Bára Huld Beck

Áhætta fyrir samfélagið að þróa ekki ný fyrirtæki

Þrjár konur tóku sig saman og stofnuðu nýsköpunarsjóð fyrir fáeinum árum. Síðan þá hafa þær vaxið og dafnað og ekki verður annað sagt en að um sannkallaðan kvennakraft sé að ræða. Kjarninn ræddi við Jennýju Ruth Hrafnsdóttur, einn stofnanda sjóðsins, um áherslur þeirra, markmið og hvernig það er að vera kona í karlaheimi.

Hekla Arn­ar­dótt­ir, Helga Val­fells og Jenný Ruth Hrafns­dóttir stofn­uðu nýsköp­un­ar­sjóð­inn Crowberry Capi­tal árið 2017 en áður höfðu þær allar unnið saman hjá Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins. Jenný segir að þær hafi allar verið til­búnar að taka áhættu en þeim tókst að safna fjár­magni – aðal­lega frá líf­eyr­is­sjóð­unum en einnig frá fjár­sterkum ein­stak­lingum – og loka sjóðnum um mitt ár 2017.

Nú hafa þær fjár­fest í sex fyr­ir­tækjum eftir þetta rúma ár sem þær hafa verið starf­andi. Jenný segir að allir séu af vilja gerðir varð­andi nýsköpun en að þeim hafi fund­ist vanta að henni væri fylgt almenni­lega eftir með gjörð­um. Mark­mið Crowberry Capi­tal er að fjár­festa í tólf til fimmtán fyr­ir­tækjum í heild­ina en sam­kvæmt Jennýju er þetta fjög­urra millj­arða króna sjóður – rétt ríf­lega – og er líf­tím­inn um tíu ár.

Fyr­ir­tækin sem þau fjár­magna núna eru allt tækni- eða nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. Jenný segir að um sé að ræða tækni­fyr­ir­tæki í víðum skiln­ingi; mat­væla­tækni, ferða­tækni, heil­brigð­is­tækni, sem og hug­bún­að­ur. „Við erum einnig að skoða ýmis­legt annað tækni­t­eng­t,“ segir hún. Nýfjár­fest­ing­ar­tíma­bil telst að jafn­aði um þrjú til fimm ár og segir Jenný að eftir það styðji þær við fyr­ir­tækin út sjóðs­tím­ann.

Vilja búa til þekk­ing­ar­störf

„Við höfum allan okkar starfs­feril starfað í tækni eða við rekstur fyr­ir­tækja og síðar við fjár­fest­ingar í nýsköp­un. Þannig höfum við verið í þessu umhverfi allan hring­inn við borð­ið,“ segir Jenný. Hún og Hekla eru verk­fræði­mennt­aðar og störf­uðu hjá Öss­uri sem er alþjóð­legt fyr­ir­tæki í heil­brigð­is­tækni. Þær hafa verið í stórum fyr­ir­tækjum sem hafa skal­ast mikið en einnig hafa þær rekið svo­kallað „startup“. Jenný starf­aði meðal ann­ars hjá heil­brigð­is­tækni­fyr­ir­tæki í Boston í Banda­ríkj­unum og var þá í nýsköpun að safna fjár­magni frá sam­bæri­legum sjóðum þar í landi.

Jenný telur nýsköpun vera algjört grunn­gildi fyrir þær allar og hún sam­eini þær all­ar. „Þetta er sam­ein­ing­ar­kraft­ur­inn hér hjá okk­ur. Að við viljum skapa störf fyrir þessar ungu kyn­slóðir sem við erum að mennta. Við erum búin að mennta börnin okkar mjög mikið hér á landi og við erum með hátt mennta­stig. En Íslend­ingar eru ekki að búa til nægi­lega mörg störf sem mæta mennta­stig­inu. Það er grunn­tónn­inn fyrir það sem við erum að ger­a,“ segir hún. „Við viljum búa til fleiri störf – fleiri þekk­ing­ar­störf.“

Þær líta mikið til hinna Norð­ur­land­anna en Jenný telur mikla jákvæðni ein­kenna íslenska hugsun varð­andi nýsköp­un. „Kost­irnir sem við höfum er mikil félags­færni í sam­fé­lag­inu, sam­vinna sem kemur til að mynda í gegnum íþrótta­starf í skóla­kerf­in­u,“ segir hún. Þannig sé mennta­kerfið að standa sig í stykk­inu.

Það er mjög mikil áhætta að vera í störfum sem hafa staðnað. Og þá er hreinlega erfiðara fyrir fólk að fá störf til framtíðar þar sem kröfurnar eru aðrar.
Þær stöllur, Jenný Ruth Hrafnsdóttir, Hekla Arnardóttir og Helga Valfells.
Bára Huld Beck

Konur annað hvort ekki til­búnar eða of gamlar

„Við efuð­umst aldrei um getu okkar til að safna í slíkan sjóð,“ segir Jenný en hún segir jafn­framt að oft fái konur þau skila­boð að þær séu ekki til­búnar í slík verk­efni. Eða að þær séu hrein­lega orðnar of gaml­ar. Þannig mætti halda að rétti tím­inn sé aldrei fyrir kon­ur.

„En við töldum okkur hafa tals­verða reynslu og ýmis­legt fram að færa þannig að við bara stukkum af stað,“ segir hún. Auð­vitað sé ein­hver áhætta við að fara út í slíka söfnun en hún segir að það sé líka áhætta fyrir sam­fé­lagið að þróa ekki ný fyr­ir­tæki og taka ekki þátt í tækni­bylt­ing­unni sem á sér nú stað úti um allan heim. „Það er mjög mikil áhætta að vera í störfum sem hafa staðn­að. Og þá er hrein­lega erf­ið­ara fyrir fólk að fá störf til fram­tíðar þar sem kröf­urnar eru aðr­ar,“ segir hún.

Sjóðir koma og fara

Umgjörð fyrir nýsköpun er aftur á móti ofboðs­lega brot­hætt, að mati Jennýj­ar. „Sjóðir geta komið og far­ið. Það er ekki alltaf fjár­magn sem hægt er stöðugt að ganga að,“ segir hún en bendir jafn­framt á að Rannís hafi tekið miklum breyt­ingum til góða en hún segir að það sem verið sé að gera þar sér frá­bær vinna.

„Við reynum líka að fá með­fjár­festa erlendis frá,“ segir hún. Einnig hafa þær fjár­fest í erlendu fyr­ir­tæki í Sví­þjóð með fjár­festum þar í landi. „Þá eru meiri líkur að við getum dregið þá hingað og þá verðum við líka hluti af þessu nor­ræna net­verki. Við þurfum nefni­lega að vefa okkur inn í það. Við viljum alls ekki vera eyland í nýsköp­un.“

Sjald­séðir hrafnar

Jenný segir að þegar þær fóru af stað með sjóð­inn þá hefðu þær ekki haft skýra mynd varð­andi kynja­hlut­föll. „Síðan aftur á móti eftir að við lok­uðum sjóðnum þá höfum við fengið mikla athygli fyrir það að vera ein­ungis kon­ur, sér­stak­lega utan land­stein­anna,“ segir hún.

„Við erum sjald­séðir hrafn­ar,“ segir hún og hlær. Jenný bendir á að engin kona hafi starfað við fjár­fest­ingar í nýsköpun á Íslandi fyrir tíu árum síð­an. Nú séu þær sex af þrett­án. Þetta eru ekki margir ein­stak­lingar en hún segir að þeir hafi mikil áhrif á þau fyr­ir­tæki sem eru að verða til.

Þegar kynja­hlut­föll eru skoðuð í Evr­ópu má sjá að konur stýra 12 pró­sent þeirra sjóða sem European Invest­ment Fund (EIF), sem er stærsti vaxt­ar­sjóða­fjár­festir­inn í Evr­ópu, hefur fjár­fest í. Frá árinu 2013 fór talan úr fimm pró­sentum í tólf pró­sent á síð­asta ári. European Invest­ment Bank, sem er einn stærsti eig­andi EIF, var fyrst núna í des­em­ber 2017 að setja sér reglur varð­andi kynja­kvóta en samt er vanda­málið á þessum skala, segir Jenný. „EIB er í eigu þjóð­ríkja í Evr­ópu­sam­band­inu og EES og því skatt­greið­enda og þar af leið­andi er þetta kynja­hlut­fall algjör­lega óásætt­an­leg­t.“

Það er auðvitað skelfilegt að langstærsti fjárfestirinn í tæknisjóðum í Evrópu séu einungis að fjárfesta 12 prósent í konum.

Hún bendir enn fremur á að á meðan vaxt­ar­sjóðir fjár­festi að megn­inu til í körlum þá séu það þeir sem ákveða hvaða tækni sé verið að fara að nota inn í fram­tíð­ina. „En þetta er ekki þver­skurður af sam­fé­lag­inu. Alla­vega ekki hvað kynin varðar og ekki einnig í víð­ara sam­heng­i,“ segir hún. Þess vegna hafi þær sett mjög skýr mark­mið um að þær ætli að hafa áhrif á þessa heild­ar­mynd. „Við lítum svo á að það þarf að taka aktí­var aðgerðir til að breyta mynd­inni. Við þurfum að setja okkur mark­mið. Það ger­ist ekki af sjálfu sér. Þannig að við höfum sagt að okkar eigna­safn sé að minnsta kosti 40 pró­sent annað kynið sem leiðir þau fyr­ir­tæki. Sama hvort það séu konur eða karl­ar.“

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eru mest mót­andi á vaxt­ar­sjóð­aum­hverfið hér heima, að sögn Jennýjar, og þeim til hróss þá eru kynja­hlut­föllin í vaxt­ar­sjóðum á Íslandi 46 pró­sent konur á móti 54 pró­sent karla. „Um leið og við fjár­festum í fleiri kven­frum­kvöðlum þá fjölgum við vaxt­ar­tæki­fær­unum í sam­fé­lag­inu og hættum að skilja eftir verð­mæti á borð­in­u.“

Rót­tæk við­brögð að utan

Jenný segir að það hafi komið á óvart hversu rót­tæk við­brögð þær hafi fengið út fyrir land­stein­ana. Þær fái mikið af spurn­ingum hvernig þær hafi farið að því að stofna þennan sjóð og einnig hafi margar konur leitað til þeirra. Jenný spyr sig hvort ekki sé hægt að gera meira. „Getum við ekki gert meira fyrir umhverfið í kringum okkur sem Íslend­ing­ar?“ spyr hún.

„Það er auð­vitað skelfi­legt að langstærsti fjár­festir­inn í tækni­sjóðum í Evr­ópu séu ein­ungis að fjár­festa 12 pró­sent í kon­um,“ bendir hún á. Fyrir tveimur árum voru reyndar sam­tök í Evr­ópu stofnuð sem ein­beita sér að þessum mál­efnum sem heita European Women in VC en Jenný, Hekla og Helga eru stofn­að­ilar að þeim. Sam­tökin ýta á að fjár­fest sé í fyr­ir­tækjum með konur í for­svari. „Það er köld stað­reynd að við erum að hafa svo mikil áhrif inn í fram­tíð­ina. Þess vegna er svo mik­il­vægt að breyta þessu kynja­hlut­falli núna vegna þess að ann­ars erum við ekki að fara að sjá áhrif þess strax. Ungar konur og karlar sem starfa hjá þessum nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum þurfa líka að hafa fyr­ir­myndir og hafa í leið­toga­hóp­unum fólk sem þau geta litið upp til og leitað til. Þetta hefur svo víð­tæk áhrif,“ segir Jenný.

Ungar konur og karlar sem starfa hjá þessum nýsköpunarfyrirtækjum þurfa líka að hafa fyrirmyndir og hafa í leiðtogahópunum fólk sem þau geta litið upp til og leitað til. Þetta hefur svo víðtæk áhrif.
Jenný Ruth á skrifstofu Crowberry Capital.
Bára Huld Beck

Mik­ill sköp­un­ar­kraftur í loft­inu

Nú þegar krónan er ekki eins sterk og und­an­farin miss­eri þá telur Jenný ekki síður mik­il­vægt að fjár­festa í þekk­ing­ar­störfum og nýjum fyr­ir­tækjum til fram­tíð­ar. „Þessar sveiflur á krón­unni hafa áhrif á alla sem eru í við­skiptum eða í fyr­ir­tækja­rekstri. Og þetta er mjög erfitt þrátt fyrir að veik­ingin hjálpi til við útflutn­ing. Best er auð­vitað að hafa sem minnstar sveifl­ur.“

Þrátt fyrir veik­ingu krón­unnar segir Jenný að þær hjá Crowberry Capi­tal séu mjög bjart­sýnar eins og alltaf. „Við höfum mikla trú á þessu unga fólki sem er að koma úr háskól­unum og öðr­um. Fólk á Íslandi er ofboðs­lega hug­mynda­ríkt – það er mjög mik­ill sköp­un­ar­kraftur í loft­inu. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort það sé út af tón­list­ar­skól­unum eða hvað? Eða kannski er það bara veðrið,“ segir hún og hlær. „En það er mik­ill sköp­un­ar­kraftur hér, mörg fyr­ir­tæki verða til en okkur gengur kannski ekki alveg nógu vel að koma þeim inn í fast­mótað ferli og gera góðan „business“ úr þeim. En það er alltaf hægt að læra og vinna með fólki að því.“

Hún bendir á að nú sé frekar lítið atvinnu­leysi en samt hafi fólk áhuga á að stofna fyr­ir­tæki. „Það sýnir bara eld­móð­inn að fólk hefur trú á því sem það er að gera og ætlar að breyta heim­inum eða koma með eitt­hvað nýtt. Það er það sem við erum að horfa til.“

En hvernig á að halda úti eld­móði? Jenný segir að lyk­ill­inn sé að það gerir eng­inn neitt einn. „Þú verður að fá gott fólk með þér og treysta fólki í kringum þig. Í raun­inni bara virkja fólkið í kringum þig. Við getum til dæmis bent á önnur fyr­ir­tæki sem sjá um ákveðnar lausnir en þannig er hægt að horfa þvert á fyr­ir­tæki. Við höfum líka tekið þátt í upp­bygg­ingu þegar þau eru orðin aðeins stærri og vitum hvert næsta skref er eða hvernig hægt sé að kom­ast upp á næsta stig,“ segir hún. Mik­il­væg­ast sé að reyna ekki að gera allt einn – heldur vinna með öðr­um.

Vilja fjár­fest­ingar í stöðugan far­veg

Nýlega voru stofnuð sam­tök fram­taks­fjár­festa hér á landi, Framís, en stofn­fundur sam­tak­anna var í byrjun nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Jenný segir að Íslend­ingar þurfi stöðugt umhverfi og að alltaf sé ein­hver sjóður til staðar til að taka á móti nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um. Hún bendir á að fyrir árið 2015 hafi til að mynda mikið fjár­magn vantað en allt í einu hafi þrír sjóðir komið til og fleiri fylgt á eft­ir. „Þetta er eins og ná tómatsósu úr flösku – allt kemur í einu en svo ger­ist ekk­ert inn á milli. Það ger­ist svo oft í svona fámennum sam­fé­lög­um,“ segir hún.

Ef það er eitt­hvað sem þær myndu vilja að kæm­ist í stöðugan far­veg þá væri það að alltaf væri eitt­hvað í gangi varð­andi fjár­fest­ingar í nýsköpun og tækni. Jenný telur að líf­eyr­is­sjóð­irnir deili þess­ari sýn – það sé allra hag­ur. Sem og að fara vel með þá fjár­muni sem fengnir eru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal