EPA David Attenborough
EPA

Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla

Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað varðandi plastnotkun. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum og að með sameiginlegu átaki geti fólk haft raunveruleg áhrif á lífríkið.

Blue Planet II er heim­ilda­mynda­flokkur frá árinu 2017 þar sem fjallað er um líf­ríkið í haf­inu. BBC fram­leiddi þætt­ina en þeir voru sýndir víða um heim, meðal ann­ars í Rík­is­sjón­varp­inu í apríl síð­ast­liðn­um. Í lýs­ingu á þátt­unum segir að dreg­inn sé saman mik­ill fróð­leikur um líf­ríki hafs­ins, furðu­skepnur sem þar leynast, haf­strauma og veð­ur­fars­leg áhrif þeirra um allan heim.

Nátt­úru­vís­inda­mað­ur­inn og heim­ilda­mynda­gerða­mað­ur­inn Sir David Atten­borough leggur nafn sitt við þætt­ina og er jafn­framt þul­ur.

Nú þegar tæpir sjö mán­uðir eru liðnir frá frum­sýn­ingu athug­aði BBC hvað Atten­borough fynd­ist um við­brögð við þátt­unum en í kringum þá hefur orðið mikil vit­und­ar­vakn­ing varð­andi plast­notkun og þann gríð­ar­lega úrgang sem fer út í sjó á degi hverjum út um allan heim.

Hægt að hafa áhrif

Í svari sínu segir Atten­borough vera furðu­lost­inn yfir við­brögð­unum og þeim áhrifum sem þætt­irnir hafa haft. Fyrsti þátt­ur­inn kom út þann 29. októ­ber síð­ast­lið­inn og sló hann áhorfs­met í Bret­landi fyrir árið 2017.

Mich­ael Gove umhverf­is­ráð­herra Bret­lands segir að þætt­irnir „ásæki hann“ og kollegi hans í Skotlandi, Ros­eanna Cunn­ing­ham, not­aði tæki­færið þegar hún hélt ræðu í Hol­yrood að boða breyt­ingar í þessum mál­um. Jafn­framt segir Erik Sol­heim, yfir­maður umhverf­is­mála hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, að þætt­irnir hafi hjálpað til við að koma af stað „öldu aðgerða.“ Þetta kemur fram í fyrr­nefndri umfjöllun BBC.

Atten­borough segir sjálfur að margir hafi skrifað og sent aðstand­endum þátt­anna skila­boð þar sem fólk seg­ist vilja gera eitt­hvað í mál­unum sjálft og bætir hann við að hægt sé að gera ein­falda hluti til að hjálpa til. „Við­brögð ykkar sýna að ef við byrjum að taka lítil skref sem eru ein­föld í fram­kvæmd, þá getum við innan tíðar haft raun­veru­leg áhrif,“ segir hann.

Víða um Bret­land hefur fólk gripið til aðgerða. Sumir hafa brugðið á það ráð að end­ur­nýta plast­diska og -áhöld í stað­inn fyrir að henda þeim og hafa heilu fjöl­skyld­urnar tekið þá ákvörðun að hætta að nota plast á heim­il­inu.

MichaelisScientists

Notkun plast­um­búða hefur auk­ist

Notkun plast­­um­­búða á Íslandi jókst á árunum 2014 til 2016 úr 13.660 tonnum í 15.029 tonn, eða um 10 pró­­sent. Plast­­um­­búðir sem skil­uðu sér til end­­ur­vinnslu voru 4.478 tonn árið 2014 og 6.411 tonn tveimur árum síð­­­ar. Plast­­um­­búðir sem skil­uðu sér til brennslu með orku­nýt­ingu voru 423 tonn árið 2014 og 666 tonn árið 2016. Plast­­úr­­gang­­ur, þ.e. annar en plast­­um­­búð­ir, sem skil­aði sér til end­­ur­vinnslu voru 193 tonn árið 2014 og 666 tonn tveimur árum síð­­­ar.

Þetta kom fram í svari Guð­­mundar Inga Guð­brands­­sonar umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra í febr­úar síð­ast­liðnum við fyr­ir­­spurn frá Olgu Mar­gréti Cilia um mengun af völdum plast­­­not­k­un­ar. Í svar­inu kemur fram að áreið­an­­legar tölur séu til frá End­­ur­vinnsl­unni hf. og Úrvinnslu­­sjóði yfir notkun plast­­um­­búða, þ.e. magn umbúða sem settar eru á markað og afdrif þeirra, til dæmis til end­­ur­vinnslu. Ekki séu til áreið­an­­legar tölur yfir notkun ann­­ars plasts en plast­­um­­búða. Umhverf­is­­stofnun safni þeim tölum saman frá þeim aðilum sem með­­höndla úrgang.

Jafn­­framt segir í svar­inu að erfitt sé að leggja mat á hversu stór hluti þetta er af þeim plast­­úr­­gangi sem fellur til þar sem tölur yfir notkun vantar og tölu­verður hluti plast­­úr­­gangs fer að öllum lík­­indum með blönd­uðum úrgangs­­straumum til förg­un­­ar.

Evr­­ópu­­sam­­bandið ræðst gegn plast­­­meng­un 

Kjarn­inn greindi frá því fyrr á árinu að Evr­­ópu­­sam­­bandið hefði ein­­sett sér að allar plast­­um­­búðir verði gerðar úr end­­ur­vinn­an­­legu efni fyrir árið 2030. Þannig verði dregið veru­­lega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts.

Áætlun ESB til að bregð­­ast við plast­­­mengun er ætlað að vernda nátt­úr­una, verja íbú­ana og styrkja fyr­ir­tæk­in, sam­­kvæmt til­­kynn­ingu frá send­i­­nefnd Evr­­ópu­­sam­­bands­ins á Íslandi.

„Ef við umbreytum ekki plast­­­notkun okkar og fram­­leiðslu, verður meira af plasti en fiski í sjónum okkar árið 2050. Við verðum að koma í veg fyrir að plast kom­ist í vatnið okk­­ar, mat­inn og jafn­­vel í lík­­ama okk­­ar. Eina lang­­tíma­­lausnin er að draga úr plast­­úr­­gangi með því að end­­ur­vinna meira og end­­ur­nýta. Þetta er áskorun sem borg­­ar­­arn­ir, iðn­­­fyr­ir­tæki og stjórn­­völd þurfa að takast á við í sam­ein­ing­u,“ er haft eftir Frans Timmermans, fyrsta vara­­for­­seta fram­­kvæmda­­stjórnar ESB, í til­­kynn­ing­unni.

Minna en þriðj­ungur af því plasti sem Evr­­ópu­­búar fram­­leiða ratar í end­­ur­vinnslu. Plast­­rusl er 85 pró­­sent af draslinu sem finnst á strand­­svæðum víða um ver­öld. Plast­­efni er jafn­­vel farið að koma sér fyrir í lungum fólks og á mat­­ar­­borð­inu. Það er örplast í lofti, vatni og fæð­unni og áhrif þess á heilsu okkar eru óþekkt. Evr­­ópu­­sam­­bandið hyggst takast á við þessi úrlausn­­ar­efni af fullri festu.

Átak á Íslandi til að sporna við plast­notkun

Verk­efnið Plast­­­laus sept­­em­ber var árvekn­i-á­­tak sem ætlað var að vekja fólk til umhugs­unar um ofgnótt og skað­­semi plasts í umhverf­inu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plast­i. 

Á vef­­síðu átaks­ins www.plast­­­laussept­­em­ber.is kemur fram að plast end­ist í þús­undir ára og sé því afar slæmur kostur fyrir einnota not­k­un. Plast brotnar niður á mjög löngum tíma og þá í örplast sem ekki er betra fyrir umhverf­ið. Plast er ein­­göngu hægt að end­­ur­vinna í annað plast af lélegri gæð­­um. Allt plast sem notað er og fer ekki í end­­ur­vinnslu safn­­ast fyrir á urð­un­­ar­­stöðum eða í nátt­úr­unni og veldur þar skaða um ókomna tíð.

Plast endar þannig allt of oft í nátt­úr­unni og þá sér­­stak­­lega í ám, vötnum og sjó. Plast dregur til sín ýmis meng­un­­ar­efni og þegar það endar í vef líf­vera geta efnin þar með endað í fæðu manna. Mjúk­­plast inn­i­heldur stundum hor­m­ón­­ara­sk­andi efni, til að mynda þalöt, sem eru skað­­leg mann­­fólki.

Í byrjun síð­asta sum­­­ars tóku fjórar nágranna­­konur sig til í Foss­vog­inum og byrj­­uðu að spjalla um þessa gegnd­­ar­­lausu plast­­­notkun í sam­­fé­lag­inu. Hug­­myndin kom erlendis frá en átakið Plastic Free July var hrundið af stað í Ástr­alíu í júlí­mán­uði. Þessum konum datt í hug í fram­hald­inu að fara út í slíkt átak á Íslandi. Þær þéttu hóp­inn og fengu fleiri konur með sér sem höfðu áhuga á mál­efn­in­u.

Þær sáu fljót­­lega að ekki gekk að hafa slíkt átak yfir sum­­­arið og út varð að hafa sept­­em­ber plast­­­lausan enda skól­­arnir að byrja og haust­ið. „Sum­­­arið fór að miklu leyti í að koma vef­­síð­­unni í loftið og skipu­­leggja starf á sam­­fé­lags­mið­l­u­m,“ sagði Jóhanna Gísla­dótt­ir, for­­maður stjórnar félags­­ins í kringum verk­efnið og dokt­or­snemi í umhverf­is- og auð­linda­fræði, í sam­tali við Kjarn­ann í októ­ber síð­ast­liðn­um. 

Jóhanna taldi að meira aðhald þyrfti frá stjórn­­völdum hvað þessi mál varð­­ar. Setja þyrfti skýr­­ari reglur og þyrftu stjórn­­völd að setja fé í rann­­sóknir á plast­­­notkun og hvað fari út í sjó­inn við strendur Íslands. „Við þurfum að fara að vakna,“ sagði hún og bætti því við að hún sjálf hefði ekki verið næg­i­­lega með­­vituð um plast­­­notkun sína og afleið­ingar hennar áður en hún fór af stað með verk­efn­ið. „Þess vegna töldum við þörf á því að koma með árvekn­i-á­­tak og vekja athygli á þessu.“

Birgir Þór Harðarson

Örplast fannst í neyslu­vatni Reyk­vík­­inga 

Í frétt Kjarn­ans frá því í byrjun febr­­úar á þessu ári segir að í vatns­­­sýnum sem safnað var úr vatns­­veitu Veitna í Reykja­vík hafi komið í ljós að 0,2 til 0,4 plast­­agnir hafi fund­ist í hverjum lítra vatns. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Veitum eru þetta mun betri nið­­ur­­stöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neyslu­vatni sem var í fréttum hér á landi á síð­­asta ári. Sér­­fræð­ingur sem Kjarn­inn tal­aði við sagði að þrátt fyrir jákvæðar nið­­ur­­stöður þá bæri að taka þær alvar­­lega. Frek­­ari rann­­sókna væri þörf.

Örplast er heiti á plast­­ögnum sem eru minni en 5 milli­­­metrar að þver­­máli. Örplast getur ann­­ars vegar verið fram­­leitt örplast, sem til dæmis finnst í snyrt­i­vörum, eða örplast sem verður til við nið­­ur­brot, til að mynda úr dekkj­um, inn­­­kaupa­­pokum eða fatn­að­i.

Nið­­ur­­stöður mæl­inga Veitna sam­svara því að 1 til 2 slíkar agnir finn­ist í 5 lítrum vatns. Tekin voru stór sýni, eða 10 til 150 lítr­­ar­. Kom fram í fyrr­­nefndri erlendri skýrslu að 83 pró­­sent þeirra 159 sýna sem hún byggir á, og tekin voru víðs vegar í heim­in­um, inn­i­héldu að með­­al­tali tutt­ug­u­falt og allt að 400-falt magn plast­­agna miðað við það sem fannst í neyslu­vatni Reyk­vík­­inga.

Lifum ekki í ein­angr­uðum heimi 

Hrönn Jör­unds­dótt­ir, sviðs­­stjóri og sér­­fræð­ingur hjá MAT­ÍS, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að nauð­­syn­­legt væri að finna upp­­­sprettu örplasts, þ.e. hvaðan það komi. Hún sagði að þau hjá MATÍS væru að skoða þessi mál og að til stæði að birta skýrslu um örplast á Íslandi í náinni fram­­tíð.

Varð­andi nið­­ur­­stöður úr sýna­­töku Veitna þá sagði hún að það væri jákvætt að lítið örplast hafi greinst í sýn­unum en á hinn bóg­inn þá væri það áhyggju­efni að plast­­agnir hafi fund­ist yfir­­höf­uð. Þetta sýndi að örplast sé víðar en fólk geri sér grein fyr­­ir. „Það verður að taka þetta alvar­­lega, við erum ekki laus við þetta í okkar umhverfi frekar en aðr­ir,“ sagði hún og bætti því við að Íslend­ingar lifi ekki í ein­angr­uðum heimi og að þetta snerti okkur öll.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar