Pexels

Samfélagið verður að átta sig á mikilvægi kennarastarfsins

Ef marka má viðbrögð við nýrri aðgerðaáætlun í menntamálum hefur náðst breið sátt um hvað gera skuli til að auka veg og gengi kennarastarfsins – sérstaklega á yngstu skólastigunum. Með því að hlúa að stétt leik- og grunnskólakennara ætti að vera hægt að koma menntun framtíðarkynslóða í góðan farveg. En duga þessar aðgerðir til?

„Skortur er á kenn­urum með rétt­indi á öllum skóla­stigum og brýnt að finna leiðir til að fjölga þeim sem velja ­kenn­ara­nám, bregð­ast við þeim vanda sem brott­hvarf ný­liða úr starfi felur í sér en einnig að stuðla að því að ný­út­skrif­aðir kenn­arar ráði sig til starfa.“

Þannig hljóðar ein klausan í nýrri aðgerða­á­ætlun stjórn­valda til að fjölga kenn­urum sem kynnt var í síð­ustu viku og fjöl­miðlar fjöll­uðu um. Ekki er ofsagt að vanda­mál í mennta­málum hefur verið stig­vax­andi síð­ast­liðin miss­eri og ár. Nýnemum hefur fækkað og færri útskifast en áður sem leik- og grunn­skóla­kenn­ar­ar. Starfið er krefj­andi og getur verið erfitt og hafa þeir, sem mennt­aðir eru til þess, leitað á önnur mið til að minnka álag og fá hærri laun.

Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra kynnti aðgerð­irnar þann 5. mars síð­ast­lið­inn en þær fela meðal ann­ars í sér launað starfs­nám, náms­styrk til nem­enda og styrki til starf­andi kenn­ara til náms í starfstengdri leið­sögn. Aðgerð­irnar eiga sem sagt að taka á kenn­ara­skorti í land­inu.

Nem­endur býðst launað starfs­nám

Í stuttu máli snú­ast aðgerð­irnar út á að frá og með næsta hausti bjóð­ist nem­endum á loka­ári meist­ara­náms til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­skóla­stigi launað starfs­nám. Mark­miðið með þeirri aðgerð er að hvetja nem­endur til þess að klára nám sitt á til­settum tíma og að þeir hefji störf sem fyrst að námi loknu. Starfs­námið skal vera í minnst 50 pró­sent starfs­hlut­falli við leik- eða grunn­skóla í eitt skólaár og fá nem­endur greitt sam­kvæmt kjara­samn­ingi.

Nem­endur á loka­ári meist­ara­náms til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­skóla­stigi geta sótt um náms­styrk frá og með næsta hausti. Mark­mið styrks­ins er að auð­velda nem­endum að sinna loka­verk­efnum sínum sam­hliða laun­uðu starfs­námi og skapa hvata til þess að nem­endur klári nám sitt á til­settum tíma. Styrk­ur­inn nemur alls 800.000 krón­um.

Leið­sagna­kenn­arar skipta lyk­il­máli

Í til­kynn­ing­unni frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu, sem send var út við til­efn­ið, kemur fram að mik­il­vægt sé að fjölga kenn­urum í íslenskum skólum sem hafi þekk­ingu á mót­töku nýliða í kennslu. Slíkir leið­sagna­kenn­arar skipti lyk­il­máli við að sporna gegn brott­hvarfi nýút­skrif­aðra kenn­ara úr starfi en mest sé hættan á brott­hvarfi úr kennslu fyrstu þrjú árin.

Í þessu skyni muni mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti því styrkja Háskóla Íslands og Háskól­ann á Akur­eyri. „For­sendur þessa styrks verða ann­ars vegar þær að skóla­stjórn­endur styðji umsókn kenn­ara í námið og hins vegar að tryggja þurfi jafna dreif­ingu þess­ara styrkja milli skóla og lands­hluta í því augna­miði að sem flestir skólar lands­ins hafi kenn­ara innan sinna raða með sér­hæf­ingu í starfstengdri leið­sögn.“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Bára Huld Beck

Öfl­ugt mennta­kerfi for­senda fram­fara

Lilja segir í sam­tali við Kjarn­ann að til að ná fram fram­förum í mennta­kerf­inu sé nauð­syn­legt að vinna að sátt og sam­stöðu. Því hafi verið nauð­syn­legt að vinna að aðgerða­á­ætl­un­inni í sam­vinnu við mennta­vís­inda­svið háskól­anna, Kenn­ara­sam­band­ið, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga, atvinnu­lífið og önnur lyk­il­ráðu­neyti.

Hún segir jafn­framt að mik­ill stuðn­ingur sé við aðgerð­irnar og að rík­is­stjórn­inni sé mjög umhugað um að störf kenn­ara öðlist við­ur­kenn­ingu. Öfl­ugt mennta­kerfi sé for­senda fram­fara, sér í lagi þar sem tækni­fram­farir eru eins miklar og raun ber vitni. „Ég held að hægt sé að ná til allra,“ segir hún í því sam­hengi.

Lilja telur sam­fé­lagið vera á spenn­andi veg­ferð og frá­bært sé að eiga í þessu víð­tæka sam­tali. Þörf sé á að fara í afger­andi aðgerðir enda sé þetta stór sam­fé­lags­leg áskor­un. „Það er mik­ill áhugi á því hjá öfl­ugum fyr­ir­tækj­unum að koma að svona vit­und­ar­vakn­ingu. Má í því sam­hengi nefna að Kvika hefur stofnað nýjan hvatn­ing­ar­sjóð fyrir kenn­ara­nema.“ Hún segir enn fremur að þau sam­fé­lög sem náð hafa árangri í mennta­málum eigi það sam­eig­in­legt að breiður stuðn­ingur sé við mennta­mál og skiln­ingur á mik­il­vægi þeirrar fjár­fest­ing­ar.

Sam­fé­lagið allt verður að átta sig á mik­il­vægi kenn­ara­starfs­ins

Ráð­herra segir að þær aðgerðir sem hún kynnti í síð­ustu viku séu ein­ungis fyrsti áfang­inn af þrem­ur. Næsti áfangi mun snú­ast um að fá kenn­ara sem hafa horfið frá kennslu aftur í starf­ið. „Það er rosa­legur mannauður þarna úti,“ segir hún en til stendur að kynna næstu aðgerðir eftir ár.

Hún bætir því við að í fyrsta lagi verði sam­fé­lagið allt að átta sig á mik­il­vægi kenn­ara­starfs­ins og í öðru lagi verði kenn­ar­arnir sjálfir að finna að starfið þeirra skipti máli.

Framundan séu svaka­lega spenn­andi tímar og telur Lilja að íslenska mennta­kerfið hafi alla burði til að ná fram­úr­skar­andi árangri, ef tryggt sé það hug­ar­far að allir geti lært og allir skipti máli. Hún ætlar sér að ná póli­tískri sátt um mennta­stefn­una og telur hún að ekki sé eftir neinu að bíða enda verk­efnin aðkallandi.

Mikilvægt er að kennarastéttin finni hvers virði hún er.
Pexels

Það hefur skort lang­tíma­hugsun

Ragnar Þór Pét­urs­son, for­maður Kenn­ara­sam­bands Íslands, telur aðgerð­irnar tíma­bær­ar. „Það hefur blasað við í nokkurn tíma að sá alvar­legi kenn­ara­skortur sem þegar er orð­inn stað­reynd í leik­skólum mun, ef ekk­ert er að gert, ná til grunn­skól­ans innan fárra ára. Hrun í aðsókn í kenn­ara­nám hefur þegar haft áhrif á getu háskól­anna til að halda úti þeirri kennslu og þeim rann­sóknum sem nauð­syn­legar eru á miklum umbylt­ing­ar­tímum í mennta­kerfum heims­ins. Þess vegna er gríð­ar­lega mik­il­vægt að grípa til aðgerða til að efla kenn­ara­menntun í land­in­u,“ segir Ragnar Þór í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Hann telur aðgerð­irnar einar og sér ekki leysa allan vanda mennta­kerf­is­ins en þær séu samt nauð­syn­leg­ar. „Það sem skiptir kannski mestu máli er að nú er fók­us­inn kom­inn á réttan stað og stjórn­völd hafa tekið á sig þá ábyrgð að stuðla að nauð­syn­legum umbótum áður en það er of seint. Á Íslandi hefur skort á slíka lang­tíma­hugsun og því fagna ég henni. Við sem sam­fé­lag þurfum svo að taka höndum saman og styðja við mennta­kerf­ið, alveg eins og við eigum að gera við önnur mik­il­væg grund­vall­ar­keri sam­fé­lags­ins,“ segir Ragnar Þór.

Fagnar sam­stöð­unni

Kol­brún Þ. Páls­dótt­ir, for­seti Mennta­vís­inda­sviðs HÍ, sagð­ist í sam­tali við RÚV eftir að aðgerð­irnar voru kynntar í síð­ustu viku fagna því að þær næðu bæði til kenn­ara­nema og starf­andi kenn­ara. Hún sagði það mik­il­vægt að grípa til aðgerða og reyndar væri fólk þegar farið að sjá meiri aðsókn í kenn­ara­nám.

„Það er auk­inn áhugi og umræða um menntun í sam­fé­lag­inu þannig að ég hef þá trú að þessar aðgerðir séu hvatn­ing." Hún sagð­ist jafn­framt fagna mjög sam­stöð­unni í kringum þessar aðgerð­ir. „Sam­fé­lagið í heild er að stíga hér fram og styðja við bakið á kenn­ur­um."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar