að­ar­gagna frá Sov­ét­ríkj­un­um.

Douglas MacArthur hershöfðingi.Dou­glas MacArthur, hinn frægi pípureykj­andi hers­höfð­ingi úr banda­ríska hern­um, leiddi hernað Sam­ein­uðu þjóð­anna (þar sem Banda­ríkin lögðu mest til mála). Hern­að­ur­inn var gerður út á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna í krafti ákvörð­unar Örygg­is­ráðs SÞ sem gerð var að Sov­ét­ríkj­unum fjar­stödd­um. Sov­ét­menn höfðu skrópað á fundi Örygg­is­ráðs­ins til að mót­mæla því að full­trúar Taí­van fengju sæti í ráð­inu en ekki Kín­verj­ar. Fljót­lega eftir að Sov­ét­menn átt­uðu sig á hvaða afleið­ingar fjar­vera þeirra gæti haft batn­aði mæt­ing þeirra.

MacArthur náði að snúa tafl­inu í hag sunn­an­manna með því að koma hers­höfð­ingjum Kim á óvart með inn­rás í borg­ina Inche­on, stutt vestan við Seúl um miðjan skag­ann, 14. sept­em­ber 1950.

Fljót­lega tókst her Sam­ein­uðu þjóð­anna að stöðva nauð­synja­flutn­inga suður eftir Kóreu úr norðri. Þannig tókst mót­spyrnan vel og á til­tölu­lega skömmum tíma tókst að reka heri Kim aftur yfir 38. breidd­argráðu, landa­mærin sem samið hafði verið um.

Það hefði hugs­an­lega mátt leyfa því að duga en raunin varð önn­ur. MacArthur fékk heim­ild frá yfir­mönnum sínum að ráð­ist inn á yfir­ráða­svæði Norð­ur­-Kóreu. Það var gert með svo gríð­ar­legu ógn­ar­valdi að enn þann dag í dag er þess­arar inn­rásar „banda­rískra heims­valda­sinna“ minnst í Norð­ur­-Kóreu sem ástæðu hat­urs­ins í garð hins vest­ræna heims.

Her sunn­an­manna með stuðn­ingi Banda­ríkj­anna kastaði að talið er 635.000 tonnum af sprengjum úr lofti á Norð­ur­-Kóreu. Borgir voru lagðar í rúst, stíflur og mann­virki voru sprengd þannig að vatn flæddi yfir rækt­ar­land með hrylli­legum afleið­ingum fyrir almenn­ing. Til sam­an­burðar þá köst­uðu Banda­ríkin um 503.000 tonnum af sprengjum í öllu Kyrra­hafs­stríð­inu í seinni heimsstryjöld­inni. Banda­ríkin sprengdu svo mikið að yfir­menn í flug­hernum kvört­uðu undan skot­marka­leysi í Norð­ur­-Kóreu.

Maó, komm­ún­ista­leið­tog­inn í Kína, hafði lofað að senda kín­verska her­menn yfir landa­mærin til Norð­ur­-Kóreu ef suðrið myndi ráð­ast norður yfir 38. breidd­argráðuna. Þegar MacArthur hafði náð nán­ast allri Norð­ur­-Kóreu tókst Kín­verjum að ýta sunn­an­mönnum til baka. Þegar hér er komið við sögu hafði Kóreu-­stríðið staðið í um hálft ár.

Í byrjun árs 1951 reyndu Norð­ur­-Kórea og Kína að sækja suður og tókst að ná Seúl, áður en Suð­ur­-Kórea náði borg­inni aftur nokkrum mán­uðum síð­ar. Norð­an­menn, með stóra frænda sinn sér að baki, reyndu nokkrum sinnum að sækja suður en fram­sókn þeirra var sífellt stöðvuð við 38. breidd­argráðuna.

Frið­ar­við­ræður hófust í júlí 1951 á meðan enn var barist. Það ástand ríkti meira og minna þar til í upp­hafi árs 1953 þegar Jósef Stalín lést og for­ysta Sov­ét­ríkj­anna ákvað að hætta stuðn­ingi við stríðs­rekstur í Kóreu. Vopna­hlé komst á 27. júlí það sama ár og stendur enn í dag, 14. júlí 2017.

Í stríð­inu dóu meira en 2,5 millj­ónir manna, allt að helm­ingur þeirra óbreyttir Kóreu­bú­ar.

Kóreu­skag­inn skipt­ist í norður og suður

Til­rauna­staðir með kjarn­orku­sprengj­urnar eru merktir með hring­dregnu T á kort­ið. Höf­uð­borgir eru stjörnu­merkt­ar.



38. breidd­argráða

Landa­mæri ríkj­anna liggja í dag eftir 38. breidd­argráðu, þeirri sömu og samið hafði verið um í lok heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Bæði ríkin hafa miklar gætur á þessum landa­mærum og stað­setja þús­undir her­manna sitt hvoru megin við einskis­manns­landið milli ríkj­anna.

Þar hafa her­menn­irnir staðið í störu­keppni við frændur sína handan landamær­anna í 64 ár.

Hermenn norðurs og suðurs eru ennþá í störukeppni, mörgum áratugum eftir að vopnahlé tók gildi.

Grimmd­ar­verk knýja áróð­urs­vél­ina

Í Norð­ur­-Kóreu hefur Kim-­fjöl­skyldan ríkt síðan Jósef Stalín ákvað að skipa Kim il-Sung sem land­stjóra í Norð­ur­-Kóreu. Kim ríkti svo ennþá sem leið­togi þegar ríkið Norð­ur­-Kórea var stofnað 1948. Kim byggði vald sitt að mestu á egóinu, lét þjóð­ina hylla sig hvar sem hann kom fram og lét kenna börnum að það væri í raun og veru hann sem færði þeim brauð og klæði.

Hið rétta er að Norð­ur­-Kórea naut gríð­ar­lega mik­il­vægs efna­hags­legs stuðn­ings frá Sov­ét­ríkj­un­um. Þar til Sov­ét­ríkin leyst­ust upp árið 1991 hafði Norð­ur­-Kórea aðgang að tækni, þekk­ingu og, síð­ast en ekki síst, efna­hags­legum stuðn­ingi til þess að geta rekið ríki sitt. Þannig komust Kim­arnir til dæmis yfir kjarn­orku á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Lög­mæti valds síns tryggði Kim il-Sung með mark­vissum áróðri um ágæti sitt og ömur­leika vest­rænna afla, sér­lega Banda­ríkj­anna. Grimmd Banda­ríkj­anna í Kóreu­stríð­inu, þegar heim­ilum og lifi­brauði þjóð­ar­innar í norðri var rústað árið 1950, er raunar enn notuð til þess að treysta völd Kim-ætt­ar­innar í Norð­ur­-Kóreu.

Norðurkóreskur áróður gegn Bandaríkjunum.

Bandaríkin eru höfuðandstæðingur Norður-Kóreu.

Þegar leið­tog­inn lést árið 1994 tók sonur hans við. Það var Kim nokkur Jong-il. Hann tók við skelfi­legu búi. Eftir fall Sov­ét­ríkj­anna var skrúfað fyrir alla efna­hags­lega aðstoð svo þjóðin var svöng og eymdin ofboðs­leg. Kim Jong-il tókst raunar aldrei að laga það ástand í ein­angr­uðu ríki en horfði frekar á vanda­mál sem hann taldi stærra: Staða Norð­ur­-Kóreu í ver­öld­inni.

Án þess að eiga valda­mikla vini var Norð­ur­-Kórea skyndi­lega ber­skjölduð í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Kim Jong-il fyr­ir­skip­aði þess vegna auk­inn kraft í fram­leiðslu kjarn­orku­vopna. Þannig gæti Norð­ur­-Kórea knúið aðrar þjóðir til sam­stöðu með Norð­ur­-Kóreu.

Smíði spreng­unar

Norð­ur­kóreski her­inn gerði fyrstu til­raun­ina með kjarn­orku­sprengju á haust­dögum árs­ins 2006. Sprengjan var alls ekki stór, en nógu stór til að alþjóða­sam­fé­lagið beindi sjónum sínum af meiri alvöru að Kóreu­skag­an­um. Þá hafði Norð­ur­-Kórea þegar dregið sig út úr afvopn­un­ar­sam­þykktum með kjarn­orku­vopn og við­ur­kennt að verið væri að þróa kjarn­orku­vopn.

Í von um að alþjóð­legum við­skipta­þving­unum yrði lyft var látið í það skína að stjórn­völd í Pjongj­ang væru til­búin til að hætta öllu sam­an, ef kröfum yrði mætt. Eftir til­raun­ina árið 2006 var eft­ir­lits­mönnum alþjóð­legu kjarn­orku­nefnd­ar­innar leyft að kanna stöð­una í Norð­ur­-Kóreu. Í kjöl­farið var við­ur­kennt að Norð­ur­-Kórea hefði hætt allri kjarn­orku­fram­leiðslu og hjálp­ar­að­stoð barst til lands­ins.

Skrúfað var fyrir alla aðstoð árið 2009 þegar Norð­ur­-Kórea gerði til­raun með lang­drægar skot­flaugar og sprengdu enn stærri kjarn­orku­sprengju en árið 2006 í til­rauna­skyni.

Kim Jong-il lést í des­em­ber 2011. Sonur hans Kim Jong-un tók þá við stjórn­ar­taumunum í Norð­ur­-Kóreu.

Norð­an­menn frest­uðu kjarn­orku­á­ætl­un­inni aftur árið 2012 því „sex ríkja við­ræð­urn­ar“ gengu vel. Miklar vonir voru bundnar við nýjan leið­toga. Kannski var hann mild­ari og alþjóða­sinn­að­ari en faðir hans? Þetta vissi hins vegar eng­inn og get­gátur réðu ferð­inni þegar ráðið var hinn unga leið­toga.

Banda­ríkin ákváðu að senda tak­mark­aða hjálp­ar­að­stoð í ljósi þess að Norð­ur­-Kórea var að stíga skref í rétta átt, að því er virt­ist. Aðstoðin var hins vegar aldrei send því í apríl 2012 gerðu norð­an­menn aðra til­raun með lang­drægar skot­flaug­ar. Ári síðar mældu jarð­skjálfta­mælar jarð­skjálfta að stærð­inni 5,1 í Norð­ur­-Kóreu sem hafði gert þriðju kjarn­orku­sprengju­til­raun­ina neð­an­jarð­ar.

Fjöldi tilrauna með skotflaugar

Sam­tals hafa norð­an­menn gerð fimm til­raunir með kjarn­orku­sprengjur og sex til­raunir með lang­drægar skot­flaug­ar. Síð­ustu til­raun­irnar sem gerðar hafa verið með kjarn­orku­sprengjur voru gerðar í fyrra. Síð­asta til­raunin var gerð í sept­em­ber 2016 þegar stærsta sprengjan til þess var sprengd.

Í byrjun þessa mán­aðar tókst Norð­ur­-Kóreu svo að senda lang­dræga skot­flaug á loft. Talið er að Hwa­song-14 skot­flaugin geti borið kjarna­odd alla leið til Banda­ríkj­anna.


Á morgun verður fjallað um við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins við auk­inni hættu frá Norð­ur­-Kóreu og mis­mun­andi aðferðir reif­að­ar. Síðar verða þeir val­mögu­leikar sem standa alþjóða­sam­fé­lag­inu nú til boða reif­að­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar