Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki

Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu sína. Kjarninn ræddi við Sheree um hvernig vinna megi gegn aðgreiningu innan atvinnulífsins og um þá samfélags- og fjárhagslegu ávinninga sem hljótast í kjölfarið.

Mikil umræða hefur átt sér stað á síð­ustu árum um mik­il­vægi þess að auka hlut­fall kvenna og ann­arra minni­hluta­hópa innan tækni­geirans. Finna má alþjóð­leg sam­tök og ein­stak­linga sem hafa helgað sig því verk­efni að auka fjöl­breytni og sýni­leika ólíkra fyr­ir­mynda innan hug­bún­að­ar- og tækni­geirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson, 27 ára tölv­un­ar­fræð­ing­ur, sem vakið hefur athygli og hlotið verð­laun fyrir frum­kvöðla­störf sín við að auka fjöl­breytni innan tækni­geirans og vinna gegn aðgrein­ingu í atvinnu­líf­in­u. 

Kjarn­inn náði tali af Sheree þegar hún var hér á landi fyrir skömmu en hún hélt erindi á UT-­mess­unni í Hörpu í byrjun febr­ú­ar, um hvernig við­skipta­tæki­færi felist í því að fagna fjöl­breyti­leika innan fyr­ir­tækja og stuðla að þátt­töku minni­hluta­hópa. Hún vinnur í dag fyrir alþjóð­lega ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Deloitte og er hún auk þess alþjóð­legur sendi­herra sam­tak­anna Women Who Code. 

Styðja konur sem vilja skara fram úr

Sheree Atcheson ólst upp í Belfast, höf­uð­borg Norð­ur­-Ír­lands, en hún var ætt­leidd frá Sri Lanka þegar hún var þriggja vikna göm­ul. Eftir að hún kláraði B.A.-­próf í tölv­un­ar­fræði og byrj­aði á vinnu­mark­að­inum varð hún stöðugt með­vit­aðri um þá stað­reynd að það hall­aði veru­lega á konur innan tækni­geirans. Þegar hún var í skóla í Belfast voru 100 manns með henni í námi en aðeins tíu af þeim voru konur en það var ekki fyrr en hún byrj­aði að vinna og fann sér­stak­lega fyrir kynja­ó­jafn­væg­inu. Á þeim tíma komst hún í kynni við sam­tökin Women Who Code, alþjóð­leg sam­tök fyrir konur og alla þá sem skil­greina sig sem konur innan tækni­geirans. Sam­tökin styðja við konur sem vilja skara fram úr í tækni­störfum og jafn­framt vinna að því að auka sýni­leika kvenna innan tækni­geirans.

Sheree gekk til liðs við sam­tökin árið 2013 en þá voru þau með höf­uð­stöðvar í San Francisco og félags­konur voru um 5000 tals­ins. Sheree segir að það hafi skipt hana máli að vera hluti af sam­tökum sem ekki séu rekin í hagn­að­ar­skyni og að aðild að félag­inu væri ókeyp­is. Því það er henni mik­il­vægt að félags­gjöld séu ekki hindrun fyrir fólk með ólíkan efna­hags­legan bak­grunn. „Vegna þess að hæfi­leikar eru alls staðar en tæki­færi eru það ein­fald­lega ekki,“ útskýrir Sher­ee.

Hún varð fljót­lega sendi­herra sam­tak­anna í Bret­landi en hún stofn­aði útibú sam­tak­anna í Belfast, Bristol, Lund­únum og Edin­borg. Undir leið­sögn Sheree stækk­uðu sam­tökin úr engu í Bret­landi í nú allt að 9000 með­limi. Hún segir helsta kost sam­tak­anna vera að þau aðlagi sig að aðstæðum á hverjum stað. Á hverjum stað eru stað­bundin teymi sem vita hvað virkar á hverjum stað, til dæmis hvaða fyr­ir­tæki sam­tökin geta starfað með og hvaða sér­fræð­inga hægt sé að fá til að halda fyr­ir­lestra og nám­skeið. Hún segir að hlut­verk sam­tak­anna sé ekki aðeins að hjálpa konum að þróa hæfi­leika sína og færni í vinnu heldur að búa til sam­fé­lag. Hún segir að erfitt geti reynst fólki sem til­heyrir minni­hluta­hópum að koma inn á vinnu­markað og geti slíkt haft fælandi áhrif. Hún bendir því á að það geti verið mjög vald­efl­andi að vera hluti af hópi sem ein­stak­lingur sam­svarar sig með.

Nú eru 167.000 konur um allan heim félagar í Women Who Code. Sam­tökin hafa veitt skóla­styrki fyrir millj­ónir Banda­ríkja­dala til kvenna í tækni­geir­anum og eru þau nú með útibú í yfir 60 borgum en til stendur að opna mun fleiri.

Fjöl­breytt­ari hópur býr til heild­stæð­ari lausnir

Vinna Sheree felst meðal ann­ars í því að fræða fólk um mik­il­vægi þess að inn­leiða ólík sjón­ar­mið inn í fyr­ir­tæki, með því að meðal ann­ars ráða ein­stak­linga með fjöl­breyttan bak­grunn og styðja við minni­hluta­hópa innan fyr­ir­tækja. Sheree segir að þetta snú­ist að miklu leyti um að vera með­vit­aður um for­rétt­indi sín. Í fyr­ir­lestrum sínum bendir hún fólki á að það sé eng­inn að segja að mann­eskja hafi ekki lagt vinnu og metnað í að kom­ast á ákveð­inn stað en ljóst sé að ákveðnir sam­fé­lags­hópar eigi oft auð­veldra með að koma sér á fram­færi, fá fleiri tæki­færi og að láta í sér heyra. „Ég hef sann­ar­lega notið góðs af mínu upp­eldi og þeirri stað­reynd að ég er ætt­leidd. Annað fólk mun hafa notið góðs af því að vera ef til vill hvítt eða karl­kyns. Eða líkt og í mínu til­viki að vera gagn­kyn­hneigð. Það setur mig í ákveð­inn for­rétt­inda­hóp.“

Sheree segir það því sam­fé­lags­lega skyldu fyr­ir­tækja og sér­stak­lega þeirra sem eru í stjórn­un­ar­stöðu að taka tím­ann og hlusta á hvað fólk í minni­hluta­hóp hefur að segja. Hún segir jafn­framt að þessi vinna snú­ist ekki ein­ungis um að jafna kynja­hlut­fallið heldur um svo­kall­aða sam­tvinnun (e.inter­sect­iona­lity). Fyr­ir­tæki og fólk í stjórn­un­ar­stöðum þurfi einnig að líta til kyn­hneigð­ar, þjóð­erni, efna­hags­stöðu, getu og heil­brigði. Hún bendir á að það geti reynst fólki erfitt og óþægi­legt að breyta gömlum hugs­un­ar­mynstrum og vana en að á sama tíma geti það verið vald­efl­andi ferli sem geri stjórn­endur að betri leið­tog­um. „Sterk­ari leið­togar búa til betri fyr­ir­tæki og betri fyr­ir­tæki skapa betri vinnu­menn­ingu og svo fram­veg­is. Þetta er ein­fald­lega skyn­sam­leg­t,“ segir hún.

Sheree leggur því mikla áherslu á að fyr­ir­tæki og sam­tök hafi fjöl­breyttar fyr­ir­myndir í stjórn­un­ar­stöðum og ólíkt sam­safn af sam­starfs­mönn­um. „Tækni hefur ekki einn not­enda og því ætti fólkið sem býr hana til ekki að vera einn sam­fé­lags­hóp­ur,“ segir hún. Sheree nefnir sem dæmi að konur séu helm­ingur mann­kyns og það væri því mik­ill missir að auka ekki þátt þeirra í hug­bún­að­ar- og tækni­iðn­að­in­um. „Ef þú ert með teymi með báðum kynj­um, frá ólíkum bak­grunn og með fjöl­breytta mennt­un, þá ertu með mörg sjón­horn að vinna saman og þá er verið að skapa heild­ræna lausn. Lausn sem mætir ekki aðeins þörfum meiri­hlut­ans heldur mætir þörfum fleiri sam­fé­lags­hópa.“ 

Hún nefnir dæmi um snjall­símafor­rit sem var hannað til að fylgj­ast með með­göngu. Það kom upp atvik þar sem ófrísk kona var að nota for­ritið en hún missti síðan fóstrið en í for­rit­inu var ekki mögu­leiki að til­kynna for­rit­inu sjálfu að með­göng­unni væri lok­ið. Í stað­inn hélt konan áfram að fá til­kynn­ingar um stöðu með­göngu sinnar sem var lok­ið. Sheree bendir á að svo virð­ist sem teymið sem hann­aði for­ritið hafi ekki áttað sig á að þetta væri mögu­lega eitt­hvað sem gæti komið upp á með­göngu og því ekki gert not­enda kleift að velja þann mögu­leika. Hún segir þetta dæmi sýna hversu mik­il­vægt það sé að tækni­geir­inn taki með í reikn­ing­inn sjón­ar­mið fleira fólks, hvort sem það séu sjón­ar­mið kvenna, hinsegin fólks eða ein­stak­linga af ólíkum lit­ar­hætti. Það sé nauð­syn­legt til að skapa bestu tækni­legu lausn­ina og not­enda­upp­lifun­ina.

Ég hef sannarlega notið góðs af mínu uppeldi og þeirri staðreynd að ég er ættleidd. Annað fólk mun hafa notið góðs af því að vera ef til vill hvítt eða karlkyns. Eða líkt og í mínu tilviki að vera gagnkynhneigt. Það setur mig í ákveðinn forréttindahóp.
Sheree Atcheson
Aðsend mynd

Óþægi­legt að horfast í augu við eigin for­rétt­indi

Sheree ólst upp í Norð­ur­-Ír­landi en hún heim­sótti fæð­ing­ar­stað sinn í Sri Lanka fyrir tveimur árum síð­an. Þar hitti hún móður sína og sá við hvaða aðstæður hún býr. Jafn­framt kynnt­ist hún systur sinni sem gift­ist þegar hún var 16 ára göm­ul. Sheree segir að sú ferð hafi varpað ljósi á aðstöðumun hennar og líf­fræði­legu fjöl­skyldu hennar og að eftir ferð­ina hafi hún þurft að setj­ast niður og horfast í augu við eigin for­rétt­indi. Hún segir að til þess að skilja eigin for­dóma og for­rétt­indi þurfi hver og einn að setja sig í spor ann­arra. „Við getum ekki vaxið ef við förum aldrei út fyrir þæg­ind­ara­mmann. Ef hlut­irnir eru alltaf auð­veldir þá þróar þú ekki kunn­áttu þína.“

En hvernig er að vera á sama tíma í for­rétt­inda­stöðu og í minni­hluta­hóp innan ákveð­ins geira? Sheree segir að það að vera bæði kona og að vera af öðrum lit­ar­hætti en hvítum jað­ar­setji hana innan tækni­heims­ins. En á sama sé hún í miklum for­rétt­inda­hóp vegna félags­legra aðstæðna – með hennar menntun og tæki­færi sem henni hafa hlotn­ast.

Það verður seint sagt að Sheree sitji auðum höndum en hún hefur haldið fyr­ir­lestra um heim allan á fjölda ráð­stefna. Hún skrifar jafn­framt fyrir tíma­ritið For­bes, starfar sem fyrr segir hjá Deloitte við að styðja við minni­hluta­hópa og gera fjöl­breyttar fyr­ir­myndir sýni­legar innan fyr­ir­tæk­is­ins og auk þess er hún nú alþjóð­legur sendi­herra Women Who Code. En þrátt fyrir allt segir hún að ennþá komi stundir þar sem hún gengur inn í her­bergi – þar sem hún er jafn­vel aðal­fyr­ir­les­ari kvölds­ins – að þá séu allir í salnum hvítir karl­menn. Hún segir því að tækni­geir­inn sé enn nokkuð eins­leitur og það reyni and­lega á að vera sífellt „sú eina“.

Það skiptir öllu máli að hafa umhverfi án aðgreiningar. Nauðsynlegt er að skapa umhverfi þar sem allir hafi möguleika á því að skara fram úr, vaxa og læra.
Sheree og íslenska Deloitte teymið á UT messunni.
Aðsend mynd

Tækni­iðn­að­ur­inn breyt­ist hægt – en breyt­ist þó

En telur Sheree að tækni­geir­inn hafi breyst síðan hún byrj­aðir að vinna með Women Who Code árið 2013. Hún svarar þeirri spurn­ingu á þann veg að fjöl­breyti­leik­inn innan fyr­ir­tækja sé að aukast og iðn­að­ur­inn sé að breyt­ast en að það ger­ist hægt. Þó megi benda á að frá því að hún byrj­aði í sam­tök­unum fyrir fimm árum hefur félags­mönnum fjölgað úr 5.000 í 167.000.

Á sama tíma eru konur aftur á móti aðeins einn af hverjum fjórum starfs­mönnum í tækni- og hug­bún­að­ar­störfum í Bret­landi og er hlut­fallið enn lægra ef skoð­aðar eru tölur fyrir konur sem eru af öðrum lit­ar­hætti en hvít­um.

Sheree segir að umræðan um mik­il­vægi fjöl­breyti­leika innan fyr­ir­tækja sé þó að aukast. Fleiri og fleiri fyr­ir­tæki séu að skapa starfs­gildi sem snúa að því að styðja við minni­hluta­hópa innan fyr­ir­tækja og auka fjöl­breytni. Hún starfar nú hjá Deloitte og sér um fjöl­breytni og félags­lega sam­lögun innan fyr­ir­tæk­is­ins. Starfið var sér­stak­lega sett á stokk fyrir hana og segir hún það vera sögu­legt að jafn stórt og alþjóð­legt fyr­ir­tæki hafi tekið það skref og sýnt for­dæmi. Hún segir það vera til marks um að fjöl­breyti­leiki sé til umræðu innan tækni­geirans þegar stjórn­endur fyr­ir­tækja eru byrj­aðir að taka ábyrgð á að auka fjöl­breytni innan fyr­ir­tækja. „Þegar stór­fyr­ir­tæki gera breyt­ingar þá fylgja aðrir eft­ir.“

Sheree nefnir annað dæmi um breyt­ingar sem hún hefur tekið eftir og það er að hún hafi verið valin til að vera fyrsti fyr­ir­les­ar­inn á UT-­mess­unni hér á landi. Það þýði að það sem hún fjall­aði um á fyr­ir­lestr­inum – fjöl­breyti­leika og félags­lega sam­lögun – skipti skipu­leggj­endur og styrkt­ar­að­ila ráð­stefn­unnar máli. Flestir ráð­stefnu­gestir mæti yfir­leitt á opn­un­ar­fyr­ir­lest­ur­inn og þetta sé því áhrifa­rík leið til að vekja fólk til umhugs­unar og ná fram breyt­ing­um. Hún segir að þetta sé að sýna vilja í verki og hvetur önnur fyr­ir­tæki til að gera slíkt hið sama.

„Það skiptir öllu máli að hafa umhverfi án aðgrein­ing­ar. Það er nauð­syn­legt að skapa umhverfi þar sem allir hafa mögu­leika á því að skara fram úr, vaxa og læra. Að skapa pláss fyrir raddir allra og að öllum líði eins og þeir til­heyra,“ segir hún.

Leiðir sem stjórn­endur fyr­ir­tækja geta farið

Sheree segir að stjórn­endur og leið­togar geti ráð­ist í fjölda aðgerða til að styðja við fólk í minni­hluta­hópum – litlar aðgerðir sem stór­ar. Hún segir að allir starfs­menn þurfi leið­bein­ingar og stuðn­ing og þá sér­stak­lega þeir sem séu í minni­hluta. Hún segir það því geta verið mjög vald­efl­andi að skapa sam­band milli fólks og sterk tengsla­net. Hún segir jafn­framt mik­il­vægt að skapa vinnu­stað sem henti sem flest­um, það sé meðal ann­ars hægt að gera með því að bjóða upp á sveigj­an­lega vinnu­tíma. Fólk sé með mis­mun­andi þarf­ir, til að mynda myndi sveigj­an­legur vinnu­tími henta fyrir úti­vinn­andi for­eldra, fólki sem er að kljást við and­leg og lík­am­leg veik­indi og svo mætti lengi telja. „Af því við getum ekki haldið áfram að horfa á alla starfs­menn með sömu aug­um, að allir vilji það sama og að allir séu eins.“

Sheree segir það einnig gríð­ar­lega mik­il­vægt að hafa sýni­legar fyr­ir­myndir upp allan stig­ann, frá efstu stjórn­enda­stöðum og niður í starfs­nema. „Það er mun auð­veld­ara að vera einn af fáum heldur en sá ein­i.“ Sem dæmi hafi rann­sóknir sýnt að því fjöl­breytt­ari sem aug­lýs­ingar fyr­ir­tækja eru því aðgengi­legra þykir fyr­ir­tæk­ið. Ef fólk af báðum kynj­um, fólk af ólíkum upp­runa sem og öðrum sam­fé­lags­hópum sem eru í minni­hluta innan ákveð­ins geira er í mark­aðs­efni fyr­ir­tæk­is­ins þá sé lík­legra að fleiri og fjöl­breytt­ari hópur sæki um vinn­una. Ef fleiri sjá tæki­færi í tækni­störfum þá verður auð­veld­ara að jafna kynja­hlut­fall og skapa fjöl­breytt­ari tækni­geira.



Það er mun auðveldara að vera einn af fáum heldur en sá eini.

Auk þess tekur Sheree dæmi um litla aðferð sem geti haft mikil áhrif. Hún segir að hún taki alltaf fram per­sónu­for­nafn sitt á öllum nafn­spjöldum sínum og und­ir­skrift­um. Auk þess kallar hún eig­in­mann sinn maka til þess að kom­ast hjá því að nota kynjað nafn­orð. Hún segir að þetta sé leið til að taka til­lit til þeirra sem skil­greina sig kynsegin eða hinseg­in. „Ef þú getur gert eitt­hvað svo ein­falt sem er eng­inn vinna fyrir þig en gæti það breytt miklu fyrir aðra.“ 

Enn fremur leggur hún áherslu á að ef erfitt reyn­ist að skilja ákveðið sjón­ar­horn eða reynslu­heim þá sé best að spyrja og hlusta. „Eng­inn einn getur talað fyrir alla. Ég get ekki talað fyrir svartar konur og ég get ekki talað fyrir neinn frá LGBT+ sam­fé­lag­inu, þar sem ég er gagn­kyn­hneigð og sís. Þetta snýst um að skilja hvernig þú getur hlustað og breytt hug­ar­fari og aðferðum út frá því,“ segir hún.

Umkringja sig með ólíkum röddum

Sheree bendir á aðra ein­falda leið til að kynna sér ólík sjón­ar­mið og skyggn­ast inn í reynslu­heim ólíkra aðila. Það er að nota sam­fé­lags­mið­il­inn Twitter til að fylgja ólíkum mann­eskjum með fjöl­breyttan bak­grunn. Hún segir að til sé for­rit sem heitir Diversi­fyYo­ur­Feed en for­ritið skoðar Twitt­er-­reikn­inga og reiknar út kynja­hlut­fall þeirra sem reikn­ing­ur­inn fylg­ir. Þá er hægt að sjá hvort halli á annað hvort kynið og í kjöl­farið er hægt að fá upp­stungur um fólk til að fylgja. Hún segir jafn­framt að nú sé verið að bæta við for­ritið svo hægt sé að reikna út hvernig fylgj­endur skipt­ast eftir þjóð­ern­um. „Þetta snýst um að að vera með­vit­aður um þessa hluti. Það er svo mik­il­vægt að umkringja sig ólíkum rödd­um, því þannig lærir mað­ur.“Diversify your feed



„Mér finnst Twitter frá­bær leið til að gera það vegna þess að þá er hægt að hafa sjón­ar­mið ann­arra á tíma­lín­unni þinni með því að smella á einn hnapp. Þú þarft ekki að hafa hitt mann­eskj­una áður eða þekkt hana á neinn hátt. Hún getur verið hinum megin á hnett­inum en þú fær samt að heyra sjón­ar­horn henn­ar.“ Sheree seg­ist gera þetta mik­ið, hún fylgir fjölda fólks sem skil­greinir sig hinsegin og mikið af konum af öðrum lit­ar­hætti en hvítum og þá sér­stak­lega svörtum kon­ur. „Ég er ekki hluti af þeirra sam­fé­lags­hóp og get því ekki skilið þeirra reynslu­heim en ég vil vita hvað ég get gert til að styðja við þessa hópa.“  Hægt er að fylgja S­heree á Twitt­er hér

Hvetja þarf fleiri sam­fé­lags­hópa að sækja hug­bún­að­ar­nám

Aðspurð segir Sheree það rétt að auka þurfi aðsókn í hug­bún­að­ar-, vef- og tækni­nám. Hún segir aðsókn­ina vera að aukast smá saman en hægt sé að gera enn bet­ur. Sér­stak­lega þurfi að reyna að jafna hlut­fall kynj­anna og jafn­framt að ná til fjöl­breytt­ari hópa fólks. „Við munum ekki fjölga kven­kyns for­rit­urum ef við hvetjum ekki fleiri stelpur til að for­rita,“ segir hún. Hún segir að það sé jafn­framt á ábyrgð stjórn­valda og skóla að sýna krökkum og ungu fólki með ólíkan bak­grunn, hvaða mögu­leikar og tæki­færi séu í boði. Enn fremur bendir hún á að tækni­nám sé snið­ugt nám í heim­inum dag, þar sem tækni sé aldrei að fara að vera minni hluti af lífi fólks en nú – í stað þess virð­ist tæknin verða sífellt inn­limaðri í líf okk­ar.

Hún ítrekar að það fylgir ekki ein­ungis sam­fé­lags­legur ávinn­ingur af því að auka fjöl­breytni innan tækni­geirans heldur einnig fjár­hags­legur ávinn­ing­ur. Því mis­mun­andi hópar hafa ólíkar hug­myndir um hvaða vanda­mál þurfi að leysa og hvern­ig. Því fjöl­breytt­ari teymi með ólík­ari ein­stak­ling­um, því mun heild­stæð­ari og betri verður lausn­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal